Dagur - Tíminn - 12.10.1996, Blaðsíða 4

Dagur - Tíminn - 12.10.1996, Blaðsíða 4
4 - Laugardagur 12. október 1996 jOiigur-Œmtmrt Reykjavíkurborg „Óunnin yfirvinna“ hug- tak sem Norðurlanda- búar skilja ekki Dagvinnulaun bara rúmur helmingur af heildarlaunum borgarstarfsmanna af karlkyni — og ómögulegt að finna út hvað mikið af greiddu yfirvinnunni er raunverulega unnið. Borgarstjóri, Ingibjörg Sól- rún Gísladóttir, segist hafa reynslu af því að það þurfl verulega langan tíma til þess að útskýra hugtakið „óunnin yfirvinna" fyrir Norð- urlandabúum, sem hún hefur oft setið með á fundum um borgarmálefni. Greiðslur fyrir óunna yfirvinnu séu nokkuð sem menn virðist almennt ekki hafa kynnst utan íslenskra landsteina. Ný könnun á launum karla og kvenna hjá Reykjavíkurborg leiddi m.a. í ljós að dagvinnu- laun karla sem starfa hjá borg- inni eru að jafnaði einungis 56% af heildarlaunum þeirra. Yfirvinnan er 30%, aksturs- greiðslur 3% og 11% síðan ýms- ar aðrar greiðslur. Þetta svarar til dæmis til þess að karlar með 90.000 kr. dagvinnulaun fái 160.700 kr. heildartekjur, eða nær 79% ofan á dagvinnulaun- in. í sambandi við 11% „aðrar greiðslur“ skal tekið fram að könnunin náði ekki til vakta- vinnufólks. Dagvinnulaun full- vinnandi kvenna (80.100 kr.) voru 93% af dagvinnulaunum karla (85.800 kr.). Dagvinnu- launin voru einungis 76% af heildartekjum kvennanna. Enda allar umframgreiðslur til þeirra miklu minni, bílapening- arnir t.d. aðeins 1/3 af því sem karlar fengu. Heildartekjur karla (155.700 kr. að meðaltali) voru því nærri 50% hærri en heildartekjur kvenna í fullu starfi (104.200 kr.). Eftir að tekið hafði verið tillt til allra hugsanlegra þátta hafði sá munur sem ekki verður skýrður með neinu nema kyn- ferði í 16% — þ.e. svo fremi að bæði kynin vinni í sama mæli alla þá yfirvinnu sem þau fá borgað fyrir. Þetta er svipuð niðurstaða og komið hefur í ljós í launasamanburði bæði hjá ríkinu og hjá bönkunum, þó svo að öðrum aðferðum hafi verið beitt. „Þegar maður fær þennan launamun staðfestan æ ofan í æ þá er hann greinilega orðinn mjög bundinn í kerfinu", sagði Ingibjörg Sólrún. í könnuninni Heildarlaun karla og kvenna f fullu starfi i október 1995, eftir málefnaflokkum. voru skoðuð laun allra starfs- manna á ákveðnum stofnunum borgarinnar, sem eru í reglu- bundnu starfi og ganga ekki vaktir. Launin voru skoðuð í mars og síðan aftur í október í fyrra. Borgarstjóri fagnaði því, að launabilið milli kynjanna hafði heldur mjókkað (um 2- 3%) á milli kannana. Háskólinn Námsráðgjöf Háskólans fagnar fimmtán ára afmæli Ieðal þess sem kynnt var á Menntaþingi í Háskólabíói um helg- ina, var starfsemi Námsráð- gjafar Háskóia íslands, sem nú fagnar 15 ára afmæli. í tilefni afmælisins hafa að- standendur Námsráðgjafar H.í. gefið út veglegt 25 blaðsíðna kynningarrit þar sem starfs- vettvangi og viðfangsefnum Námsráðgjafar er lýst og var Leikur Man. Utd. og Liverpool sýndur á 46“ skjá kl 10.15 f.h. laugardag Hamar sími 461 2080 Námsráðgjöf Há- skóla íslands er umfangsmesta þjónusta sinnar teg- undar hér á landi. ritið afhent menntamálaráð- herra, Birni Bjarnasyni, á Menntaþinginu. Forstöðumaður Námsráðgjafar H.í. er Ásta Ragnarsdóttir og aðstoðarfor- stöðumaður Ragna Ólafsdóttir. Námsráðgjöf Háskóla íslands er umfangsmesta þjónusta sinnar tegundar hér á landi, en hún hefur fram til þessa veitt öllum, sem til hennar hafa leit- að, aðstoð við náms- og starfs- val, auk þess að sinna ráðgjöf við skráða stúdenta við skól- ann. Námsráðgjöf veitir um 4000 viðtöl á ári, en í tengslum við náms- og starfsval hefur Há- skólinn einnig til margra ára annast framkvæmd sameigin- legrar námskynningar þar sem íslenska menntakerfið er kynnt í heild sinni. Auk fastra starfs- manna Námsráðgjafar vinna við stofnunina nemendur sem eru í námi í náms- og starfsráð- gjöf. í umsjá Námsráðgjafar starfa einnig 70 nemendaráð- gjafar, en það eru nemendur við Háskólann sem veita sam- nemendum sínum aðstoð og leiðsögn í námi. H.H.S. Asta Ragnarsdóttir, forstöðumaður Námsráðgjafar H.Í., sýnir Birni Bjarna- syni, menntamálaráðherra, og konu hans, Rut Ingólfsdóttur, fyrsta eintak kynningarrits Námsráðgjafar, en því er ætlað að veita almenningi innsýn í margbreytileika þessarar starfsemi Háskólans. Djöflaeyjan Mikil aðsókn Um 14.500 manns hafa þegar séð kvikmyndina Djöflaeyjuna - þegar vika er liðin frá frumsýningu. Að sögn Karls Péturs Jóns- sonar, kynningarstjóra mynd- arinnar, eru aðstandendur hennar afar ánægðir með við- tökur og viðbrögð almennra áhorfenda sem og gagnrýn- enda. Djöflaeyjan er sýnd í Reykja- vík í Stjörnubíói og Bíóhöllinni. Um helgina og þá næstu verður hún sýnd í Nýja bíói í Keflavík. Þá hafa forráðamenn íslensku kvikmyndasamsteypunnar brugðið á það ráð á leigja 400 manna sal í Háskólabíói, til að mæta þeirri miklu aðsókn sem að myndinni er. „Það var mikil aðsókn að myndinni um síðustu helgi og sjálfsagt verður hún enn meiri nú um komandi helgi, þegar myndin er farin að spyrjast út,“ segir Karl Pétur. Sýningar á myndinni eru einnig fyrirhug- aðar í bíóhúsum á landsbyggð- inni von bráðar. Aðstandendur Djöflaeyjunn- ar segja að 50 til 60 þúsund manns þurfi að sjá myndina til að hún standi undir sér. Miðað við aðsókn það sem af er kveðst Karl Pétur Jónsson bjartsýnn á að sá múr falli. -sbs.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.