Dagur - Tíminn - 12.10.1996, Blaðsíða 8

Dagur - Tíminn - 12.10.1996, Blaðsíða 8
8 - Laugardagur 12. október 1996 * J íDiigur-'CHmrám ÓÐMÁL JOagur- Ímátttt Útgáfufélag: Dagsprent hf. Útgáfustjóri: Eyjólfur Sveinsson Ritstjóri: Stefán Jón Hafstein Aðstoðarritstjóri: Birgir Guðmundsson Framkvæmdastjóri: Hörður Blöndal Skrifstofur: Strandgötu 31, Akureyri, Garðarsbraut 7, Húsavík og Brautarholti 1, Reykjavík Símar: 460 6100 og 563 1600 Áskriftargjald m. vsk. 1.600 kr. á mánuði Lausasöluverð kr. 150 og 200 kr. helgarblað Prentun: Dagsprent hf./ísafoldarprentsmiðja Grænt númer: 800 70 80 Fax auglýsingadeildar: 462 2087 - Fax ritstjórnar: 462 7639 Breytt sjávarútvegsumræða í fyrsta lagi Greinilegt er að Þorsteinn Pálsson og Halldór Ás- grímsson eru komnir í hár saman vegna spurning- arinnar um heimild til að veðsetja aflakvóta. Þor- steinn - eða talsmaður hans - hefur komið fram op- inberlega og tilkynnt að nauðsynlegt væri að leggja fram stjórnarfrumvarp með slíkum ákvæðum í, ella muni vextir á sjávarútveg stórhækka. Halldór svar- aði þessu fullum hálsi hér í blaðinu í vikunni og sagði ekki koma til greina að lenda málinu þannig að eignarréttur útgerða á kvótanum festist í sessi. Formaður Framsóknarflokksins sendi bönkunum auk þess tóninn varðandi vaxtahækkunarhótunina. Það bregður nýrra við að þessir tveir helstu sjávar- útvegshrútar stjórnarflokkanna, Halldór og Þor- steinn, stangist á með þessum hætti. Það er til marks um breytta tíma í sjávarútvegsumræðunni. Þó það hljómi einkennilega er Þorsteinn fulltrúi gömlu viðhorfanna í þessu máli, en Halldór sjálfur holdgervingur kvótakerfisins í áratugi, hefur áttað sig betur á breyttum forsendum. Það er einfaldlega óásættanlegt að festa í lög að afnotaréttur af auð- lindinni verði formlega gerður að eignarréttarígildi með því að heimila mönnum í lögum að veðsetja hann. í þriðja lagi Með batnandi hag sjávarútvegs í heild eru menn síð- ur tilbúnir til að Veita honum sérstök fríðindi um- fram annan atvinnurekstur. Skattlagning sjávarút- vegs (vörugjald) og veiðileyfagjald er komið á dag- skrá þjóðmálaumræðunnar, jafnvel þó forsætisráð- herra vilji ekki viðurkenna það og hæðist á Lands- fundi að mönnum sem vilja tala um þau mál. For- sendur umræðunnar eru að breytast og umræðan breytist því óhjákvæmilega líka. Þá fyrst væri ástæða til að óttast um sameiginlega auðlind ef þessi um- ræða væri stöðnuð og óumbreytanleg. Birgir Guðmundsson. V________________________________________________) Sp UVA Hvernig fannst þér ræða Davíðs við upphaf landsfundar Sjálfstæðisflokksins? Ágúst Einarsson alþingismaður Hann skilgreinir jafn- aðarmenn sem höf- uðandstæðinga Sjálf- stæðisflokksins í stjórnmál- um sem er nýtt frá því sem var. Davíð hefur skýrt hina pólitísku víglínu stjórnmál- anna með afturhaldssemi sinni. Baráttan næstu árin mun snúast milli jafnaðar- manna og Sjálftstæðis- flokksins sem staðfestir að sameining þingflokka Þjóð- vaka og Alþýðuflokksins var laukrétt spor. í þessari ræðu felst engin sókn til framtfðar. Guðný Guðbjörnsdóttir alþingismaður Þetta var hefðbundin landsfundarræða um óbreytta stefnu á flest- um sviðum. Umgjörðin var í glæsistú en inniháldið rýrt. Markmiðið virtist að gera þá sem eru á annarri skoðun tortryggilega og halda þannig umræðunni niðri. Ummæli Davíðs um Reykjavíkurlistann eru ógeðfelld, ekki svaraverð og sýna að Davíð Oddsson er enn tapsár. ♦ ♦ Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður Mér fannst hún ágæt- lega flutt iyrir þenn- an söfnuð og ég held að honum hafi tekist ágætlega upp. Það voru samt engin mikil tilþrif enda held ég að Davíð hafi þann stíl að kveikja ekkert í mönnum. En það var mjög ákveðið hvernig hann tók á tveimur stórum málum, annars vegar Evrópumáiun- um og hins vegar þessu vit- lausa veiðileyfagjaldi. GuðmundurÁmi Stefánsson alþingismaður Það var ákaflega áber- andi hve ræða hans fjallaði að stórum hluta um mál sem Sjálfstæð- isflokkurinn annað hvort getur ekki eða þorir ekki að taka afstöðu til. Þá á ég við rétt þjóðarinnar til auðæf- anna í hafinu, veiðileyfa- gjald, og hins vegar afstöðu stærsta flokks þjóðarinnar til Evrópumálanna. 5 uwu~ Það lá að, - hún er þá svona! „Risavaxin dragdrottning og til alls vís,“ - Stefán Benediktsson þjóðgarðsvörður í Skaftafelli og fyrrverandi alþingismaður kann að koma orðum að hlutunum. liann er að lýsa Bárðarbungu í DV í gær. GATT skilar sér bara ekki „...sagði Hjörtur ljóst að mark- miðið með GATT-samningnum varðandi landbúnaðarafurðir hefði verið að neytendur ríkja þar sem innflutningsvernd er beitt nytu lægra vöruverðs en áður. Það hefði ekki gengið eftir hér á landi eins og til dæmis verðlag á grænmetismarkaði...“ - segir Hjörtur Nielsen landsfundarfull- trúi, formaður nefndar sem fer með neytendamál. GATT hefur klikkað, og nefndin tekur undir gagnrýni með kröt- um í Morgunblaðinu í gær. Stóri bróðir kíkir á skráargatið „Með aðgangi að upplýsingum þeim sem safnað er saman í gagnagrunnum greiðslukorta- fyrirtækja um sundurliðaða neyslu fólks er hægt að kanna tekjur fólks, fatasmekk þess, hvort það sé bókhneigt eða ekki, að hvaða blöðum það er áskrifandi og þar af leiðandi stjórnmálskoðanir þess,“ - Heimur versnandi fer, engin leyndar- mál lengur, telja þeir á Vikublaðinu í forsíðugrein. Ólán að fá Davíð „Ég held að það hafl verið ólán fyrir Sjálfstæðisflokkinn að fá Davíð Oddsson sem formann," - er haft eftir huldumanni einum í Al- þýðublaðinu í gær. Hann segir Davíð ólánssaman með samstarfsmenn, Hann- es Hólmstein, Kjartan Gunnarsson og Hrafn Gunnlaugsson. Laugardagspistill Landinn í skotmáli að er sérkennileg reynsla að setj- ast til samninga við vopnaðan sveppabónda og umkringdur líf- vörðum á víggirtu óðalssetri í Suður-Lit- haugalandi. Jafnvel í Eystrisjó hins nýja tíma. Lífverðirnir eru engir kraftakarlar og undan bláum nankinsjakka blasir við kalt byssuhlaupið. Hugmyndin er að skjóta áður en kemur til handalögmála og skotmarkið er vitaskuld pistilhöfund- ur. Samningar eru ekki bara í sjónmáli, heldur líka í skotmáli. Enda er vopnaður óðalsbóndinn eng- inn venjulegur sveppabóndi. Villumas Malinauskas var áður bústjóri á hefð- bundnu sovésku samyrkjubúi, en réðst í eigin atvinnurekstur fyrir ijórum árum og reisti fimm hundruð manna verk- smiðju við húsgaflinn hjá sér. Kaupir nú sveppi og ber af bændum í sveitinni og setur í glerkrukkur með skrúfuðu loki. Varan er svo seld til næstu landa fyrir hundruð milljóna króna. Og ekki nóg með það! Nýlega keypti stórbóndinn tvö hundruð dagsláttu skóglendi og opnar sem þjóðgarð fyrir gesti og gangandi. Á heimilinu eru nú fjögur munaðarlaus börn úr nágrenn- inu, sem fjölskyldan tók að sér. Hús- bóndinn er því seinni tíma blanda af kú- rekanum Maverick, Hróa hetti og Móður Teresu, með skamm- byssu í beltinu. Pistil- höfundur spyr hins vegar hvort vörðinn í nankinsj akkanum hætti til að klæja í gikkflngurinn. Á veggjum stof- unnar hanga ekki langhorn að hætti fé- laga Mavericks, heldur sigurlaun fyrir kappakstur á bflum. Nútíminn lætur ekki að sér hæða til sveita í Litháen, frekar en í Vesturheimi. Búgarðurinn teflir fram sínu eigin fótboltaiiði og körfuboltaliði og vonandi fær mannfýlan í nankininu ekki krampa í helvítis fing- urinn! Loks er skálað að fornum sið og bóndinn tekur upp landa frá körlunum í sveitinni. Nú fyrst skilur pistilhöfundur hvað orðið rótsterkur þýðir og þá hlær Maverick hrossahlátri. Á eftir er gengið um búgarðinn með bæði landa og líf- verði. Sá nankinsklæddi fetar ekki í fót- spor meistara síns með byssuna, heldur lónar á eftir göngu- mönnum eins og séu þeir bæði holdsveikir og pestargemlingar. Pistilhöfundur spyr stórbóndann af hverju byssumaður þessi gangi ekki beint af augum, eins og fornkappar í ís- lendingasögum, heldur klofi um landið í humátt. Aftur hlær Maverick og segir nankinsmanninn fá borgað fyrir að hafa pistilhöfund einan í sigti, ef til kastanna komi. En nú er landinn ekki bara í sjónmáli og skotmáli, heldur kominn f höfn og pistilhöfundur segir bónda að hafl mað- ur séð einn svona axarmann þá hafi maður séð þá alla og komið nú með hel- vítis köttinn! Hlær þá Maverick í þriðja sinn og segir landann sinn greinilega á réttri leið á heimsmarkað, enda sé hér á eigninni risinn grunnur að nýrri brugg- verksmiðju þar sem landi sveitamanna verði framvegis soðinn á lögmætan hátt og seldur í önnur lönd í merktum um- búðum. Auðvitað! Maverick bóndi með byssu- beltið í kappakstursbflnum er maður nýrra tíma í heiminum. fslendingar sendu aftur á móti hvern bruggara sveitanna á fætur öðrum á Litla-IJraun frá búi og börnum. Tæki og tól eyðilögð ásamt fagmennsku og viðskiptavild. Og áfram er haldið að rústa bruggverk- smiðjum í kjöllurum ijölbýlishúsa í Reykjavík í stað þess að kalla saman bruggara landsins og fá þeim alþjóðleg verkefni. íslendingar geta margt lært í Eystrisjó. Jafnvel í skotmáli. (Zðc/evt Matweó

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.