Dagur - Tíminn - 12.10.1996, Blaðsíða 10

Dagur - Tíminn - 12.10.1996, Blaðsíða 10
10- Laugardagur 12. október 1996 Jlagitr-IStnttm Hvað stjómar okkur Svörin við þessu væri gott að hafa á hreinu. Mikið væri h'fið þá þægilegra. Þar með væri auðvelt að stjórna fólki og stýra því til að haga sér eins maður vildi. Fínt fyrir alla foreldra, uppalendur og stjórn- endur. Hugsið ykkur hvaða áhrif þetta hefði á heimilin, bara til þæg börn, þ.e.a.s. ef það er það sem við viljum. Hætta á misnotkun á svona þekkingu væri þó til staðar og því kannski eins gott að svörin eru það óljós, flókin og marg- þætt að ekki er á færi okkar venjulegu Jónanna og Gunn- anna að setja okkur inn í þau. Sumir einstaklingar virðast hafa fengið í vöggugjöf eitthvað sem auðveldar þeim að stjórna öðrum og hafa áhrif á aðra. Þessir einstaklingar geta jafnvel fengið aðra til að haga sér gegn betri vitund. Dæmi eru um að verstu fúlmenni sögunnar hafi verið þessum hæfileikum gædd- ir og nýtt þá til illvirkja. Kannski er eins gott að svörin við spurningunum hér að ofan liggi ekki á lausu. Mikið assk. erum við klár Ýmislegt er þó augljóst varð- andi það hvernig við hugsum og tökum ákvarðanir. Ef við leið- um hugann að því þá stendur upp úr hvað við erum í raun- inni klár. í þættinum Nýjasta tækni og vísindi í sjónvarpinu var fyrir nokkru sýndur tölvu- stýrður bíll. Ifann var hlaðinn myndavélum og öðrum búnaði og gat ekið sér sjálfur. Tölva var í skottinu og tók hún við upplýsingunum m.a. frá myndavélunum, vann úr þeim og sendi síðan fyrirskipanir um aðgerðir til stjórnbúnaðarins í bílnum. En þrátt fyrir mikla þróun í tölvuheiminum þurfti samt svo stóra tölvu að hún fyllti skottið á stórum fólksbíl. Eina hlutverk tölvunnar var að taka við skilaboðum, vinna úr þeim og ákveða til hvaða að- gerða skildi grípa, sem sagt að stjórna akstrinum. Þetta er hlutur sem við gerum nánast án umhugsunar dag hvern og erum jafnvel að gera annað á sama tíma. Ekkert mál, eða hvað? Ef okkur væri stjórnað af tölvu mætti velta því fyrir sér af hvaða stærð hún þyrfti að vera til að við gætum áfram sinnt því sem við gerum dag hvern. Ætli við myndum halda höfði? Alla- vega er hætt við að derhúfu- framleiðendur og aðrir höfuð- fatasmiðir yrðu að endurskoða framleiðsluna^ hjá sér. Nei það er alveg ljóst að við erum nokkuð klár. Samt erum við alltaf að gera mistök. Við ger- um mistök í uppeldinu, í um- ferðinni, vinnunni og annars- staðar. Afleiðingarnar eru mis- jafnar, allt frá óþægum börn- um upp í banaslys. Ofurtölvan Heili GPX 1586 Segja má að við vinnum á svip- aðan hátt og tölva að því leyti að við tökum við upplýsingum frá umhverfinu, vinnum úr þeim (metum þær út frá þekk- ingu og reynslu) og grípum til aðgerða út frá niðurstöðunni. Þetta gerum við stöðugt, meira og minna ómeðvitað. Þegar við erum að keyra erum við að taka nokkra áhættu. Breytilegt er milli einstaklinga (eða akst- ursmáta) hve mikla áhættu, og einnig frá tíma til tíma hjá hverjum fyrir sig. Hættan er samþykkt sem óumflýjanleg af- leiðing af því að vera með í um- ferðinni. Samþykkta hættan er síðan borin saman við þá hættu sem við sjáum fram á eða upplifum á hverjum tíma og gripið er til aðgerða til að upp- lifaða hættan, eins og við skynj- um hana, sé minni en sam- þykkta hættan. Sem dæmi má taka bilstjóra sem ekur á því Hvað stjórnar okkur, af hverju högum við okkur svona og hvernig breytum við hegðun fólks? sem hann telur eðlilegan hraða (vonandi ekki hraðar en 90 því það er jú bannað). Framundan sér bflstjórinn hálkublett og hvað gerist þá? Hann grípur til aðgerða til að raunverulega hættan verði ekki meiri en sú sem hann sættir sig við, sú samþykkta. Hann hægir því ferðina. Hafa verður í huga að allt tekur þetta tíma. Færni bfl- stjórans, ástand bflsins o.fl. kemur þarna við sögu og getur jafnvel skilið milli hættuástands og slyss. Það sem mestu ræður um það ástand sem getur skap- ast er þó samþykkta hættan, það hvað við viljum taka mikla eða litla áhættu. Ertu hrakfallabálkur? Vonandi ekki, en samþykkta hættan, það hve hún er mikil, er kannski það sem skilur hrakfallabálkana frá okkur hin- um, (ég er eins og þú, ekki einn af hrakfallabálkunum). Til að minnka samþykktu hættuna (og þar með að fækka hrakfalla- bálkunum) er áróður og fræðsla um afleiðingar einna áhrifarík- ust. Afleiðingar sem eru líkleg- ar, koma fljótt fram og eru greinilegar, eru áhrifaríkari og hafa meiri áhrif til stjórnunar en afleiðingar sem geta mögulega komið fram einhvern tíma seinna. Þannig getur greinileg hætta orðið til þess að menn passi sig og því komið í veg fyrir slys. Til lengri tíma litið er regl- an hinsvegar sú að ef hættan er til staðar þá valdi hún slysi fyrr eða síðar, við erum ekki klárari en svo að við gerum mistök þó við reynum eins og hægt er að forðast þau. Hættuna verður því alltaf að útiloka þar sem mögu- legt er. Það er ekki nærri alltaf mögulegt og er umferðin gott dæmi um það. Þar er hættan alltaf til staðar enda eru þar alltaf að verða slys. Heyrst hafa raddir á þann veg að fólk þurfi að upplifa spennu eða hættu og sækist eft- ir því. Þegar minni hætta er á slysum í einkalifinu og á vinnu- stöðunum þá leyti menn annað til að fá útrás fyrir þessa þörf, fari t.d. að stunda fallhlífar- stökk. Þetta getur kannski átt við um einhverja en er varla al- mennt. Einnig hafa umhverfi og að- stæður sýnt sig í að geta mótað einstaklinga varðandi áhættu- töku. Sjómenn t.d. verða oftar fyrir slysum í landi en aðrir. Þetta hefur verið skýrt með því að sjómennskan hafi mótað þá á þann hátt að þeir taki meiri áhættu en aðrir. Það styrkir þessa ályktun að tíðni slysa í landi, ótengdum sjómennskunni hækkar eftir því sem menn hafa verið lengur til sjós. Hvað er til ráða? Það sem gera þarf er að nota áróður og fræðslu til að gera af- leiðingarnar af of mikilli áhættutöku greinilegar. Einnig að umbuna fyrir rétta hegðun og refsa fyrir ranga, sérstak- lega meðan menn eru að læra að hegða sér rétt og venjast því. Þegar vaninn er kominn er þetta orðinn sjálfsagður hlutur rétt eins og að spenna á sig beltin, sem við gerum jú öll. A þennan hátt erum við farin að breyta hegðun fólks og ég bú- inn að svara spurningunni hér að ofan. Öryggi felst þannig ekki síð- ur í fólki en í tæknibúnaði eða umhverfi. Það er ekki bara að fólk lendi í slysunum heldur er það líka fólkið sem getur komið í veg fyrir slysin og þær afleið- ingar sem af þeim hljótast. Höfundur er umdæmisstjóri hjá vinnueftirliti ríkisins. Byggt á Hver er sinnar gæfu smiður og Target risk í tilefni Evrópskrar vinnu- verndarviku 7-13 okt. Rfldskassinn og þjóðin ✓ AAlþingi hefur nú farið fram fyrsta umræða um íjárlagafrumvarpið. Það var athyglisvert að það var mjög breið samstaða um það meginmarkmið að afgreiða fjárlög hallalaus. Talsmenn stjórnarandstöðunnar á þingi tóku allir undir það megin- markmið. Fyrir því virðist vera víðtækur skilningur að ekki verði haldið áfram lengra á braut skuldasöfnunar með til- heyrandi vaxtagreiðslum. Hins vegar greinir menn á um það hvað skuli hafa forgang um framlög frá rflcinu. Flestir stjórnarandstæðingar hafa um það almennar yfirlýsingar að velferðarkerfið eigi að hafa for- gang, án þess að hafa ákveðnar tillögur um það hvað eigi að skera niður á móti til þess að endarnir nái saman. A þessu var þó undantekning í umræð- unni um fjárlögin. Ágúst Ein- arsson kom með ákveðnar til- lögur um að skera niður fram- lög til vega og hafnamála, en lýsti því jafnframt yfir að borin von væri að það næði fram að ganga því „vegagerðarflokkur- inn“ á Alþingi tæki fram öllum öðrum hagsmunahópum. Skammgóður vermir Það er virðingarvert hjá Ágúst Einarssyni að setja fram þessa skoðun af svo mikilli hreinskilni í umræðunum. Hins vegar er það nú svo að þótt öllum vega- framkvæmdum væri frestað eitt ár væri það ekki lækning við þeim útgjaldavanda sem þjáir ríkissjóð. Þjóð sem býr við þær aðstæður sem íslendingar gera getur ekki til lengdar frestað uppbyggingu í samgöngukerf- inu og viðhaldi þess. Nægir þar að nefna breytingar síðari ára , samruna byggða og samruna fyrirtækja í sjávarútvegi og fisk- markaði sem hafa leitt af sér mikla flutninga á hráefni um vegi landsins. Allt þetta kallar á að haldið sé áfram uppbygg- ingu og viðhaldi vega. Útgjaldavandinn sem þjóðin verður að horfast í augu við er sá að stöðug- ur vöxtur er í út- gjöldum til velferð- armála. Útgjaldavandinn sem þjóðin verður að horfast í augu við er sá að stöðugur vöxtur er í út- gjöldum til velferðarmála. Þau útgjöld vaxa ekki fyrir það að þeir sem njóta tryggingabóta eða þjónustu opinberra stofn- ana vegna veikinda eða fötlun- ar séu ofhaldnir. Það ber að varast að stefna umræðunni í þann farveg. Útgjöldin vaxa vegna þess að stöðugt stærri hluti þjóðfélagsþegnanna þarf á þessari þónustu að halda, en þeim fækkar sem borga skatta. Skattbyrðin á ungu barnafólki sem leggur á sig mikla vinnu meðal annars til þess að koma sér upp þaki yfir höfðuðið og koma sér fyrir í lífinu er orðin mjög mikil. Það er almennt við- urkennt. Það er brýnt verkefni nú að finna leiðir til þess að lækka hana. Það er ekki rétt- lætanlegt að hækka tekjuskatt- inn til þess að ná endum saman í ríkisfjármálum en það ber að halda tekjuskattinum því að hann er tæki til launajöfnunar í þjóðfélaginu. Virðisaukaskatfurinn Greinarhöfundur nefndi það í ræðu sinni í fjárlagaumræðunni að það ylli áhyggjum að inn- kominn virðisaukaskattur virð- ist ekki fylgja veltuaukningunni í þjóðfélaginu. Á þessu eru vissulega skýringar að hluta eins og íjármálaráðherra hefur komið inn á. Hins vegar er full ástæða til þess að huga að þess- um málum. Það var vissulega varað við því a sínum tíma að hafa mörg þrep í virðisauka- skatti, en það var skotið niður á þeim forsendum að þeir sem töluðu fyrir einföldu skattkerfi í þessum stsersta tekjustofni rík- issjóðs væru talsmenn þess að hækka verð á neysluvörum al- mennings. Ég ætla ekki að rifja þessa umræðu upp nú, en það hefur vissulega komið á daginn, og það er staðfest í viðtölum við skattrannsóknarstjóra í íjöl- miðlum að landinn hefur verið fljótur að sjá veilurnar í þessu kerfi. Það er því full ástæða til þess að meta af fullri alvöru ár- angurinn af innheimtu þessara tekna. Einfalt skattkerfi er lík- legast til árangurs að þessu leyti. Óvinsælt nauðsynja- verk Þótt það þurfi að taka á tekju- megin breytir það ekki þörfinni á aðhaldi og sparnaði gjalda- megin hjá rfldssjóði. Sú hugsun þarf ætíð að vera í öndvegi. Starfsemi ríkisvaldsins er svo fjölþætt og umfangsmikil að það mundi leiða til bullandi halla- reksturs að slaka út gjöldum hér og þar. Það verk að sitja á ríkiskassanum er sjálfsagt ekki til vinsælda fallið, en aðhald er nauðsynjaverk sem kemur landsmönnum öllum til góða þegar til lengdar lætur. Höfundur er formaður ljárlaganefndar Alþingis.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.