Dagur - Tíminn - 12.10.1996, Blaðsíða 3

Dagur - Tíminn - 12.10.1996, Blaðsíða 3
Jlagur-'2Iœtfam Laugardagur 12. október 1996 - 3 F R E T T I R Dómur Hæstaréttar England Mál Samherja gegn ríkinn Fundur utanríkis- ráðherra með hagsmunaaðilum á mánudag Utanríkisráðherra mun næsta mánudagsmorg- un funda með fulltrúum hagsmunaaðila sem tengjast niðurstöðu dóms Hæstaréttar í máli Samherja hf. gegn ís- lenska ríkinu með einum eða öðrum hætti. Þetta eru fulltrú- ar sjávarútvegsráðuneytisins, Landssambands íslenskra út- vegsmanna, Farmanna- og fiskimannasambandsins, Sjó- mannasambandsins og Verka- mannasambandsins. Halldór Ásgrímsson, utan- ríkisráðherra, var í upphafi spurður að því hvort dómur Hæstaréttar hefði eitthvað for- dæmisgildi, en það var forvera Halldórs, Jóni Baldvini Hanni- balssyni, sem stefnt var f.h. ríkisins í málinu. Halldór segir að á sínum tíma hafi verið mikil nauðsyn á því að skipuleggja útflutning á fersk- fiski og reyna að stuðla að því að í landi væri hráefni til vinnslu til að viðhalda at- vinnu. „Fiskveiðar eru ekki einka- mál útvegsmanna og þeir verða að taka tillit til hagsmuna ann- arra í landinu. Við gerðum samkomu- lag við hagsmuna- aðila í þeirri góðu trú að komið væri á ákveðinni skipan mála sem byggðist á vilja allra til að taka þátt í því, en síðan gerist það að aðilar innan LÍÚ sætta sig ekki við þá niðurstöðu sem þar varð og fóru því f mál. Þeir hafa unnið málið og við það skapast óvissa í sambandi við skipan útflutningsmála á ferskum fiski og þá er tvennt til ráða; annars vegar að taka mið af dómnum og skipta sér ekki meira af málinu eða að setja löggjöf um málið, sem vissu- lega kemur til greina. Það ræðst af niðurstöðu fundarins með hagsmunaaðilunum. Dregið hefur úr útflutningi á ferskum fiski og málið ekki eins brýnt nú en við hljótum að vænta þess að þegar hags- munasamtökin í landinu lýsa yfir vilja sínum á þessu sviði Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra Það voru mér vonbirgði sínum tíma að ekki núðist samkomulag um múlið meðal útvegs manna og málshöfðun Samherja gegn ríkinu var bein afleiðing þess. að sköpuð sé samstaða um það innan þeirra raða. Það verður stundum að gera betur en gott þykir ef takast á að halda bærilegiun friði um sjávarútvegsstefnuna í land- inu. Hagsmunamál útgerðar rekast oft á við hagsmuni fisk- vinnslu og það var baráttumál margra að aflarétturinn væri hjá vinnslunni en ekki útgerð- inni, en í þeirri trú að útgerð- in væri tilbúin að taka tillit til vinnslunnar í landinu var ákvörðunin færð í hendur hennar,“ sagði Halldór Ás- grímsson. Hefur þessi dómur ekki líka fordœmisgildi í landbúnaðin- um? „Ég vil ekkert fullyrða um það, það er ljóst að við lifum í heimi breyttra aðstæðna og dómstólar hafa áhrif á margt sem gerist í landinu, bæði til góðs og ills. Það sem kom mér á óvart og voru mér vonbrigði á sínum tíma var að ekki náð- ist samstaða um málið meðal útvegsmanna og málshöfðunin er afleiðing þess. Niðurstaða dóms Hæsta- réttar gat farið á hvern veginn sem var, en ég bendi á að það eru ekki allir dómarar Hæsta- réttar sammála, m.a. í þessu máli, og þannig er það einnig í lífinu og oftar en mörgum lík- ar hefur minnihlutinn rétt fyr- ir sér, en meirihlutaniðurstað- an ræður.“ GG LIU hætt útgáfu útflutnings- leyfa í samræmi við dóminn Kristján Ragnarsson, framkvæmdastjóri Landssambands ís- lenskra útvegsmanna, segir að dómur Hæstaréttar sé al- veg einstakur vegna þess að Alþingi sé með honum meinað að framselja fram- kvæmdavaldinu vald með þeim hætti sem gert er með lögum nr. 4/1988. „Lagasetning sem er með þeim einfalda hætti að utan- rflcisráðuneytinu er heimilt að ákveða að ekki megi bjóða, selja né flytja vörur til útlanda nema að fengnu leyfi gengur ekki upp. Þessi mál sem snúa að Aflamiðlun og framsali utanríkisráðuneytis til LÍÚ hvað varðar framkvæmdina koma þarna ekkert við sögu, heldur aðeins að Alþingi geti ekki sett lög sem brjóti í bága við atvinnufrelsi í landinu. Því hefur starfsemi Afla- miðlunar verið ólög- leg á sínum tíma og einnig starf þeirra starfsmanna utan- ríkisráðuneytisins sem fóru með þetta mál þar á undan,“ segir Kristján. Hann segir að samkvæmt dóminum sé nú er engin tak- mörkun á ferskfisk- sölu erlendis, en það hefur reyndar mjög dregið úr þess- ari sölu og 16. september sl. lagði stjórn LÍÚ til við utanrík- isráðuneytið að þessum af- skiptum yrði hætt. LÍÚ mun eftir sem áður bjóða fram ráð- gjöf og leiðbeiningar varðandi þennan útflutning. „Síðan Kristján Ragnarsson framkvæmdastjóri LÍÚ Dómur Hœstaréttar ein stakur því með hon- um er Alþingi óheimilt að aðframseljafram- 1 kvœmdavaldinu vald með þeim hœtti sem gert er með lögum frá 1988. þptta var hefur verkalýðs- hreyfingin og samtök fisk- vinnslunnar mótmælt þessari afstöðu stjórnar LÍÚ til máls- ins. í dag tilkynntum við svo utanrfldsráðuneytinu að við mundum ekki gefa út nein leyfi til útflutnings í samræmi við dóminn, og við því hafa engar athugasemdir borist. Mér skilst að í landbúnaðin- um séu mun fleiri dæmi sem þetta tekur til en hjá sjávarút- veginum, segir Kristján. Fyr- ir um fimm árum var uppi mikil umræða um að seldur væri út ferskur fiskur í mikl- um mæli og í framhaldi af því hófst starfsemi Aflamiðlunar sem jafnframt stuðlaði að því að útgerðirnar fengu sem hæst verð fyrir aflann. „Það hefur LÍÚ gert allt frá stríðs- lokum, með því að stjórna því að ekki væru tvö íslensk skip í erlendri höfn á sama degi,“ sagði Kristján Ragnarsson að lokum. GG Vigdís í Sunday Telegraph Þó Vigdís Finnbogadóttir hafi látið af störfum þjóð- höfðingja, ber hún hróður landsins víða, enda þekkt af öðru en miklum kyrrsetum. Þó virðast margir úti í hinum stóra heimi ekki enn gera sér grein fyrir því að Vigdís er ekki lengur forseti íslands. f hinu virta breska stórblaði The Sunday Telegraph gaf um síðustu helgi að líta eftirfarandi klausu, undir fyrirsögninni „Sexy Sister": „Hádegisverður til heiðurs konum ársins, sem í þetta skipti var helgaður styrktarsjóði blindra í Lundúnum, fer yfirleitt fram með afar hefðbundnu sniði. En ekki þetta árið. Nú hafa allir þátttakendur móttekið spurn- ingalista með vægast sagt safa- ríkum spurningum. Hvað skyldi til dæmis Ma- dame Vigdísi Finnbogadóttur (forseta Islands) finnast um spurningu númer 7 á listanum: Hversu oft njótið þér kynlífs? (a) Einu sinni á dag, (b) einu sinni í viku, (c) einu sinni í mánuði, (d) aldrei. Af öðrum spurningum má nefna, hver tekur frumkvæðið í kynlífinu? Hafið þér verið aðili að framhjáhaldi? Lafði Helaly, varaformaður sjóðsins, sem stendur fyrir há- degisverðinum, segist koma af fjöllum. „Ég hef ekki séð þennan spurningalista og veit ekki á hverra vegum hann er. En það verða örugglega nokkrar eyður í mínum svörum,“ segir hún Mannréttindi Ákvæðin skerpt órarinn V. Þórarinsson, Fframkvæmdastjóri Vinnu- veitendasambands íslands, segir að dómurinn skerpi áhersl- ur Hæstaréttar verulega hvað varðar þýðingu stjórnarskrár- innar. Ég held að það þurfi að skoða mjög gaumgæfilega hvað hægt er að framseija af takmarkandi ákvæðum tii nefnda og ráða af ýmsum toga eins og mjög hefur verið áberandi t.d. í landbúnað- inum og innílutningsreglur þarf örugglega að endurskoða í ljósi þessa dóms, t.d. hvað flytja má inn af argúrkum og tómötum á ýmsum tímum til að vernda framleiðslu lándbúnaðarafurða innanlands,“ sagði Þórarinn V. Þórarinsson. P Bflvelta við Rauðavatn Lítill fólksbíll valt á Suður- landsvegi við Rauðavatn, ofan við Reykjavík, á þriðja tímanum í fyrrinótt. Bílnum var ekið að austan, á leið inn í borg- ina, og við veltuna kviknaði í bílnum. Fjórir farþegar voru bflnum og kastaðist einn þeirra - ung stúlka - út, og lenti undir bfln- um. Þaðan tókst þó að losa hana, áður en sjúkralið kom á staðinn. Stúlkan var flutt á sjúkrahús til meðferðar, en meiðsl hennar eru ekki talin alvarleg. Ökumaður er grunaður um ölvun. -sbs. Suðurlandsvegur Reykjavfk Nektardans við Austurvöfl E: I rlendir nektardansarar af báðum kynjum Iskemmta á veitinga- staðnum Óðaii í vetur. Fag- fólk af ýmsum stærðum og litum, reykir varla og vill helst grænmetissalat í flest mál. Undirbúningur að opnun Óð- als sem erótíks skemmtiklúbbs hefur staðið yfir um nokkurt skeið, en formleg opnun fór fram í gærkvöld, þar sem er- lendar dansmeyjar skemmtu landanum við eggjandi dans og limaburð. Stefnt er að því að fá karlkynsdansara síðar meir og verður þá dömunum gefið helg- arfrí á meðan. Dansað er látlaust á sviði á annarri hæðinni, þar sem fá- klæddar konur fækka fötum stig af stigi þar til þær standa á Evuklæðunum einum saman. Á þriðju og efstu hæðinni er íburður töluvert meiri með leð- ursætum, þar sem m.a. er boðið uppá kampavín og dans í meira návígi en á hæðinni fyrir neðan. Þar er einnig meira lagt upp úr huggulegheitum, enda þarl' að greiða sérstaklega fyrir aðgang að þeirri dýrð. Frítt er inn á fyrstu hæðina en greiða þarf 1000 kr. til að komast uppá aðra hæð. Garðar Kjartansson, eigandi Óðals, segist leggja mikið uppúr því að gestum líði vel á staðn- um og þurfi ekki að óttast um sig og sína. Þá hefur verið vandað vel til allra innróttinga og val á starfsfólki, þar sem karlmenn eru í smóking og konur í glæsilegum fatnaði. Hann vísar því alfarið á bug að þetta sé einhver „klámbúlla" enda sé staðurinn vandur að virðingu sinni. Aðspurður segir hann launakostnað vegna dansar- anna ekki mikinn en á móti fá þeir allt það fé sem ánægðir gestir koma til með að gauka að þeim. Hins vegar varðar það brottrekstri af staðnum ef gest- ir gerast of nærgöngulir við dansarana, auk þess sem dval- arstað þeirra verður haldið leyndum. -grh

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.