Dagur - Tíminn - 12.10.1996, Síða 11

Dagur - Tíminn - 12.10.1996, Síða 11
|Dagur-®tmimt PJÓÐMÁL Laugardagur 12. október 1996 -11 Mikilvægi matvælaiðnaðar og gæðaeftirlits aTómas Ingi Olrich skrifar * grein í Degi-Tímanum íjallaði undirritaður um málefni mjólkuriðnaðarins á Akureyri og tók dæmi, eins konar hluta af heild, til að benda á að gæðamál og mark- aðsmál þyrfti að endurskoða. Framleiðslustjóri Mjólkursam- lags KEA brást drengilega við greininni og setur fram í svar- grein nokkrar föðurlegar ráð- leggingar um það hvernig góðir þingmenn eigi að haga skrifum sínum. Er ég þakklátur fyrir ábendingarnar. Ekki veitir nú af því að við þingmennirnir fáum góð ráð frá þeim, sem mikla reynslu hafa af almannatengsl- um og markaðsmálum. En nokkurs misskilnings gætir þó í grein Hólmgeirs um fáein mikil- væg atriði, sem rétt er að víkja að. Góðir þingmenn ræða opin- berlega það sem vel er gert, en vinna ötulir á bak við tjöldin að því sem betur má fara, segir Hólmgeir og er þar með gefið í skyn að ég hafi ekki vikið að þessum málum „á bak við tjöld- in“ við þá sem málið varðar beint. Pað er rangt. Ég hef ítrekað á undanförnum árum rætt þau mál, sem drepið var á í grein minni, við starfsmenn og framkvæmdastjóra fyrirtækis- ins. í þeim viðræðum áttaði ég mig á því að starfsmenn voru ekki allir sáttir við það hvernig með þessi mál var farið. Dæm- in, sem ég tók, snerta ekki beint framleiðslu, heldur gæðaeftirlit og meðferð vörunnar við pökk- un og dreifingu. Þessi mál snerta því ekki starfsfólk við framleiðslu, heldur mun fremur stjórnendur. Ég ræddi þessi mál í erindi á ráðstefnu um matvælaiðnað, sem haldin var á Akureyri fyrir skömmu. í fyrri tilraunum mín- um til að vekja athygli á þess- um málum hef ég ekki haft er- indi sem erfiði. Þeim hefur ekki verið sinnt. Ég tek eftir því að framleiðslustjórinn forðast að víkja einu orði að þeim dæm- um, sem minnst var á í grein minni. Á þvx er aðeins sú skýr- ing að þau séu vegin og metin af stjórnendum fyrirtækisins og þau léttvæg fundin. En ef Hólm- geir Karlsson vill vera sann- gjarn, getur hann ekki sakað mig um að hafa ekki leitað fyrst annarra leiða en opinberrar umíjöllunar. Athugasemdir mínar eru ekki persónuleg umkvörtunar- efni, eins og framleiðslustjórinn virðist álíta. Ef framleiðandi vöru, sem er hágæðavara og stendur auk þess djúpum rótum í íslenskri matarmenningu, læt- ur sér fátt um finnast þótt þessi vara komist ekki óskemmd í hendur neytenda, þá er það vís- bending um mikla og alvarlega brotalöm í stjórn fyrirtækisins. Við höfum sett okkur það markmið að gera Eyjaijörð að miðstöð matvælaframleiðslu, matvælaiðnnáms og matvæla- rannsókna, og efla svæðið sem Ekki einungis ber að gæta þess að þessar afurðir komist óspillt- ar til neytenda, held- ur verður og að sjá til þess að þær hljóti áberandi rými í mark- aðssetningu og kynn- ingu, og þannig öðlist þær þann sess og þá virðingu í vitund neyt- enda, innlendra sem erlendra, sem þeim ber. mest á sviði þróunar og gæða- mála í matvælaiðnaði. Mér hef- ur veist sá heiður og ánægja að koma nokkuð að þessum mál- um í störfum núnum sem al- þingismaður, í samstarfi við Há- skólaxm á Akureyri, atvinnufyr- irtæki og þau ráðuneyti sem málið hafa varðað. Við höfum einnig sett okkur það markmið að vinna að því að efla umhverfisvæna, „græna“ ferðaþjónustu. Að þeim málum hef ég komið með stefnumörkun innan Rannsókn- arráðs ríkisins, með því að stýra skýrslugerð um ferða- þjónustu fyrir Rannsóknaráð ís- lands og með þátttöku í stefnu- mótun í ferðaþjónustu á vegum samgönguráðherra. Mjög mikil- vægur þáttur í „grænni“ ferða- þjónustu er að bera virðingu fyrir matvælamenningu, og þá ekki síst hefðbundnum fram- leiðsluaðferðum á lifandi gæða- afurðum. Ekki einungis ber að gæta þess að þessar afurðir komist óspilltar til neytenda, heldur verður og að sjá til þess að þær hljóti áberandi rými í markaðssetningu og kynningu, og þannig öðhst þær þann sess og þá virðingu í vitund neyt- enda, innlendra sem erlendra, sem þeim ber. Ég vona að þessar ábending- ar nægi til að skýra út fyrir Hólmgeiri Karlssyni að í þess- um efnum er ég ekki að íjalla um „persónuleg umkvörtunar- efni“, eins og hann álítur, held- ur snerta ábendingar mínar al- menn mál og eru ekki sprottn- ar, eins og hann ýjar að, af ann- arlegum hvötum. Ég hef reynt að koma þessum sjónarmiðum mínum á framfæri við stjórn- endur Mjólkursamlags KEA með ýmsum hætti. Það hefur verið árangurslaust. Grein Hólmgeirs Karlssonar er stað- festing á því tómlæti. Ég vil nota þetta tækifæri til að skora á stjórnendur Mjólk- ursamlags KEA að endurskoða afstöðu sína til þeirra mála sem ég hef reifað, og þá ekki síst til pökkunar, dreifingar, gæðaeftir- lits og markaðssetningar hefð- bundinna lifandi afurða, sem eiga sér langa sögu og marka sérstöðu í matvælamenningu okkar. Höfundur er alþingismaður. Að eiga sitt á hreinu Jón Sigurðsson skrifar Flest íslensk samvinnufélög starfa á landsbyggðinni þar sem byggðaröskun hefur valdið erfiðleikum. Félögin eru tengd landbúnaðinum og allir þekkja vandamálin á þvf sviði. Landsbyggðin stæði verr ef samvinnufélaga hefði ekki notið við, því að samvinnustarfið tryggir að ekki er horfið af hólmi fyrr en í fulla hnefana. Sam- kvæmt frjálsri ágóðavon hefði þjónusta og vöruvinnsla stöðvast víða fyrir löngu, — miklu fyrr og víðar en reynd hefur orðið. En samvinnufélögin hafa líka mætt innri vandamálum. Ein ástæða er að félagsmennirnir finna ekki til áhættu og ekki til möguleika á hagræði af starf- seminni. Þeir mæta illa á fund- um og veita stjórnendum ekki aðhald með kröfum um rekstr- arárangur, björgunaraðgerðir o.s.frv. Athugun ársreikninga sýnir að félagsmennirnir eiga ekki eigið fé samvinnufélaganna heldur er það varðveitt í óskipti- legum sameignarsjóðum. í stað- inn jafngilda stofnsjóðsreikning- ar litlu broti eigin íjár. Við þess- ar aðstæður er þess ekki að vænta að menn hafi áhuga á fé- lögunum, og ákvarðanir verða í samræmi við þetta. Tæki sjálfstæðra aðilja Það er ekki í samræmi við eðli samvinnufólaga að eigið fé sé í sameignarsjóðum. Samvinnufé- lög eiga ekki að vera „kommún- istísk“ sameign heldur tæki sjálf- stæðra aðilja sem vita um eign- arhlut sinn að fullu og vita að þeir geta nálgast hann eftir skýr- um reglrnn. Það er eitt einkenni sam- vinnustarfs að arði er úthlutað til félagsmannanna í samræmi við viðskipti hvers og eins í fé- laginu. f samvinnufélagi fer það ekki á milli mála að allt eigið fé er skráð á félagsmennina, eftir því hvernig hlutur hvers og eins hefur þróast í félaginu með framlögum, viðskiptum og þátt- töku. í samvinnufélagi veit félags- maður upp á hár hvað hann á Það er eitt einkenni samvinnustarfs að arði er úthlutað til félags- mannanna í samræmi við viðskipti hvers og eins í félaginu. þarna og hvað er í húfi. Þegar harðnar á dalnum verða félags- mennirnir ennþá áhugameiri og afskiptasamari en ella. Og þeir krcfjast þess ekki að félagið hjálpi öllu byggðarlaginu eða öðrum óskyldum aðiljum sem ekki taka þátt í félaginu. Þeir kreijast þess að þeirra eigin hagsmunir séu virtir. Ef allur þorri heimilanna á fé- lagssvæðinu er í félaginu, kemur af sjálfu sér að félagið lætur sig varða um hag allra. En það er ekki fólagsmálastofnun sem allir gera kröfur til án tillits til ljár- hagslegrar getu. Von um endurreisn Réttur félagsmanns til að hætta þátttöku og til að taka hlut sinn út er grundvallaratriði í sam- vinnufélagi. Það hæfir ekki sam- vinnufélagi að neita brottgöngu- manni um þann hlut sem hann eða hún — eða fjölskyldan — hefur skapað. Þetta er áhætta sem félagið tekur, og er tiltækt að breyta þá stofnsjóðsinnstæðu í samvinnuhlutabréf sem brottgöngumaður getur síðan selt. Til þess að samvinnufélögin eigi sér endurreisnar von verða þau að skipta eigin fó út á stofn- sjóðsreikninga fólagsmannanna. Það verður að liggja ljóst fyrir hverjir eiga félögin og hvernig sú eign skiptist. Hér bíður verkefni sem end- urskoðendur o.fl. verða að vinna, reikna myndun eigin íjár aftur ár frá ári til þess að finna eðlilega niðurstöðu. Það nægir varla að reikna aðeins einn ára- tug, svo sem gert var varðandi Mjólkursamsöluna. Hluti vandans er skipting þess eigin Ijár sem myndast hefur við smásöluverslun vegna þess að félagsmenn hafa ekki allir við- skiptareikninga um dagvöru- verslun sína. í þessu er líklegt að Ieita þurfi til dómstóla, þó ekki væri nema til þess að menn geti unað við niðurstöðuna. Viðskipti með greiðslukortum eru staðfesting á upphafiegum markmiðum samvinnufélaganna. Með greiðslukortum er auðvelt að reikna dagleg viðskipti, smá- vægileg sem umsvifamikil, þann- ig að samvinnufélögin geta fund- ið viðskiptahlut hvers fólags- manns af daglegri smásöluversl- un ekki síður en af annarri þátt- töku. Mikil vinna er framundan að endurreisn íslenskra samvinnu- fólaga. Mikilvægur þáttur er endurreisn stofnsjóðs. Þetta verkefni er að hluta tæknilegt en félagslegt mikilvægi þess er ljóst, til að ná aftur þeim réttu áttum sem samvinnustarfið á að fylgja. f árangrinum er forsendan fyrir því að fólkið vilji vera með í samvinnufélögunum f áfram. Menn vilja eiga sitt á hreinu. SUkt er sjálfsögð afstaöa sam- vinnumanna og í fullu samræmi við upphaíleg markmið. Slíkt mun einnig vekja ábvrgðartil- finningu félagsmanna.ú Þegar slík afstaðaier orðin ráðandi mun hún m viðbótar hafa áhrif á lánveitendur og aðra íjárfesta, samvinnufélögun- um til hagsbóta á lártsfjármark- aði í framtíðinni. Höfundur er hagfræðingur Vinnumála- sambandsins Oj^áður rektor Samvinnu- háskólans á Bifróst.

x

Dagur - Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.