Dagur - Tíminn - 12.10.1996, Blaðsíða 2

Dagur - Tíminn - 12.10.1996, Blaðsíða 2
I 2 - Laugardagur 12. október 1996 Ilagur-®mTmn Votlendið endurheimt Guðmundur Bjarnason landbúnaðarráðherra var ekki að víla fyrir sér að vaða mýrarfen og ösla upp á aurugt jarðýtubeltið til að heilsa upp á sveitunga sinn sem ók ýtunni, sá heitir Erlendur Sigurðarson og er frá Sandhaugum í Bárðardal, en jarðýtan er af gerðinni Caterpillar árgerð 1960. DT-m,n&. ohr Fyllt upp í framtakssemi fortíðarinnar Maðurinn sem hjólaði í fjöl- skyldurnar 14, biðlaði ákaft til 14 þúsund kvenna á landsfundi Sjálfstæðisflokks- ins í gær, var sagt í heita pott- inum. Þar var átt við Árna Sig- fússon, formann FÍB, sem er sagður hafa styggt fjölskyld- urnar 14, sem allt eiga og öllu ráða í þessu landi, með því að vaða inn á hin helgu vé, bíla- tryggingamarkaðinn. Árni hélt ræðu um jafnréttismál á land- fundinu í gær, en í þessu stærsta kvenfélagi landsins, eins og Davíð Oddsson, kall- aði flokkinn, eru nærri 14 þús- und konur. Það er reyndar full- yrt í heita pottinum að Árni sé með formennsku í FÍB og framgöngu sinni þar, að búa sér til bakland til stuðnings pólitískri framtíð sinni. r Iheita pottinum var verið að segja frá því að Jón Krist- jánsson formaður fjárlaga- nefndar varð fyrir hálfgerðu áfalli í vikunni þar sem hann sat í þingsalnum. Kristinn H. Gunnarsson var í pontu og þótti Jóni það víst ganga kraftaverki næst hvað stjórn- arandstæðingurinn Kristinn var sammála meginaatriðum fjárlagafrumvarpsins. Sem Jón var að hugsa um þetta krafta- verk sér hann að hillan í ræðu- púlti Alþingis lyftist upp eftir því sem Kristinn talar. Þetta þótti Jóni mikil tíðindi og fór að tala um málið við félaga sína en var þá upplýstur um að búið væri að taka burtu skammelinn sem smáir þing- menn gátu staðið á þegar þeir töluðu í þinginu, en þess í stað setja inn tölvustýrt lyftitæki í púltið þannig að ræðumenn geta lyft blöðum upp og niður eftir stærð sinni. Díseldrunurnar dunuðu og jörðln nötraði þegar tvær jarðýtur frá Jörfa hf. á Hvanneyri erfiðuðu við að ýta skurðruðningum ofan í skurði í uppþurrkuðu mýr- lendi skammt austan við til- raunabúið á Hesti í Borgar- firði og mörkuðu með því upphafið að endurheimt vot- lendis sem ræst hefur verið fram á undanförnum áratug- um. Verkið er unnið að forgöngu nefndar um endurheimt vot- lendis og á skurðbakkanum stóð hópur fólks sem fylgdist spenntur með framkvæmdun- um, sennilega ekki ólíkt því og hefur verið þegar fyrstu skurð- irnir voru grafnir í upphafi framræslu mýrlendis hér á landi. Undanfarna áratugi hafa stórvirkar vinnuvélar lagt nótt við dag til að þurrka upp mýr- lendi vítt og breitt um landið, með dyggum stuðningi hins op- inbera. Afraksturinn er um 32.000 kflómetrar af skurðum og ófáir hektarar af horfnu mýrlendi. Almennt eru menn sammála um það nú að hluti þeirrar framræslu hafi engum tilgangi þjónað, sumri segja stór hluti, aðrir telja hann minni. í gær voru stigin íyrstu hikandi skrefin í þá átt að snúa þessari þróun við þegar jarð- ýturnar tvær ýttu ofan í tæpa tvo kflómetra af skurðum í landi Mávahlíðar í Lundar- reykjadal. Tilgangurinn er að rannsaka hvaða áhrif það hefur að loka skurðum sem á sínum tíma voru gerðir til að ræsa fram mýrar og þurrka land. Hvort gróðurinn sem hvarf kemur til baka og hvort dýra- og fuglalíf kemst aftur í samt horf og var fyrir tveimur ára- tugum þegar mýrin var ósnert. Rannsóknir voru hafnar í umræddri mýri árið 1975 á þeim breytingum sem verða í kjölfar framræslu. Þá voru gerðar forrannsóknir á mýrinni áður en að framræslu kom og gerðar voru mjög ítarlegar rannsóknir á mýrinni á árunum 1975-1979. Mýrin var ræst fram með vélgröfnum skurðum haustið 1977, einnig var kflræst á hluta svæðisins og plægðir hagaskurðir á öðrum hluta. Haustið 1984 var bætt við vél- gröfnum skurðum til að bæta framræsluna. Heildarstærð Stjórnvöld ætla að kanna lögmæti þess að taka upp stafræn lykilkort sem geta leyst af hólmi hefðbundin vega- bréf og ökuskírteini. f þessum stafrænu lykilkort- um er hægt að geyma mun meira af upplýsingum en rúm- ast í hefðbundnum kortum með segulrönd. Þau virka jafnframt sem persómflegur lykill við- framræsta svæðisins er um 35 hektarar. í sumar hófust að nýju rann- sóknir í mýrinni vegna tilraun- arinnar með endurheimt vot- lendis sem þar er verið að gera og stendur til að rannsóknun- um verði haldið áfram á næstu árum fáist til þeirra fjármagn. komandi einstaklings til að senda og taka á móti hvers kyns gögnum þannig að tryggt sé að þau séu ólæsileg fyrir annan en réttan viðtakanda. Þetta kemur m.a. fram í þeim áhersluatriðum stjórn- valda í tengslum við framtíðar- sýn þeirra um upplýsingasam- félagið og tækni þess. -grh -ohr Upplýsingatækn ] Stafræn lykilkort í stað vegabréfa FRETTAVIÐTALIÐ Friðrik Pálsson forstjóri SH Hrœringarnar í sjávarútvegsmál- um á Vestjjörðum í vikunni hafa enn á ný varpað kastljósinu að samkeppni stóru Jisksölufyrir- tœkjanna. ÚA málið var annars eðlis en fyrir vestan Ljóst er að SH mun verða af við- skiptum með stofnun hins nýja útgerðarrisa. Dagur -Tíminn ræddi við Friðrik Pálsson um málið. Við höfum selt afurðir Hraðfrysti- hússins Norðurtangans hf. á ísafirði í allnokkur ár, og fyrir rækjuverksmiðj- una Ritur hf. frá síðustu áramótum en ekki fyrir önnur fyrirtæki sem eru að sameinast í þessu nýja félagi, Útgerð- arfélagi ísafjaröar." Kom afdrei til á síðustu vikum að hafa áhrif á atburðarásina með því að kaupa hlutabréfin í Norðurtanganum hf. og tryggja þannig áframhaldandi viðskipti SH á fsafirði? „Nei, það hefur ekki verið. Það er og hefur verið stefna SH að kaupa ekki framleiðendur og í þessu tilfelli kom Söfumiðstöðin hvergi að málinu. í átökunum um það að halda sölu á af- urðum Útgerðarféfags Akureyringa hf. var máfið aflt annars eðlis, þar voru það bæjaryfirvöld sem voru aðafeig- endur félagsins og vildu selja og losa fjármagn til að bæta atvinnuástandið á Akureyri. Á ísafirði eru það einstak- lingar sem eiga félagið og slík umræða hefur því ekki komið upp á ísafirði. Við vorum ekki að kaupa nein hlutabréf í ÚA en tryggðum áframhaldandi við- skipti með því að opna skrifstofu á Ak- ureyri og færa hluta af aðalskrifstofu SH til Akureyrar, m.a. yfirstjórn mark- aðsmála. „ Er ekki ljóst með eignaraðild ís- lenskra sjávarafurða að eignarhaldsfé- laginu Mastri hf., sem keypti hluta- bréfin í Norðurtanganum hf., þá munu sölumálin færast frá SH til ÍS? „Fjölmiðlar ganga út frá því að svo verði en okkur hefur ekki verið tilkynnt neitt í þvi sambandi, en mér finnst það líklegt, ég geri ekki ráð fyrir að ÍS sé að fjárfesta í þessu eignar- haldsfélagi nema til að kaupa sér við- skipti á staðnum. En það skýrist kannski ekki fyrr en í byrjun næsta árs þegar nýja fyrirtækið hefur formlega starfsemi.“ . GG

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.