Dagur - Tíminn - 12.10.1996, Blaðsíða 7

Dagur - Tíminn - 12.10.1996, Blaðsíða 7
Jkgur-®tmmn Laugardagur 12. október 1996 - 7 ERLENDAR FRÉTTIR Nóbelsverðlaunin Friðarverðlaun til fulltrúa frelsisbaráttu Austur-Tímor Carlos Belo og Jose Ramos-Horla hljóta friðarverðlaun Nób- els að þessu sinni. Norska Nóbelnefnd- in vonar að úthlut- unin verði til þess að lausn finnist á deilunni um Austur- Tímor. Friðarverðlaun Nóbels þetta árið koma í hlut tveggja manna sem ötul- lega hafa barist fyrir réttindum íbúa Austur-Tímor og sjálfstæði eyjunnar. Þetta eru þeir Carlos Felipe Ximenes Belo, biskup á Austur-Tímor, og Jose Ramos- Horta, einn helsti talsmaður austur-tímorsku andspyrnu- hreyfingarinnar á alþjóðavett- vangi, en þeir hljóta verðlaunin fyrir baráttu sína fyrir „réttlátri og friðsamlegri lausn á átökun- um á Austur-Tímor“, eins og segir í fréttatilkynningu frá norsku Nóbelnefndinni. Nóbelnefndin segist vonast til þess að úthlutun verðlaun- Carlos Belo. anna muni verða hvati til þess að friðsamleg lausn finnist á deilunni þar sem byggt verði á sjálfsákvörðunarrétti þjóðar- innar. Austur-Tímor var portúgölsk nýlenda allt þar til árið 1975, en þá yfirgáfu Portúgalar eyj- una í kjölfar stjórnarbyltingar sem þá varð í Portúgal. Indó- nesar sáu sér leik á borði, her- tóku Austur-Tímor og lýstu hana hluta Indónesíu. Samein- uðu þjóðirnar hafa hins vegar aldrei viðurkennt yfirráð Indó- nesíu á eyjimni, og aðeins eitt ríki hefur viðurkennt þau, en það er Ástralía. Carlos Belo biskup hefur um árabil verið talsmaður þess að forðast beri ofbeldi í sjálfstæðis- baráttu A-Tímor og taka verði upp viðræður við indónesísku stjórnina. Ramos-Horta hefur talað máh A-Tímor á alþjóða- vettvangi allt frá 1975, en und- anfarin ár hefur hann lagt áherslu á beinar viðræður við Indónesíu og lagt fram ítarlegar tillögur um friðsamlega lausn á deilunni. Ramos-Horta sagði í gær, eft- ir að honum var tilkynnt um verðlaunin, að hann hefði raun- ar heldur kosið að þau kæmu í hlut félaga sfns, Xanana Gusmao, sem er leiðtogi and- spyrnuhreyfingarinnar og situr nú í fangelsi í Indónesíu. Friðartillögur Ramos- ar-Horta Árið 1992 lagði Ramos-Horta fyrst fram tillögur um lausn á deilunni þar sem gert er ráð fyrir að Austur-Tímor hljóti sjálfstæði í þremur áföngum. Fyrsti áfanginn væri sá að full- trúar frá Austur-Tímor, Indó- nesíu og Portúgal myndu setjast að samningum um aðgerðir sem miðuðu að því að byggja upp trúnaðartraust á milli allra aðila deilimnar. Viðræður þess- ar myndu fara fram á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, en óhjá- Jose Ramos-Horta. kvæmilegt yrði að í samkomu- laginu fælist að indónesískum hermönnum á Austur-Tímor yrði fækkað verulega ásamt því að SÞ tækju að sér stærra hlut- verk á eyjunni. Þessum áfanga ætti að geta verið lokið á um það bil tveimur árum. Næsta skref yrði svo að Austur-Tímor fengi sjálfstjórn um 5 til 10 ára skeið þar sem sérstakt lýðræðislega kjörið þing heimamanna færi með víð- tæk pólitísk völd heima fyrir. Lokaáfanginn yrði síðan sá að almenn atkvæðagreiðsla yrði haldin meðal íbúa A-Tímor þar sem framtíðar stjórnfyrir- komulag eyjunnar yrði ákveðið. Með því að hafa þennan langa aðdraganda að sjálfstæði eyj- unnar gæfist öllum aðilum tími til þess að draga andann og sýna fram á ótvíræðan vilja sinn til þess að ná fram sam- eiginlegri lausn. -gb Erlendir molar Bandaríkin Síbrotamaður í Miami, Henry Stepney að nafni, var á dögunum dæmdur í 40 ára fangelsi fyrir stuld á klósett- pappír. Dómarinn sagði reyndar að hann hefði ekki verið dæmdur fyrir klósett- rúllustuldinn eingöngu, „heldur fyrir feril hans und- anfarin 20 ár.“ Stepney er 42 ára og hefur verið handtek- inn 51 einu sinni á ævinni. Hann hnuplaði 22 rúllum af klósettpappír úr geymslu- porti, en starfsmenn og ör- yggisvörður náðu honum á ílótta. „Ég þurfti á peningun- um að halda,“ sagði Stepney, en hver rúlla kostar innan við einn dollara. -gb Afganistan Nýju leiðtogarnir í Afganist- an, Talebanarnir svonefndu, létu fyrir skömmu þau boð út ganga að allir rfkisstarfs- menn skuli láta sér vaxa skegg, og hafa þeir sex vikna frest til þess að hrinda þessu verkefni í framkvæmd - að öðrum kosti muni þeir sæta refsingu í samræmi við ís- lamskar trúarreglur. Ekki fylgdi þó sögunni hverjar þessar refsingar væru, né heldur hversu sítt skeggið þurfi að vera til þess að telj- ast gjaldgengt. Um trúarbrögð í Suður-Kóreu Stúdentar mótmæla spillingu: allveruleg félagsleg ólga samfara hraðri iðnvæðingu og stækkun borga. Kristni nýtur mikils fylgis í Suður-Kóreu og mikið er um blöndun hennar og eldri trúarbragða þarlendis: andatrúar með sjamanisma, búddisma og Konfúsíusarsiðar. í augum sumra er Kórea kannski fyrst og fremst „landið milli Kína og Japans“. Frá Kína sérstaklega hafa til Kóreu borist mikil menningaráhrif, enda var hún lengst af að meira eða minna leyti háð Kína frá því á síðustu öldunum f.Kr. framundir síðustu aldamót. Eigi að síður er menning Kóreu, þ.ám. trúarbrögð, sérstæð um margt. Frá Kína komu til Kór- eu Konfúsíusarsiður (sumir segja Kóreumenn meiri konfúsíana en Kínverja) og búddasiður. En áa- dýrkun, sem er e.t.v. ríkasti þátt- urinn í trúarlífi Kínverja, er öllu minni í Kóreu en Kína. Kóreumenn eiga líklega meira sameiginlegt með frumbyggjum Norður- Asíu (Síberíu) en Kínverj- ar og Japanir, og má það e.t.v. eðlilegt kallast með hliðsjón af legu landsins. Þar er sjamanismi t.d. meiri en með Kínverjum og Japönum. Sjamanar eru galdra- menn, sem koma sér sjálfir í leiðslu og þar með í „beint sam- band“ við annan heim. Hlutverk þeirra er að vera milliliðir eða miðlar milli manna og þess yfir- náttúrlega. Hamrammir menn í norrænni heiðni minna um margt á sjamana. Sjamanar eru oftast karlar, en í Kim Young Sam, forseti Suður- Kóreu. Ætla má að lýðræðisþróun undir forystu hans sé til marks um að vestræn áhrif séu farin að rista þar djúpt. Kóreu bregður svo við að þeir eru yfirleitt konur, kallaðar mudang eða mansin. Mun það hafa orðið svo af því að valdhafar, einkum konfúsíanskir, ömuðust við sja- mönum og sérstaklega því að karl- menn legðu þetta fyrir sig. En þótt margir Suður-Kóreumenn, sér- staklega borgarbúar og langskóla- gengið fólk, hæðist að sjamanism- anum, hefur hann enn mikið fylgi meðal alþýðu, einkum kvenna. Mudang eru t.d. teknar framyfir búddapresta við jarðarfarir, og er það með ólíkindum miðað við siði grannlanda. Mudang sjá um sam- bönd lifandi við látna, vættir og húsgoð. Mikil vestræn áhrif eftir 1945 Tvennt í viðbót sem sérkennilegt er við trúarlíf Suður-Kóreu- manna er mikil útbreiðsla krist- indóms og mikil trúarbragða- blöndun. Kristnir menn eru þar íleiri að tiltölu við fólksfjölda en í nokkru öðru landi Austur- og Suður-Asíu, að Filippseyjum undanteknum. Filippseyingar fengu sína kristni frá Spánverj- um og eru flestir kaþólskir, Kóreumenn sinn kristindóm hins vegar einkum frá Bandaríkjun- um, enda eru flestir kristnir Kór- eumenn mótmælendur. Kristnin hefur stóreflst í Suður-Kóreu með vaxandi vestrænum menn- ingaráhrifum þar síðan 1945. Bæði jólin og fæðingardagur Búdda eru þar opinberar hátíðir. Afstaða Suður-Kóreumanna til Vesturlanda er líklega með vin- samlegra móti, enda laut Kórea aldrei evrópskum eða amerísk- um „nýlenduherrum", en var þar á móti um íjögurra áratuga skeið (til 1945) undir japanskri harð- Baksvið Dagur Þorleifsson stjórn. Það hafa Kóreumenn ekki fyrirgefið Japönum. Suður-Kórea er af sumum kölluð mesta þensluiand Austur- og Suðaustur-Asíu í efnahags- málum. Hröð iðnvæðing og stækkun borga hefur haft í för með sér félagslega ólgu, sem kemur m.a. fram í blöndun trú- arbragða þar. Þar renna saman straumar frá eldri trúarbrögðum landsmanna og kristni. Kórea upphafin Áberandi í þessum kóresku nýtrúarbrögðum er að kóresk gildi eru höfð í hávegum. Það er að líkindum að einhverju leyti uppreisn gegn vanmetakennd gagnvart Japan og Kína. Mikill áhugi er í trúarbrögðum þessum á trúboði, lögð er áhersla á að jafna ágreining í samfélagi og meðal trúarbragða og mikið er um messíasartrú, að nokkru að kristinni fyrirmynd, en í búdda- sið eru að vísu einnig frelsarar. Meira er hugsað um frelsun mannsins í þessum heimi en líf- ið eftir dauðann, og er það í samræmi við austurasíska trú- arhugsun. Virðing austuras- ískra trúarbragða fyrir fjöl- skyldugildum (sem kann að vera með mesta móti í Kóreu) er þar og ofarlega, t.d. telur Sun Myung Moon, sem frægast- ur hefur orðið utan Kóreu allra Ieiðtoga í nýtrúarbrögðum þar, að Kristur hafi að nokkru brugðist í hlutverki sínu með því að kvænast ekki. Sem dæmi um trúarbragða- blöndu Suður-Kóreumanna má nefna að algengt er þar að fólk hallist að kenningum kristninn- ar að öðru leyti en því að í stað Krists sem frelsara hafi það Maitreya, búdda þann er koma skal og gera heiminn að sælu- ríki.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.