Dagur - Tíminn - 12.10.1996, Blaðsíða 5

Dagur - Tíminn - 12.10.1996, Blaðsíða 5
J3ttgur-ÍEtmhm Laugardagur 12. október 1996 - 5 HHHHHHHHHhhhBHHHHÍ F R E T T I R Húsnæðisstofnun Nauðsynlegt að skipuleggja mnheimtuferlið frá grunni Upplýsingar um stöðu vanskila við Húsnæðisstofnun og innheimtuaðgerðir eru geymdar í mörg- um kerfum og hjá ýmsum deildum inn- an Húsnæðisstofnun- ar og veðdeildar segir Ríkisendurskoðun. Ríkisendurskoðun telur nauðsynlegt að skipu- leggja innheimtuferlið hjá Húsnæðisstofnun frá grunni. Ekki síst sé það nauðsynlegt að öll vinna, ábyrgð og eftirlit með vanskilainnheimtunni sé hjá einni deild, þ.e. lögfræðideild- inni. Eftir að deildin fái kröfu til innheimtu eigi hún að hafa fullt forræði í viðkomandi máh og sjá m.a. um að senda út og halda utan um greiðsluáskoranir og nauðungarsölubeiðnir. Alls komu 880 mál til kasta lögfræði- deildar vegna uppboða á hús- eignum skuldara á síðasta ári. Ríkisendurskoðun rak sig á að „almennt reyndist mjög tor- sótt að fá heildaryfirsýn yfir gang einstakra innheimtumála vegna þess að upplýsingar um stöðu vanskila og innheimtuað- gerðir eru geymdar í mörgum Byggingamenn framtíðarinnar. kerfum og hjá ýmsum deildum innan Húsnæðisstofnunar og veðdeildar. Upplýsingar um við- skiptasögu skuldarans, s.s. fyrri lántökur hjá stofnuninni, eldri vanskilamál á hendur honum, hugsanlega aðstoð vegna greiðsluerfiðleika o.fl. lágu held- ur ekki fyrir með aðgengilegum hætti", segir í skýrslu Ríkisend- urskoðunar. Afleiðingin verði óhjákvæmi- lega sú, að sá sem sé að vinna með innheimtumál hverju sinni, hafi lítil sem engin tök á að vita nákvæmlega hvað þegar hefur verið gert í málinu og hvers vegna. „Enginn einn aðili hefur yfirumsjón með vanskilaferlinu og ber ábyrgð eða hefur eftirht með því“. Það er því kannski að vonum að langur tími h'ði oft frá því að vanskil hefjast þar til nauðung- arsölu er óskað á fasteignum, eða að jafnaði hálft þriðja ár. Af þessu leiði að vanskil séu þá í flestum tilfellum orðin veruleg. Ríkisendurskoðun segir engar augljósar skýringar á þessum drætti á því að ljúka innheimtu vanskila. Á hinn bóginn virðist sem töluvert skiptar skoðanir séu á meðferð innheimtumála innan Húsnæðisstofnunar, ekki síst á því hversu skjótt skuli beita öll- um tiltækum innheimtuúrræð- um. Það viðhorf hafi þó fremur verið ráðandi að nauðungarsala Atvinnulífið Sjálfdæmi um einkalíf starfsfólks Svo virðist sem stjórn- endur fyrirtækja séu farnir að verða æ óbil- gjarnari í kröfum sínum til starfsfólks um hegðun í einkalífi og um aukna þagnarskyldu. Innréttingar Eldhúsinnréttingar. Baðinnréttingar. Fataskápa. Gerum föst verðtilboð. Greiðsluskilmáiar. m Dalsbraut 1 ■ 600 Akureyri Sími 461 1188 Fax 461 1189 Við vitum að það er farið að leggja töluverðar kvaðir á fólk. Það er ætl- ast til þess að það uppfylli svona ákveðna hluti. Það mæti ekki og taki ekki þátt í ákveðn- um hlutum og haldi sig svona utanvið,“ segir Ingibjörg R. Guðmundsdóttir formaður Landssambands ísl. verslunar- manna og fyrsti varaforseti ASÍ. Hún segir að þetta sé alveg frá- leit þróun því almennt séð eigi starfsfólk fyrirtækja að geta átt sitt einkalíf í friði. „Það er fyrir þagnarskylda starfsfólks á því sem viðkemur innri málefnum fyrirtækis, þ.e. að starfsmanni ber að sýna trúnað gagnvart sínum vinnu- veitenda eins og vinnuveitand- anum gagnvart sínum starfs- manni um alla hans persónu- legu hagi og allt það. Þar fyrir utan á starfsmaðurinn sitt Landspilda til sölu Við Ólafsfjarðarvatn er til sölu landspilda (ræktað land 3.935 fm, óræktað land 10.800 fm). Landið er vestan- megin í firðinum, fyrir neðan Skeggjabrekku Tilboðum skal skilað fyrir 10. nóvember. Við áskiljum okkur rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Upplýsingar gefur 551 7659 á kvöldin. Gunnar Randversson í síma sé úrræði sem að forðast beri í lengstu lög, en þess í stað beri að koma eins langt til móts við skuldara og kostur er, jafnvel þótt sýnt sé að slíkt komi niður á ijárhagslegum hagsmunum stofnunarinnar. Skýri þetta a.m.k. að hluta þá meibaugi sem að mati Ríkisendurskoðunar eru á vanskilainnheimtunni. Húsfélög, einstaklingar athugiö! Framleiðum B-30 eldvarnahurðir, viðurkenndar af Brunamálastofnun ríkisins, í stigahús og sameignir. Gerum fast verðtilboð þér að kostnaðarlausu. ísetning innifalin. Alfa ehf. trésmibja. einkalíf eins og t.d. pólitískar skoðanir eða það sem viðkemur félagslegri þátttöku á hinum ýmsum sviðum. Maður er að- eins farinn að sjá þetta en það er ekki enn farið að snúa að okkur,“ segir formaður LÍV. Þessi þróun er þegar orðið að verulegu áhyggjuefni meðal stéttarfélaga verslunarfólks á Norðurlöndum og því eins lík- legt að þessu muni skola hingað til lands í viðlíka mæli og þar. í síðasta LÍV-blaði er t.d. greint frá því að hjá Kodak í Svfþjóð ná kröfur um trúnað starfs- manna og hollustu við fyrirtæk- ið ekki aðeins til þeirra sjálfra heldur einnig til fjölskyldna þeirra. En síðast en ekki síst er starfsfólki Kodak í Svíþjóð gert að segja til starfsmanna sem kunna að brjóta reglurnar. -grh Ég þakka öllum þeim sem heiðruðu mig á sextugsafmæli mínu 5. október sl. Góðar undirtektir og örlæti við stofnun „Frœðslusjóðs um lífíalheimi“, þennan dag gladdi mig jafnframt mjög. ÞÓR JAKOBSSON, veðurfræðingur. Móðir okkar og tengdamóðir, HREFNA SIGURJÓNSDÓTTIR, áður til heimilis að Ægisgötu 20, Akureyri, lést að Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri, sunnudaginn 6. október. Jarðarförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 14. október kl. 13.30. Þeim sem vilja minnast hennar er bent á Fjórðungssjúkrahús- ið á Akureyri. Anna Þorsteinsdóttir, Júlíus Bergsson, Árni Þorsteinsson, Ásdís Sigurpálsdóttir, Erlingur Þorsteinsson, Eygló Óladóttir, Símon Þorsteinsson, Ósk Pétursdóttir. Elskuleg móðir okkar, MÁLFRÍÐUR MARIA JÓSEPSDÓTTIR, frá Höfða, Eyjahreppi, verður jarðsungin frá Áskirkju miðvikudaginn 16. október kl. 13.30. Blóm og kransar afbeðnir en þeim sem vildu minnast hennar skal bent á Blindrafélagið. Börnin. Innilegar þakkir fyrir aðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar, tengda- föður og afa, FRIÐRIKS ÁGÚSTSSONAR prentara, Heiðarlundi 7a, Akureyri. Herdís Gunnlaugsdóttir, Gunnlaugur Friðriksson, Ágúst Friðriksson, Dagmar Kaldal, Sigríður J. Friðriksdóttir, Erla Friðriksdóttir og barnabörn.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.