Dagur - Tíminn - 12.10.1996, Síða 6

Dagur - Tíminn - 12.10.1996, Síða 6
6 - Laugardagur 12. október 1996 jDagur-®mmm VIÐTALIÐ Átakasamur tími að baki Guðjón Magnússon er hættur störfum sem formaður Rauða kross- ins eftir að hafa gegnt því starfi í 10 ár. Dagur Tíminn ræddi við Guð- jón á Akureyri í gær og innti hann fyrst eftir því hvers vegna þessi ákvörðun væri tekin. að er margt samofið sem tengist. Ég beitti mér fyrir því fyrir nokkrum árum að setja ákvæði um hámarks- tíma í stjórn og þar er tekið fram að enginn getur setið lengur en í 12 ár og ég er kom- inn nokkuð nálægt þeim mörk- um. Þá finnst mér sem Rauða krossdeildin standi á nokkurs konar tímamótum, þetta er bú- inn að vera skemmtilegur tími en jafnframt átakasamur. Nú svo er ég að fara að taka við starfi í Svíþjóð." Guðjón mun taka við starfi rektors norræna heilbrigðishá- skólans til tveggja ára og segir hann mörg spennandi verkefni bíða hans þar. Ég þekki þennan skóla mjög vel, enda hef ég talsvert starfað sem gestafyrir- lesari við hann. Meðal annars hef ég þann möguleika að tengja starf skólans að ýmsum norrænum þróunarmálum. Eitt má nefna sérlega athyglisvert en það er verkefni sem kallast heilbrigði og mannréttindi. Er hægt með valdboði að pína ein- hvern til að njóta hjálpar? Hér koma inn t.d. trúarleg atriði sbr. viðhorf Votta Jehóva að það sé ekki guði þóknanlegt að taka blóð. Hefur samfélagið rétt á að þvinga viðkomandi í svipuðxnn málum eða stendur frelsi ein- staklingsins öllu ofar?“ Kunnugt er að norrænu Rauða kross félögin halda uppi mjög öflugu fjáröflunarstarfi og má nefna því til stuðnings að Rauðakrosshreyfingarnar á Norðurlöndum safna meira fé en öll Bandaríkin svo dæmi sé tekið. Hér á landi hefur verið gagnrýnt að ríkisstjórnin leggi ekki til bein framlög til starfsins auk þess sem þróunarhjálp er mun lægri hér en í nágranna- löndunum. „Það er engin spurning að með vaxandi ár- ferði hlýtur það að vera krafa okkar að hækka þessi framlög. Auðvitað á Rauði krossinn að vera með þá fjáröflun sem hann stendur fyrir en þá væri líka eðlilegt að ríkisstjórnin myndi veita bein framlög eins og er víða. Bein framlög ríkisins eru til skammar. í Finnandi gengu menn t.d. í gegnum mikla efna- hagskreppu en stóijuku sín framlög til þessara mála á sama tíma.“ Guðjón nefnir ennfremur að það sé svolítið skrýtið að þjóð sem býr við ógnir af völdum náttúruhamfara skuli ekki sinna þessum málum betur en raun ber vitni. „Auðvitað á hugsunin ekki að vera sú að að menn gefi eitthvað til að fá það aftur tfi baka en Rauði krossinn teygir sig út um allan heim og öllum beiðnum um aðstoð er svarað. Vita menn að árið 1973 þegar eldgosið í Vestmannaeyj- um átti sér stað liðu ekki nema tíu klukkustundir þangað til fyrsta framlagið kom. Og það kom frá Sovétríkjunum jafn undarlega og það kann að hljóma." Hérlendis eru safnanir vel þekktar og hafa fslendingar stundum lyft grettistaki með samstöðu sinni. Nokkuð hefur borið á þeim ótta að munir eða íjármunir skili sér ekki á leiðar- enda en Guðjón hefur eftirfar- andi um þann ótta að segja. „Það er rétt að sá ótti er á rök- um reistur hvað varðar sumar safnanir, það er ákveðin hætta á að of margir milliliðir séu fyr- ir hendi sem taki of stóran hluta. Þess vegna er okkar mottó „fé og fólk“. Peningum er alltaf hægt að skila án milliliða Guðjón Magnússon. en gífurlegur flutnings- kostnaður fylgir hluta- söfnunum og étur upp framlagið. Svo er annað eins og við höfum dæmi um í Make- dóníu. Þar var innlendum fatamarkaði hreinlega rú- stað þegar gífurlegt magn af fötum úr söfnunum barst inn í landið." Talið berst að áfallahjálp en hún er tiltölulega nýlegt fyrir- brigði. Danir urðu fyrstir til en nú orðið er áfallahjálp orðin viðurkennd sem nauðsynlegur þáttur þegar hamfarir eiga sér stað. Gleggstu tilvikin innan- lands eru snjóflóðin á Flateyri og í Súðavík og segist Guðjón mjög ánægður með hvernig áfallahjálp hefur þróast innan- lands þótt einhvern lærdóm megi e.t.v. draga af gangi mála eftir hörmungarnar í Súðavík. Hann segir íjölda fólks hafa haft samband eftir á til að þakka fyrir stuðninginn og lýsa mikilvægi þess að hafa notið þessarar aðstoðar. „Það er svo ótrúlegt hvað það skiptir miklu máli að tala við fólk, halda í hönd þess, drekka með því kaffi eða hve lítið sem það annars er eftir að fólk lendir í svona áföll- um. Fólk trúir því ekki hvað það hefur mikið gildi.“ í upphafi viðtalsins talaði Guðjón imi að Rauðaki-oss- hreyfmgin stæði á tímamótum. Er hægt með vald- boði að pína ein- hvern til að njóta hjálpar? Hér koma inn t.d. trúarleg atriði sbr. viðhorf Votta Jehóva að það sé ekki guði þóknanlegt að taka blóð. Hefur samfélagið rétt á að þvinga viðkom- andi í svipuðum málum eða stendur frelsi einstaklingsins öllu ofar? „Við erum búnir að auka gífur- lega við starsfemi okkar, höfum margfaldað íjárstuðning og höf- um aldrei haft fleiri sendifull- trúa. Fræðslu- og kynningar- námskeið eru orðinn mjög stór þáttur í starfinu en enn má gera betur. T.d. er eitt af því sem við höfum farið fram á, að enginn geti tekið bílpróf án þess að hafa fyrst tekið námskeið í skyndihjálp. Þegar ég horfi yfir farinn veg er ég mjög ánægður en ég neita því ekki að skilning- ur stjórnálamanna mætti vera sýnilegri í ýmsum efnum.“ Að lokum er Guðjón spurður að því hvað honum sé eftir- minnilegast er hann h'tur yfir 10 ára starfsferil. Það eru tvö atriði. Sú rimma sem ég lenti í á sínum tíma við dómsmála- ráðuneytið er varðaði Jjáröflun- arleið Rauða krossins var mér mjög þungbær og ég eignaðist andstæðinga sem enn hafa ekki slíðrað sverðin. Ég lagði mikið undir en komst þrátt fyrir allt tiltölulega óskaddaður frá þessu. Enn í dag held ég á sama hátt og þá, að ég hafi komist að réttri niðurstöðu. Hitt atriðið er svo náttúrlega þessar náttúruhamfarir á Flat- eyri og í Súðavík. Þetta voru mjög erfiðir tímar, bið og aftur bið án þess að nokkuð væri hægt að gera á köflum og mað- ur fann svo sterklega vanmátt sinn gagnvart náttúruöflunum. Enginn sem kemiu að svona stórslysum verður samur mað- ur aftur." BÞ Sú rímma sem ég lenti í á sínum tíma við dómsmálaráðuneytið er varðaði fjáröflunarleið Rauða krossins var mér mjög þungbær og ég eignaðist andstæðinga sem enn hafa ekki slíðrað sverðin. Ég lagði mikið undir en komst þrátt fyrir allt tiltölulega óskaddaður frá þessu. Enn í dag held ég á sama hátt og þá, að ég hafi komist að réttri niðurstöðu. Forsetaframboð Leitum stuðnings ij árlaganefndar Við erum ekki að tala um að fá virðisaukaskattinn endurgreiddan - og ekki er hann í skuld því hann hefur auðvitað verið greiddur. Og all- ar okkar skuldir hafa verið greiddar eins og fram hefur komið. En við erum að leita eft- ir því við fjárlaganefnd Alþingis að þessi þáttur í hinu pólitíska starfi á íslandi njóti einhvers stuðnings frá því opinbera,“ sagði Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður í gær. Hann mótmælir fyrirsögn blaðs- ins þar sem segir að framboð forsetans vilji vaskinn end- urgreiddan. Sigurður bendir á að Guðrún Agnarsdóttir hafi bent á endur- greiðslu vasksins til forseta- frambjóðenda sem hugsanlega leið út úr skuldum þeirra. Fleiri frambjóðendur hafa verið sama sinnis. „En það þýðir ekki að fram- boð forsetans vilji fá vaskinn endurgreiddan, enda hvergi um það rætt,“ sagði Sigurður G. Guðjónsson. -JBP Rauði krossinn Framlög til hjálparstarfs erlendis jukust verulega Iársskýrslu Rauða kross ís- lands fyrir starfsárið 1. júlí 1995 til 30. júní 1996 kem- ur fram að þrjú verkefni réðu mestu í starfi félagsins á tíma- bilinu. Víðtækt hjálparstarf í kjölfar snjóflóðsins á Flateyri í október, endurskoðun neyðar- varnaáætlana deilda og mennt- un flokksstjóra í fjöldahjálp. Undirbúningur vegna komu flóttamanna frá fyrrum Júgó- slavíu til Ísaíjarðar og öflugt hjálparstarf í fyrrum Júgóslav- íu, ekki síst í kjölfar vel heppn- Félagið jók framlög sín til hjálparstarfa erlend- is verulega á síðasta ári og var með fleiri sendi- fulltrúa að hjálparstörf- um en nokkru sinni fyrr. Þá hóf félagið ný þró- unarverkefni á starfsár- inu, m.a. í Víetnam. aðrar söfnunar fyrir konur og börn í neyð. Félagið jók framlög sín til hjálparstarfa erlendis verulega á síðasta ári og var með fieiri sendifulltrúa að hjálparstörfum en nokkru sinni fyrr. Þá hóf fé- lagið ný þróunarverkefni á starfsárinu, m.a. í Víetnam. Af innanlandsvettvangi má einnig nefna nýmæli í ung- mennastarfinu, mikla þátttöku í námskeiðum á vegum félagsins og verulega ijölgun gesta í vina- athvarfi fyrir geðfatlaða. BÞ

x

Dagur - Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.