Dagur - Tíminn - 12.10.1996, Blaðsíða 9

Dagur - Tíminn - 12.10.1996, Blaðsíða 9
(3Dagur-'SImtírat Laugardagur 12. október 1996 PJÓÐMÁL „Dömufrí Sjálfstæðisflokksins á landsfundi“ jj^P||jj Pétursdóttir Eins og jafnan áður, þegar landsfundur Sjálfstæðis- flokksins stendur fyrir dyrum, þeysa fram á ritvöllinn fjöldi manna og kvenna til að láta í ljós skoðanir sínar á Sjálf- stæðisflokknum. Þetta er í sjálfu sér ekki óeðlilegt, þó að slík umflöllun sé mildu meiri um Sjálfstæðisflokkinn en aðra flokka. Helgast það sennilega af því, að Sjálfstæðisflokkurinn er bæði stærri og öflugri en aðrir flokkar og raunar má oft álykta við lestur þessara greina, að viðkomandi standi beinlínis stuggur af stærð og styrk flokksins. Einnig er oftar en ekki greinilegt, að önuglyndi setur mark sitt á greinaskrif af þessu tagi. Þannig eru til ótal- mörg dæmi þess að andstæð- ingar Sjálfstæðisflokksins reyna allt hvað þeir mega til að valda ókyrrð í flokknum með alls kyns sögum og hálfkveðnum vísum, einkum þegar vitað er að eindrægni og samhugur ríkir innan raða flokksmanna. Fyrirsögn á grein eftir unga forystukonu í Sjálfstæðisflokkn- um, þar sem notað var orðið „dömufrf í umíjöllun um landsfund Sjálfstæðisflokksins, hefur gefið nokkrum áhuga- mönnum um málefni flokksins, en utan raða hans, tilefni til að lýsa skoðunum sínum. Einn þessara áhugamanna um mál- efni Sjálfstæðisflokksins er borgarstjórinn í Reykjavík, Ingi- björg Sólrún Gísladóttir. Ingi- björg Sólrún er í senn bæði pól- itískur borgarfulltrúi og emb- ættismaður, borgarstjóri, í einni og sömu manneskjunni. Sem stjórnmálamaður er ljóst að Ingibjörg Sólrún er andstæðing- ur Sjálfstæðisflokksins. Greini- legt er við lestur á grein henn- ar, „Dömufrí Sjálfstæðisflokks- ins“, er birtist í þessu blaði hér í fyrradag, að þar ritar pólitík- Það kemur ekki á óvarl og reyndar finnst mér við lestur greinarinnar, að Ingibjörg Sólrún sé enn við heygarðshorn Kvennalistans í málfiutningi sín- um. Þ.e.a.s. konur hafa verið mældar og metnar á öðrum for- sendum en kariar. usinn Ingibjörg Sólrún, en tæp- lega borgarstjórinn. Það er deginum ljósara að okkur Ingibjörgu Sólrúnu grein- ir mikið á um hverjar eigi og skuli vera baráttuaðferðir stjórnmálamanna til að vinna skoðunum sínum fylgi og ná áhrifum. Það kemur ekki á óvart og reyndar finnst mér við lestur greinar- innar, að Ingi- björg Sólrún sé enn við hey- garðshorn Kvennalistans í málflutningi sín- um. Þ.e.a.s. kon- ur hafa verið mældar og metnar á öðrum forsendum en karlar. Því verð- —— ur að breyta og það gerist ekki nema að konur standi saman þvert á flokka og styðji hver aðra. Varla er hægt að segja skýrar að tilgangurinn helgi meðalið og að allar hugsjónir og stefnumál að öðru leyti verði að víkja fyrir þessari beinu leið til valda og áhrifa. Þessa leið er ég afskaplega ósátt við og tel hana raunar afleita. Eðli máls samkvæmt er þar for- maður og varaformaður og svo mætti áfram telja. Það flögrar ekki að mér eitt einasta augna- blik, að kona eigi ekki eftir að sitja í æðstu stöðum innan flokksins. Og vel á minnst! Ef þetta er nú svona góð og sjálfsögð leið fyrir konur, hvernig stendur þá á því að ísland skuli vera eina landið í hinum siðmenntaða heimi þar sem hópur kvenna hefur reynt að fara þessa leið til að ná áhrifum? Reyndar má alveg bæta því við, að þessi leið, skv. hefðbundnum aðferðum Kvennalistans, er aðeins fær konum, en hins vegar mega all- ir koma með og ýta á vagninn. Og hver var svo að tala um þversagnir og missagnir í mál- flutningi? Ég hef ætíð verið á þeirri skoðun að fullkomið jafnrétti kynja sé einn af hornsteinum þess þjóðfélags sem við byggj- um. Konur eigi þar nákvæm- lega sama rétt til allra hluta og karlmenn. Þetta finnst mér svo sjálfsagt að mér flnnst ekki þurfa að ræða það frekar. Fyrir þessum hugsjónum hef ég bar- ist og mun berjast alla tíð. En það breytir ekki því, að ég hef einnig aðrar hugsjónir og markmið í lífinu. Og að fram- gangi þeirra vil ég vinna, m.a. með þátttöku minni í stjórnmál- um. Ég komst að raun um það mjög ung, að innan vébanda Sjálfstæðisflokksins eru margir sem ala með sér sömu hugsjón- ir og framtíðarsýn og ég sjálf. Því fannst mér og finnst enn ekki koma annað til greina en að freista þess að vinna þessum málum framgang innan Sjálf- stæðisflokksins. í stjórnmálum, ekki síst í stórum flokki eins og Sjálfstæð- isflokknum, eru margir forystu- menn. Eðh máls samkvæmt er þar formaður og varaformaður og svo mætti áfram telja. Það flögrar ekki að mér eitt einasta augnablik, að kona eigi ekki eftir að sitja í æðstu stöðum innan flokksins. Þ. á m. bæði sem formaður og varaformað- ur. Sömuleiðis er ______________ ég viss um það, að sú kona, hver sem hún er, hlýtur það sæti vegna hæfileika sinna, framgöngu á pólitískum vettvangi og baráttu fyrir hug- sjónum Sjálfstæðisflokksins. En ekki eingöngu vegna þess að hún er kona. Höfundur er alþingismaöur. Möðruvellir Efnislegar umræður í stað útúrsnúninga Guðrún Ágústsdóttir forin. skipulags- nefndar Reykja- víkurborgar skrifar Um hvað snýst „Kirkju- sandsmálið" efnislega, þ.e. það skipulag og sú uppbygging sem unnið er að? Um það ætti umræðan að snúast en ekki pólitíska útúr- snúninga. Samkvæmt deili- skipulagi frá 1990 átti að reisa iðnaðarhúsnæði á um- ræddri lóð í Laugarnesinu, 14,3 metra samfellt stórhýsi. Sótt var um landnotkunar- breytingu snemma árs til þess að byggja íbúðarhús- næði á lóðinni og var sam- dóma álit allra sem að málinu komu að það væri mun vin- samlegra gagnvart þeirri byggð sem fyrir er á svæðinu. Gerður var fyrirvari um að íbúðirnar uppfylltu kröfur um hljóðvist en menn greindi á um það hvort skilgreina bæri svæðið sem nýbyggingarsvæði eða endurbyggingarsvæði. Niðurstaða borgaryfirvalda var sú að um nýbygginga- svæði væri að ræða og leiðir það til þess að gerðar eru meiri kröfur til hljóðvistar en áður hefur tíðkast hérlendis og íbúðirnar sem fyrirhugað er að byggja á svæðinu verða með mun fullkomnari hljóð- vörnum en áður hefur þekkst. Heilbrigðisnefnd taldi ásættanlegt að veita undan- þágu frá hljóðstigi í 16 íbúð- um af 56 og byggði áht sitt á umsögn Hollustuverndar rík- isins. Illjóðstig á svölum, lóð og innanhúss fer hvergi yfir leyfileg mörk. Rétt er að taka fram að útreikningar á hljóð- stigi miðast við hávaða frá áætlaðri umferð árið 2016 ef spár um umferðaraukningu ganga eftir og að ef og þegar byggð verður hljóðmön við Listaháskóla íslands mun hljóðstig utan við vegg hús- anna á Kirkjusandi lækka um allt að tvö desíbel að mati Hollustuverndar ríkisins. Komið er verulega til móts við athugasemdir íbúa sem mótmæltu hæð húsanna eins og þau áttu upphaflega að vera, 9, 7 og 6 hæðir og að 76 íbúðir myndu draga að sér mikla einkabflaumferð. Húsin hafa verið lækkuð í 5, 6 og 6 hæðir og íbúðunum fækkað um 22. Utsýnisskerðing verð- ur mun minni en eldra skipu- lag frá 1990 gerði ráð fyrir. íbúðabyggð á þessum stað styrkir hverfið og þétting byggðar stuðlar að minni bif- reiðaakstri. Það er hluti þeirra markmiða sem gengið er út frá í þeirri aðalskipu- lagsvinnu sem unnið er að.

x

Dagur - Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.