Dagur - Tíminn - 09.11.1996, Page 16
28 - Laugardagur 9. nóvember 1996
jDagur-'íEínttrai
ICONUNGLEGA SÍÐAN
Hæfíleikarík, dugleg og vinsæl
Margrét Þórhildur við völd í 25 ár.
BÚBBA
heldur varla vatni af
hrifningu gfir Margréti II
Danadrottningu,
( Daisy ) það er nú
þjóðhöjðingi í lagi!
S
rið 1997 verður merki-
legt ár í tvennum, drott-
ingarlegum, skilningi fyr-
ir dönsku þjóðina. í fyrsta lagi
fagna Danir 25 ára valdaafmæli
Margrétar II drottningar hinn
14. janúar og í öðru lagi verða
hinn 21. aprfl liðin 50 ár frá því
að Ingiríður, móðir Margrétar,
varð drottning Danmerkur.
Vinsæl drottning
Margrét Danadrottning heitir
fullu nafni Margrét Alexandrine
Þórhildur Ingrid. - Vinir hennar
kalla hana Daisy. Hún er fædd í
Amelienborgarhöll í Kaup-
mannahöfn 16. aprfl 1940 og
var því erfðaprinsessa á íslandi
þegar hún fæddist. Margrét
Þórhildur tók við völdum aðeins
32 ára að aldri við andlát föður
síns Friðriks IX á árinu 1972.
Valdatíð hennar hefur verið far-
sæl og hún nýtur afar mikilla
vinsælda meðal þjóðar sinnar.
Samkvæmt skoðanakönnunum
eru 83% Dana þeirrar óbifan-
legu skoðunar að rétt sé að
hafa konungsríki í Danmörku.
Friðrik faðir Margrétar, var
af hinni gömlu konungsætt sem
kennd er við Gluksburg en
móðir hennar Ingiríður er af
Bernadotteættinni sem nú ræð-
ur ríkjum í Svíþjóð. Sú ætt er
raunar frönsk og er uppáhalds-
konungsættin mín.
Margrét Þórhildur er elst
þriggja dætra þeirra Friðriks og
Ingiríðar. Næst elst er Bene-
dikte prinsessa sem gift er
þýskum prins og yngst er svo
Anna María Grikkjadrottning
sem gift er Konstantín Grikkja-
konungi sem nú er í útlegð í
London.
Margrét giftist 27 ára gömul
frönskum greifa sem heitir fullu
nafni Henri-Marie-Jean-André
greifi af de Laborde de Monpez-
at. Eftir giftinguna tók hann
upp nafnið Hinrik prins. Þau
hittust í London og var það ást
við fyrstu sýn. Margrét Þórhild-
ur sagði í sjónvarpsviðtali á ár-
inu 1989 að hún væri ennþá
ótrúlega ástfangin af mannin-
um sínum. Þau hjónin eiga
mörg sameiginleg áhugamál og
hafa m.a. í sameiningu þýtt
bækur á danska tungu.
Listræn hæfileika-
kona
Menntun Margrétar Þórhildar
er klassísk í besta skilningi
orðsins en hún þykir einn best
menntaði þjóðhöfðingi í Evr-
ópu. Hún hefur stundað nám
við a.m.k. fimm háskóla og tal-
ar reiprennandi mörg tungu-
mál, mig minnir sjö. Hún hefur
sérstaklega kynnt sér fornleifa-
fræði og þykir liðtækur fræði-
maður á því sviði. Hún hefur
stundað fornleifarannsóknir í
Danmörku, Ítalíu, Egyptalandi
og í Súdan.
Margrét Þórhildur þykir hæf-
ur listmálari og hefur hún hald-
ið margar einkasýningar. Hún
hefur hannað leikmyndir og
búninga við uppfærslur í kon-
unglega leikhúsinu í Kaup-
mannahöfn. Upphafið að list-
rænum ferli drottningarinar má
rekja til þess er hún las bókina
Hringadróttinssaga eftir Tolki-
en. Hún og rithöfundurinn
skrifuðust á um nokkurt skeið
og hún sá um myndskreytingar
í nýrri útgáfu bókarinnar í Dan-
mörku á árinu 1977 undir dul-
nefninu Ingahild Grathmer.
Margrét Þórhildur les mikið,
fer vikulega í balletttíma og er
liðtækur bridgespilari. Þá þykir
hún einnig frambærilegur pí-
anóleikari. (Maður fær nú bara
minnimáttarkennd!).
Segist hafa verið
siæm móðir
Margrét og Hinrik eiga tvo syni:
Friðrik, 28 ára og Jóakim, 27
ára. Þeir hafa þótt nokkuð fjör-
ugir í gegnum tíðina og vegna
áhuga þeirra á hraðskreiðum
bflum hafa þeir verið kallaðir
túrbó-prinsarnir .
Það varð nokkurt uppistand í
Danmörku fyrir u.þ.b. átta ár-
um síðan þegar Margrét lýsti
því yfir í sjónvarpsviðtali að
hún hafi verið slæm móðir. „Ég
var ekki nógu mikið með þeim,“
sagði hún. „Það var einfaldlega
ekki tími til þess. Ég vanrækti
þá og hef alla tíð haft sam-
viskubit yfir því.“ En Margrét
bætti því við að hún væri af-
skaplega stolt af sonum sínum.
Astarmál prinsanna hafa
verið í brennidepli. Jóakim gift-
ist á sl. ári Alexöndru Manley
sem er fimm árum eldri en
hann og af kínverskum ættum.
Alex, eins og hún er kölluð, hef-
ur heillað Dani upp úr skónum
og nýtur hún fádæma vinsælda.
Ástarmál erfðaprinsins, Frið-
riks, hafa hins vegar verið held-
ur stormasamari. Nýlega slitn-
aði upp úr sambandi hans og
fyrirsætunnar Kötju Storkholm
sem staðið hafði í tvö ár. Er tal-
ið að afstaða Margrétar drott-
ingar hafi ráðið þar mestu um,
en henni fannst ungfrú Stork-
holm ekki vera hentugur efni-
viður í drottingu. Á henni að
hafa þótt stúlkan ekki nægilega
vel menntuð auk þess sem
myndir hafa birst af henni á
nærklæðunum einum fata, -
som er meget upassende mildt
sagt. - Nú er bara að sjá hvar
Friðrik leitar fanga.
Þá er það útlitið
Ég kýs að vera hreinskilin, og
segi því alveg eins og mér býr í
brjósti. Samkvæmt hefðbundn-
um fegurðarstöðlum telst Mar-
grét Þórhildur ekki fögur kona.
Hún hefur grófgerða húð og
augnsvipurinn er sérstakur. Þá
hefur hún nokkuð undarlega
takta þegar hún talar og hlátur-
inn er alveg sér á parti. Yfir
henni er samt einhver klassi
sem erfitt er að lýsa öðruvísi en
þannig að vissulega sé yfir
henni óviðjafnanlegur drotting-
arlegur sjarmi. Hún er frjálsleg
í fasi, brosmild og hikar ekki
við að láta í ljós skoðanir sínar.
Hún ber af öðrum þegar hún
klæðir sig uppá, kjólarnir eru
einstaklega glæsilegir og íburð-
armiklir. Skartgripir hennar
eru einstakir og bera þar af
skartgripir sem kenndir eru við
Bernadotteættina. Mannkostir
Margrétar Þórhildar eru svo
ótvíræðir að engum dettur í hug
tilgerð eða sýndarmennska
þegar hún er annars vegar.