Dagur - Tíminn - 09.11.1996, Síða 18
30 - Laugardagur 9. nóvember 1996
3Dagnr-Βrmrm
S K Á K
Systkinin Helgi Áss
og Guðfríður Lilja
Grétarsbörn
skrifa um skák
Dagurinn í dag, 9. nóvem-
ber, er mjög merkur í
sögu Þýskalands, ekki
síst í sögu Berlínarborgar, en
þaðan skrifar Guðfríður Lilja í
dag og í vetur. Þennan dag árið
1919 var Weimar-lýðveldið
stofnað, þennan dag árið 1938,
sem síðan hefur verið minnst
sem „Kristalnacht", fóru nasist-
ar hamförum gegn þýskum gyð-
ingum, og þennan dag fyrir 7
árum síðan féll Berlínarmúrinn.
í dag, 1996, virðist samt sem
ekkert þessu líkt ætli að gerast
- þó aldrei sé að vita með þenn-
an örlagadag þýskrar sögu - og
borgin iðar af ógnarspennandi
mannlíf! og menningu. Litrík
kaffihús setja svip sinn á borg-
ina á hverju horni, og sum
þeirra a.m.k., búa yfir líílegri
skákiðkan.
Kaffihús hafa í gegnum tíð-
ina gegnt mikilvægu hlutverki í
skáksögunni. Cafe de la Reg-
ence í París er líklega frægasta
dæmið. Frá u.þ.b. 1740 til 1860
voru margir helstu mektar-
menn Frakklands þar tíðir gest-
ir og þar var skák ákaft telfd.
Menn á borð við Philidor, Volta-
ire, Rousseau, Robespierre og
Napóleon tíðkuðu þar komur
Kaffi
sínar, og skáksnillingurinn Paul
Morphy telfdi þar á ferðalagi
sínu um Evrópu. Vegna vin-
sælda staðarins ku á stundum
hafa verið óbærileg molla inni,
en menn létu það þó ekki aftra
sér frá eldheitri skákbaráttu og
bókmenntaumræðu. Kaffihúsið
var raðað speglum á alla kanta,
og á sunnudögum var svo mikil
mannþröng að enginn tók ofan
hatt sinn til að spara pláss. Þá
var gulli betra og flestum
ómögulegt að komast yfir stól.
Sagan segir að eitt sinn hafi
ung kona dulbúin sem karlmað-
ur komist inn og teflt við sjáifan
Robespierre. Kona þessi gerði
sér lítið fyrir og mátaði harð-
stjórann, og sem hún mátaði
hann svipti hún sig karlmanns-
dulunni og krafðist þess að sem
sigurvegari fengi hún eina ósk
uppfyilta. Hún bað þess að elsk-
hugi hennar, sem hent hafði
verið í fangelsi af mönnum Ro-
bespierre, yrði ieystur úr haldi.
Robespierre gat varla verið
þekktur fyrir annað en að verða
við ósk sigurvegarans, og kon-
an unga labbaði út úr kaffihús-
inu með lausnarbeiðni undirrit-
aða af Robespierre undir hönd-
um.
Enn þann dag í dag gegna
kaffihús í ýmsum löndum hlut-
verki sem líflegar skáksamkom-
ur. Franska kaffihúsakeðjan
„Au bon pain“ er til dæmis
þekkt um alla Bostonborg í
Bandaríkjunum fyrir fjörugt
skáklíf á torginu fyrir framan
Harvard- háskóla. Þar situr
jafnan rauðhærður, alskeggjað-
ur maður með stráhatt við vel
merkt borð þar sem á stendur
„Play the Chess Master for $2,“
eða „Teflið við skákmeistarann
fyrir 2 dolfara“. Skákmeistari
þessi vinnur fyrir sér með því
að bjóða gestum og gangandi
að tefla við sig, en ef hann tap-
ar verður hann sjálfur að borga
andstæðingnum. Hann kennir
og þeim sem vilja, og er manna
fróðastur um hitt og þetta und-
arlegt í skákfræðunum. Hann
ku enda vera sonur frægs pró-
fessors við skólann, þótt enginn
virðist selja þá sögu dýrara en
hún var keypt. „Skákmeistar-
inn“ er þó ekki eini skákmaður-
inn á þessu vinsæla kaffihúsi,
því að þar sitja ávallt fjölmargir
að tafli.
Það er ekki síst gott ráð fyrir
unga konu að setjast að skák-
borðinu á Harvard-torgi. Það
vekur ómælda athygli og undr-
un, og í fyrstu hlátur, á meðal
skákkarlanna á kaffihúsinu
þegar kona gerir sig líklega til
að tefla. Ef vel gengur nýtur
maður hins vegar þess skondna
en ánægjulega heiðurs að heyra
pískrað, bent og horft stórum
augum. „Polgar, Polgar!!!"
Hvers vegna skyldi það vera
að á íslandi, Mekka skákáhuga-
manna, sjái maður nær aldrei
fólk að tafli á kaffihúsum? Það
væri ekki úr vegi fyrir eigendur
að gera kaffihúsa- og skáklífið
heima á Fróni eilítið frjórra og
skemmtilegra með því einfald-
lega að bjóða upp á taflsett til
lans fyrir gesti og gangandi.
Kaffi með skák? Já, takk!
B R I D G E
Björn
Þorláksson
skrifar
„Missti ekki vitlaust spil“
ísland eignast heims-
meistara í parakeppni
s
slendingar eignuðust
heimsmeistara í parasveita-
keppni á dögunum þegar
Björn Eysteinsson, Jón Baldurs-
son, Matthías Þorvaldsson og
Ragnar Hermannsson gerðu sér
lítið fyrir og unnu fyrsta mótið í
þessum flokki ásamt tveimur
breskum landsliðskonum.
Sannarlega glæsilegur árangur.
Aðaltvímenningur BA
Glæstur endasprettur
bræðranna
Aðaltvímenningi Bridgefé-
lags Akureyrar lauk sl. þriðju-
dag með sigri bræðranna
Antons Haraldssonar og Sigur-
björns. Þeir áttu afar góðan
lokasprett og skoruðu um 150
stig á síðasta kvöldinu, sem er
með ólíkindum í aðeins 27 spil-
um í barómeter. Lokastaðan
varð þannig að bræðurnir skor-
uðu 267 stig, Grettir Frímanns-
son og Pétur Guðjónsson urðu í
öðru sæti með 152 stig og Pre-
ben Pétursson og Sveinn Stef-
ánsson þriðju með 138 stig.
Næsta keppni Bridgefélags Ak-
ureyrar er hraðsveitakeppni og
er spilað á þriðjudagskvöldum í
Hamri kl. 19.30.
Eitt magnaðasta útspil sem
sögur fara af lengi fann Ragnar
Jörð til sölu!
Jörð í Eyjafjarðarsveit til sölu.
Á jörðinni er greiðslumark 75.000 lítrar af mjólk.
Fjós, 26 básar auk aðstöðu fyrir geldneyti. Hlaða um
1 100 rúmm, ræktun um 30 ha. íbúðarhús um 150
fm. Áhöfn 25 kýr auk geldneyta, vélar og hey.
Tilboðum sé skilað til Búnaðarsambands Eyjafjarðar
Óseyri 2 fyrir 25. nóvember.
Nánari upplýsingar eru þar í síma 462 4477 á skrif-
stofutíma eða í síma 463 1 320.
Búnaðarsamband Eyjafjarðar.
T. Jónsson á íslandsmóti yngri
spilara um síðustu helgi. Ragn-
ar og Tryggvi Ingason sigruðu á
mótinu en Halldór Sigurðarson
og Hlynur Magnússon urðu í
öðru sæti. Bæði pörin eru frá
ísafirði - en lítum á útspilið:
4 Á54
** DGT9632
♦ 83
* Á
4 D9
«4 754
♦ GT94
* KD53
N
V A
S
4 KT76
«4K
♦ D7652
* 842
4 G832
«4Á8
♦ ÁK
* GT976
Sagnir gengu einfaldlega
þannig að suður opnaði á 2
laufum (precision) og norður
stökk í 4 hjörtu. Allir pass og
Ragnar Torfi átti útspil. Ein-
hverjar tillögur frá lesandan-
um?
Ragnar fann spaðakónginn
(!?!) og fíraði á borðið. „Nei, ég
missti ekki vitlaust spil á borð-
ið. Það má segja að ég hafi bara
ákveðið að spila „agressívt" út,“
Þessir fjórir skiptu með sér tveimur efstu sætunum á íslandsmóti yngri
spilara, sem fram fór um síðustu helgi. Frá vinstri Hlynur Magnússon,
Halldór Sigurðarson, Tryggvi hgason og Ragnar Torfi Jónsson. MyndBÞ
sagði Ragnar eftir spilið. Afleið-
ingar þess urðu óvæntar. Eins
og sjá má á sagnhafi 12 slagi
með því að gera laufið gott en
sagnhafi, silfurhafinn Halldór
Sigurðarson, taldi lítinn tilgang
með þeirri handavinnu, enda
spaðadrottningin „sönnuö" hjá
austri. Hann varð ekki lítið
hissa þegar hann spilaði spaða
að gosanum eftir að hafa tekið
trompin og vestur, Tryggvi,
drap með drottningu og tryggði
vörninni 2 slagi á spaða.
Kannski var þetta spilið sem
réð úrslitum um baráttuna hjá
ísafjarðarskelfunum.
A sama tíma fór fram ís-
landsmót heldri spilara. Þar
höfðu sigur Jón Hjaltason og
Gylfi Baldursson, sem hafa ver-
ið mjög sterkir á mótum að
undanförnu. Stefán Guðjohnsen
og Guðmundur Pétursson urðu
í öðru sæti.