Dagur - Tíminn - 13.11.1996, Síða 2
14- Miðvikudagur 13. nóvember 1996
3]agur-©ntirai
LÍFIÐ í LANDINU
MFS-einingin hefur verið
starfrækt á Landspítal-
anum á annað ár. MFS
stendur fyrir meðgöngu, fæð-
ingu og sængurlegu og er að
mestu leyti byggð upp eftir
sænskri fyrirmynd.
Að einingunni standa 6 ljós-
mæður og taka þær á móti
ófrískum heilbrigðum konum
sem ekki hafa lent í erfiðum
fæðingum eða meðgöngum áð-
ur. Ljósmæðurnar geta tekið á
móti um 200 konum á ári.
Hróður þeirra hefur borist út
því núorðið er fullbókað og þær
hafa þurft að vísa konum frá.
34 ný andlit
Markmiðið með starfseminni er
í fyrsta lagi að verðandi foreldr-
ar fái nokkuð samfellda þjón-
ustu frá fáum manneskjum.
„Konur sem fara í gegnum al-
menna kerfið eru að hitta allt
að 34 nýja aðila,“ segir Margrét
Hallgrímsson, Ijósmóðir í MFS.
f öðru lagi að allt gangi sem
náttúrulegast fyrir sig og í
JLJLI
Markmiðið er að verðandi
foreldrar fái samfellda
þjónustu frá fáum
manneslgunu í öðru lagi
að allt gangi sem náttúru-
legast fgrir sig og í þriðja
lagi að foreldrarnir fái að
taka aukna ábyrgð á
meðgöngu og fœðingu.
þriðja lagi að foreldrarnir fái að
taka aukna ábyrgð á meðgöngu
og fæðingu. Þannig forðast ljós-
mæðurnar öll inngrip ef þess er
mögulega kostur.
Það er í fæðingunni sem MFS
sker sig úr því í fæðingarstofum
þeirra er ekki sérstakt fæðing-
arrúm heldur venjulegt tvíbreitt
hjónarúm.
Engin mænudeyfing
Ef konan æpir á mænudeyfingu
í miðri fæðingu er henni rúllað
inn á fæðingargang og dettur út
úr MFS-kerfinu. „Þá er verið að
gera læknisfræðilegt inngrip,
því það er læknir sem leggur
epídúral," segir Guðbjörg
Davíðsdóttir ljósmóðir.
Konurnar geta farið heim 6-
48 stundum eftir fæðingu. Guð-
björg segir konurnar hreint
ekki lúpulegar þegar þær ganga
út af sjúkrahúsinu nokkrum
klukkustundum eftir fæðingu.
„Það er oft ekki fyrr en á þriðja,
íjórða degi sem einhver depurð
kemur í þær þegar adrenalínið
er að minnka í líkamanum. Þá
finnst mörgum betra að vera
komnar heim í sitt rúm.“
MFS-ljósmæðurnar fylgja for-
eldrunum eftir fyrstu vikuna og
fara heim til þeirra að meðaltali
5-8 sinnum. Þær eru með sím-
boða á sér og fljótar að bregðast
við ef eitthvað kemur upp á. Síð-
an tekur ungbarnaeftirlitið við.
Ódýrara
Almennt er talað um að um
70% kvenna gætu farið í gegn-
um svona meðferð. Þetta er
ódýrari kostur fyrir spítalann.
Efkonan œpir á mœnu-
deyfingu í miðri fœðingu
er henni rúllað inn á
fœðingargang og dettur
út úr MFS-kerfinu.
Guðbjörg telur raunhæft að
koma upp fleiri svona einingum
um landið, t.d. á Akureyri. Hins
vegar má segja að lítil hætta sé
á að verðandi mæður í smærri
plássum mæti á fjórða tug
nýrra andlita í heilbrigðiskerf-
inu frá getnaði til ungbarnaeft-
irlits. LÓA
Sit hér eins og prinsessa
Guðríður Arnardóttir, jarð-
fræðingur, eignaðist fyrir
nokkru sitt annað barn,
hraustan 17 marka dreng sem
fengið hefur nafnið Eyþór Örn.
Fyrir á hún 7 ára stelpu. Guð-
ríður fetaði í fótspor tveggja vin-
kvenna sinna og fór í gegnum
MFS-ferlið á Landspítalanum og
er hæstánægð með þjónustuna,
aðstöðuna og ljósmæðurnar. Og
ætlar aftur til þeirra næst...
Eins og hótel
Laugardagur kl. 16: Þaú hjónin
fóru upp á Landspítala, Guðríður
komin með hríðir. „Þetta var
eins og við værum að tékka okk-
ur inn á hótel. Við vorum boðin
velkomin og svo sögðu þær:
„Hafið þetta bara eins og þið
viljið, þið hringið bjöllunni ef þið
þurfið eitthvað á okkur að
halda." Ljósmóðirin kíkti á okk-
ur öðru hvoru og settist svo inn
þegar farið var að líða að fæð-
ingu.“ í fæðingunni voru tvær
ljósmæður viðstaddar en læknir
kom nálægt þeim.
Laugardagur kl. 20: Þeim
fæddist sonur. „Þegar við vorum
búin þá drógu þær sig í hlé.
Þetta var okkar stund. Ég bað-
aði barnið og klæddi hann um
leið og hann var fæddur. Svo
áttum við kvöldið. Það var ekk-
ert verið að trufla okkur."
Sunnudagur kl. 13: 17
klukkustundum eftir fæðing-
una, gekk Guðríður keik út af
spítalanum með manni sínum
og nýtt barn. Hún hafði upphaf-
lega ætlað að dvelja í fæðingar-
stofunni í fulla tvo sólarhringa.
„En ég var bara svo hress og
okkur langaði heim.“
Fæðingardeildin vs.
MFS-einingin
Guðríður fæddi eldri dóttur sína
á fæðingardeild Landspítalans.
„Fæðingarnar voru tæknilega
svipaðar en þetta rólega and-
rúmsloft núna munaði mig svo
miklu. Við fyrri fæðinguna fékk
Guðríður engin verkjalyf en í
þetta sinn fékk hún peditín-
sprautu. MFS-ljósmæðurnar gefa
öll verkjalyf nema mænudeyf-
ingu sem deyfir allan neðri hluta
daginn eftir eins og eftir fimm
daga. Það er hins vegar voða
notalegt að hann sé heima og ég
sit hérna eins og prinsessa.“
Snuddar með moppuna
Því verður þó ekki neitað að lík-
amleg átök fylgja því að ýta lítill
mannveru út í heiminn og
kannski ekki ráðlegt að taka
strax til við að kjaga eða rigsa
um eins og ekkert hafi í skorist.
Sumar konur eru sjálfsagt
hræddar um að freistingin bæri
þær ofurliði. Að kústaskápnum
yrði rykkt upp við heimkomuna
og hafist yrði handa við að
skúra, skrúbba og bóna. Því
einhvern veginn tilheyrir það
„Þetta var eins og við vœr-
um að tékka okkur inn á
hóteL Við vorum boðin
velkomin og svo sögðu þœr:
„Hafið þetta bara eins og
þið viljið, þið hringið
bjöllunni ef þið þurfið eitt-
hvað á okkur að halda. “
líkamans. Kveljist konur mjög í
fæðingu eru þær gjarnan mænu-
deyfðar en Guðríður sagðist ekki
hafa séð eftir ákvörðuninni í
miðri fæðingu enda hefði hún
aldrei ætlað sér að fá mænudeyf-
inguna.
„Meginmunurinn er sá að
þarna eru rólegheit og þú kem-
ur inn í herbergi með dempuð
ljós, fæðir inni í þessu herbergi
með þínum maka og þið eruð
tvö þarna inni ailan tímann
með barnið ykkar þangað til þið
farið heim. Maður getur fengið
að vera þarna inni í 48 tíma og
makinn allan tímann. Þetta er
bara eins og maður sé á litlu
hótelherbergi."
Eiginmaður Guðríðar var
ekki síður ánægður með MFS.
„Honum finnst svo mikil forrétt-
indi að hafa getað verið með
barnið á handleggnum síðan á
laugardaginn [sagt á þriðju-
degi] en undir venjulegum
kringumstæðum væri hann bú-
inn að hitta það þrisvar sinnum
í hálftíma."
Mæðraskoðun í
heimasætuherbergi
Á meðgöngunni fór Guðríður í
mæðraskoðun á MFS-stofuna á
Kvennadeildinni. „Þær eru með
voðalega huggulegt herbergi,
svona heimasætuherbergi með
bast- húsgögnum, betrekkborð-
um og grænum litum. En það er
fylgst vel með blóði, þvagi, leg-
botninum og andlegri heilsu.
Hver skoðun tekur alveg hálf-
tíma og það er mikið spjallað.
Ég myndi heilsa þessum konum
út í búð.“
Kariinn ekki ómissandi
Eiginmaður Guðríðar verður
meira og minna heima fyrsta
hálfa mánuðinn en hann átti
inni vetrarfrí.
Guðríður telur það samt ekk-
ert frumskilyrði að pabbinn geti
verið heima fyrstu dagana þó
svo að móðirin og nýburinn komi
heim á fyrsta eða öðrum sólar-
hring. „Ef þetta væri fyrsta barn
þá myndi það engu máli skipta.
En það er auðvitað misjafnt
hvernig heilsan er. Það er þó eig-
inlega nauðsynlegt ef maður er
með eldra barn. Ég hefði samt
alveg plumað mig hérna. Ég er
það hress að ég get alveg séð um
mat og annað. Ég myndi allt eins
treysta mér til að koma heim
að allt sé spegilfágað og brak-
andi hreint í kringum hvítvoð-
unga. Guðríður segist hafa
staðist það „þrátt fyrir löngun
til þess. Ég fékk reyndar hrein-
gerningaræði í aðdragandanum
að fæðingunni þannig að það
var svo sem jólahreingert
hérna. Hann maðurinn minn
veit nú líka hvernig ég er og er
samviskusamlega að snudda
við að moppa gólfin og svona.
Þetta blessast allt.“ LÓA
MFS ekki a Akureyri
AAkureyri hefur þunguð-
um konum ekki staðið
til boða samsvarandi
þjónusta og MFS og segir Ingi-
björg Jónsdóttir, deildarstjóri á
fæðingar- og kvensjúkdóma-
deild FSA, að ekki hafi verið
formlega rætt um að koma á fót
slíkri þjónustu. Málið hafi lítið
verið kannað og því erfitt að
segja hvort þörfin sé jafnmikil á
Akureyri, þar sem fámennið er
meira en á höfuðborgarsvæð-
inu. AI