Dagur - Tíminn - 30.11.1996, Qupperneq 4

Dagur - Tíminn - 30.11.1996, Qupperneq 4
16 - Laugardagur 30. nóvember 1996 IDagur-'Cffimmtt MENNING O G LISTIR Englar í Deiglunni Engladjass, spunadans um engla, englaævintýri og leikfangaenglar eru með- al þess sem hægt verður að skoða og upplifa á næstu dög- um í Deiglunni á Akureyri. Þessi Ijöllistasýning er tileinkuð börnum og ber einfaldlega yfir- skriftina „Engillinn". „Við viljum vekja athygli á hugtakinu engill og hugsa í því sambandi um frið og gagn- kvæma virðingu milli fólks. Það er víst til nóg af ljótum hlutum í heiminum," segir leikfanga- smiðurinn Georg Hollanders sem er upphafsmaður að sýn- ingunni. Georg rekur fyrirtækið Gullasmiðjan Stubbur og smíð- ar þar leikfóng fyrir börn. Leik- fangaengilinn hannaði hann með það fyrir augum að minna á mikilvægi kærleika og inni- leika milli manna. Þessi hug- myndafræði bak við englana fannst honum vera farin að týn- ast eftir því sem englarnir urðu vinsælli sem leikföng; komust í tísku, ef svo má að orði komast. „Þess vegna fékk ég þessa hug- mynd. Að fá listamenn til að skreyta einn engil hver og vekja þannig upp jákvæða umhugsun um frið og engla,“ segir Georg. Hugmyndin vatt upp á sig því margir sýndu þessu áhuga og úr varð að halda tíu daga sýn- ingu með margskonar listvið- burðum. 30 leikfangaenglar verða til sýnis alla dagana en auk þess verða ijölmargar uppákomur. Á morgun mun Að- alsteinn Bergdal t.d. lesa Ævin- tvri á aðventu eftir Iðunni Ágústsdóttur og á miðvikudag halda sr. Hannes Örn Blandon, Michael Willcocks og sr. Svavar Jónsson fyrirlestra um engla. Á fimmtudagskvöld leikur hljóm- sveitin NANÚNA „Engladjass", „Himnesk tónlist á blósturhljóð- færi“ mun hljóma á föstudags- kvöíd og um næstu helgi verða tónleikar fyrir lítil börn. Þar verður almennur söngur, 2-4 ára börn munu sýna spunadans Englasýningin á að vekja fólk til umhugsunar um frið og mikilvægi náungakærleikans, segir Georg Hollanders. um engla undir stjórn Önnu Richards og Jacqueline Fitz- Gibbon og nemendur hennar leika og syngja um engla. Sýningin verður opnuð í dag klukkan tvö með ljóðalestri Lár- usar Hinrikssonar. Hún stendur til 9. desember og verður opin daglega frá 14 til 18. Aðgangur að sýningunni, sem og öllum dagskráratriðum, er ókeypis. AI Menningarveisla á aðventu Eitt af gömlu, glæsilegu húsunum sem prýða Seyðisfjarðarkaupstað er Skaftfell. Þegar gengið er til stofu blasa við augum innrammaðar myndir af þeim tignarfeðgum, Ólafi Há- konarsyni og Haraldi Ólafssyni, arfur frá þeim gömlu og góðu dögum þegar Skaft- fell var norskt sjómannaheimili. Húsið hefur í dag það virðulega hlutverk að vera menningarmiðstöð Seyðfirðinga og þar er nú verið að undirbúa ýmsa listvið- burði sem gleðja eiga augu og eyru Seyð- firðinga og gesta þeirra á aðventunni. Hita og þunga af undirbúningi bera þrjár valkyrjur, þær Gréta Garðarsdóttir hússtjóri, Aðalheiður Borgþórsdóttir tónlistarkennari og Þóra Guðmundsdótt- ir arkitekt. Fyrst er spurningu beint til hússtjórans, Grétu Garðarsdóttur. Hvað er hér helst um að vera hjá ykk- ur? Við byrjum á laugardaginn með rit- höfundakynningu þar sem 6 höf- undar kynna verk sín. íframhaldi af því verður hér opið hús alla laugardaga á aðventunni og boðið upp á listviðburði af ýmsu tagL „Þetta hús var á sín- um tíma gefið áhuga- hópi um menningarmál með þeim skilyrðum að það yrði eingöngu nýtt undir menningarstarf- semi af einhverju tagi. í sumar var hér listsýn- ing frá Hollandi, en stefnan er að hér verði myndlistarsýningar öll sumur. Svo er húsið auðvitað ætlað sem miðstöð fyrir menning- arstarfsemi heima- manna. Hér geta allir, sem eru að fást við leik- list, tónlist, myndlist o.s.frv., fengið aðstöðu og verið með námskeið, sýningar eða hvaðeina sem upp á kemur.“ Þóra: „Það verður mikið um að vera hjá okkur næstu vikurnar. Við byrjum á laugar- daginn með rithöfimda- kynningu þar sem 6 höfundar kynna verk sín. í framhaldi af því Skaftfell, menningarmiðstöð Seyðfirðinga. Frarnkværndanefnd1n,f.v. , Gréta Garðarsdóttir, og Þóra verður hér opið hús alla laug- ardaga á að- ventunni og boðið upp á listviðburði af ýmsu tagi. Rithöfunda- kynnlngin er samstarf menningar- nefndanna á Seyðisfirði og Vopna- firði og verða höf- undarnir á Vopnafirði á sunnu- dag, en þar er komin hefð á slíkar kynningar og hafa þær verið mjög AðalheiðurBorgþórsdóttir vel sóttar. Skáldin, sem heimsækja okkur eru Elín Pálmadóttir, Einar Kárason, Þórarinn Eldjárn, ungskáldin Andri Snær Magnason og Gerður Kristný og svo Vigdís Grímsdótt- ir. Hún á ættir sínar að rekja til Seyðis- fjarðar og það vill svo skemmtilega til að afi hennar og amma bjuggu eitt sinn hér í Skaftfel íi. “ Gréta: „Síðan verður opið hér þrjá næstu laugardaga. Þá verða uppi alls konar sýningar og tónlistarviðburðir, allt úr smiðju heimamanna. Níu listamenn, allir búsettir hér á Seyðisfirði, sýna verk sín sem eru Ijölbreytt að gerð, s.s. mál- verk, glerlistaverk og myndverk unnin úr tré, járni og bjórdósum. Alla dagana verða hér tónlistaratriði og á laugardag- inn verður það djasstríó Öllu frá Múla sem leikur, á milli þess sem rithöfund- arnir kynna verk sín. Það kemur í ljós að Alla frá Múla og Aðalheiður Borgþórs- dóttir eru ein og sama persónan. Félag- ar hennar í djasstríóinu eru Einar Bragi Bragason og Daníel Arason, sem sagt einvala lið tónlistarkennara." Aðalheiður: „Hér á Seyðisfirði er rík tónlistarhefð og ótrúlega mikið af góðu tónlistarfólki. Hér mun koma fram blandaður kór barnakór og lúðrasveit, auk ljölda annarra flytjenda, m.a. nem- endur Tónlistarskólans sem hafa undan- farið verið að æfa ýmis tónlistaratriði af þessu tilefni. “ Þóra: „Aðgangur í Skaftfell verður ókeypis, nema á bókmenntakynninguna, og gestir geta keypt sér léttar veitingar. Ilér á Seyðsifirði eru margar skemmti- legar verslanir og gaman að rölta á milli búða. Ég vil hvetja fólk í nágranna- byggðalögum til að heimsækja okkur á aðventunni og njóta með okkur þess sem við höfum upp á að bjóða." -arn

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.