Dagur - Tíminn - 30.11.1996, Qupperneq 8

Dagur - Tíminn - 30.11.1996, Qupperneq 8
20 - Laugardagur 30. nóvember 1996 jDagitr-CÍItmhut SEYÐISF J ÖRÐUR ir iiitnit „Aldrei fór ég suður, alltaf skorti mig þor./ Hvert einasta sumar var því frestað, svo kom haust og svo vetur og vor.“ (Bubbi Morthens) Aldrei fór ég Byggðapólitískar vangaveltur frá Seyðisfirði L:tw Jónas A. Þ. Jónsson hdl. Seyðfírðingar búa við ákveðna tilvistarkreppu að er skoðun undirritaðs að Seyðfirðingar búi við ákveðna tiivistarkreppu. Margir íbúar eru þeirrar skoðunar, að hér sé allt á niður- leið. í því sambandi benda menn á að íbúum hafi hér stór- lega fækkað á síðustu árum, at- vinnulíf sé einhæft, þjónusta ekki nægilega góð o.s.frv. Þegar saga Seyðisíjarðar er skoðuð, sést að núverandi staða er gamalkunn. Byggðarlagið hefur oftar en einu sinni tekið sveiflum vegna tímabundinna erfiðleika í atvinnulífinu. Skemmst er að minnast sfldar- brestsins í lok 7. áratugarins. Jafnan hefur þó byggðarlagið rétt úr sér og tímabundin fólks- fækkun skilað sér til baka. Það er álit undirritaðs að svo verði einnig nú. Til þess að svo megi verða þarf hins vegar að halda vel á hlutunum. Lífsnauðsynlegt er fyrir þetta bæjarfélag — ein- staklinga, fyrirtæki og bæjaryf- irvöld — að keppa að því marki, að auka fjölbreytni í at- vinnulífinu. Augljóst er að keppa þarf að því marki að í bænum verði til stærri hlutdeild í fiskikvóta landsmanna. Kaupa þarf hing- að skip og gera út. Það tel ég ekki vera hlutverk bæjaryfir- valda, þó svo vel mætti hugsa sér að bæjarfélagið hefði hönd í bagga með slflcum kaupum. Stuðla þarf að því að koma upp hér fullvinnsluverksmiðju á einhverjum sjávarafurðum, en slíkt fyrirtæki ætti að geta veitt mörgum vinnu. Þá þarf einnig að huga vel að því hvemig efla megi þjónustu við ferðamenn hér á Seyðis- firði. Það er samdóma álit þeirra, sem gerst til þekkja, að flest ný störf, sem munu verða til á íslandi á næstu áratugum, muni eiga rót sína að rekja til ferðamanna- þjónustu. Þessu er ég algjörlega sammála og tel h'fsspursmál fyrir Seyðfirðinga að nýta sér þá sérstöðu, sem við höfum hér á Seyðisfirði. Nefni ég í því skyni þá staðreynd að til Seyð- isfjarðar koma næst flestir ferðamenn til íslands á eftir Keflavíkurflugvelli. Þá má nefna Egilsstaðaflugvöll, en ná- lægð við hann gæti fært okkur marga ferðamenn þegar til framtíðar er litið. Þá langar mig sérstaklega til að benda á þá einstöku aðstöðu okkar hér á Seyðisfirði, sem felst í þeirri staðreynd að við búum í einu fallegasta bæjarfélagi á íslandi. Bæjarfélagi þar sem mikið er af gömlum og fallegum húsum. Ég verð mjög var við í starfi mínu, að menn þekkja þessa sérstöðu Seyðisfjarðar og dást að bæjar- myndinni og því menningarlífi sem tekist hefur að halda í svo litlu bæjarfélagi sem við búum í. Brýnt er að hlúð verði að þeim gömlu húsum sem liggja undir skemmdum. Það gera engir nema Seyðfirðingar sjálf- ir. Einn möguleikinn er sá að fyrirtæki og einstaklingar kaupi og geri upp gömul hús, sem t.d. mætti leigja til ferðamanna á sumrin. Loks þarf að leita leiða til að efia iðnað hér á Seyðisfirði svo atvinnulífið verði Qölbreyttara og betur í stakk búið til að mæta tímabundnum ófyrirsjá- anlegum sveiflum í sjávarút- vegi. Fólk búsett úti á landi á að hætta að agnúast út í einhverja svokallaða byggðastefnu, sem er ekki til og stjórnvöld hafa ekki nokkurn áhuga á, og yfir því að hér sé ekki nógu gott að vera. Nær er að nýta kraftana í að byggja upp byggðarlagið og fara að trúa því að það sé unnt. í þessu sambandi er hollt að minnast þess, að það er bábilja að trúa því að grasið sé ávallt grænna hinum megin. Byggðamál og byggðaþróun hafa verið mál málanna á Austurlandi eins og víðar. Skoðanir manna eru afar skipt- ar varðandi möguleika búsetu á landsbyggðinni og er Seyðisfjörður þar engin undantekning. Fólki hefur heldur verið að fœkka á Seyðisfirði undanfarin ár og sýnist sitt hverjum um ástœður. Einhœfni í atvinnulífi, ónóg þjón- usta, frumkvœðisleysi í atvinnusköpun, og margtfleira heyrist nefnt. Menn nefna ýmislegt til ráða, s.s. aukna menntun í héraði, bœtta þjónustu hjá því opinbera og einkaaðilum og fleiri stoðir í atvinnulíjlnu. Þegar Dagur- Tíminnfór á stúfana í bœnum og velti upp spurningunni um það hvort straumurinn lœgi í rauninni suður kom ým- islegt í Ijós. Hér á síðunum má sjá samantekt Karólínu Þorsteinsdóttur fréttaritara blaðsins á staðnum á hug- leiðingum nokkurra Seyðfirðinga sem hún fékk til að velta þessum hlutum fyrir sér. Hannes Sigmarsson, yfírlæknir Aukin samvinna er nauðsynleg Austurland er stórt landsvæði þar sem náttúran er stórbrotin og fjölbreytni náttúr- unnar blasir við, hvert sem farið er. Gjöful fiski- mið finnast undan strönd fjórðungsins. At- vinnuvegir byggja á traustum grunni víðast hvar. Á Seyðisfirði hefur starfandi sjúkrahús síðan 1901. Heilsugæslan er samrekin með sjúkrahúsinu. Ný sjúkrahús- bygging var tekin í notkun árið 1992. Þar eru 25 rúm. Sjúkrahúsið rekur starfsemi sem skipta má í þrennt. Þar er rekin hjúkrunardeild, bráða- deild þar sem leyst eru vanda- mál sem falla undir lyflækning- ar og bráðar uppákomur, svo verið sem slys. Einnig er rek- in göngudeild við sjúkrahúsið, en þar eru röntgenstofa, rannsókn- arstofa og slysamóttaka. Það landsvæði, sem sjúkrahúsið þjónar í reynd, er stórt. Lang- legusjúklingar koma frá Seyðisfirði, ofan af Ilér- aði, Fáskrúðsfirði, Breiðdal og sveitunum þar í kring. Göngu- deildin og bráðadeildin þjóna mest Seyðisfirði og svæðinu í kring. Starfsemi sjúkrahiíssins hef- ur verið að aukast síðustu árin. Tækjakostur er góður. Aukin samvinna milli sjúkra- húsa á Austurlandi er nauðsjm- leg til frekari þróunar.

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.