Dagur - Tíminn - 30.11.1996, Page 15

Dagur - Tíminn - 30.11.1996, Page 15
;Ðagur-3Imtnm Laugardagur 30. nóvember 1996 - 27 Anna F. Gunnarsdóttir skrifar um tísku S Isíðasta pistli skrifaði ég um skartgripi og líkamsbygg- ingu. í framhaldi af þeim vangaveltum fer hér á eftir út- dráttur úr spjalli sem ég átti við Jón Sigurjónsson í Skartgripa- verslun Jóns og Óskars á Laugavegi 61 en hann hefur verslað með skartgripi í aldar- Qórðung. Eins og í flestu öðru sem snýr að útliti fólks eru skart- gripir háðir tískustraumum ekki síður en föt og bflar og stundum fer saman ákveðin h'na í skartgripum og til dæmis lögun bfla og snið á fatnaði. Jón segir ekta gullskartgripi vera að vinna mikið á núna. Fjórtán karata gull væri algengast og vinsælast, þótt átján karata gull væri Kka notað, en það væru þá glæsilegri og dýrari hlutir. Hann segir skartgripi vera að stækka og litir steina séu Qölbreyttari en áður. Rúbín, emerald og saf- ír hafi verið vinsælastir og al- gengastir í gegnum aldirnar, hinsvegar séu þeir nú að koma aftur af miklum þunga eftir að hafa verið nokkuð til hlés und- anfarið. Jón segir það algengt nú að Demanturmn er draumur konunnar fólk kaupi skartgripi eftir er- lendum verðlistum. Hættan við þessháttar viðskipti sé sú að þeir skartgripir séu yfirleitt níu karöt og fagmenn vilji ekki kalla það gull. Þeir gripir séu orðnir mjög blandaðir silfri og kopar. Hlutfallið sé 375 hlutar gulls af þúsundi. Þegar hlutfall gulls sé orðið svo Iágt fari að falla á það. Sérstaklega sé það óheppilegt vegna hitaveitu- vatnsins hér á landi og hlutur- inn haldi sér ekki eins vel. Tískan í dag Jón segir tískuna í skartgripum vera að breytast núna. Skart- gripir séu að verða hreinir í formi og einfaldir. Algengara sé að allir fletir séu sléttir og kúp- ir, hlutfall gulls meira, skartið efnismeira og veglegra en út- flúraða rómantíska línan sé á undanhaldi. „Ef litið er t.d. á bfla sem eru tíu ára, þá eru þeir allir kantaðir, en bflar í dag eru allir kúptir og rúnaðir. Línurnar í bflunum fylgjast að Iínunum í skartgripum núna. Kúptar og mjúkar línur eru tískan í dag.“ Jón segir konur á íslandi vera frekar sjálfstæðar í vah á skartgripum, en stundum teng- ist þetta vinkonum, og þá víki sjálfstæðistilhneigingin oft fyrir því hverju vinkonan eða ná- granninn skarti. Varðandi perlur segir Jón það sorglegt hversu fáar konur eigi ekta perlur og hversu lítill munur sé gerður á óekta og ekta perlum sem kallaðar eru „Kúltúrperlur" og ræktaðar eru í sjó. Astæðan fyrir þessu sé auðvitað sú að ekta perlur séu miklu dýrari. Gullsmiðir finni oft fyrir því að fólk haldi að það sé að kaupa ekta perlur en sé með ódýrar perlur í höndunum. Hann nefnir sem dæmi að ekta perlufesti í þokkalegri stærð kosti ekki undir 40.000 til 60.000 krónum. Allt sem er í lægri verðflokki sé mjög senni- lega gerviperlur, húðaðar og búnar til af mannahöndum. Samræmi milli fatn- aðar og skartgripa Jón segir mikilvægt að kynna sér hlutina vel og nauðsynlegt sé að máta og prófa skartgrip áður en gengið er frá kaupum. Þess vegna sé oft á tíðum óheppilegt að kaupa skart eftir verðlistum. Fólk af öllu tagi verslar við fólk. Alltaf er að verða meira um að ferðamenn kaupi skart- gripi hér á landi og tælenskar konur hafa mikla ánægju af skartgripum. Jón segir þær smekklegar í vali sínu og leggi mikið uppúr því að vera með ekta skartgripi. Þær vilji vera fínar og snyrtilegar. Trúlega sé þetta eitthvað í uppeldi þeirra. Jón segir nauðsynlegt að hafa samræmi í fatnaði og skartgrip- um. Konur klæðist ekki dýrum pels og setji svo á sig 2000 króna perlufesti. Klæðnaður og skart konunnar verði að hæfa stöðu hennar. Það sjáist allt of oft sorgleg dæmi um hið gagn- stæða. Landið sé alltaf að opn- ast meira og meira gagnvart umheiminum og erlendis séu gerðar mjög miklar kröfur til skartgripa. „Evrópubúar eru mjög meðvitaðir um hvað hlut- irnir kosta. Fólk er t.d. metið Demantar eru gjarnan sagðir vera tákn ástarinnar og draumur sérfiverrar konu. eftir því hvaða tegund af úri eða skartgrip það gengur með.“ Jón segir demanta alltaf hafa verið vinsæla hjá konum. Dem- anturinn sé tákn ástarinnar og draumur konunnar. Demantur- inn sé mjög hart efni og dýrt. Hann glitri og glampi ef hann er vel og rétt skorinn. Hann tali við fólk, ef svo megi að orði komast, og missi aldrei glamp- ann þótt óhreinindi setjist á hann. Demantar geti þó verið mjög mismunandi að gerð. Það sé spurning um hreinleika, skurð og litastig. Verð demants fari einnig eftir þessum þáttum. Það sé því ekkert eitt verð á ákveðinni stærð demants. Þess vegna sé það mikið atriði að kaupa demanta í skartgripi hjá fagmönnum sem viðskiptavin- urinn treystir, vegna þess að verðið er svo breytilegt. „Hver demantur er í eðli sínu einstak- ur. Hann er ekki búinn til. Hann kemur úr jörðinni og er síðan slípaður. Þannig eru konur eins og demantar. Það er enginn þeirra eins.“ Sigurborg Kr. Hannesdóttir skrifar frá Egilsstöðum Agi - núna. Ef þú sérð sjálfa(n) þig fyrir þér eftir tíu ár eða svo, hvernig viltu að sú mynd líti út? ímyndaðu þér að þú eigir um tvær myndir að velja. Á annarri þeirra sætirðu af- velta í stofusófanum eftir sjónvarpsgláp, búin(n) að slátra fullum poka af kart- öfluflögum og einum h'tra af gosi, þung(ur) og feit(ur). Á hinni værir þú úti að skokka, í frábærri líkamlegri þjálfun, litir glæsilega út og værir ánægð(ur) með sjálfa(n) þig. Hvora myndina myndirðu velja? Og hvað ertu tilbúin(n) til að leggja mikið á þig núna, ef þú velur heilbrigði og heilsu? Oft erum við alveg harð- ákveðin í að taka upp heil- brigðari lifnaðarhætti. seinna. Þegar við neyðumst til þess. En eftir því sem við verðum eldri, þeim mun stærra átak verður það að drífa sig af stað í útivist, hreyfingu og hollt mataræði. Þess vegna er best að byrja strax. En ef þetta væri svona einfalt, værum við þá ekki öll löngu búin að taka upp heil- brigðari lifnaðarhætti? Væru þá ekki 80% af reykinga- mönnum hættir? Nei, þetta er meira en að segja það. Gryfjur hóglífis eru svo víða og oft óhugnanlega stór- ar og djúpar. Góður ásetning- ur fer oft fyrir lítið ef það er of kalt í veðri, eða eitthvað gott í sjónvarpinu. Við gleym- um hvert við erum að stefna og hættum að standa með okkur sjálfum. Við veljum léttari leiðina - sem þegar upp er staðið mun reynast okkur mun þyngri. Lítum aðeins á nokkra einfalda punkta sem geta hjálpað okkur til að halda þeim aga sem er nauðsynleg- ur: • Ekki setja markið of hátt - þá verður fallið lflca svo hátt ef eitthvað gengur ekki upp. Það er oft best að hugsa bara um einn dag í einu. • Regla og aftur regla. Farðu sem mest á sama tíma að sofa, á fætur og síðast en ekki síst, að hreyfa þig. • Ef þú breytir útaf, hvort heldur sem þú slakar á mataræðinu eða ferð ekki út að hreyfa þig, fyrirgefðu þér þá, í stað þess að rífa þig nið- ur. En minntu þig síðan á myndirnar tvær sem ég talaði um í upphafi. Þegar þú ert farin(n) að breyta svo oft útaf að heilbrigðu lifnaðarhætt- irnir heyra orðið til undan- tekninga, þá geturðu heldur ekki reiknað með að vera í góðu formi - innan skamms. • Hafðu félagsskap í „nýja lífinu", það er fátt sem veitir eins gott aðhald. • Og síðast en ekki síst, hættu að blekkja þig. Með lífsháttum þínum í dag ertu að velja fyrir fram- tíðina. Þú ert að ákveða í hvernig formi þú ætlar að verða eftir tíu, tuttugu eða þrjátíu ár. Hér gildir að velja rétt. Að velja fyrir lífið. Geðklofi og reykingar Samkvæmt bandarískum rann- sóknum hafa reykingar minnk- að á síðustu árum og aðeins um fjórðungur þarlendra er háður rettunni. Hjá geðklofasjúkling- um er hlutfallið þó mun hærra því nálægt 90% þeirra eru reyk- ingamenn. Skýringin? Hugsan- lega er hér um ómeðvitaða til- raun til sjálfslækninga að ræða. í rannsóknum sem fram- kvæmdar voru við læknadeild Dukeháskólans í Bandaríkjun- um kom í ljós að nikótín virðist slá á sum einkenni geðklofa. Þannig hafði nikótínneysla þau áhrif að skamm- tíma- minni sjúk- linga batn- aði til muna og einbeitingin varð betri. Þrátt fyrir þetta mæla lækn- ar ekki með því að geðklofa- sjúklingar reyki þar sem reyk- ingar hafi óumdeilanlega slæm áhrif á heilsu manna. Engu að síður styðja þessar uppgötvanir þá kenningu að með reykingum séu geðklofasjúklingar ómeðvit- að að reyna að bæta andlega heilsu sína. Byggt á Psychology Today

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.