Dagur - Tíminn - 21.12.1996, Qupperneq 6
Lj ósameistari jólanna
egar líður fram á miðaft-
an aðfangadags kemst
orkunotkun landsmanna í
sögulegt hámark. Þá loga ljósa-
skreytingar á hverju torgi og í
hverjum húsglugga og á þessari
sömu stundu taka allar vaskar
húsmæður landsins sig til og
stinga steikinni í ofninn og fara
að malla sósima. Þvílíkt verður
álagið á raforkukerfi lands-
manna að ljósin fara að blikka,
sem oft getur boðað annað,
meira og verra. Pabbi minn er
starfsmaður rafveitunnar á Sel-
fossi. Flesta daga ársins er
hann í viðbragðsstöðu við að
koma ljósunum í lag þegar þau
bresta. Frelsarinn var í heiminn
borinn á aðfangadagskvöld og
einmitt á því kvöldi verður hlut-
verk rafveitustarfsmanna, hvar
sem þeir eru á landinu, ekki
ósvipað því sem til friðar frels-
arans heyri. Hann fór um og
tók heldur betur til óspillra
málanna. Hann snerti blinda
svo þeir fengu sýn, haltir gengu
og daufir heyrðu eftir að frels-
arinn hafði lagt gjörva hönd á
plóg. Rafmagnsleysi er einsog
vottur af heimsendi og þess
vegna er samlíkingin ekki fjarri
lagi.
í aftansöng
Sú var tíðin að við systkinin
þrjú færum með mömmu í
messu. Þar söng sr. Sigurður
Sigurðarson, sem nú er orðinn
vígslubiskup í Skálholti, inn jól-
in og uppi á sönglofti var
kirkjukórinn. Liðsfólk hans tók
Homar
félagsheimili Þórs:
Bein
útsending
Newcastle-Liverpool
á Þorláksmessu
kl. 20.00
Hamar
sími 461 2080
undir fullum hálsi með sínum
undurblíðu sólskríkjuröddum.
Og allar messur hjá sr. Sigurð-
uri enduðu á því að hann
kvaddi alla kirkjugesti með
handabandi og óskaði þeim vel-
farnaðar á jólunum.
„Yður er í dag frelsari fædd-
ur,“ sagði presturinn við kirkju-
gesti, sem flestir voru svo
hólpnir að hafa náð sæti.
Frammi í anddyri Selfosskirkju
stóð slangur af fólki sem ekki
átti því láni að fagna. „Eigi var
rúm fyrir þau í Guðshúsinu,"
sagði einhver - og snéri út úr
jólaguðspjallinu með eftir-
minnilegum hætti.
Steikarlykt í símtóli
Við vorum yfirleitt komin heim
frá aftansöng sr. Sigurðar um
klukkan sjö. Oft var það að ein-
mitt þá hringdi síminn. „Það er
rafmagnslaust, það var að slá
út fyrir nokkrum mínútum,“
sagði einhver húsmóðir með
jólaróm í röddinni. Steikarlykt
af heimili hennar lagði í gegn-
um símtólið heim til okkar.
Pabbi bað um frekari staðsetn-
ingu. „Ég kem,“ sagði hann
snöggt - og svo var hann rok-
inn. Mörg aðfangadagskvöld
hafa verið eitthvað á þessa leið.
Síðan hef ég sest á símavakt-
ina. „Sævar er úti að kippa
þessu í liðinn," segi ég. Síminn
hringir í sífellu. Alltaf get ég
boðað fagnaðarerindið. Sævar
var úti í frelsarans líki að
hugga rafmagnslausar hús-
mæður sem voru með ham-
borgarhrygginn hálfsteiktan í
ofninum og kertaljós á borðinu,
því engin önnur ljós var að
hafa. Þvílíkt og annað eins.
Hamborgarhyggur og
pakkar
Þegar pabbi hefur verið kallað-
ur út á aðfangadagskvöld hefur
það verið misjafnt hvenær hann
hefur komist heim. Stundum er
útkallið kortér, en stundum
lengra. Það er með öðrum orð-
um afskaplega misjafnt hvenær
allar ljóstýrur á Selfosssvæðinu
hafa verið farnar að skína að
nýju og eldavélar farnar að
þjóna sínu hlutverki. Allt eftir
atvikum og umfangi. Stimdum
höfum við systkinin, mamma og
afi, sem verið hefur hjá okkur
síðustu jóhn, verið búin að
borða hamborgarhygginn og
taka upp megnið af pökkunum
þegar pabbi kemur heim.
Satt best að segja man ég
aldrei eftir því að rafmagns-
laust væri heima á þessu helga
kvöldi. Mamma hefur alltaf get-
að fært „inndæla steik uppá
stærðar fat“ með venjubundn-
um hætti. Það eru húsmæður
annarsstaðar á Selfossi eða í
helstu nærsveitum sem ekki
hafa átt þessu láni að fagna.
í frelsarans líki
Ég er orðinn vanur jólum með
fyrrnefndum hætti og kippi mér
því ekki upp við neitt. Almennt
er skoðun okkar að helst eigi
jólin ahtaf að vera eins frá ári
til árs - og því finnst mér hrein-
lega tilhlýðilegt að pabbi sé að
heiman einhvern hluta að-
fangadagskvölds.
Eg ætla að vera heima á Sel-
fossi um jólin og upplifa þar
þessa sérstöku jólastemmningu,
sem ég þekki svo vel. Mér finnst
það ánægjuleg tilhugsun að
eiga pabba sem bregður sér í
frelsarans líki á aðfangadags-
kvöld; samanber að blindir
fengu sýn með liðveislu Jesús
Krists og rafmagnslausir fá ljós
þegar pabbi minn fer á stjá. Að
ylja mér við þá tilhugsun veitir
mór svo sannarlega gleðileg jól.
Sigurður Bogi Sœvarsson.
Blaðberar
óskast
Röskir blaöberar óskast á Stór-Reykjavíkursvæð-
inu sem allra fyrst.
Upplýsingar í síma 800 70 80. Ingibjörg eða Júlía.
Opnunartími
Flugfrakt
Hjalteyrargötu 10
Akureyri (Tollvörugeymslan)
Sími 461 2204
Laugardagur.........21..desember kl. 9-17.
Sunnudagur..........22. desember kl. 12-16.
Þorláksmessa........23. desember kl. 8-20.
Aðfangadagur .......24. desember kl. 8-12.
TVG-Zímsen hf. og
Flugleiðir-Flugfrakt,
Flugfélag Norðurlands.