Dagur - Tíminn - 21.12.1996, Qupperneq 12
24 - Laugardagur 21. desember 1996
®agur-®mThm
BÓKABÚÐ JONASA.R
Áritanir í dag, laugardag
Kl. 15-16 áritar
Ómar Ragnarsson
bók sína Mcmnlífsstiklur
Kl. 16-18 árita
Pétur og Inga í Laufási
bók sína Lífskraftur
Munið: Afsláttur af öllum bókum
í Bókabúð Jónasar
B0KABUÐ e-JV ,j
JONASAR Jlll \\lt=i
Hafnarstræti 108 • Akureyri • Sími 462 2685
Frádrátturvegna
hlutabréfakaupa
afnuminn t áföngum
Með lögum sem samþykkt voru á Alþingi
11. desember sl. var ákveðið að afnema í áföngum
frádrátt vegna fjárfestingar manna í atvinnurekstri.
Til að fá fullan frádrátt þurfa einstaklingar að fjárfesta
fyrir 129.900 kr. og hjón fyrir 259.800 kr.
Frádrátturinn verður sem hér segir:
80% affjárfestingu ársins 1996, að hámarki 103.920 kr. á mann
60%af fjárfestingu ársins 1997, að hámarki 77.940 kr. á mann
40% affjárfestingu ársins 1998, að hámarki 51.960 kr. á mann
20% af fjárfestingu ársins 1999, að hámarki 25.980 kr. á mann
Frádráttur hjóna er tvöfaldurfrádráttur einstaklings
Þeir sem fjárfesta umfram framangreint hámark á árinu 1996 og
þeir sem eiga ónýttan frádrátt frá fyrri árum geta nýtt þann frádrátt
á næstu þremur árum. Ónýttar frádráttarheimildir skerðast eftir
þeim reglum sem gilda á því ári sem þær koma til frádráttar.
Ekki er heimilt að millifæra og nýta sem frádrátt það sem
fjárfest er umfram hámark á árunum 1997 og 1998.
RSK
RÍKISSKATTSTJ ÓRI
„svanga mimksins“
Vænt
Iræiit
með
Steinunni
Jæja, jólin eru bara
komin! Ekki á morg-
un, ekki hinn, held-
ur hinn. Þeir sem borða
alls ekkert kjöt eða fisk
þurfa líka eitthvað til há-
tíðabrigða. Fyrir hina er
þetta afskaplega gott
sem lóttur hádegisverður
eða jafnvel kvöldverður.
Ég er að tala um
flókna og seinlega upp-
skrift af hátíðlegum og
fallega röndóttum grænmetis-
hleif sem ég ætla að gefa ykkur í
dag. Yfirleitt nenni ég ekki að
elda mjög seinlega rétti en nú
eru jólin og hvað lætur maður
ekki hafa sig útí. Rótturinn heitir
Grænmetishleifur „svanga
munksins" og er nafnið dregið af
heiti lítils sælkeraveitingastaðar
á Suður-Englandi.
Hátíðargrœnmetishleifur
m/karrí-sveppasósu
Fyrir 6-8
500 g gulrætur
2'á dl nýrnabaunir
(mœldar ósoðnar, annars 5 dl
ef búið að sjóða)
500 g spínat
500 g blómkál
8 stk. egg
1 peli rjómi
salt og svartur pipar
Sósa:
300 g sveppir
smjörvi til steikingar
1 dós 18% sýrður rjómi
smá vatn
1 -2 tsk. karrí (Mild Madras
Curry frá Rajah)
salt og pipar
Sjóðið blómkálið og látið í mat-
vinnsluvél ásamt tveimur eggj-
um, 'A af rjómanum og smá salti
og pipar. Maukið vel og skiptið í
tvö vel smurð löng form.
Leggið baunir í bleyti (eða
notið baunir úr dós) í sólarhring.
Skolið og sjóðið í saltvatni í 1
klst. Kælið aðeins, látið í mat-
vinnsluvél ásamt tveimur eggj-
um, % af rjómanum og smá salti
og pipar. Maukið vel og hellið
varlega í formin ofan á blóm-
kálsmaukið.
Sjóðið gulræturnar vel meyrar
og látið í matvinnsluvél ásamt
tveimur eggjum, '/ af rjómanum
og smá salti og pipar. Maukið vel
og hellið ofan á baunamaukið.
Snöggsjóðið spínatið og látið í
matvinnsluvél ásamt tveimur
eggjum, 'A af rjómanum og smá
salti og pipar. Maukið vel og hellið
í formin ofan á gulrótarmaukið.
Látið nú formin í ofnskúffu
hálffulla af heitu vatni og bakið í
heitum ofni í ca. 45 mínútur (hit-
ið ofninn upp í 180°C áður) eða
þar til maukið er orðið þétt und-
ir fingri. Látið standa á borði í
smástund áður en hvolft er úr
formunum.
Sósan: Fínsneiðið sveppina og
léttsteikið í smjörva á pönnu.
Stráið svörtum pipar og karríi
yfir. Hrærið síðan sýrða rjóman-
um vel útí ásamt svolitlu vatni og
slökkvið á hitanum. Gott getur
verið að setja örlítinn sítrónu-
safa út í sósuna.
Hvolfið grænmetishleifunum
úr formunum og berið fram með
sósunni, hrísgrjónum og grófu
brauði.
Verði ykkur að góðu og gleði-
legjól.
Fiskur a joladag
eða annan í jólum
Hátíðamatur þarf ekki
endilega að vera kjöt.
Fiskur er alveg frábær
sem veislumátur og er þar að
auki léttari í maga. Þessi réttur
er fljótlagaður, tiltölulega ódýr
og mjög bragðgóður. Uppskrift-
in hentar 6-8 manns en auðvelt
er að stækka hana eða minnka.
Meðlœti:
3 bollar hrísgrjón. Meira ef
fólkið er gefið fyrir hrísgrjón,
afganginn má nota í hrís-
grjónagraut daginn eftir.
Byrjið á því að setja hrís-
grjónin í pott ásamt 5 bollum af
vatni og kveikja undir og á
meðan þau sjóða er fiskréttur-
inn búinn til.
Fiskrétturinn:
6-800 g fiskur, t.d. ýsuflak, roð-
flett og skorið í litla bita
‘/ dós niðursoðnir sveppir
100 g rœkjur
6-8 nýir sveppir, skornir í bita
1 súputeningur eða
1-2 tsk. kraftur
2 vœnir laukar, skornir í
fremur smáa bita
1 paprika skorin í bita
Z l rjómi
aromat, salt, pipar
1-2 msk. karrý
2 msk. majones
2 msk. ólífuolía til steikingar
Setjið olíuna á pönnuna og
hrærið karrýinu saman við.
Léttsteikið laukinn, fersku
sveppina og paprikuna. Setjið
innihald sveppadósarinnar á
pönnuna, ásamt kryddinu og
rjómanum. Látið sjóða í um 5-8
mínútur. Setjið rækjurnar og
fiskinn í sósuna, hrærið aðeins í
sósunni til að íiskurinn blandist
vel í sósuna og látið lok á pönn-
una. Slökkvið undir pönnunni
og látið bíða í um 5-7 mínútur.
Berið á borð með hrísgrjónum,
grænmetissalati og heitum
smábrauðum.