Dagur - Tíminn - 21.12.1996, Síða 19
Jlagur-®mTmrt
Laugardagur 21. desember 1996 - 31
STUIMUþungi
Ibyrjun þessa áratugar þeg-
ar Speed og Thrashrokk
átti miklu fylgi að fagna
víða um heim, var ein slík sveit
nokkuð áberandi hér á landi,
Bootlegs. Sú sveit gaf út tvær
plötur, WC Monster og Bootlegs.
Kristján Ásvaldsson var tromm-
ari á þeim báðum, en á seinni
plötunni var söngvari að nafni
Jón Símonarson með sveitinni.
Eftir að Bootlegs hætti varð Jón
söngvari með Dos Pilas, en
Kristján lét að því er best er vit-
að lítið fyrir sér fara.
Stjúni og Nonni, eins og þeir
kalla sig, eru hins vegar núna
aftur komnir saman fram á
sjónarsviðið í nýrri hljómsveit,
Stunu, og hafa ásamt tveimur
öðrum félögum sínum, Ziggy
bassaleikara og Alla hljóm-
borðsleikara, sent frá sér
plötuna, M M M. Kemur svo
sem ekki á óvart að mikill
þungi og kraftur er í tónlistinni
hjá þeim félögunum í anda
Bootlegs, en „dansstælar", sem
eru í bland koma hins vegar
nokkuð á óvart. Er þetta eins
og að t.d. frægum sveitum á
borð við Ministry, Prodigy, Mo-
by o.fl. væri blandað saman.
Reyndar ekki svo galið með
pönkinu sem í ofanálag er bætt
við, (lagið Achtung er gott dæmi
um það og raunar eitt það
besta á plötunni) og er platan
að auki vel unnin. Lögin eru þó
misjöfn að gæðum, sem dregur
úr gildi plötunnar. Samt telst
hún fínt innlegg í útgáfuflóruna
fyrir sérstöðu sína.
Umsjónarmaður
Magnús Geir Guomundsson
Hallgrímur
Óskarsson
hefur sent frá
sér um margt
sérstaka plötu
og nýstárlega.
Ljóð og Ijúft popp
Eins og sagt var frá hér á síð-
unni fyrir stuttu hefur Hall-
grímur Óskarsson verkfræðing-
ur hjá Flugleiðum tekið sig til
og gefið út eitt stykki
geislaplötu. Hugurinn heima
nefnist hún og gefur Hallgrúnur
hana út sjálfur.
Hallgrímur er Akureyringur
um þrítugt og hefur um all-
nokkurt skeið fengist við að
semja lög og texta. Hann hefur
hins vegar ekki komið fyrir
augu landsmanna fyrr á tónlist-
arsviðinu. Er þessi plata vægt
til orða tekið nokkuð sérstök og
að mörgu leyti merkileg. í lang-
flestum tilvikum er það tónlistin
sem skiptir mestu máli, text-
arnir svo. Hjá Hallgrími eru það
hins vegar textarnir, eða öllu
heldur ljóðin sem skipta mestu.
Tónlistin er hjá honum í öðru
sæti. Uppistaða plötunnar eru
nefnilega 10 lesin ljóð, af leik-
urunum Jóhanni Sigurðarsyni
og Hinrik Ólafssyni, og Hall-
grími sjálfum sem les eitt
þeirra. Eitt laganna á plötunni,
sem eru sex, syngur hann svo
líka og leikur, Norðanmenn, og
er það jafnframt skemmtileg-
asta lag plötunnar, í þjóðlagastíl
með glettilegum „rembings-
texta“. Páll Óskar Hjálmtýsson
og Stefán Hilmarsson syngja
svo hin lögin, en við flutning
þeirra koma einnig við sögu
systkini Hallgríms, Gunnar,
Asta og Fanney auk listamanna
á borð við Evu Ásrúnu, Gunn-
laug Briem, Guðrúnu Gunnars-
dóttur og Jón Kjell. Hafði Jón
líka umsjón með útsetningum á
lögunum og undirleik við ljóðin.
Er þetta ljúf og þokkaleg
popptónlist hjá Hallgrími enO
það eru fyrst og síðast ljóðin
sem standa upp úr. Þau eru
mörg hver mjög vel ort, af ýmsu
tagi með öllum tegundum ríms,
mið-, enda- og hálfrími. í Tröll-
reið yrkir Hallgrxmur meira að
segja á Dróttkvæðanótum, sem
án efa er ekki á færi margra og
gerir það listavel. Það er
ánægjulegt að fá svo nýstárlega
útgáfu og verður vonandi fram-
hald á.
Rúnari Pór
við að gefa út plötur.
Ilans nýjasta, sem einfald-
lega kallast Rúnar Þór, er víst
sú tíunda frá honum og geymir
eins og jafnan áður hans frum-
smíðar, að langmestu leyti við
texta Heimis Más bróður hans.
Rúnar er djúpur og dimmradda
sem aldrei fyrr á nýju plötunni,
en jafnframt í ágætu formi og
laðar fram enn einu siimi ágæt-
islög. Dæmi um það eru Huldu-
kona, Farin skip og Rökkur-
blaut, svo þrjú séu nefnd. Ann-
ars þarf ekki svo mjög að út-
lista Rúnar Þór og tónlist hans
svo mikið. Menn vita hvar þeir
hafa hann, hvort sem hann er á
rólegum píanónótum eða í ríf-
andi rokkstellingum.
Fáir íslenskir tónlistarmenn
eru iðnari eða eljusamari en
Rúnar Þór Pétursson. Ekki að-
eins er hann á þönum lands-
horna á milli mestallan ársins
hring, heldur er hann líka og
hefur verið manna duglegastur
Rúnar Þór er góður á nýju plötunni
sinni.
Bell-
man á
íslandi
Fjórtán ár eru liðin frá því
fræðimenmrnir Árni
Björnsson og Gunnar
Guttormsson höfðu upphaflega
í huga að gefa út plötu með
ljóðum og lögum kenndum við
sænska skáldið Carl Michael
Bellman (1740-1793).
Af ýmsum ástæðum varð þó
ekkert af útgáfunni þá, en nú
fyrir skömmu létu þeir draum-
inn loks rætast. Um er að ræða
vandaða geislaplötu frá þeim
sem geymir 17 lög auk þess
sem ítarleg úttekt á Bellman og
ljóðum hans, tengsl við ísland
og ástfóstur það sem lands-
menn hér sem víða annars
staðar hafa tekið við hann
o.s.frv., fylgir í bæklingi. Er um-
búnaður plötunnar reyndar ný-
stárlegur, í líkingu við bækur
fyrr á öldinni með þykkum
pappaörkum.
Þeir Árni og Gunnar láta sér
svo ekki nægja að sjá um útgáf-
una, heldur syngja þeir líka á
plötunni m.a. ásamt kvartettin-
um Út í vorið. Um undirleik sjá
svo margir góðir hljóðfæraleik-
arar, t.d. Gerður Gunnarsdóttir
á fiðlu, Claudko Puntin, sem
leikur á klarinett m.a. auk þess
að útsetja flest lögin, Martin
Wind á kontrabassa og Rolf
Marx á gítar.
Þarna er til að mynda að
finna margar drykkjuvísur sem
flestir kannast við og svo auð-
vitað lagið sem öll íslensk börn
læra enn þann dag í dag, um
Gamla Nóa. Svo merkilegt sem
það nú er hafa íslendingar
þekkt söngva Bellmans allt frá
því hann var enn á lífi, en nú
um þessar mundir eru einmitt
um tvö hundruð ár frá því þýð-
ing Eiríks Brynjólfssonar birtist
fyrst sjónum landsmanna. Frá
því hafa svo ótal manns þýtt
Bellman á öllum tímum og tekið
lög hans upp á plötur. Ingibjörg
Þorbergs, Sigurður Þórarinsson
jarðfræðingur og Hjörtur Páls-
son eru meðal þeirra sem það
hafa gert á seinni árum. Ber að
fagna þessari útgáfu, því „sí-
gildara popp“ er vart hægt að
hugsa sér en söngva Bellmans.
Sú tíunda frá
Páll Rósinkranz rokkar enn á plötunni sinni, I Believe In You.
Á Guðs vegum
Pað er orðið kunnara en frá
þarf að segja, að Páll Rósin-
kranz, fyrrum söngvari efnileg-
ustu rokksveitar íslands, Jet
Black Joe, hefur að nokkru
snúið við blaðinu, hætt að lifa
hinu harða og hraða lífi popp-
stjörnunnar, en þess í stað
gengið til liðs við hið lifandi
orð, orðið þjónn drottins vors,
Jesú Krists. Það hefur þó svo
sannarlega ekki þýtt að Páll
hafi hætt að syngja, aldeilis
ekki og þá heldur ekki að rokk-
ið sé horfið af dagskrá hjá hon-
um. Það verður nefnilega ekki
annað sagt en að platan hans
Páls, sú fyrsta frá honum undir
eigin nafni og nefnist, I Belive
In You, sé á köflum vel rokk-
andi og býsna kraftmikil. Upp
úr stendur þó að hún er fyrst og
fremst trúaróður, í „GospelstíT
en þar hefur auðvitað í það
minnsta kraftinn og tilþrifin í
flutningi vantað.
Titillagið er sótt í smiðju
meistara Bob Dylans og fer Páll
ágætlega með það. 11 önnur
lög eru á plötunni, þar af tvö
eftir Pál sjálfan. Mörg hver
hinna eru negrasálmar eða
annað sama eðhs á sálarpopps-
nótum. There’s No Time (eftir
Pál) og samsuða tveggja laga
Blood, Fire, Water og I Don’t
Know What You Came To Do,
eru dæmi af rokkaðri hliðinni á
Páli á plötunni og jafnframt eru
þetta ein frísklegustu lögin á
henni. Þorvaldur Bjarni Todmo-
bilemaður með meiru sér um
vinnsluna á plötunni og ferst
það vel úr hendi. Hann spilar
líka á henni ásamt mörgum
öðrum þekktum tónlistarmönn-
um.
í heild er þetta bærileg út-
koma hjá söngvaranum unga,
sem lætur svo væntanlega
meira að sér kveða á þessum
nótum í framtíðinni.
Botnleðja - Bingó!
Ungherjarokktríóið Botnleðja
úr Hafnarfirði, hefur held-
ur betur sett svip sinn á á ís-
lenskt tónlistarlíf frá því dreng-
irnir þrír sigruðu í Músíktil-
raunum Tónabæjar í lok vetrar
1995. í verðlaun á tilraununum
unnu þeir eins og vera ber tíma
í hljóðveri og nýttu þá vel til að
taka upp sína fyrstu plötu.
Ilana gekk hins vegar ekki
þrautalaust að koma út fyrir
síðustu jól, því ýmsar miður
góðar tafir komu upp. En þegar
platan, Drullumall, loks náðist í
útgáfu fáum dögum fyrir jól,
seldist hún upp á örskots-
stundu. Upplagið var um 1000
eintök eða svo, sem nú á tímum
þykir ekki slæm sala hjá nýrri
hljómsveit, en ef tími hefði ver-
ið til, hefði áreiðanlega verið
hægt að selja margfalt meira af
plötunni, svo mikil var eftir-
spurnin.
Nú er svo önnur platan frá
Botnleðju komin út, nokkuð
góðum tíma fyrir jólin sem bet-
ur fer og nefnist hún því „pönk-
aða“ nafni, Fólk er fífl. í
skemmstu máli sagt, BINGÓ!
HJÁ BOTNLEÐJU. Platan hittir
beint í mark og er talsverð þró-
un til hins betra frá frumsmíð-
inni, sem þó hafði margt sér til
ágætis, Þeir Heiðar, gítarleikari
og söngvari, Ragnar bassaleik-
ari og Haraldur trommari, hafa
greinilega þroskast töluvert
milli ára og virðast vinnubrögð
þeirra almennt við „Fólk er fífl“
vera betri en fyrir ári. Harð-
neskjupönk (sem á enskunni
kallast víst Hardcore punk) með
nýbylgjublæ á breska vísu,
mætti segja að væri þokkaleg
lýsing á tónlist þeirra félaganna
og það með ótvíræðum gæða-
stimpli. Skemmtilegir textar og
það á íslensku krydda svo her-
legheitin hressilega. Er þetta án
efa ein skarpasta plata ársins
og sannar að Botnleðja er ekki
lengur efnileg eldur firnagóð
rokksveit á alþjóðamælikvarða.