Dagur - Tíminn - 31.12.1996, Side 3

Dagur - Tíminn - 31.12.1996, Side 3
3Dagur-£!Immm Þriðjudagur 31. desember 1996 - 3 F R E T T I R Keflavík Milljónatjón í stórbruna þegar Víkurás brann Frá brunastað í Keflavík í fyrrakvöld. Mynd:H»marBragi Trésmiðjan Víkurás í Keflavík brann til kaldra kola í fyrrinótt og standa útveggir einir eftir. Eldsupptök voru ókunn í gær- morgun en mikill eldmatur var í iðnaðarhúsinu sem er um 1400 femetrar að stærð á einni hæð að Iðavöllum. En Víkurás er stór framleiðandi á sviði innihurða og parkets o.fl. Brunavarnir Suðurnesja fengu tilkynningu um eldinn klukkan 21.55 á sl. sunnudags- kvöld. Svo virðist sem eldurinn haíi náð að breiðast mjög fljótt út því nokkru áður höfðu eig- endur Víkurás verið í húsinu án þess að verða nokkurs varir. Þegar að var komið var mikill eldur í húsinu og var því kallað á aðstoð slökkviliða frá Sand- gerði og Keflavíkurflugvelli, auk þess sem björgunarsveitar- menn í Keflavík aðstoðuðu við slökkvistarfið. „Þegar við komum var eldur- inn strax orðinn svo víðfeðmur um húsið að maður gerir sér ekki grein fyrir upptökunum kannski á einum ákveðnum stað,“ sagði Baldur Baldursson, aðalvarðstjóri hjá Brunavörn- um Suðurnesja. Hann segir að eldvarnir í iðnaðarhúsinu hafi verið mjög góðar, auk þess sem slökkviliðið hefur „ítrekað gert æfingar á þessu húsi,“ segir Baldur. Varðstaða var við brunarúst- irnar í gær en þá um morgun- inn var enn verið að slökkva í glóðum sem leyndust í brakinu. Þetta er annar stórbruninn á árinu í Keflavík, því fyrr árinu varð mikið tjón þegar kviknaði í byggingarvöruverslun í bænum. -grh Daivík íþrótta- maður ársins 1996 s þrótta- og æskulýðsráð Dal- víkur tilkynnti í gær val á íþróttamanni Dalvíkur fyrir árið 1996 og fór athöfnin fram í húsnæði Sundlaugar Dalvíkur. Tilnefndir voru 6 íþróttamenn til kjörsins. Fyrir valinu varð skíðamaðurinn Björgvin Björg- vinsson, sem m.a. varð bikar- meistari SKÍ 15-16 ára ung- Unga og í 3. sæti í flokki fullorð- inna. Björgvin er við nám í skíðamenntaskóla í Howden í Noregi. GG Ástþór Magnússon forsetaframbjóðandi og Davíð Oddsson með tertuna góðu í gær. Ljósmynd: Hilmar Þór Því miður í inegTun! Friður 2000 truflaði Davíð Oddsson forsæt- isráðherra í nokkrar mínútur í hádeginu í gær, þar sem hann sat á skrif- stofu sinni og ritaði ára- mótaávarp til þjóðarinnar, sem hann flytur í sjónvarpi í kvöld. Meðferðis höfðu Ástþór Magnússon og félagar helj- armikla tertu frá Ragnari bakara í Keflavík, til að færa forsætisráðherra, sem gat þess reyndar að hann væri í allstífri megrun þessa stundina! En tertugjöfin hefur sinn tilgang: „Við teljum að nýju upp- lýsingalögin sem taka gildi um áramótin gefi forsætis- ráðherra gullið tækifæri til að svara bréfi okkar frá 28. febrúar. Þar óskuðum við skýringa á því hvers vegna ísland lýsti yfir stuðningi við áframhaldandi notkun kjarnorkuvopna með at- kvæði sínu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna fyrir rúmu ári. Tertan á að minna Davíð á að svara,“ sagði Ástþór Magnússon í gær. Davíð tók þeim tertu- mönnum ljúflega, gaf sér tíma til að líta upp úr skrift- um sínum, og tók við tert- unni góðu. -JBP Skordýr Ný óværutegund fannst hér í ár Áttfætlumaur á kött- um fannst hér í fyrsta sinn á þessu ári, en algengt er að þeir bíti fólk í nágranna- löndunum. ✓ Attfætlumaurinn Cheyleti- ella parasitovorax fannst á tveim persneskum kött- um á sitt hvoru einkaheimilinu snemma á þessu ári, en báðir kettirnir komu frá ræktanda persneskra katta í Reykjavík. Ekki er vitað til maurar af þess- ari ættkvísl hafi áður fundist á mönnum, hundum eða köttum hér á landi, segir í grein um þetta í Læknablaðinu (1. tbl. ’97). Líklegt þykir að áttfætlu- maurinn hafi borist til landsins með innfluttum gæludýrum. Þótt spjótin beinist einkum að hundum og köttum gætu kanín- ur og jafnvel menn hafa borið maurinn hingað til lands. Líklegt þykir að óværa þessi hafi borist nýlega til landsins þar sem sjaldan líði langur tími frá því maurinn fari að ljölga sér verulega á köttum eða hundum þar til einkennin koma fram á dýrunum eða eigendum þeirra, þar sem maurarnir geta valdið kláða og útbrotum, eink- urn á höndum og í kjöltu. Hér á landi hafa bit á fólki, önnur en mýbit og stungur eftir vespur og hunangsflugur, oftast verið orsökuð af fuglaflóm og í sumum tilvikum af rottuflóm, rottumarur eða veggjalúsum, að sögn greinarhöfundar. „Cheyletiella maurar hafa nú bæst í þennan hóp en bit af völdum þeirra eru algeng á fólki í nágrannalöndunum." Fullvaxnir eru maurarnir að- eins 0,3 til 0,4 mm langir. Egg sín líma þeir við hár í feldi dýr- anna og tekur 3-5 vikur fyrir þau að þroskast í fullorðinn maur. Selfoss KÁ kaupir verslanir Hafnar-Þríhyrnings KÁ hefur keypt verslunar- rekstur Kjarvals á Sel- fossi og Hellu og er nú orðinn fjórði stærsti matvöru- sali á landinu. Kjarvalsbúðirnar voru í eigu Hafnar-Þríhyrnings og hefur rekstur þeirra gengið treglega en endurskipulagning var gerð á þeim í sumar. Mikil samkeppni hefur verið milli þessara aðila að undanförnu. KÁ tekur við rekstri verslan- anna um áramót og verður nú KÁ verslun opnuð á Hellu 3. janúar. Kjarvals verslunin, gegnt Vöruhúsi KÁ á Selfossi, verður rekin í óbreyttri mynd, áhersla lögð á lægra vöruverð og minna vöruúrval. Kjarval mun hins vegar leggja áherslu á kjötvinnslu í sínum rekstri. f dag er ein matvöruverslun á Selfossi sem ekki er í eigu KÁ, verslunin Hornið við Tryggva- götu. Með þessari viðbót eru verslanir KÁ orðnar 13 talsins. - HÞ

x

Dagur - Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.