Dagur - Tíminn - 31.12.1996, Síða 5
^Dagur-'ðlímtrat
Þriðjudagur 31. desember 1996 - 5
A N N Á L A R
Apríl
Fjöldaúrsagnir úr
þjóðkirkjunm
frá áramótum
Fyrstu þrjá mánuði þessa
árs sögðu 790 manns sig
úr þjóðkirkjunni, eða
heldur fleiri en allt árið í íyrra,
samkvæmt tölum frá Hagstof-
unni.
Langflestir þeirra, sem
gengu úr þjóðkirkjunni eftir
áramót, létu skrá sig utan trú-
félaga. Margir telja úrsagnirnar
að éinhverju marki afleiðingu
ásakana á hendur biskupi Is-
lands fyrir kynferðislega áreitni
og háværra deilna í Langholts-
kirkjusöfnuði, þar sem bæði
málin og önnur þeim tengd
hafi dregið úr virðingu fyrir
kirkjunni.
„Ég er bara afskaplega feg-
inn að sjá hvernig þetta skipt-
ist, en miðað við skiptinguna er
augljóst að þetta er ekki af mín-
um orsökum," segir séra Flóki
Kristinson, prestur í Langholts-
kirkjusókn, þegar úrsagnirnar
eru bornar undir hann. En að-
eins 26 sóknarbarna hans hafa
yfirgefið þjóðkirkjuna það sem
af er árinu.
Skömmu síðar leggja tveir
þingmenn Pjóðvaka fram frum-
varp um aðskilnað ríkis og
kirkju og það kemur fram að
nú hafa alls 162 unglingar
fermst borgarafega á vegum fé-
lagsins Siðmenntar. Séra Pálmi
Matthíasson hefur áhyggjur af
því að kristnir helgidagar séu
að týnast og allsherjargoði
Ásatrúarmanna, Jörmundur
Ingi Hansen, spáir því að söfn-
uður Ásatrúarmanna verði
orðinn fjölmennasti trúarsöfn-
uður landsins um aldamótin.
Þetta er ekki mynd af biðröð í Austur-Berlín frá því fyrir fall múrsins, held-
ur frá morgni útsöiudags hjá fyrirtæki sem sumum þætti eflaust mætti
gera meira af slíku.
Eftir hverju bíður fólkið svona þolinmótt á köld-
um aprílmorgni íReylgavík ?
Stefnt að sigri
Hún stefndi að sigri, þjóðin stóð á öndinni.
Hvaða fréttaviðburði maímánaðar tilheyrir þessi
fréttamynd Tímans?
Engimi áhugi fyrir
skrumi og persómnhði
Jón Baldvin Hannibalsson lá
fram eftir maímánuði undir
feldi og hugleiddi forseta-
framboð gegn fornvini sínum,
Ólafi Ragnari Grímssyni. Saman
gengu þeir fyrrum „á rauðu
ljósi“ um landið. Ólafur var
augsýnilega orðinn forseti,
flaggaði 67% fylgi í skoðana-
könnunum, Jón engu. Það varð
bið á svari Jóns, en það kom
22. maí:
Hjónin á Vesturgötunni hafa
ekki áhuga fyrir skrumi og per-
sónumði. Jón segir forsetaemb-
ættið „táknræna tignarstöðu",
valdalausa og ekki áhugaverða.
Jón fékk sárabót. Hann var út-
nefndur heiðursborgari í Vilní-
us sama dag.
Línurnar skýrðust í maf. í
framboði voru Ólafur Ragnar,
Pétur Hafstein, Guðrún Agnars-
dóttir, Guðrún Pétursdóttir og
um síðir Ástþór Magnússon
sem bauðst til að „dúsa á
Bessastöðum í nafni friðar“.
Nuddarinn Rafn Geirdal fékk
ekki nægar uppáskriftir.
Eftir þessu verður næsta
skref sennilega að fá Dra-
kúla markgreifa og fjöl-
skyldu til að endurskipuleggja
BIóðbankann,“ segir Ögmundur
Jónasson alþingismaður og for-
maður BSRB í Tímanum um þá
11. maí var enginn væntan-
legur frambjóðandi á því að
gefast upp. Fulltrúi Guðrúnar
Pétursdóttir segir: „Sú hugsun
læðist ekki að okkur.“ Fimm
vikum síðar hætti Guðrún við
framboð.
ákvörðun menntamálaráðherra
að skipa starfshóp um málefni
RÚV, sem aðallega var skipaður
einstaklingum sem eiga í sam-
keppni við Ríkisútvarpið eða
andvígir því að samfélagið reki
útvarp og sjónvarp.
Drakúla í Blóðbankann?
Júní
Ólafur forseti
Biskupinn
að hætta
Olafur Skúlason, bisk-
up, tilkynnti við setn-
ingu prestastefnu í
júní að hann hyggðist hætta
störfum um áramótin
1998/99 eða ári áður en
hann kemst á aldur, sem
kallað er.
Ólafur sagði ástæðuna að
hluta þær ásakanir, sem á
hann hefðu verið bornar um
kynferðislega áreitni. Hann
sagðist einnig vilja gefa eft-
irmanni sínum tfma til að
undirbúa 1000 ára afmæli
kristnitöku um aldamótin.
Tími til kominn
s
lafur Ragnar Grímsson,
fyrrverandi þingmaður
og formaður Alþýðu-
bandalags, var kjörinn 5.for-
seti lýðveldisins í júnflok, með
afgerandi meirhluta atkvæða.
Ólafur fékk rúm 41%, Pétur Kr.
Hafstein, hæstaréttardómari,
tæp 30%, Guðrún Agnarsdóttir,
læknir, fékk rúm 26% og Ástþór
Magnússon innan við 3% at-
kvæða. Ýmsir höfðu á orði að
aldrei myndi skapast sátt um
Ólaf Ragnar á Besstastöðum.
Þar á meðal var Kristín Hall-
dórsdóttir, þingkona Kvenna-
listans, sem sagði í samtali við
Tímann að hún bæri ugg í
brjósti „vegna þess styrs, sem
staðið hefur um hann sem per-
sónu og ég er svolítið vantrúuð
á að um hann skapist sú eining,
sem þarf að ríkja um þetta
embætti. Mér heyrðist t.d. sem
forystmenn Sjálfstæðisílokksins
væru ekki á neinum sáttabux-
um, þegar þeir tjáðu sig um
kjörið á kosningavöku fjölmiðl-
anna. Meðal annars vegna þess
tel ég mjög líklegt að það verði
kosið um nýjan forseta eftir 4
ár,“ sagði Kristín. Það á eftir að
koma í ljós, en skoðanakann-
anir benda til þess að lands-
menn séu prýðilega sáttir við
nýja forsetann sinn.
Frétt um nýjungar í starfs-
mannastefnu Seðlabank-
ans vakti athygli margra í
sumar.
I Tímanum þann 4. júní var
sagt frá því að bankinn ætlaði
eftirleiðis að ráða fólk eftir
hæflleikum, og þótti ýmsum
tími til kominn. „Þess skal jafn-
an gætt að í auglýsta stöðu sé
sá umsækjandi ráðinn, sem tal-
inn er hæfastur til að gegna
henni, að teknu tilliti til mennt-
unar og hæfni, en án tillits til
kynferðis," sagði m.a. í nýrri
jafnréttisáætlun Seðlabankans.
Fyrstir koma fyrstir fá - hvaða tímamótum í
umferðarlöggjöf landsmanna tengist þessi
mynd