Dagur - Tíminn


Dagur - Tíminn - 31.12.1996, Qupperneq 15

Dagur - Tíminn - 31.12.1996, Qupperneq 15
jOagur-CÍImtmH P J Ó Ð M Á L Þriðjudagur 31. desember 1996 -15 Halldór Ásgrímsson, formaður FramsóknarfLokksins: Við áramót Stjórnmál eru vegferð, sem aldrei lýkur. Samfélag manna og sambúð þjóða verða seint með þeim hætti að ekki megi bæta eða betur fara. Stjórnmálaflokkum tekst oft að ná markverðum áföngum í bar- áttu sinni fyrir auknum jöfnuði, meira réttlæti, betri menntun, aukinni velferð eða öðrum hug- sjónamálum. Nýjar kröfur og verðug markmið rísa hins vegar jafnóðum og eru stjórnmálin því í senn afar heillandi en jafn- framt mikil áskorun. Eflaust mun aldrei vera hægt að skapa þau skilyrði að allir verði á eitt sáttir. Hitt er þó víst að ef ein- hver stjórnmálaflokkur slakar á í baráttu sinni fyrir framförum, jöfnuði og auknu félagslegu rétt- læti mun hann fljótt glata trausti kjósenda. Stjórnmálaflokkum er það lífsnauðsyn að setja sér háleit markmið. Slík markmið eru veg- vísar til árangurs jafnvel þó sum þeirra náist aldrei að fullu. Þessi markmið mynda grunn fyrir stefnu stjórnmálaflokkanna á hverjum tíma og er það verkefni fulltrúa flokkanna, alþingis- manna og ráðherra, að vinna þeim brautargengi. Ennfremur verða flokksfélagar allir að leggja til málefnalegrar umræðu um stefnu og markmið á hverj- um tíma, sem kallar á rík skoð- anaskipti og umræður á breiðum grunni. Mikilvægasti áttaviti stjórnmálanna verður þó ætíð réttlætiskennd almennings og enginn stjórn eða stefna sem stríðir gegn henni mun standast til lengdar. Innan stjórnmálaflokka jafnt sem annars staðar í samfélaginu verður ávallt til staðar hug- myndafræðileg skjálftavirkni, ef svo má að orði komast. Pannig takast á kraftur, bjartsýni, kjark- ur og óþolinmæði hinna ungu, við reynslu, hefðir, varfærni og yfirsýn hinna eldri. Best er að þessir kraftar séu í h'tilsháttar ó- jafnvægi þannig að framfarir séu hraðar, en jafnframt markvissar, og ryðji ekki um koll ýmsu því sem mikilvægt er að varðveita og hefur tekið langan tíma að byggja upp. Ef spenna milli þess- ara afla er ekki losuð með mála- miðlunum og gagnkvæmri tillits- semi er hætta á pólitískum stór- skjálftum sem gætu endað með sprungumyndunum og klofningi. í þannig umbrotum gætu jafnvel traustustu klettar sokkið í hafið. Stjórnarsamstarf í stjórnarsamstarfinu hefur Framsóknarflokkurinn verið trúr stefnumálum sínum og grund- vallarhugsjónum. Eitt af þeim stefnumálum er baráttan gegn atvinnuleysi. Sú barátta hefur forgang yfir mörg mál önnur þar sem atvinnuleysi stríðir gegn grundvallarhugmyndum okkar um félagslegt réttlæti. Fyrir síð- ustu kosningar settum við fram markmið um tólf þúsund ný störf fyrir aldamót og eins og staðan er í dag er allt útlit fyrir að það markmið muni nást og gott bet- ur. Er það sérstakt fagnaðarefni, einkum í ljósi þess að fjöldi úr- tölumanna taldi þetta markmið óraimhæft. En árangursrík barátta gegn atvinnuleysi er ekki eini sigurinn sem unnist hefur í efnahagsmál- um íslensku þjóðarinnar. Hag- vöxtur hefur aukist og er nú meiri en við höfðum þorað að vona. Kaupmáttaraukning er einnig mikil og hefur á síðustu tveimur árum verið um 9%. Er það mesta kaupmáttaraukning sem hér hefur orðið í langan tíma. Grunnur að þessu hefur m.a. verið lagður með því að kveða niður verðbólgudrauginn. Sá draugur getur þó risið á ný og fulla gát verður því að sýna í efnahagsmálum. Nú í ár hefur ennfremur náðst sá merkilegi áfangi að í fyrsta skipti í meira en áratug voru samþykkt á Alþingi halla- laus fjárlög. Það er mikill sigur fyrir Alþingi og ríkisstjórn, og raunar alla okkar kynslóð að tekist hafi að axla ábyrgð á sam- neyslu líðandi stundar í stað þess að ætla komandi kynslóðum að greiða reikninginn. Næsta verkefni verður svo að bæta um betur og greiða reikninginn fyrir skuldasöfnun fyrri ára. Það verður án efa ein besta gjöf okk- ar til komandi kynslóða, þeirra sem landið munu erfa. Öllu atvinnulífi vex nú þróttur og eru fjárfestingar meiri en sést hefur um árabil. Rekstrarum- hverfi fyrirtækja hefur breyst til hins betra á undanförnum árum og afkoma margra þeirra batnað til muna í kjölfarið. Þessi þróun hefur skapað svigrúm til launa- hækkanna. Ég tel það mjög mik- ilvægt að þetta svigrúm verði umfram allt notað til þess að bæta kjör þeirra lægst launuðu, ásamt því að aðlaga launakerfið að kröfum nútímans. Þar á ég einkum við að greiðslan fyrir dagvinnu færist nær greiddu kaupi, en dregið verði úr kerfis- bundnum hvata til óhóflegrar yf- irvinnu sem hvorutveggja hefur slæmar félagslegar sem og efna- hagslegar afleiðingar. Úr þessu er brýnt að bæta og kallar það á að öðrum kröfum verði stillt í hóf. Nýir kjarasamningar og væntanleg aðlögun má þó ekki verö : il þess að rekstrargrund- völlur atvimiulífsins bresti á ný með tilheyrandi verðbólgu, at- vinnuleysi og samdrætti. Byggðamál Landsmönnum hefur ijölgað um 0,7% á árinu. Umtalsverð fækkun hefur orðið víða á lands- byggðinni og veldur umhugsun og kvíða. Svo virðist sem at- vinnuástand sé ekki ráðandi þáttur í því hvar fólk vill helst búa. Kostir fjölmennari staða, eins og þjónustuleg fjölbreytni virðist ráða miklu. Kostir fámennra staða eins og kyrrð, betri mannleg samskipti og nánari tengsl við atvinnulíf og náttúru megna ekki að halda jafnvægi. Þrátt fyrir ítrekaðar til- raunir til að hafa áhrif á þróun- ina hefur það hvorki tekist hér á landi né annars staðar. Þróunin kallar á endurmat aðgerða. Fjarskiptatæknin gefur hér áður óþekkta möguleika. Opinber starfsemi og einkafyrir- tæki sem starfa á Iandsvísu hafa vaxandi möguleika til að dreifa starfsemi sinni frekar um landið og stuðla þar með að betra jafn- vægi í byggð landsins. Ríkis- stjórn og Alþingi þurfa á nýju ári að taka þessi mál til sérstakrar skoðunnar. Samskiptin við aðrar þjóðir Afkoma landsmanna hefur lengi byggt á viðskiptum og samskiptum við önnur lönd. A síðustu árum hefur þó íslenskt viðskiptaumhverfi tekið stórstíg- um breytingum og orðið mun al- þjóðlegra. Jafnhliða þessu hafa pólitísk samskipti við útlönd orð- ið mikilvægari með hverju árinu. Er ljóst að mörg aðkallandi verkefni samtímans verða að- eins leyst með öflugu alþjóðlegu samstarfi og samningum. Þessu ber þátttaka okkar í víðtæku Evrópusamstarfi glöggt vitni. EES-samningurinn hefur opnað okkur mörg tækifæri og hefur átt sinn þátt í að stuðla hér að opnara viðskiptalífi og auknum stöðugleika. Hann hef- ur einnig leitt mönnum í ljós kosti þess að starfa með okkar helstu nágranna- og viðskipta- þjóðum á breiðum grunni og orðið hvati að auknu og víðara samsstarfi. Samsstarfssamning- ur okkar um þátttöku í Schengen er nýlegasta og skýrasta dæmið um þetta. Nærtækt dæmi um mikilvægi alþjóðlegs samstarfs og samn- inga eru nýgerðir samningar ís- lands, Noregs, Rússlands, Fær- eyja og Evrópusambandsins um veiðar úr norsk-íslenska sfldars- stofninum. Fyrir u.þ.b. þremur áratugum kom þriðjungur út- flutningstekna íslendinga frá veiðum og vinnslu úr þessum stofni. Þjóðirnar sem nýttu hann komu sér aldrei saman um skynsamlega nýtingu og svo fór að stofninn hrundi og með hon- um afkoma þúsunda lands- manna og heilla byggðalaga. Það tók efnahagslíf landsins langan tíma að jafna sig eftir þetta áfall og aðlagast breyttum aðstæðum. Það er því mikið fagnaðarefni að samningar hafa tekist um skynsamlega nýtingu og tak- mörkun veiða úr þessum stofni nú þegar hann hefur aftur náð þeirri stærð að hann þoli veiðar. Von er nú til að sfldin gangi á ný aftur inn á gamlar veiðislóðir á íslandsmiðum sem gefur mikla möguleika í framtíðinni. Sá árangur sem náðst hefur með gerð sfldarsamninganna á að vera okkur og nágrannaþjóð- unum hvati til að leysa þau erf- iðu deilumál sem enn bíða úr- lausnar. Brýnt er að samningar takist hið fyrsta. Framsókn í 80 ár Enn færumst við skrefi nær nýrri öld og nýju árþúsundi. Öld- in tuttugasta hefur einkennst af stórstígustu framförum og sigr- um íslandssögunnar. Fullveldi, sjálfstæði, efnahags- og atvinnu- háttabylting ásamt þróun mennta- og velferðarkerfis eru meðal þess sem gerir öldina merka. Þann 16. desember síð- astliðinn voru 80 ár liðinn frá stofnun Framsóknarflokksins. Á slíkum tímamótum er saga ald- arinnar óneitanlega ofarlega í huga, en Framsóknarflokkurinn hefur verið þátttakandi í flestum framfaramálum aldarinnar og frumkvöðull margra. Jafngömul Framsóknarflokknum eru Al- þýðuflokkur og Alþýðusamband sem sömuleiðis hafa sett mark sitt á öldina. Það að stjórnmála- flokkur verður gamall ber því fyrst og fremst vitni að þjóðin hefur verið ánægð með framlag hans til þjóðmála. Öfugt við margt annað í tilverunni má segja að lífslíkur flokka og fram- tíðarhorfur batni með aldrinum. Mestu skiptir að stefnumótun sé skýr og í samræmi við grunn- hugsjónir flokksins, réttlætis- kennd þjóðarinnar og þarfir fólksins. Framsóknarmenn eru þjóðinni þakklátir fyrir það hlut- verk sem hún hefur fengið hon- um í fylkingarbrjósti framfara á öldinni. Á áttatíu ára afmælis- flokksþingi Framsóknarmanna í nóvember síðasthðnum, sem var einstaklega fjölsótt og þróttmik- ið, mátti glögglega sjá að sú vaska sveit sem þingið sótti ætl- ar flokknum mikið hlutverk á nýrri öld og þeim árum sem eftir lifa af þessari. 80. ára afmælishátíð flokksins sem haldin var í Háskólabíó verður öllum sem hana sóttu ó- gleymanleg. Sérstaklega eftir- minnilegur var hlutur ungs fólks og hef ég aldrei verið jafn sann- færður um bjarta framtíð lands og þjóðar og á þessari hátíð. Árið 1996 er senn á enda. Að venju hefur þetta verið ár átaka á sviði stjórnmálanna. Þau átök verða þó lítilfjörleg í samanburði við átök náttúruaflanna eins og við vorum rækilega minnt á nú í sumar og haust í umbrotunum og hlaupinu í Vatnajökli. Maður- inn má sín lítils andspænis slík- um hildarleik. Árið hefur hins vegar verið gjöfult á flestan hátt. f því góðæri sem greinilega er gengið í garð megum við ekki missa sjónar á verkefnum okkar né gleyma þeim er búa við mót- læti og eiga um sárt að binda. Vinnan framundan mun því fel- ast í því að láta góðærið skila sér til allra. Ég þakka samstarfs- mönnum og þeim fjölmörgu sem ég hef átt samskipti við á árinu ánægjulegt og árangursríkt sam- starf. Ég óska landsmönnum árs og friðar og vænti þess að við meg- um halda áfram á braut fram- fara sem færi farsæld á komandi ári öllum þegnum þjóðfélags okkar.

x

Dagur - Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.