Dagur - Tíminn - 31.12.1996, Side 16

Dagur - Tíminn - 31.12.1996, Side 16
16- Þriðjudagur 31. desember 1996 PJÓÐMÁL iOagur-tlItmírm Margrét Frímannsdóttir, formaður Alþýðubandalagsins: Það hefur verið vitlaust Ríkisstjórn Davíðs Odds- sonar hin síðari hælir sér af því að hafa viðhaldið stöðugleika í þjóðfélaginu. AI- menningur hefur fyrst og fremst fundið fyrir þessum stöðugleika í stöðugt lágum launum, stöðugt vaxandi skuld- um heimilanna og stöðugt vax- andi fátækt. Forgangsröð verk- efna ríkisstjórna Davíðs Odds- sonar hefur ekki miðast við það að bæta hag þeirra sem verst hafa kjörin á Islandi. Nú síðast ákvað stjórnarmeirihlutinn að frysta persónufrádrátt í stað- greiðslukerfinu, sem og ýmsar bótagreiðslur eins og á vaxta- og barnabætur. Samanlagt þýð- ir þessi ákvörðun að landsmenn greiða 800 milljónum meira í skatta á næsta ári en ef bæt- urnar hefðu fylgt verðlagsfor- sendum. Launamunur á íslandi hefur verið vaxandi undanfarin fimm ár. Laun þeirra sem búa við bestu kjörin hafa hækkað, en laun þeirra sem búa við kröppust kjör hafa staðið í stað eða jafnvel lækkað. Forystu- menn ríkisstjórnarinnar, Vinnu- veitendasambandsins, Seðla- bankans og Þjóðhagsstofnunar boða nú mikla hættu á þenslu, enda eru kjarasamningar lausir um áramót. Þeir benda á að innflutningur hefur aukist og er hann nú orðinn meiri en tekjur af útflutningi. í ljósi fullyrðinga um þetta er rétt að skoða hverj- ir eru að þenja sig. Undanfarin misseri hefur sala á dýrum bíl- um og heimilistækjum stórauk- ist. Hverjir skyldu vera að þenja sig þar? Örugglega ekki launa- fólk. sem ekki hefur náð endum saman í heimilisbókhaldinu í stjórnartíð Davíðs Oddssonar. Þetta fólk er ekki að kaupa sér jeppa upp á margar milljónir, farsíma, GSM-síma, dýrar utan- landsferðir og svo framvegis. Það hefur hins vegar verið gefið í skyn að þarna sé sökudólgana að finna og því beint til verka- lýðsforystunnar að standa nú á bremsunni varðandi aliar launahækkanir, annars fari verðbólgan af stað. Skuldasöfnun heimilanna Nýlega upplýsti forsætisráð- Auglýsing um innlausnarverð verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 10.000 GKR. 1976-2.fl. 25.01.97 kr. 16.400,00 1977-l.il. 25.03.97 kr. 15.306,70 1978-l.fl. 25.03.97 -25.03.98 kr. 10.378,30 1979-l.fl. 25.02.97 -25.02.98 kr. 6.862,30 FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* Á KR. 10.000,00 1981-l.fl. 25.01.97-25.01.98 kr. 260.165,10 1985-l.fl.A 10.01.97 - 10.07.97 kr. 78.602,80 1985-l.fl.B 10.01.97 - 10.07.97 kr. 34.900,60 ** 1986-1.fl.A 3 ár 10.01.97 - 10.07.97 kr. 54.179,90 1986-l.fl.B 10.01.97 - 10.07.97 kr. 25.740,50** 1986-2.fl.A 4 ár 01.01.97 - 01.07.97 kr. 51.283,20 1987-l.fl.A 2 ár 10.01.97 - 10.07.97 kr. 42.112,60 1987-l.fl.A 4 ár 10.01.97 - 10.07.97 kr. 42,112,60 1989-1.fl.A 2,5 ár 10.01.97 - 10.01.98 kr. 20.652,70 ■ *) Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. **) Við innlausn fylgi ógjaldfallnir vaxtamiðar spariskírteinis. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, 31. desember 1996 SEÐLABANKIÍSLANDS herra á Alþingi að verðtryggðar skuldir heimilanna hefðu aukist um níu miiljarða króna síðustu 21 mánuð. Þetta eru sömu heimilin og ráðamenn segja að ekki megi hafa meira milli handanna, því þá fari allt á annan endann í efnahagsmál- um þjóðarinnar. Þetta eru sömu heimilin og borga allt að 70 prósent í jaðarskattt, ef heimil- isfólk reynir ekki að afla meiri tekna með meiri vinnu og lengri vinnudegi. Núverandi valdhöfum dettur hins vegar ekki í hug að það geti verið eitt- hvað að tekjuskiptingunni í þjóðfélaginu. Að það geti verið að það megi skipta auðnum jafnar milli fólks en nú er gert, þannig að það sé ekki hrópandi munur á kjörum þeirra fáu sem vita vart aura sinna tal og þeirra mörgu sem ekki sjá fyrir endann á fjárhagserfiðleikum sínum. Forgangsverkefni ríkisstjórn- arinnar sjást auðvitað á verk- um hennar. Á því ári sem nú er að h'ða hafa tekjur ríkissjóðs aukist um milljarða króna. Þannig að ef ríkisstjórnin hefði staðið við eigin fyrirheit um að- hald í útgjöldum ríkissjóðs, ætti að vera rífiegur afgangur á íjárlögum þessa árs. En því er ekki að heilsa. Og hvernig stendur á því? Er það vegna þess að ríkissjóður hafi hækkað bætur til elli- og örorkulífeyris- þega? Er það vegna þess að þjónustugjöld í heilbrigðiskerf- inu hafi verið lögð niður eða skólagjöldin? Nei, þvert á móti. Kjör þessa fólks hafa versnað og þjónustugjöld hafa hækkað. Korrsið að skuldadögum Alþýðubandalagið setur kjör almennings, afkomu fjölskyldna og þá sérstaklega þeirra sem verst standa í þjóðfélaginu efst á forgangslista stjórnmálanna. gefið Það var almenningur sem lagði grunninn að þeim árangri sem náðst hefur í baráttunni við verðbólguna með þjóðarsáttar- sanmingunum. Við gerð þeirra var launafólki lofað að þegar betur færi að ára myndi það uppskera fyrir þessa fórn sína. Alþýðubandalagið segir einfald- lega: Nú er komið að skulda- dögum. Nú er komið að því að stjórnvöld og fyrirtækin í land- inu bæti kjörin hjá almennu launafólki og það án þess að velta því út í verðlagið. Með launahækkunum nú er verið að skila því til launafólks sem því hefur verið lofað, og það þýðir einfaldlega að skerfur atvinnu- rekenda af verðmæti vinnunnar minnkar. Það á að breyta hlut- föllunum, en ekki hækka verð- lag. Tölur um hag fyrirtækj- anna, sem birtar hafa verið undanfarin misseri, sýna svo ekki verður um villst að fórnir almennings á undanförnum árum hafa skilað auknum arði og launafólk á sjálfsagt tilkall til hluta af þeirri verðmætaaukn- ingu. Án þess að sitja undir hót- unum um það að bætt kjör séu ávísun á óðaverðbólgu. Samanburður við önnur lönd hefur sýnt að íslendingar þurfa að vinna mun lengri vinnudag til að hafa sambærileg laun og þekkjast t.a.m. á hinum Norð- urlöndunum. Afleiðingar þess að báðir foreldrar þurfa að vinna um 50 stunda vinnuviku hafa komið fram með ýmsum hætti í samfélaginu. Fíkniefna- neysla unglinga hefur aukist með tilheyrandi vandamálum. Og í raun hefur þetta ástand leitt til vonleysis og landflótta og beinlínis sett hundruð heim- ila í gjaldþrot. Alþýðubandalagið hefur flutt tillögur þess efnis að vinnuvik- an verði stytt án þess að laun skerðist. Við viljum efnahags- stefnu sem miðar að því að auka velferð heimilanna og um leið þrótt almennings og tiltrú á land og þjóð. Það hefur verið vitlaust gefið í efnahagsstefnu ríkisstjórna Davíðs Oddssonar þau bráðum sex ár sem hann hefur setið í stjórnarráðinu. Al- þýðubandalagið vill stokka spil- in upp á nýtt, þannig að allir ís- lendingar finni að þeir eigi jafn- an rétt til vinnu, heilsugæslu, menntunar og almennrar vel- ferðar. Að lokum óska ég lands- mönnum öllum farsældar á nýju ári og fullvissa þá um að Aiþýðubandalagið mun leggja sitt lóð á vogarskálarnar í bar- áttunni fyrir bjartari framtíð til handa almenningi í landinu.

x

Dagur - Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn
https://timarit.is/publication/254

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.