Dagur - Tíminn - 31.12.1996, Síða 20
20 - Þriðjudagur 31. desember 1996
jJlagur-ÍEmmm
Umsjonarmaður
Magnús Geir Guðmundsson
Poppgetraun
Nú þegar áramótin nálgast óðfluga, bregður
Poppsíða Dags-Tímans á leik með lesendum
sínum í formi lítils og létts spurningaleiks.
Engin verðlaun eru í boði og fylgja svörin með
hér annars staðar, en vonandi er hœgt samt að
hafa gaman af tiltœkinu. Spumingarnar eru
bœði um innlent og erlent efni og œttu flestir
fjölskyldumeðlimir að geta spreytt sig á þeim.
1. Meðal þeirra viðurkenninga
sem Björk „okkar“ Guðmunds-
dóttir hlaut á árinu, var ein
sem nokkuð óvenjuleg taldist.
Hver var hún?
2. Snemma á árinu kom hingað
til lands erlend hljómsveit, sem
í kynningu í íjölmiðlum var
sögð spila „ostapopp". Við
hverja er átt og hvaðan er þessi
hljómsveit?
3. Hver syngur um „Villta
morgna“ á sinni fyrstu plötu?
4. Pessi söngvari kom hingað til
lands í sumar með sinni þekktu
hljómsveit. Hvað heitir hann?
5. David Bowie kom sem kunn-
ugt er hingað til lands í sumar
og spilaði á Listahátíð. Hann
valdi sjálfur eina íslenska
hljómsveit til að koma fram á
undan sér. Hver var hún?
6. Hvað eiga söngkonurnar
heimsfrægu Alanis Morrisette
og Celine Dion sérstaklega sam-
eiginlegt hvað varðar uppruna
þeirra?
7. Með hvaða tveimur hljóm-
sveitum söng Emilíana Torrini
áður en hún fór sjálf að gefa út
eigin plötur?
8. Fyrirbærið Los Del Rio varð
heimsfrægt á þessu ári. Hvers
vegna?
9. Garpurinn dugmikli úr Kefla-
vík, hann Rúnar Júlíusson var
einu sinni sem oftar áberandi á
þessu ári. En hvað heitir hann
fullu nafni?
10. Þessi fornfræga gítarhetja
frá mektardögum breska blúss-
ins, kom nokkuð óvænt aftur
fram á sjónarsviðið í ár og hef-
ur stofnað nýja rokkhljómsveit.
Hver er hann?
11. Bæði útgáfufyrirtækin Skíf-
an og Smekkleysa fögnuðu
merkisafmælum á árinu. Hve
gömul eru þau?
12. Á hvern hátt tengdist Jimi
heitinn Hendrix við íslenskt
leikhússtarf í sumar?
13. Á Akureyri er starfrækt fyr-
irtaks hljóðver í eigu lands-
þekkts gítarleikara. Hvert er
nafn hljóðversins og hver er
þessi landsþekkti gítarleikari?
14. Ein af framvarðarsveitun-
um í dansheiminum breska hef-
ur komið einum þrisvar sinnum
til íslands til tónleikahalds. Við
hverja er átt?
15. Orðið fólk kemur fyrir í
nöfnum á tveimur plötum sem
komu út fyrir jólin. Hjá
hverjum?
16. Frá hvaða borg í Englandi
kemur hljómsveitin gríðarvin-
sæla, Oasis?
17. Árið 1990 kom til íslands
danskur tónlistarmaður af
frægari gerðinni og hélt tón-
leika m.a. á Akureyri. Við hvern
er átt?
18. Með hvaða hljómsveit hefur
„sjónvarpsstjarnan" úr Óinu,
Selma Björnsdóttir, sungið?
19. Hvaða bandaríska rokk-
hljómsveit söng um Buddy
Holly við miklar vinsældir árið
1995?
20. Nefnið að minnsta kosti
þrjár hljómsveitir sem Andrea
Gylfadóttir hefur sungið með.
21. Nefnið þó nokkuð þekkta
„Teknó“ danssveit sem kom
hingað til lands í sl. vetur.
22. Hljómsveitin Farísearnir
kvaddi sér hljóðs á árinu. Hver
er hinn umdeildi söngvari
hennar?
23. Hvaða landsþekkti tónlist-
armaður gaf annars vegar út
sína eigin plötu ásamt öðrum
slíkum en söng hins vegar með
karlakór á plötu sem kom út
fyrir jólin?
24. Þrír bræður hafa á undan-
förnum árum verið áberandi í
íslensku poppi. Hvað heita
þeir?
25. Hverjir báru ábyrgð á
„Plútó“ sl. sumar?
Svör við
Poppgetraun
Plötur ársins 1996
Eins og löngum áður meðan Dagur var og hét,
birtir umsjónarmaður Poppsíðu hér lista sinn
yfir 10 bestu innlendu og erlendu plötur ársins
að hans dómi. Hvað best telst er reyndar alltaf
teygjanlegt, en þetta er nú meira gert til gamans
en í alvöru, Sem fyrr fylgja stuttar skýringar
með íslensku plötunum, en með þeim erlendu er
slíkt látið liggja á milli hluta. Að því sögðu óskar
umsjónarmaður lesendum Dags-Tímans
gleðilegs nýs árs og gœfu á nýju árl
10 bestu íslensku plötumar
1. Fjall og fjara - Anna Pálína
Ámadóttir og Aðalsteinn Ás-
berg Sigurðsson
(Einkar hrífandi og áheyrileg
tónlist með afbragðstextum.
Þau Anna og Aðalsteinn eru tví-
mælalaust með fremstu tónlist-
armönnum þjóðarinnar)
2. Ómissandi fólk - Magnús Ei-
ríksson og KK
(Tveir heiðursmenn sem svo
sannarlega kunna sitt fag og er
útkoman eftir því)
3. Fólk er fífl - Botnleðja
(Frískasta rokkplata ársins með
þremur ungum mönnum, hörð-
um og áræðnum, sem ekkert
víla fyrir sér. íslenskt rokk á ís-
lensku og það á heimsmæli-
kvarða.)
4. Köld eru kvennaráð - Kol-
rassa krókríðandi
(Líkt og með Botnleðju, fram-
sækið íslenskt rokk, sem fylli-
lega stenst samanburð við það
besta erlendis. Stelpurnar okk-
ar geta þetta jú líka)
5. Jæja, vinur! - Texas Jésús
(Bráðskemmtileg og „flippuð“
plata hljómsveitar, sem því mið-
ur er hætt)
6. Late Night Cult Show -
Stripshow
(Kraftmikil og velsamin rokk-
tónlist. Eitt dæmið til um ís-
lenskt rokk í hágæðaflokki)
7. Perlur og svín - Todmobile
(Todmobile snýr aftur með
gæðaverk sem fyrr, reyndar
ekki sú besta frá sveitinni, en
góð samt og sumpart öðruvísi)
8. Crush - Dead Sea Apple
(íslenkt rymrokk sem verður
betra og betra eftir því sem oft-
ar er hlustað)
9. Sumar á írlandi - PKK
(Afbraðsgóð meðferð á írskri
þjóðlagatónlist, með frumsömd-
um stemmum í sama anda sem
krydd. Gerist vart betra á slíku
sviði)
10. Allar áttir - Bubbi Morthens
(Bubbinn er enn á meðal þeirra
bestu, á plötu sem endurspegl-
ar hans mörgu hliðar.)
10 bestu
erlendu
plöturnar
1. American Standard - Seven
Mary Three
2. Leadbetter Heights - Kenny
Wayne Shepard
3. Load - Metallica
4. Congratulation I’m Sorry -
Gin Blossoms
5. Roadhouse Rules - Lonnie
Brooks
6. Dust - Screaming Trees
7. Stoosh - Skunk anansie
8. Regular Urban Survivors -
Terrorvision
9. Border Town Legend - Long
John Ilunter
10. Rub Mihael Katon
1. Tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs
2. Cardigans frá Svíþjóð
3. Anna Halldórsdóttir
4. Jarvis Cocker, söngvari Pulp
5. Lhooq
6. Þær eru báðar fransk-kanadískar
7. Tjalz Gizur og Spoon
8. Los Del Rio ber ábyrgð á laginu Mac-
arena, sem samnefndur ofurvinsæll
dans er kenndur og svo stiginn við.
9. Guðmundur
10. Peter Green
11. Skffan 20 ára, Smekkleysa 10 ára
12. Nafn á einu af hans frægu iögum,
Stone Free, er jafnframt nafnið á
söngleiknum vinsæla eftir Jim
Cartwright, sem slegið hefur öll að-
sóknarmet.
13. Studió Hljóðlist og Kristján Edel-
stein
14. Prodigy
15. Magnús Eiríksson og KK og Botn-
leðja
16. Manchester
17. Kim Larsen
18. Fantasía
19. Weezer
20. Hún hefur t.d. sungið með Grafík,
Todmobile, Tweety, Blúsmönnum
Andreu o.fl.
21. Drum Club
22. Davíð Þór Jónsson
23. KK, Kristján Kristjánsson
24. Grétar, Atli og Karl Örvarssynir
25. Vinir vors & blóma