Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1981, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1981, Qupperneq 2
2 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1981. Ragnar Amalds fjármálaráðherra um verðbólguspána: „ÉG TRIÍIEKKIA ÞESSA VERÐBÓLGUSPÁ ÞÐRRA” „Þessi verðbólguspá þeirra er háð mikilli óvissu og ég trúi ekki á hana. Þeir reikna til dæmis áreiðanlega með ákaflega stórri gengisfellingu nú um áramótin, sem ekki kemur til greina. Forsendurnar eru að ekkert nýtt gerist í málinu, en nú er verið að athuga ýmis úrræði til þess að draga úr áhrifum fiskverðshækkunar, sem er þunga- miðjan nú,” sagði Ragnar Arnalds fjármálaráðherra um spá Þjóðhags- stofnunar, sem gerir ráð fyrir 55% verðbólgu að jafnaði næsta ár eins og Steingrímur Hermannsson um verðbólguspána: „Viljum halda áf ram niðurtalningunni” „Þarna er ekki gert ráð fyrir neinum ráðstöfunum umfram þær, sem þegar liggja fyrir. Við Framsóknarmenn höldum okkur við niðurtalningarleiðina og ég vona að þær athuganir sem nú fara fram, leiði tii þess að verðbólgan hækki ekki aftur, neldur lækki áfram,” sagði Sleingrímur Hermannsson sjávarútvegsráðherra um 55% verðbólguspá Þjóðhagsstofnunar fyrirnæstaár. „Næsta mál er fiskverðsá- kvörðunin, sem er auðvitað ákaflega stór liður í þessu. Ég skil vel afstöðu sjómanna, sem vilja fá það sama og fólk í landi, en ég vona að það dugi •eitthvað minna. Við höfum notið þess að dollarinn hefur sigið, en nú ríkir óvissa í þeirri þróun og þjóöar- tekjurnar gefa ekki mikið svigrúm til kauphækkana. Það sem kaupið hækkar umfram eykur allt verðbólguna.” -herb. JÓN STENPUR Un AÐBAKIOMARI Jón R. Ragnarsson varð öruggur sigurvegari í rallýcrossi Bifreiða- íþróttaklúbbs Reykjavikur á laugar- dag. Rallýcrossið var haldið á Leir- tjörn og sýndi Jón þar að hann stend- ur lítt að baki bróður sinum Ómari í ökukúnstunum. Hann hafði mikið vald á bílnum, án þess að taka óþarfa áhættu. Jón keppti á Renault Alpine 5 bíln- um, sem fært hefur þeim bræðrum margan rallsigurinn. Tími hans var 3.38 mínútur. Annar varð Sigurður Skagan á Fiat 131 á 4.09 mínútum og þriðji Eyþór Birgisson á Fiat 850 á 4.16minútum. I rallýcrossinu keppa fjórir bílar samtimis í braut og er um hreinan kappakstur að ræða. Pústrar sjást tíðum og menn velta gjarnan bílum sínum í hita leiksins. En allir bílarnir sem þátt tóku í rallýcrossinu á laugar- dag héldu sig þó á fjórum hjólum. Jón S. Halldórsson fslandsmeistari í rallýcrossi frá því í fyrra gat ekki verið með nú, þvf vélin í bíl hans gaf sig. Sjö bílar tóku þátt í akstrinum. í fjórða sæti varð Birgir Þór Bragason á Datsun, en hann varð fyrir því í úr- slitaakstrinum, að vírar í rafkerfí flæktust í viftuspaðanum i bílnum. f fimmta sæti varð Páll Grímsson á Volkswagen, í sjötta sæti Birgir Jóns- son á Skoda Pardus og í sjöunda sæti Þórður Valdimarsson á Volkswagen. -JH DV skýrði frá í gær. , „Það er ekkert lögmál.að sjómenn og útgerðarmenn fái alltaf sömu hækkanir og láglaunafólk í landi, og það koma til greina ýmsar aðgerðir til'þess að bæta hag sjómanna, án þess að fiskverð hækki í sama mæli, svo sem breytingar á skiptum .varðandi oliugjald og Stofnfjársjóð fiskiskipa. Á sama tíma í fyrra spáði Þjóðhagsstofnun 70% verðbólgu fyrir þetta ár og þá var vandinn miklu meiri eftir miklar launa- hækkanir. Það er áreiðanlega hægt að hnekkja spánni nú með þeim að- gerðum, sem verið er að undirbúa.” -herb. Jón R. Ragnarsson við Renault-bílinn væna á Leirtjöm. DV-mynd Árni Bjarrva HEUH Sandkorn Sandkorn Sandkorn KJartan GunnMMOn vMI ekkl royklngamenn. Sjálfstæöisflokkurinn gengst þessa dagana fyrir happdrætti sem er i sjálfu sér' ekki í frásögur faírandi. Mik- ið lið var fengið tii þcss að hringja út til þeirra sem feng- ið höfðu miða heimsenda. Hafði hringingarliöið aðselur í Vaihöll og fékk inni í skrif- stofum starfsmanna flokksins. Segir sagan hins vegar að Kjartan Gunnarsson framkvæmdastjóri flokksins hafi lánað skrifstofu sína með því skilyrði að þangað inn færi aðeins fólk sem ekki reykti þvi hann vildi koma að hreinu lofti til vinnu á morgnana. Pottablómafaraldur gengur nú meöal húsmæðra borgar- innar. Er ýmsum ráðum beilt til þess að verða sér óti um blóm og ekkí öllum jafnvönd- um. Hafa opinberar stofnanir oröiö býsna hart úti ef þær hafa viljað lífga upp á um- hverfiö með lifandi blómum. sem leiö átt hiá «ru vinicofir í oplnberum ttöðum. orðiö býsna fingralangir viö að krækja sér í „afleggjara”. Svo langt hefur þetta gengið að á einu sjúkrahúsanna hef- ur veriö sett upp skilti við blómapotta þar sem á stend- ur: „Þettaerekki afieggjari”. áDalvík í Degi er greint frá þvi að trébryggja ein á Dalvik sé orð- in mönnum þar i bæ áhyggju- efni mikið. Eru staurarnir I henni orðnir svo maðkétnir að einungis virðist vera tíma- spursmál hvenær þeir grotna endanlega niður. Á fundi 1 hafnarnefnd Dalvíkur létu menn hafa eftir sér aö engu líkara væri en bryggjan stæði uppi af gömlum vana og engu öðru. Gaman væri ef fleira í heimi hér hefði sömu afstöðu til lifsins og bryggjan á Dal- vík. • Auglýst eftir flokksgæóingum Umfangið í Sjálfstæðis- flokknum hefur heldur aukizt undanfarna daga með smölun í flokkinn og að sögn þeirra, sem bezt til þekkja, hafa á annað þúsund manns látið skrá sig i flokkinn — flestir til þess eins aö geta tekið þátt í misheppnuðu prófkjöri um helgina. Okkur þótti hins vegar um- fangið vera heldur betur tekið að færast i aukana þegar við rákumst á auglýsingu i Mogg- FlokkigiBflinour? anum í gær undir titlinum Félagsstarf Sjálfstæðisflokks- ins. Þar var auglýst uppboð á hestum, sem eru í óskilum. Var þeim lýsl sem rauðstjörn- óttum, glófextum og með fjöður aftan hægra og fleira í þeim dúr. Það skyldi þó aldrei vera að hér væru á ferð- inni flokksgajðingar, sem ekki skiluðu sér I prófkjörlnu. Pétur Bjömsson, Koma- bnjarforsljóri, komlnn f ferðabbnlssinn. Bissnesstoppar í ferðabransa Enn harðnar samkeppnin i ferðaskrifstofubransanum eins og DV skýrðifrá í fyrra- dag. Ný feröaskrifstofa, ferðaskrifstofan Saga, hefur starfsemi eftir áramótin. Þar er stýrimaöur Jón sonur Guðna í Sunnu og Guðni verður aöalráðgjafi Sögu. Guðni verður þó ekki hlut- hafi. Hluthafar auk Jóns Guöna- sonar verða sex og hefur Sandkorn komizt að þvi hvaða menn ætla að skelia sér í slaginn með Jóni. Þeir eru Pélur Björnsson og Bjarni Stefánsson í Karnabæ, Þor- valdur Jónsson og Guðmund- úr Ásgeirsson hjá Nesskipum, Magnús Vigfússon prentari og Ágúst Sigurðsson i Stykkishólmi. Sósíalhetjunum hampað Afkoma dagblaðanna er likast til jafnmisjöfn og þau eru mörg. Ekki mun þó neitt launungarmál að Þjóðviljinn hefur um langt skeið átt undir högg að sækja. Arlega hefur blaðið gengizt fyrir happdrætti lil þess að auövelda reksturinn og svo mikið gengur á í þetta skiptið að blaðiö lætur sig ekki muna um að fórna rúmi á for- og baksíðu. Er þeim skilvisustu og þeim, er flesta miðana kaupa, hampað sem meiri háttar sósial-hetjum sem leggja hvaðeina á sig til aö málgagnið nái að komast á götuna. Út af fyrir sig göf- ugur hugsunarháttur en likasl til bjargar það Þjóðviljanum frá því að vera uppfullur af fréttum af fólki, sem greitt hefur miðana sína, að þeir eru fáir sem endast tii ölmusu- gjafa allt til banalegunnar. Umsjón: Sigurður Sverrisson Verkalýðsfélagið VíkinguríMýrdal: Styðurkröfur Vestfirðinga um jöfnunlífskjara -jöfnun húshitunarkostrv aðar og raforkuverðs Almennur fundur, sem haldinn var í verkalýðsfélaginu Víkingi í Vík í Mýrdal á dögunum, lýsir yfir eindregnum stuðningi við kröfur Alþýðusambands Vestfjarða um jöfnun lífskjara í landinu, svo sem með .jöfnun á húshitunarkostnaði, raf- orkuverði og afnámi söluskatta á fiutningum. í ályktun sinni bendir fundurinn einnig á að Vestur-Skaftafellssýsla er eitt mesta láglaunasvæði landsins svo að þeir þættir sem fyrr voru nefndir vega þungt um lífskjör hins al- menna launþega. Telur fundurinn að leiðrétting á þessum útgjaldaliðum myndi færa íbúum þessara byggðarlaga miklar kjarabætur. -KMU/Kristmundur, Vík í Mýrdal. Karl Þorsteins tefliríRio Karl Þorsteins, hinn ungi, snjalli skákmaður, mun halda til Rio de Janeiro í Brasilíu milli jóla og nýárs og tefla þar á sterku unglingamóti sem haldið verður dagana 1 .-21. janúar nk. Mótið verður skipað unglingum frá ellefu þjóðum. Ástæðan fyrir því að Karli Þorsteins var boðin þátttaka mun einkum vera sú að hann sigraði á Barnaársmóti Sameinuðu þjóðanna á Puerto Rico 1979. -KMU.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.