Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1981, Page 6

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1981, Page 6
6 DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1981. Spurningin Hvað telur þú þig verja hárri upphæð í jólainnkaupin íár? Anna ÁrnadóUir: Ja, það veit ég ekki. Ætli ég myndi ekki giska á svona um 2500 til 3000 krónur. Kristján Ólason: Ég er nú ekki alveg búinn að gera það upp við mig, en ég efa ekki að það verði mjög mikið. Sigurlaug Ingvadóttir: Úrugglega mjög miklu. Ásgeir Kröyer: Ég er bara ekkert farinn að huga að jólainnkaupunum ennþá. En það verður áreiðanlega ekki há upphæð. Sigurjón Stefánssoní Ég hef ekki velt þvi fyrir mér ennþá. Karen Ólafsdóttir: Það er ómögulegt að segja. Ég er nýkomin að utan eftir nokkuð langa dvöl og því ber ég ekki nógu gott skynbragð á verðlagið hérna, enn sem komið er. Við heimtum ekki launahækk- un heldur launajafnrétti —skrifar öldungadeildarkennarí Sigrún Harðardóttir ritari Vestur- landsdeildar Hins íslenzka kennara- félags skrifar: Nú stendur yftr deila milli kennara öldungadeilda og fjármálaráðuneyt- isins. Þessi þræta hefur opinberað ýmsa lesti á ríkinu sem vinnuveitanda og stjórn Hins íslenzka kennarafélags sem fulltrúa launþega. Ríkið leyfir sér að mismuna laun- þegum sínum. Það greiðir mismun- andi laun fyrir sömu störf. Kennarar hafa til áramóta álag 1,61 fyrir vinnu sína við öldungadeildina. Þegar öldungadeildir tóku til starfa í Fjöl- brautaskólanum í Breiðholti og Fjöl- brautaskólanum á Akranesi, fengu kennarar laun samkvæmt samningi M.H. kennara. í haust lækkar ráðu- neytið laun til annarra öldunga- deildakennara en M.H.-inga. Þessi gróflega mismunun er algerlega óvið- unandi. Það dytti engri stétt annarri en kennarastétt það í hug að láta bjóða sér slíkt. Við erum ekki að heimta launahækkun, heldur jafnhá laun og kennarar við M.H. hafa fengið til þessa, og sömu laun og við fengum á vorönn 1981. Nú gerast sviplegir atburðir. í trássi við vilja kennara, og í algjörri mótsögn við það sem þeir lofa undir- rita stjórnarmeðlimir H.I.K. fárán- legan samning án alls fyrirvara. Þessi samningur er algjörlega óhæfur. Nú ber svo við að Breiðhyltingar fagna margir hverjir þessum samningi. Það eru þær smásálir, sem ekki geta skyggnst út fyrir sinn eigin kopp. Þó 'að verknámskennarar hækki lítillega i launum er ekki nema sjálfsögð sam- heldni að standa með þeim, sem lækka í launum við nýju samnings- ómyndina, og ekki sakar að geta þess að álag 1.6 er vissulega meira en álag 1.45. Auk þess er þessi samnings- undirritun skammsýn og vanhugsuð vitleysa, sem kom jafnvel ráðuneytis- mönnum á óvart. Nú ætlar ráðu- neytið sér að svæfa málið í nefnd og halda áfram að greiða öllum öldungadeildakennurum laun með 1.45 álagi þar til hún hefur skilað drögum að nýjum samningi. Því miður vita kennarar allt of vel hvað það er að eiga laun inni hjá fjármála- ráðuneytinu mánuðum saman í þessari verðbólgu. Rtkið græðir á því að borga ekki sinum launþegum. Til sönnunar þessari staðhæfingu er einfalt að benda á dagpeninga þá sem kennarar i réttindanámi urðu að vinna í félagsdómi til þess að fá út úr ráðuneytinu. Þeir eru enn ekki komnir í vasa kennara, þó að tveir mánuðir séu liðnir frá því að þeir voru dæmdir okkur, ráðuneytinu til stórskammar. Það er óhætt að geta þess að stjórn H.l.K. hefur í hvívetna staðið kennurum fyrir þrifum í sjálfsögðum réttlátum kröfum þeirra, að þeir hafa ætíð latt okkur og skrökvað að okkur og svikizt um að gera það, sem þeir lofa að gera. Formaður félagsins virðist sérhæfa sig í risnureikningum á okkar kostnað á meðan hann fer á bak við félagsmenn sína og lætur hafa eftir sér yfirlýsingar um vilja félagsmanna sinna áður en hann hefur gengið úr skugga um þann vilja og semur þvert ofan í vilja okkar. Vilji kennarar að H.l.K. sé alvöru- stéttarfélag, að stjórn þess beri hags- muni félagsmanna sinna fyrir brjósti í verki, þá kjósi kennarar nýja stjórn í vor, stjórn, sem ber skynbragð á kjarabaráttu. Þó að stjórn félagsins láti undan hótunum ráðuneytis- manna, eru slík vinnubrögð sízt til að mýkja skap kennara, sem eru löngu orðnir saddir á lygum og hótunum. Við viljum ekki leggja niður öldungadeildir, eins og ráðuneytið og formaður H.I.K. vilja. Við viljum öldungadeildir og viljum fá aftur sömu laun og við fengum áður. íþróttamaður Reykjavíkur: Jón Páll kom aldrei til álita —ekki busettur í Reyk javík Haukur Bjarnason, rannsóknarlög- reglumaður, hringdi: Síðbúin, villandi og íllyrt grein birtist í Vísi á miðvikudaginn. Hún fjallaði um val íþróttamanns Reykja- víkur 1981. Stefán Svavarsson lyftingamaður kvartaði undan því að íþróttaráð Reykjavíkur hafi ekki séð íþróttaaf- rek Jóns Páls Sigmarssonar lyftingamanns er íþróttamaður Reykjavíkur var valinn. Óneitanlega minnir þetta mig á sögurnar um Don Quijote sem vissi ekki við hverja hann var að berjast. Marteinn Geirsson var valinn íþróttamaður Reykjavíkur vegna óvenjulangs og farsæls iþróttaferils fyrir íslands. Hann hefur verið í landsliðshópnum i handknattleik og leikið 59 landsleiki í knattspyrnu og verið fyrirliði landsliðsins að undan- förnu. Það er því ekki nein augna- blikshrifning sem ræður valinu. Frumskilyrði fyrir því að geta orðið fyrir valinu sem íþróttamaður Reykjavíkur er að viðkomandi sé bú- settur í Reykjavík og hafi verið það síðustu fimm árin og keppt fyrir Reykjavík. íþróttaráð Reykjavíkur hefur orðið fyrir ómaklegri og alrangri aðfinnslu því það er íþróttabanda- lag Reykjavíkur sem velur títt- Poppid: Police leiðinleg og óvinsæl hljómsveit 4913—1038 skrifar: Einar Bergur bar fram sér- kennilega kröfu í DB 29. okt. sl. Hann vill fá hljómsveitina Police sem fulltrúa poppsins á næstu Lista- hátíð. Fjandinn hafi það, fulltrúar poppsins hljóta að þurfa að rísa undir nafni. Þeir verða að vera bæði virtir og vinsælir. Þeir þurfa helzt að skara fram úr. Smokie-hneykslið má aldrei endurtaka. íslenzk poppmúsík var i mörg ár að ná sér eftir það slys. Valið á Led Zeppelin og Clash var hins vegar pottþétt og þjónaði tilgangi Listahátíðar með ágætum. Staða Police kemur vel fram í þeim vinsældaliðum brezku músíkblaðanna sem heita „leiðinleg- asta lag ársins”, „leiðinlegasta hljómsveit ársins” o.s.frv. Police er fastagestur á þessum listum. Því getur heldur enginn á móti mælt að Police er afar léleg og sérlega einhæf hljómleikagrúppa, þó ekki komi annað til, eins og sérlega þunnir textar (do, do, do, do, de, da, da, da o.s.frv). Ef nefna ætti nokkra aðila sem gætu kallazt fulltrúar poppsins þá dettur mér helzt í hug menn á borð við Frank Zappa, Peter Gabriel og Bob Dylan eða jafnvel Bruce Spring- steen og Rolling Stones. Nú er það kannski ástæðulaust að einblína á engilsaxneska markaðinn. Þjóðverjar eiga verðugan fulltrúa poppsins þar sem Nína Hagen er. Svíar hafa Zamla Mammaz Manna. Grænlendingar hafa Sume. Færeyingar hafa Kára P. Norsarar hafa Cut. Og við íslendingar höfum bæði Þursa og Bubba Morthens. Samkvæmt 4913-1038 er hljómsveitin Police í hásæti á erlendum listum svo sem: „Leiðinlegasta hljómsveit ársins” og „Leiðinlegasta lag ársins” og því lítt eftir- sóknarverð á Listahátið. nefndan íþróttamann. Jón Páll Sigmarsson kom ekki til álita vegna búsetu því hann býr alls ekki í Reykjavík og hefur ekki búið þar síðastliðin þrjú ár. Og að lokum: Var það ekki Guðmundur Sigurðsson lyftingamaður sem fyrstur hlaut þessa viðurkenningu árið 1979? Jón Páll Sigmarsson lyftingamaður kom ekki til greina við val fþróttamanns Reykjavikur þvf hann er alls ekki búsettur i Reykjavík. Hvenær vakna útvarpsmenn til vitundar? — verið ferskir en látið diskótekin um er útþvæld og þreytt þó hún sé framreidd í nýjum umbúðum. Hvenær ætla útvarpsmenn að vakna til vitundar um að áhugi hlust- enda hlýtur að beinast að tónlist dagsins í dag og þeirra hlutverk er að kynna hvað er að gerast þar sem gróskan í tónlistarmálum er mest. Verið ferskir en látið diskótekin um sífelldar endurtekningar á gðmlum slögurum. endurtekningarnar Inga skrifar: Ég get ekki orða bundizt út af dagskrá Ríkisútvarpsins. Ekki er lengur hægt að velja sér tónlistar- þætti við sitt hæfi og sleppa þeim, sem vekia ekki áhuga. Samansullsþættir eru allsráðandi. Kynning á tónlist er sama og engin. Sífellt er skorið af þeim þáttum er þó voru til staðar. Nýir þættir, svo sem Regnboginn, kynna tónlist sem

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.