Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1981, Qupperneq 20

Dagblaðið Vísir - DV - 02.12.1981, Qupperneq 20
20 DAGBLAÐIÐ & VlSIR. MIÐVIKUDAGUR 2. DESEMBER 1981. Menning Menning Menning Menning Síðastliðnar þrjár vikur hefur staðið yfir í Listasafni ASÍ heimildar- sýning um Guernica eftir Picasso. Jens Erik Sorensen ritar sýningarskrá og segir í formála: „Þessi kynning á hinu mikla verki Picassos, Guernica, varð til í sambandi við sýningarnar Um Guernica eftir Picasso, sem eru haldnar árið 1981, á hundrað ára fæðingarafmæli listamannsins, í ráðhúsi Gentofte, listasafni Árósa og listasafninu í Vejle. Jafnframt er hún skrifuö til heiðurs Pablo Picasso (1881—1973) og í tiiefni af hinni miklu sýningu í Louisiana-safninu.” Hrottaleg árás Síðla dags mánudaginn 26. april 1937 birtust Heinkel 51 og Junker 52 orrustu- og sprengjuflugvélar yfir þorpinu Guernica, en þann dag var markaðsdagur. Flugvélarnar ■Vörpuðu sprengjum á þorpið og eltu uppi bændur, konur og börn sem reyndu að flýia út á nærliggjandi akra og sku’u þau með vélbyssum. Þessari luottalegu árás lauk um klukkan 20 og þá voru 1654 iátnir og 889 særðir í Guernica. Ljósmyndir í ASÍ Sagt er að fréttin af þessum at- burði hafi valdið Picasso „áfalli og miklum harmi”. Og „tveim dögum seinna hófst hann handa við frumdrög að hinu mikla málverki”. Heimildarsýningin í Listasafni ASÍ sýnir okkur ljósmyndir af þessum frumdrögum. Hvernig myndverkið breytist í úrvinnslunni og síðan endanlegt verkið (ljósmyndað). Altaristafla Málverkið Guemica, sem er aðeins i „Áhorfandinn getur séð ólfk stflbrot frá myndferli listamannsins.” formáli í sýningarskrám er oftast sem yfirborðslegt skraut, án nokkurra beinna tengsla við myndverkin. Sýningarskrá á að vera lykill að sýningunni, þar sem áhorfandinn getur stutt sig við fræðilega umfjöllun á viðkomandi listaverkum. Portett í Listasaf ni íslands Um þessar mundir hanga uppi í Listasafni fslands andlitsmyndir eftir islenska listamenn. Sýningunni er vel fyrir komið og rekur feril portettsins hér á landi. Þessi sýning minnir okkur á hvernig sýnir lista- mannsins hafa breyst gegnum tíðina og hvernig mismunandi hugmynda- fræði liggur til grundvallar á hverjum tíma. Þetta er merkileg listsöguleg sýning. En hér í Listasafni íslands er ekki sýningarskrá! Oft er borið við peningaleysi og er, það að mörgu leyti rétt, íslensk lista- söfn eru óvenjuvannærð. Og auð- vitað er dýrt að prenta litmyndir á úr- valspappír. En sýningarskrá þart ekki alltaf að vera hugsuð sem bók: Það er nægilegt að láta fjölrita blöð með skýringatexta, því myndirnar eru til staðar á sýningunni. Listasafn íslands á að starfa sem safn og fram- kvæma eðlilega safnvinnu. Danskir aðilar Heimildarsýningin um Guernica í Listasafni ASÍ er sett upp og útfærð af dönskum aðilum, og nú er aðeins að vona að íslenskt listasafnsfólk dragi einhvern lærdóm af þessari sýn- ingu og hefji raunverulega safna- og sýningarstarfsemi. -GBK. „Guernica skiptíst f þrjá hluta likt og altaristafla, en myndbyggingin er tvöfaldur þrihyrningur”. GUERNICA í ASÍ þrem litum, hvitu, gráu og svörtu, skipt ist í þrjá hluta líkt og altaristafla (triptique), en myndbyggingir sjálf er tvöfaldur þrihyrningar. Vinstri hluti þrihyrningsins hleypur í gegnum kjaft og tagl hestins sem og opna hönd mannsins/matadorsins, sem liggur á jörðinni. Hægri hluti þríhyrningsins er samhliða stórgerðri konu sem fylgist með hörmungunum. Innan þessa þrihyrnings er svo annar minni, sem hefur sinn hæsta punkt í lampanum. í miðjunni er særður hestur. Til vinstri er nautið og móðir með andvana barn i örmum sér. Til hægri er kona sem dettur inn i brennandi hús sitt. Það vekur athygli að í myndinni er engin flugvél, ekki einu sinni sprengja. Þetta sýnir okkur að Picasso málaði ekki raunverulega árás heldur ákveðna skírskotun sem byggist á eigin reynslu og minningum, mótuðum af hans upp-. runalega umhverfi. Þannig vegur myndin salt milli styrjaldar og nauta- ats, en er sögð heita Guernica. Og þótt listamaðurinn hafi orðið fyrir miklum áhrifum frá ljósmyndum úr „Ce Soir” af atburðinum og leitað Myndlist GunnarKvaran sögulegrar samsvörunar í eldri lista- verk eins og „LÁpotheose des heros francais morts pour la patrie pendant la guerre de la liberté” eftir GIRODET, „La Liberté” eftir BARTHOLDl, „Massacre des Innocents” eftir G. RENI eða „Thétis og Jupiter” eftir INGRES, þá er Guernica fyrst og fremst per- sónulegt listrænt uppgjör, þar sem áhorfandinn getur séð ólik stílbrot (klassíkisma, kúbisma, automatisma, expressioisma) frá myndferli lista- mannsins. Vel útfærð sýning Þessi heimildasýning um Guernica er sérlega vel útfærð. Jens Erik Sorensen skrifar umfangsmikla sýningarskrá, þar sem hann nálgast verkið sögulega, táknrænt og formrænt. Þannig er sýningin fræðilega undirbúin og framsett fyrir ahorfendur sem öðlast um leið dýpri og gleggri skilning á verkinu. Miðað við íslenskar aðstæður er þessi sýning sérstaklega vei úr garði gerð og mættu safnstjórar hérlendis taka þennan undirbúning til fyrir- myndar því hingað til hafa sýningar yfirleitt ekki verið fræðilega unnar og Hemumiö Holland Hartman, Enrt EINNI STRlÐI. bknsk þýömfl: Arni Mrarímsrm. Rnyfcjnft. Iðunn. 1981. Mikið er alltaf skrifað af bókum um stríð og hernað. í þeim er hernaðurinn og stríðsreksturinn oft sveipaður rósrauðum bjarma og svo virðist sem bókunum sé ætlað að gefa jákvæða mynd af stríðsrekstri. Sú bók sem hér er fil umfjöllunar heitir Einn í stríði og er eftir hollenskan rithöfund Evert Hartman að nafni. Einu upplýsingarnar sem ég hefi tiltækar um hann eru af bókarkápu. Samkvæmt þeim er hann fæddur 1937 og er menntaður land- fræðingur. Hann samdi fyrstu bækur sínar handa fullorðnum, en Einn í stríði er fyrsta unglingabók hans. Hún kom fyrst út í Hollandi 1979 og var valin besta unglingabókin þar í landi það ár og árið eftir 1980 var Einn í stríði valin sem handhafi Evrópsku unglingabóka- verðlaunanna. Við lestur sögunnar fær lesandinn það ósjálfrátt á tilfinninguna að höfundurinn sé að Iýsa sinni eigin reynslu. Svo er samt ekki. Sagan á að gerast í Hollandi á árunum 1942-1944. Þá var Holland hernumið af herjum Hitlers. Aðalpersóna sögunnar er unglings- strákur, Arnold Westervoort að nafni. Faðir hans er félagi í NSB, sem voru samtök nasista i Hollandi. Starfsemi félagsins var meðal annars fólgin í stuðningi við hernámsliðið sem bakaði því miklar óvinsældir í Hollandi. Arnold er félagi í unglinga- samtökum nasista — Jeugdstorm en áhugi hans á málstaðnum er ekki mjög mikill. Óvinsældir nasista í Hollandi bitna mjög mikið á þeim sem á einhvern hátt tengjast samtökum nasista og fer Arnold ekki varhluta af árásum skólafélaganna, beinum og óbeinum. Eins og ég sagði áðan virðist mér sem höfundur hljóti að hafa upplifað Bókmenntir Sigurður Helgason þessa atburði. En það getur varla verið, því að hann var bara 7 ára gamall árið 1944. En hitt er alveg víst að efnistök Evert Hartmans eru örugg. Hann þekkir það umhverfi sem sagan gerist í og honum tekst vel að setja sig í spor aðalpersónu sögunnar, Arnolds, og lýsa þvi hver áhrif stríðið og það þjóðfélagsá- stand, sem styrjöldin bauð heim í Hollandi hefur á hann. Eins og fyrr segir er pabbi Arnoldsákveðinn nasisti og leggur sitt af mörkum til að tryggja stöðu Þjóðverja í Hollandi. Hann telur alla þá er vinna gegn þýska hernámsliðinu óþjóðholla og hættulega frelsi landsins. En ekki eru allir fjölskyldu- meðlimir Westervoort fjölskyldunnar á sama máli og svo virðist sem vantrúin aukist eftir því sem á stríðið liður. Amold verður fyrir verulegum erfiðleikum vegna pólitískra skoðana föðurins, því að það eru ekki hans skoðanir, sem hann er að halda fram heldur sér hann sér ekki annað fært en að halda áfram, a.m.k. í orði kveðnu þeim sjónarmiðunm, sem föður hans falla i geð. En þegar hann verður vitni að aðgerðum hernáms- liðsins og fer að heyra utan að sér af meðferð þeirra á striðsföngum í fangabúðum, fer hann að efast og honum tekst aldrei að vinna á þeim efa. Við lok sögunnar hafa Bretar náð að gera innrás í Holland og brjóta á bak aftur varnir Þjóðverja þar og þá stendur Amold Westervoort á kross- götum. Hann þarf að ákveða hvort hann fylgi foreldrum sínum til Þýska- lands, eða sé um kyrrt í Hollandi eftir að breski herinn hefur náð þar yfir- tökunum. Þessi saga er lýsing unglings á stríði. Við lestur sögunnar fær les- andinn nálægð styrjaldarinnar á til- finninguna.Hún hefur það rík áhrif á allt líf sögupersónanna, að enginn kostur er á að horfa framhjá henni. En þetta er ekki eingöngu lýsing á drengnum Arnold, heldur einnig á foreldrum hans og systur. Þegar áhrif nasistanna innan hollensks samfélags fara minnkandi hefur það mikil áhrif á hr. Westervoort og slæmt skap hans bitnar á öðrum á heimilinu. Kannski á bók af þessu tagi meira erindi til fólks nú en oft áður. Fréttir fjölmiðla eru yfirfullar af stríðs- æsingi og sumir segja að nú fari hönd erfiðir tímar, sem ekki séu alveg lausir við stríðshættu. Heims- styrjaldirnar ættu reyndar að vera viti, sem þeir eru þær upplifðu létu verða sér til varnaðar. En samt ieyfa voldugir menn sér sí og æ að leika sér að eldinum. Einn í stríði er vekjandi og leiðir huga manna að áhrifum styrjalda á þá sem engra hagsmuna eiga að gæta, en eru einfaldlega þolendur. Þeir voru margir sem báru skarðan hlut frá borði eftir heimsstríðin tvö og vonandi verður ekki um stríðsrekstur af þvi tagi að ræða á næstu ára- tugum. Vonandi rís það fólk upp sem nú er ungt í heiminum, og tekur upp baráttu gegn styrjöldum og stríðs- rekstri. Þá verður gaman að lifa. Sigurður Helgason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.