Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1981, Side 6
6
DAGBLADIÐ& VÍSIR. FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1981.
Spurningin
Finnast þér veður-
fréttirnar í sjónvarpinu
mega missa sín?
Jón Sigurflsson: Nei, alls ekki. Þær
mega engan veginn missa sín.
Anna María ReynisdóKir: Nei, þær
verða alltaf að vera á sínum stað.
Otló Sturluson: Nei, ég held nú siður.
Þær eru öllum íslendingum mikil
nauðsyn.
Árni Skarphéðinsson: Það fínnst mér
ekki. Vpðurfarið er manni svo mikil-
vægt. Það er alveg nauðsynlegt að fá
að vita hvernig það er og verður.
Kristín Bergsdóllir: Mér er nokkurn
veginn alveg sama.
Auflur Haralds: Nei, náttúrlega ekki.
Þær eru hað eina sem ég horfi reglulega
á í sjónvarpinu.
Lesendur Lesendur Lesendur
w.
Askorun til dagblaða og sjónvarpsins:
Birtiö myndirafsíbrotamönnum
— svofólkgeti varað
sigáþeim
Frá 9 manna slarfshópi á endurskoð-
unarskrifstofu í miðbænum:
Við viljum þakka ykkur fyrir að
birta myndina af manninum, sem
framdi þetta hryllilega ódæði á stúlk-
unni í Þverholti (DV 8. des. sl.).
Jafnframt skorum við á fjölmiðla
og sjónvarpið að birta myndir af sí-
brotamönnum, því fólk á kröfu á því
að geta varað sig á þeim.
Hingað til hefur því verið haldið
fram að taka bæri tillit til aðstand-
enda þessara manna, en hvað um
fórnarlömbin og aðstandendur
þeirra?
Haldið áfram að birta myndir,
þegar sibrotamenn eiga í hlut, eða
þegar afbrot eru eins svívirðileg og
þetta.
im----------------------►
Myndin sem birtist á baksiðu DV 8.
des. sl. Innfellda myndin er af Hall-
grími Inga Hallgrimssyni, sem gerði
hrottalega aðför að 15 ára stúlku í
Þverholti, föstudagskvöldið 4. desem-
ber.
Um tollstjóraembættið:
Óréttmætir starfshættir?
Bifreiðaeigandi kvartar undan þvi, að tollstjóraembættið skuli ekki endurgreiða bifreiðagjöldin, þótt farartæki verði ónýtt
og afskráð eftir fáeina daga af timabilinu. DV-mynd: Ragnar Th.
Bifreiflaeigandi hringdi:
Mig langar til þess að benda á
ósanngirni í sambandi við innheimtu
tollstjóraembættisins á bifreiða-
gjöldum eðasköttum.
Það er gert í upphafi hvers árs og
þar er innifalið skoðunargjald og sitt-
hvað annað. Verði bíll síðan ónýtur
og afskráður, fæst þetta alls ekki
endurgreitt, þótl bíllinn hafi kannski
einungis verið notaður örfáa daga af
tímabilinu.
Upphæðin, sem hér er um að
ræða, er að vísu ekki há, en það
breytir engu um óréttmæti slíkra
starfshátta.
V.S. telur verð á vetrarferðum til
Kaupmannahafnar vera óþarflega hátt
og vill auk þess láta lengja helgar-
ferðir til útlanda um einn dag.
Áskorun til Flugleiða
ogferðaskrifstofa:
Lengið-
helgar-
ferðir til
útlanda
V.S. skrifar:
Flestir, sem ég hef talað við, fagna
því, að ferðaskrifstofurnar hafa tekið
upp þá nýbreytni a^vera með helgar-
ferðir til Norðurlanda og Luxem-
borgar, að ég tali ekki um London.
Flestum finnst samt að þetta æltu að
vera 4-daga ferðir.
Þær gætu sem bezt hafizt á
fimmtudögum, þvi að vissulega er
um helgarferð að ræða, þótt farið sé
einum degi fyrr. Flestum finnst 3
dagar vera of naumur tími. Vonandi
athuga ferðaskrifstofurnar þetta
mikilvæga atriði sem mörgum finnst
skipta öllu máli.
Annað atriði er, að dýrast er til
Kaupmannahafnar — of dýrt, að
mínu áliti. Til dæmis ætti vetrarflug
að vera ódýrara og allir vita að hót-
elin í Kaupmannahöfn eru hálftóm á
þessum tíma. Þar er hægt að fá hótel-
herbergi mjög ódýrt, ef um er samið.
Hótelin vilja fá gesti og verð getur
farið allt niður í 100 kr. á góðu
hóteli, að þeim ógleymdum sem
bjóða miklu lægra verð.
Ég skora á Flugleiðir, sem ég óska
alls hins bezta, eins og vonandi allir
íslendingar, og ferðaskrifstofurnar,
að lækka nú Kaupmannahafnarferð-
irnar eins og mögulegt er. Til dæmis
mætti reyna þetta í tvö skipti og aug-
lýsa sem tilraun. Ég er ekki í vafa um
að fullskipað yrði í þær ferðir, eða
nálægt því.
Betra er að fljúga með marga far-
þega en fáa, ekki satt?
Vegna skrifa HannesarHólmsteins Gissurarsonar:
„Sagnaþulur Sjálf-
stædisflokksins”
Gyða Magnúsdöttir skrifar:
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
skrifar um „bókmenntir” í Morgun-
blaðið þ. 3. þessa mánaðar. Ber
greinin yfirskriftina „Nýr og betri
Stefnir” og á að fjalla um 3. tölublað
(1981) rits þessa, sem Samband ungra
siálfstæðismanna gcfur út.
Þegar ritsmíðin er lesin koma í Ijós
þvílikir sleggjudómar, að undrun
sætir. Hannes heldur því nefnilega
fram að lítið hafi verið bitastætt í
blaðinu, nema þegar einn núverandi
og annar fyrrverandi ritstjóri Morg-
unblaðsins hafi ritstýrt Stefni.
Einnig segir Hannes að deyfð hafi
hvílt yfir starfi SUS árin 1977—1981.
Gengur þessi staðhæfing þvert á
staðreyndir, þar sem SUS voru þá
einu samtök sjálfstæðismanna sem
sýndu lífsmark.
Hannes Hólmsteinn heldur sig við
sama heygarðshornið alla greinina á
enda og gefur mönnum persónulega
einkunn sína. Hann slær botninn i
tunnuna með þvi að hrósa sérstaklega
þeim ritstjóra Moprgunblaðsins sem
hann hafði ekki áður nefnt.
Ef umfjöllun Hannes Hólmsteins
um sögu Sjálfstæðisflokksins verður
svona lituð hans persónulegu
skoðunum, þá er betra að láta þá
sögu vera óskráða.
Hannes Hólmsteinn Gissurarson,
sagnfræöingur, á ekki miklum vinsæld-
um að fagna hjá Gyóu Magnúsdóttur
um þessar mundir.