Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1981, Qupperneq 12
12
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1981.
Neytendur
Neytendur
Neytendur
Neytendur
Neyter
Jólaklippingin
í mörgu er að snúast þessa siðustu
daga fyrir jól, og minnislistinn orðinn
langur. Eitt af því sem taliðer nauðsyn-
legt að ekki gleymist og það er jóla-
klippingin. Þorgeir Ástvaldsson, sem
alltaf er á leiðinni að „fara í fríið” er
einn þeirra er ákvað að lála snyrta sig
og snurfusá í tæka tið. Hann brá sér á
dögunum inn á Rakarastofuna við
Laugaveg 178 og þar sem frægur
maður var á ferð, smellti Einar Ijós-
myndari af þessari mynd. Meistari
staðarins, Þorberg Ólafsson, var
ánægður með fyrirhyggju Þorgeirs og
lét þau orð falla að vonandi kæmu
fleiri í jólaklippinguna í tæka tíð eins
og Þorgeir.
Á nrorgun verða rakarastofur opnar
til klukkan sex og næsta laugardag (19.
des.) til kl. 21. Á Þorláksmessu verða
rakarar svo með klippurnar á lofli fram
eflir kvöldi. Eflir því sem næst verður
komizt kostar herraklipping frá sjötíu
krónum og allt að eitt hundrað
krónum. Innifalið í verðinu er þvottur
og einhver ilmefni fyrir herra. Drengja-
klipping er um sextíu krónur. Þá er að
bæta jólaklippingunni á minnisblaðið.
-ÞG.
Hinn fyrirhyggjusami Þorgeir Ástvaldsson brá sér með góðum fyrirvara í jólaklipp-
inguna til Þorbergs Ólafssonar. DV-mynd-Einar Ólason.
Raddir neytenda
Léttverk
aöbúa
tilsperðla
Við birtum fyrir nokkru brél' frá
konu á Akureyri, þar sem hún sagði
frá því, að hún byggi sjálf til sperðla,
sem kallast reyndar bjúgu hér fyrir
sunnan. Nú hafði samband við okkur
kona i Reykjavík, sem sagðist líka hafa
gerl þella árum saman. Þella væri
bæði lélt verk og löðurmannlegt og
ætli að vera á færi flestra.
Konan sagðist yfirleill nota ærkjöt i
sperðlana. Hún tekur mestu fituna frá
og hendir henni, en hakkar afganginn.
Í stað fitunnar setur hún svo svínaspik,
sem hún sagði að gæfi miklu beira
bragð. Þetta er hrærl saman með salti
og pipar og ögn af kartöflumjöli.
Reykjavikurkonan sagðist fyrir
mörgum árum hafa keypt sérstaka
plasthólka utan um sperðlana sina og
dygðu þeir sér enn. En hún mundi ekki
hver það var, sem seldi henni þá, aðeins
að þeir voru innfluttir. Hún tróð inni-
haldinu i pokana á þann hátt að hún
setti sérstakt stykki framan á hakkavél-
ina sína. Upp á það stykki voru síðan
plasthólkarnir þræddir. Kjötinu var
síðan skcllt í hakkavélina og það kom
beint í pokana. Áður borgar sig samt
að taka hnifinn úr vélinni.
Þetta sérstaka stykki sagði hún að
hefði fylgt hakkavélinni sinni. En ekki
var henni kunnugt um hvorl hægt væri
að fá það keypt sérstaklega. Ef ekki,
má reyna að troða með höndunum
einum.
Að því loknu er svo tölt með sperðl-
ana í reyk.
-DS.
Ekkihægtaðfá
nýjanfiskf
sjávarplássinu
„Það er hálfótrúlegt, en það er
mikið nýnæmi að fá hér nýjan fisk,”
segir í bréfi frá húsmóður á Akranesi.
„Maður á ekki völ á öðru en frosn-
um fiskbitum hér i matvöruverzlunum.
Fiskbúð er ekki í rúmlega 5 þúsund
manna bæ.”
Ja, Ijólt er, ef satt er. Ég héll að
Akurnesingar væru annálaðar aflaklær
í sínu plássi . Það er undarlegt með
marga staði úti á landi, sem standa
bókstaflega alveg við sjávarsíðuna að
þar er aldrei nýr fiskur á boðstólum.
Fiskinum er ekið beint í frystihús og
hann frystur. Eftir það getur fólkið
náðarsamlegast fengið að kaupa
hann. Þá hefur verðið auðviiað
hækkað og fiskurinn misst hluta af
bragðinu og er ekki nærri eins safa-
ríkur. Undarlegt að allir þeir alhafna-
menn, sem í svona plássum búa, skuli
ekki drifa upp fiskbúðir og verzla beint
við skip og bála. Ég bara Irúi því ekki,
að viðskiptavinir fengjust ekki nægir.
DS.
JÓLAHJÓUÐ SNÝST
HRAÐAR OG HRAÐAR
Þá er hjólið farið að snúast á fullum
hraða. Hvarvetna sem Iveir koma
saman heyrast hin fleygu orð . . . fyrir
jól . . . fyrir jól. Verður þessu lokið
fyrir jól . . .? Verður þetta til fyrir jól
. . .? ... alveg áreiðanlega fyrir jól?
Þessi árvissi lagstúfur hljómar sem sagt
alls staðar. Auglýsingar i sjónvarpi, út-
varpi og dagblöðunt slinga misjafnlega
í augu og eyru, og hafa margar hverjar
þau áhrif að blóðþrýstingur neytenda
hækkar ósjálfrátt.
Við erum minnt á að nú þurfi að
baka, úr bezta fáanlega sntjörlíkinu
eða hveitinu, svo að baksturinn heppn-
ist. Við erum minnl á, að aðeins með
þessu eina sanna hreinsiefni getunt við
gert allt heimilið gljáandi spegilfagurt
og aðeins þannig sé mönnum boðlegt
að halda jólin og halda andlitinu.
Við erum minnt á, að aldeilis frábært
hljóti lífið að verða ef innihaldið í jóla-
pakkanum verði akkúrat svona og alls
ekki neitt annað.
Hjólið snýst hraðar og hraðar eftir
því sem dögunum fækkar, flestir
snúast mcð og kaupa, baka, skúra og
fá svima vegna snúningshraða hjólsins.
Aðrir l'ara í baklás, gela einfaldlega
ekki staðizt þennan hraða snúningsins
eða vilja alls ekki vera þátttakendur.
Þeir sem geta haldið blóðþrýstingn-
um nokkurn veginn eðlileguin i önnum
jólaundirbúningsins, gela frekar en
hinir notið þess að líla í kringum sig og
metið andrúmsloft aðventunnar.
Þeir geta notið þess að finna til-
hlökkunina seytla inn fyrir skinnið, og
virða fyrir sér mannlífið, sem tekur
heljarstökk í skamntdeginu. Þeir geta
notið þess að finna ilm jólanna taka sér
bólfeslu i hug og hjarta. Var það
annarsekki tilgangurinn?
Eða var tilgangurinn, að allar hús-
mæður landsins hrapi niður úr hrein-
gerningarstiganum á aðfangadagskvöld
jóla og allar fyrirvinnur landsins heim-
ila kaffærðust í gluggaumslögum á
milli jóla og nýárs? Hver var annars
upphafilegi lilgangurinn með þvi að
hjólið var sett af stað? .þq.
ÆVINTÝRAMAÐURINN LOFTIIR RÍKI
- OG MAGNÚS BJARNFREÐSSON ÁRITA BÓK SÍNA í PENNANUM
Loftur Einarsson hefurfyrir löngu fengið viðurnefhið hafði á hendi margvíslega fyrirgreiðslu fyrir íslenzka
Loftur „Ríki”. Það hefur þó ekki alltaf verið sann- sjómenn á stríðsárunum, stofnaði naglaverksmiðju
nejhi, þar sem fáir hafa verið snauðari af veraldlegum með Halldóri E. í Borgarnesi og tók sér sitthvaðfyrir
auði en hann á köflum. En Loftur er sannarlega maður hendur, sem engum öðrum hefði dottið í hug. Frá öllu
œvintýranna. Þegar þau hafa ekki komið til hans af þessu segir Loftur í bók sinni: ÞÁ LÆT ÉG SLAG
sjálfsdáðum hefur hann bókstaflega leitað þeifra, og STANDA en bókin er skráð af hinum vinsæla sjón-
fáir menn hafa reynt hið sama og hann. Loftur var á sín- varpsmanni Magnúsi Bjarnfreðssyni. Þeir Magnús og
um tíma í iandhelgisgœzlunni en skömmu síðar var Loftur verða í bókadeild Pennans við Hallarmúla frá
hann landhelgisbrjótur. Hann rak hótel á Akureyri og kl. 16.00—17.00 laugardaginn 12. desember og árita
á Spáni og hvort tveggja endaði með ósköpum. Hann þar bók sína.