Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1981, Qupperneq 14
14
DAGBLADID & VÍSIR. FÖSTUDAOUR 11. DESEMBER 1981.
HMEBlAÐWMmm
————■—1fyýálst, áháð dagblað
Útgáfuféiag: Frjéia fjölmiðkin hf.
Stjórnarformaflurjog útgéfustjóri: Sveinn R. Eyjólfsson.
Framkvœmdastjóri og útgáfustjórí: Hörflur Einarsson.
Ritstjórar: Jónas Krisljánsson og Eliert B. Schram.
Aflstoðarritstjórí: Haukur Helgason.
Fróttastjóri: Saomundur Guflvinsson.
Auglýsingastjórar: Páll Stafánsson og Ingólf ur P. Steinsson.
Ritstjórn: Siflumúla 12—14. Auglýsingar: Sfflumúla 8. Afgreiösla, áskriftir, smáouglýsingar, skrifstofa:
Þverholti 11. Simi 27022.
Sfmi rítstjómar 88611.
Setning, umbrot, mynda- og plötugerfl: HUmir hf., Sfflumúla 12.
Prantun: Árvakur hf., Skeifunni 10.
Askríftarverfl á mánufli 100 kr. Verfl f lausasölu 7 kr. Helgarblað 10 kr.
Prófraun stjómarsamstarfs
í hönd fer mesta prófraun á stjórnarsamstarfið,
síðan ríkisstjórnin var mynduð.
í innsta hring stjórnarliðsins ríkir sú skoðun, að
erfiðara verði að finna leið út úr vandanum en var á
sama tíma fyrir ári. Ágreiningur milli stjórnarliða sé
meiri. Efnahagsvandinn ætti þó í sjálfu sér að vera
minni en var í fyrra. Þá náðist samkomulag fyrir
gamlársdag, eins og alkunna er.
Þjóðhagsstofnun spáir nú 55 prósent verðbólgu á
næsta ári. Þetta þýddi, að óðaverðbólgan yki
hraðann. Verðbólgan í ár verður rúm 40prósent.
Margir forystumenn í Framsóknarflokknum fara
ekki dult með, að þeir telja, að flokki sínum verði ekki
stætt á að vera áfram í ríkisstjórn í vaxandi verðbólgu.
Framsóknarmenn sögðu í haust, að stefna ætti að
áframhaldandi minnkun verðbólgu, niður i 25—26
prósent á næsta ári. Alþýðubandalagsmenn tóku ekki
undir þetta.
Eftir spá Þjóðhagsstofnunar er ljóst, að vandinn er
meiri en virtist í haust. Við það hafa framsóknarmenn
hörfað. Þeir segjast nú munu sætta sig við 30—35
prósent verðbólgu á næsta ári. En þeir muni ekki una
við 55—60 prósent verðbólgu.
í spá Þjóðhagsstofnunar er ekki gert ráð fyrir
neinum grunnkaupshækkunum á næsta ári. Spáin
þýðir því að líkindum, að nú stefni í meira en 55
prósent verðbólgu.
Vandinn var þó meiri að þessu leyti fyrir réttu ári. Þá
komu fram spár um 70—80 prósent verðbólgu á árinu
1981. Einnig þá risu stjórnarandstæðingar úr sætum í
þingsölum og sökuðu ríkisstjórnina um að ætla að
senda þingið heim, svo að hún gæti komið fram efna-
hagsaðgerðum með bráðabirgðalögum ,,í friði”. En
einnig þá var ekki til samkomulag milli stjórnaraðila
um neinar efnahagsaðgerðir, þegar þingmenn fóru í
jólaleyfi.
Þeir, sem þá stóðu í eldlínunni, lögðu nótt við dag
um jól og nýár til að finna samkomulagsleiðir, svo að
stjórnin gæti setið áfram. Minnstu munaði, að stjórnin
spryngi. Á gamlársdag varð þó til samkomulag um
aðgerðir. Það bar svip skammtima,,íeddinga”. En fyr-
ir vikið hefur þó tekizt að koma verðbólgunni niður á
þessu ári.
Vandinn nú getur reynzt stjórnarsamstarfinu
hættulegri. Svartsýnir menn í stjórnarliðinu eru farnir
að tala um hugsanlegt þingrof og kosningar á næsta
leiti.
Aðrir stjórnarliðar halda í þá von, að enn takist að
finna samkomulag, líklega eftir mikið puð um
jólaleytið en hugsanlega ekki fyrr en líður á janúar.
Enn megi brúa bilið eftir áramót, verði þess þörf.
Kannski yrði það, eftir að flotinn stöðvaðist.
Almenningurlýsti ánægju með efnahagsaðgerðir
síðustu áramóta í skoðanakönnun Dagblaðsins.
Greinilega höfðu flestir skilið, að aðgerða var þörf og
ýmsa hagsmuni þurfti að skerða.
Ein meinsemdin nú er, að margir stjórnarliðar voru
farnir að hugsa með tilhlökkun til þess, að nú gætu
þeir í makindum stært sig af árangri í baráttu við
verðbólguna. Þess í stað er kominn upp harðasti
ágreiningur frá myndun ríkisstjórnarinnar. Menn
voru ekki við því búnir.
Almenningur mun ætlast til þess af ríkisstjórninni,
að hún hleypi verðbólgunni ekki aftur á fulla ferð
Fátt varanlegt liggur eftir þessa ríkisstjórn, en óséð er,
að aðrir skárri kostir séu til staðar.
Haukur Helgason
0RKUIÐNAÐUR
KREPPU
j hópi glæsilegustu fyrirtækja
okkar íslendinga eru orkufyrirtækin.
Það á við um raforkuverin, hitaveit-
urnar og dreifiveitur rafmagns. Þessi
fyrirtæki hafa byggst upp um langt
árabil en í mismunandi stórum stökk-
um. Þau hafa gegnt mjög mikilvægu
hlutverki í því að gera okkur betur
kleift að komast í gegnum þann
krappa sjó sem leitt hefur af hinni
gífurlegu hækkun oliuverðs í heimin-
um. Orkufyrirtæki okkar hafa og öll
skilyrði til frekari uppbyggingar ef
rétt er á málum haldið.
Það er því alvarlegt til þess að vita
að helstu orkufyrirtæki okkar eru í
verulegri kreppu. Ástæða þess er
mjög skammsýn stefna sem ríkt hefur
hjá rikisvaldinu varðandi verðlagn-
ingu á orku. Svokölluð verð-
stöðvunarlög, sem hér hafa verið
Kjallarinn
Birgir ísl. Gunnarsson
meira og minna í gildi um tíu ára
skeið, hafa tekið ákvörðunarvaldið
um verðlagningu orku úr höndum
eigenda orkufyrirtækjanna og sett
það í hendur verðlagsyfirvalda. Oft
hafa ríkisstjórnir átt síðasta orðið í
þeim efnum. Sjónarmið ríkisins við
þessa verðlagningu hafa yfirleitt á
hverjum tíma verið bundin við
skammtímasjónarmið og miðast við
að halda vísitölu niðri næsta vísitölu-
tímabil. Hagsmunir orkufyrirtækj-
anna eða orkuiðnaðarins í heild hafa
þá oft verið látnir víkja.
Mikil uppbygging hefur átt sér stað
i orkumálum undanf^rinn áratug.
Þrátt fyrir það hefur orkuverð frá
stærstu orkuveitunum lækkað miðað
við vísitölu byggingarkostnaðar.
Afleiðingar þess eru lítil eiginfjár-
mögnun en miklar erlendar lántökur
í K0KDILUB0ÐI
Það er ýmislegt sem okkur vantar
í sveitinni. Fyrir utan þjóðleikhús,
háskóla, refubú og annað smáræði
skortir okkur hérna einna helst
svonefnd kokdilliboð, en við höfum
verið frámunalega lausir við slíkt
alveg frá landsnámsmorgni til þessa
dags. Það má öllum vera Ijóst hvað
þetta er bagalegt fyrir afkomendur
Gunnars, Grettis og Njáls, svo ekki
sé minnst á afkomendur Snorra, en
samkvæmt nýjum fréttum hefur Iíf
hans verið eitt allsherjar kokdilli-
partí með viðeigandi kvennafari i
sundlaug.
Ég fæ ekki betur séð en þessi boð
séu okkur sveitamönnum jafn-
nauðsynleg og þéttbýlisbúum og varð
því harla feginn þegar mér var boðið í
slíkan fagnað um daginn. Að vísu
fannst mér hálf súrt að þessi
skemmtun skyldi haldin í Reykjavík,
en þó bætti það örlítið úr skák að
hún var haldin í höfuðvígi íslenskrar
bændamenningar og á þeim bar sem
Að loknum samningum
bætt sérstaklega. Ég hef alltaf haldið
því fram í alvöru, að það ætti að
semja um lágmarkslaun. Nú bregður
hins vegar svo undarlega við, að
hörðustu mótmælin gegn samkomu-
laginu eru gegn lágmarkslaununum.
Því hefur beint ogóbeint verið haldið
fram, að vissar starfsstéttir fengju
enga kauphækkun. Þetta er vísvit-
andi blekking. við fáum öll 3,25% á
alla flokka og þótti engum mikið.
Hins vegar fá til dæmis þeir, sem
taka laun eftir 9. launaflokki 10,9%
hækkun við hvað sem þeir vinna.
Þessi hækkun er of lítil, lægstu
launin eru svo smánarlega lág, en
þetta er þó spor í rétta átt.
Vonandi verður tíminn til 15. maí
notaður vel og vonandi taka menn
ekki of mikið mark á hvað nú sé allt í
kalda koli.
Ef menn líta í kringum sig, sjá þeir
auðvitað að engum dettur í hug að
stöðva bruðlið, Íúxusflakkið og flott-
rænisháttinn, sem við erum svo rik
af. Nei, þegar á að spara er alltaf
byrjað á þeim, sem minnst bera úr
býtum.
Gakktu um ríkisstofnanir og
Þá er búið að semja — eða hvað?
Sjálfsagt finnst flestum eins og mér,
að hlé hafi verið gert á samningum og
verkafólki gefnar nokkrar sárabætur
til vorsins. Sumir eru kokhraustir að
samkomulagi loknu og kenna 20
manna nefndinni um.
Það er orðin tízka í verkalýðs-
hreyfingunni eins og annars staðar í
þjóðfélaginu að kenna öðrum um án
þess að leggja til nokkur úrræði
sjálfir. Það er sannleikur að stór hluti
verkalýðshreyfingarinnar reyndist
ckki tilbúinn til átaka á þessum
árstíma. Þá var um tvennt að velja;
gera bráðabirgðarsamkomulag eða
að veltast í samningum í nokkra
mánuði aðminnsta kosti.
Hvorugur kosturinn var góður. Sá
seinni þó öllu verri. Á meðan setið er
við samninga gildir gamla kaupið.
Dýrtiðin stendur ekki í stað. Það er
sama hvort samið er um mikið eða
lítið eða ekkert, alltaf dynja yfir
okkur hækkanir, ekki sízt frá
opinberum aðilum.
Vísvitandi
blekking
Ég játa það, að ég var ekki of hress
Aðalheiður
Bjarnfreðsdóttir
yfir því samkomulagi, sem gert var í
nóvember. Þó sé ég i því tvo Ijósa
punkta. Annars vegar að samið
skyldi frá fyrsta nóvember og svo
hins vegar, að lægstu launin skyldu
kenndur er við Mími, en ef ég man
rétt var hann aðalhvatamaður og
stofnandi viskubrunnsins sem nú
hefur verið fluttur að Hótel Sögu
góðu heilli.
Þegar ég kom vestur á Sögu, eins
og þeir segja i höfuðborginni, var þar
fyrir múgur og margmenni og lenti ég
því í erfiðleikunt með að finna
húsbændurna en kokdilliglaður
kunningi minn hafði sagt mér að það
þætti kurteislegra að heilsa gest-
gjöfum áður en maður færi að leita
að konu með bakka.
Eftir skamma stund kom ég auga
á húsbændurna en þeir voru þá á tali,
eins og símadömur segja þegar
maður hringir í opinberi fyrirtæki og
þarf að tala við einhvern hátt settan.
Þetta kom sér afar illa fyrir mig
því á meðan á talinu stóð missti ég
fram hjá mér tvær bakkakonur og
þegar ég komst loks að, til að taka i
hendurnar á gestgjöfum, höfðu allar
konur með bakka skyndilega gul'að
upp og fannst mér þvi ástandið
nokkuð ískyggilegt. Ég fór nú að
reyna að mjaka mér innar i salinn og
tókst það jafnt og þétt, þrátt fyrir
ntikinn troðning, og viti menn, þegar
ég var að því kominn að gefast upp á
þessu rangli, sem ekkert var annað en
pústrar og olnbogaskot, opnuðust
skyndilega dyr rétt hjá mér og út
• „! sveitinni skortir einna helst svonefnd kokdilii-
boð, segir Ben. Ax. i grein sinni, og þótti honum
fýsilegt að komast í eitt slíkt.