Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1981, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1981, Page 36
36 DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1981. Andlát Ingi Halldórsson lézt á sjúkrahúsi Akraness 28. nóvember. Hann var fæddur 15. ágúst 1895 að Burstabrekku i Ólafsfirði. Ingi var kvæntur Guðlaugu Erlendsdóttur; þau eign- uðust þrjár dætur. Hann lærði bakaraiðn í Kaupmannahöfn og rak siðan brauðgerð að Vesturgötu 14. Síðustu árin var Ingi til heimilis að Skúlagötu 21, Borgarnesi. Hann verður jarðsettur í dag frá Fossvogskirkju kl. 15.00. Karl Magnússon, Nökkvavogi 38, Reykjavík, andaðist að morgni 9. desember. Kristín Guðmundsdóttir, Sólheimum 27, lézt í Borgarspítalanum 2. desember. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. María Anna Kristjánsdóttir, Urðarstig 16 Reykjavík, lézt i Elli- og hjúkrunar- heimilinu Grund, miðvikudaginn 9. desember. Kirkjustarf Jólavaka við kertaljós í Hafnar- fjarðarkirkju Þriðja sunnud. í Aðventu, 13. des., kl. 20.30 verður hin árlcga Jólavaka við kertaljós haldin í Hafnar- fjarðarkirkju. Nú sem endranær verður vakan með fjölbfeyttu sniði og mjög til hennar vandað. Háskólakórinn, undir stjórn Hjálmars H. Ragnarssonar tónskálds, flytur aðventu- og jólalög og valin kórverk. Slgurflur A. Magnússon rithöfundur heldur ræðu. Guflrún Sigurflardóttir leikur einleik á Cello. Margrét Pálmadóttir, sópran, syngur kirkjuleg einsöngslög og Páll Kr. Pálsson, organisti kirkj-' unnar, leikur orgelverk og stjórnar kirkjukórnum sem leiðir safnaðarsöng. Jólavakan hefur nú þegar unnið sér fastan sess á jólaföstu í Hafnarfirði. Hún er hvort tveggja í senn menningarviðburður og augljós vottur þess að hin helga hátíð jóla er senn i vændum. Hún laðar fjöl- margt í heilagt hús m eiga þar góða og hrífandi stund. Aðventukvöld í Laugarneskirkju Sunnudaginn 13. des. kl. 20.30 verður aðventu- kvöld í I.augameskirkju. Biskup Í-.lands, herra Pétur Sigurgeirsson verður ræðumaður kvöldsins. Belcanto-kórinn úr Garða- bæ syngur undir stjórn Guðfínnu Dóru Ólafsdóttur. Kórinn flytur Kantötuna: Lobet Christen eru en Heiland eftir Buxtehude og nokkur jólalög. Undir- leikarar með kórnum verða Sigrún Eðvaldsdóttir, Hildigunnur Halldórsdóttir og Sigurður Halldórs- son ásamt organista kirkjunnar Gústaf Jóhannes- syni sem einnig leikur einleik. Upplestur annast Pálmi Hjartarson kennari og börn úr barnastarfí Laugarneskirkju flytja helgileik undir stjórn Margrétar Hróbjartsdóttur safnaðarsystur. Sam- komunni lýkur með almennum safnaðarsöng. Helgihald þessa dags verður að öðru leyti með hefðbundnu sniði þ.e. barnaguðsþjónusta kl. 11 og messa kl. 14. Hafnarfjarðarkirkja Jólavaka við kertaljós kl. 20.30 sunnudagskvöld, Háskólakórinn syngur undir stjórn Hjálmars H. Ragnarssonar. Sigurður Magnússon rithöfundur flytur ræðu. Einleikur á selló, einsöngur og fleira. Sóknarprestur og sóknarnefnd. Tilkynningar Kveikt á jólatré í Hafnarfirði Fyrir hverja jólahátið í tæpa þrjá áratugi hafa íbúar Frederiksberg vinabæjar Hafnarfjarðar i Danmörku gefið Hafnfirðingum jólatré. Bæjarstjórn Frederiksberg hefúr nú sent veglegt tré, sem komið hefur verið fyrir á Thorsplani við Strandgötu. Ljós verða tendruð á jólatrénu kl. 16.00 sunnu- daginn 13. desember nk. Danski sendiherrann, Janus Paludan, afhendir tréð og dönsk stúlka kveik- ir Ijósin á því. Einar I. Halldórsson bæjarstjóri veitir trénu viðtöku. Við athöfnina leikur Lúðrasveit Hafnarfjarðar og Karlakórinn Þrestir syngur jólalög. Lúðrablástur og kökusala Skólalúðrasveit Árbæjar og Breiðholts leikur jólalög og fleira við Glæsibæ laugardaginn. 12. desember klukkan 15 ef veður leyfír/ Síðastliðið sumar tók lúðrasveitin þátt í afar fjölmennu móti skólalúðrasveita í Heradsbygd i1 Noregi og hlaut þar mikið lof fyrir leik sinn. Nú geta Rcykvikingar fengið að hlusta á lúðrasveitina og komast i jólaskap., Foreldrafélag lúðrasveitarinnar mun vera með kökusölu i Glæsibæ sama dag til styrktar ferðasjóði sveitarinnar. Jóla-helgarblöðin koma út laugardaginn 19. des. Vegna síaukins álags í prentsmiðju eru auglýsendur vinsamlegast beðnir að panta auglýsingar hið allra fyrsta. Auglýsendurl Við aðstoðum við gerð auglýsinga, ykkur að kostnaðarlausu, og því fyrr sem við fáum verkefni til að vinna úr, ^ því betra fyrir ykkur og okkur. Hafiö samband! iBIAÐIÐi 1 írjálst, úháð ríaghlað ■ AUGL H SKRII AUGLÝSINGADEILD SÍÐUMÚLA 8 SÍMI 27022 SKRIFSTOFA ÞVERHOLT111 SÍMI27022 I gærkvöldi I gærkvöldi „Hún Þyrnirós var bezta bam”- að sögn Af dagskrá gærkvöldsins valdi ég mér að hlusta á leikritið, Þyrnirós vaknar, og síðan æskuljóð Baldurs Pálmasonar. Þau fengum við ekki að heyra, fremur en í „Mezzoforte”, vegnatímahraks RUV. Leikritið átti að hefjast kl. 21.10 en 35 mínútna seinkun varð á flutningi þess. Vesalings þula mátti láta sig hafa að biðjast „innilega” af- sökunar á því, enda full ástæða til. Þessu sinni var um að kenna beinu útvarpi frá tónleikum Sinfóniuhljóm- sveitar íslands. Það er svo sannarlega fyrir neðan allar hellur hversu illa útvarpinu — og sjónvarpinu raunar líka —gengur að halda sig við auglýsta dagskrár- tíma. Erlendis tekst þetta alveg ágæt- lega. Hvað er að hjá okkur? Kunnum við ekki að telja, eða er það samlagnj ingin, sem reynist svo tor- veld? Síðan er útvarpsrás 2 sögð vera á næstu grösum — til þes að við get- um klúðrað henni líka, vænti ég. Þá var það leikritið og blessunin hún Þyrnirós. Ævintýrið er ósköp fallegt, svo sem ævintýrum oft er lagið, en margar eru hliðar þess, ef grannt er skoðað. Ætla ég mér ekki að ræða leikritið, heldur leggja út frá því. Óskhyggjan og raunveruleikinn er sitt hvað. Er Þyrnirós þeim undra- kostum búin að geta steypt sér í iðu nútíma þjóðfélags á augabragði, eftir „100 ára dvala”? Er nóg að vera „ung, falleg og sérlega glæsileg kona” sem ekki getur gert að því — trúi því hver sem getur — að hún hefur verið geymd „eins og skraut- fugl í búri”? Aldrei dytti mér til lifandis hugar að kjósa Þyrnirós á þing; til eins eða neins. Og aldrei myndi ég kjósa neinn af hennar hirð, því allt kvikt innan hallarmúranna svaf með henni. Að mínu mati ætti þetta fólk í mesta lagi erindi í hrotusamkeppni. Utan hallarmúranna gekk lífið sinn vanagang. Þegar Þyrnirós vaknaði var hún orðin þó nokkrum kynslóðum á eftir. En þetta var ekki henni að kenna, því hún stakk sig á snældunni. Þarfaþing þessi snælda og ómissandi á hverju heimili. Trúir nokkur heilvita manneskja því, að karlmaðurinn hafi „undirokað” konuna án þess að hún, sem helmingur þjóðfélagsins, beri nokkra ábyrgð á þeirri þróun mála? Hvaða tilgangi þjónar það síðan að velta okkur upp úr af- leiðingum þess að stinga sig á snældunni? Er ætlunin að koma í veg fyrir að slysið endurtaki : sig? Ég er nefnilega alls ekki viss um það. Sum- ar Þyrnirósir róa að því öllum árum, að prinsinn verði næsta fórnarlamb snældunnar. Oft býr flagð undir fögru skinni. Þetta nafn, Þyrnirós er því dálítið fyndið. Við skulum styðja þær konur, sem voru utan hallarmúranna og fylgdust með þróun tímans, en vara okkur á nývöknuðum, „bláeygum” preinsessum með stírurnar i augunum. Stuðlum að jafnrétti og vinnum að því afsanngirni. • Franzika Gunnarsdóttir. Jólasveinar í Hafnarfirði Laugardagana 12. og 19. des mun JC Hafnarfjörður standa fyrir skemmtun um allan Hafnarfjörð. Ekið verður á 5—6 vörubílum um öll hverfi bæjarins með lögregluna í broddi fylkingar. Á vörubílunum verða jólasveinar, Grýla og Leppalúði. Fyrirhugað er að stoppa á 8 stöðum víðs vegar um bæinn og mun hljómsveitin Dansbandið leika jólalög og jólasveinarnir syngja með, og gefa börnum sælgæti. Um leið og ekið verðum um hverf- in munu jólasveinarnir kynna verzlanir og fyrirtæki í bænum sem vilja taka þátt i þessari skcmmtun, jafn- framt sem þeir munu spila jólalög (þessi kynning fer fram gegnum hátalarakerfi). Á hliðum vörubílanna verða hengd stór auglýsingarspjöld sem minna Hafnfírðinga á hinar ýmsu verzlanir í bænum JC Hafnarfjörður hefur gengizt fyrir miklum áróðri i þá ált að hvetja Hafnfírðinga til að verzla ailt til jól- anna i Hafnarfirði. í þessu sambandi hefur JCH gef- ið út og hengt upp í allar verzlanir í bænum miða sem á stendur: „HAFNFIRDINGAR. GERHJ JÓLAINNKAUP/N Í HAFNARfíRDF' Síðan 1978 hefur JC Hafnarfirði gefíð út Jóla- gjafahandbók sem inniheldur frekari kynningar á verzlunum með auglýsingum o.fl. Mælzt er til þess að foreldrar taki börn sín með sér i verzlunarlciðang- urinn laugardagana 12. og 19. des. á milli kl. 13.30 og 17.00 og lofi þeim að sjá jólasveinana koma í bæ- inn i fyrsta skiptið í ár. Dansklúbbur Heiðars Ástvaldssonar Jólagleðin verður laugardaginn 12. des. að Brautar- holti 4 og hefst kl. 21.00. Jólamatur og ýmislegt til Ég eyöi aldrei peningunum i neitt sem tengist hjátrú. En þar fyrir utan er ég heldur ekki með annað en lukkupeninginn minn á mér núna. Afmæli Baháíar kynna trú sína Bháiar verða með skuggamyndasýningu o.fl. í félagsmiðstöðinni Fellahelli i Breiðholti, sunnu- daginn 13. desember kl. 15.00. Allir velkomnir. Jólamarkaður Goðatúni 2 við Hafnarfjarðarveg í sömu byggingu og Blóma- búðin Fjóla. Opið alla daga vikunnar frá kl. 13.00. Sýningin tekur um 1 1/2 klst. og flytur Guðlaugur skýringar með myndinni, en fyrir og eftir síðari sýninguna verða veitingar á vegum hússins. Aðgangurer40kr. Þetta er stórmerkileg heimildarmynd sem vakið hefur verulega athygli og ánægju þeirra er hana hafa séð. Hún fylgir smölunum eftir dag frá degi frá því þeir leggja upp í byggð á hestum sinum og þangað til safnið er réttað í Landréttum viku síðar. Milli 20 og 30 manns táka þátt i smöluninni, með 50—60 hesta. 60 ára afmæii á i dag, 11. desember, Vilberg Skarphéðinsson, Steinagerði 4 hér í bæ. Hann er erlendis um þessar mundir. Guðlaugur TrygRvi Karlsson Kvikmynd um Landmannaleitir Rangæingafélagið boðar til kvikmyndasýningar föstudaginn II. desember. Þann dag verður kvik- mynd Guðlaugs Tryggva Karlssonar, Landmanna- leitir, sýnd í Fóstbræðraheimilinu, Langholtsvegi 109—111 (gengiö inn að vestanverðu). Myndin verður sýnd tvívegis þennan dag, kl. 17.00 og kl. 22.00, en húsið verður opnað kl. 16.30 og 21.00.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.