Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1981, Page 39
DAGBLAÐIÐ& VfSIR. FÖSTUDAGUR 11. DESEMBER 1981.
39
Sjónvarp
Upptökur á áramótaskaupi
standa nú sem hæst
— Gísli Rúnarer
höfuðpaurinn
„Næst á dagskrá er kvikmyndin um
Snorra sturlaða. . .” sagði Edda
Björgvinsdóttir. Hún er sjónvarpsþula
í árpmótaskaupinu tilvonandi, sem
verið er að taka upp þessa dagana.
Mjög samviskusöm, en dálítið tauga-
óstyrk, sem ekki er að furða. Hún
verður nefnilega fyrir ótrúlegustu
skakkaföllum í starfi sínu.
Áramótaskaupið er ævinlega það
atriði i sjónvarpsdagskránni, sem beðið
er með mestri eftirvætingu. Og um fáa
þætti er rifist meira á eftir.
Það er Gisli Rúnar leikari, sem ber
aðalábyrgð á skaupinu þetta árið.
Hann er leikstjóri og einn af þrem
höfundum handrits. Hinir eru Randver
Þorláksson og Sigurður Sigurjónsson.
Gisli leikur ekki í þættinum. Það
gera hins vegar Randver, Sigurður og
Edda. Ennfremur þeir Bessi Bjarnason,
Guðmundur Klemensson og Laddi.
Hljómsveitin Galdrakarlar tekur að
sér tónlistarhliðina. Vilhjálmur
Guðjónsson útsetur og stjórnar.
Sviðsmynd er hönnuð af Baldvin
Björnssyni, en upptökustjóri er Egill
Edvarðsson.
-ihh.
Gisli Rúnar lciðbeinir sjónvarpsþulunni (Eddu Björgvinsdóttur). Hún er með tannbursta i hægri hendi — tilbúin að fara
siðustu yflrferð yfir stellið. DB-mynd Friðþjófur.
FRÉTTASPEGILL-sjónvarps íkvöld kl. 21.40
Rýmkun á einkarétti til út-
varps- og sjónvaipsreksturs?
„Fyrir fáum mánuðum virtist enginn
efast um óskoraðan rétt Ríkisútvarpsins
tii að reka útvarp og sjónvarp”, sagði
Guðjón Einarsson, þegar við spurðum
hann, hvað yrði efni fréttaspegils í
kvöld.
,,En þessi viðhorf hafa skyndilega
breytzt og nú virðist mörgum sjálfsagt
Nýjar bækur
að rýmka þessar reglur.
Við reyndum að ræða þetta mái frá
ýmsum hliðum.
Er eðlilegt að rýmka þennan rétt, og
þá hvernig? Á að gefa ntálið algjör-
lega frjálst, eða á að setja upp lands-
hlutadeildir?”
Guðjón sagðist mundu fá Hallgrím
Thorsteinsson, fréttamann, til að
liðsinna sér í þessum þætti. Hann tók
fram, að þetta efnisval gæti breytzt á
siðustu stundu, ef einhver óvænt stór-
tíðindi gerðust.
-ihh.
Samtalsbók við Lek Waless
Etttr Júilu Gottíi -Kltnk
Fyrir fáum mánuðum virtist einkaréttur
Rikisútvarpsins óskoraður...
Stækkunarlampinn
Samstaða nú
eftir Julin Gatter Klenk
Fjölvaúlgáfan hefur sent frá sér
samtalsbók við pólksa verkalýðsleið-
togann Lech Walesa. Höfundur bókar-
innar er þýzk blaðakona, Júlla Gatter
Klenk. Af einskærri tilviljun var hún
stödd í sumarleyft í Gdansk I ágúst
1980, þegar hún frétti af því að verka-
menn I Lenin-skipasmiðjunni hefðu
byrjaðsetuverkfall.
Þetta vakti forvitni hennar og hún
fór á stúfana og varð fyrst vestrænna
blaðamanna inn á verkfallssvæðið og
átti fyrsta viðtalið við Walesa. Síðan
dvaldist Júlia á staönum, deildi kjörum
með verkfallsmönnum og varð náinn
trúnaðarmaður Walesa.
Eftirmála skrifar Haukur Már
Haraldsson, fræðslufulltrúi ASÍ, um
heimsókn sína til Walesa I Gdansk.
Þýðandi bókarinnar er Þorsteinn
Thorarensen. Hún er 208 blaðslður,
prentuð I Prentstofu B. Benedikts-
sonar en bundin I Arnarbergi. *
| í) /\nf7 \ SUÐURLANDSBRAUT
LjV *?> Ob: SÍMI 84488 - PÓSTSENDUM
Veðrið
Veðurspá
dagsins
+. *
Veður verður óbreytt um alltl
I land. Fyrir norðan er él og 8—101
I stiga frost en á Suðurlandi bjart og|
I 6—7 stiga frost.
Veðrið
hér
og þar
I Kl. 6 i morgun
Akureyri skýjað —9, Bergen I
heiðskirt —14, Helsinki heiðskírt
I —14, Kaupmannahöfn alskýjað 0,
Osló snjókoma —9, Reykjavík I
heíðskírt —6, Stokkhólmur skýjað |
— 12.
Kl. 181 gær
Aþena léttskýjað +13, Berlín |
skýjað —1, Chicago léttskýjað —2,
Feneyjar þokumóða +14, Frank-
furt skýjað —1, Nuuk snjókoma —
f 6, London þoka —2, Luxemborg I
f snjókoma —1, Las Palmas létt-
skýjað +20, Mallorka hálfskýjað
+ 17, Montreal snjókoma —6, New
York léttskýjað +2, París skýjað
+ 5, Róm léttskýjað +14, Malaga |
|,léttskýjað +17, Vín skýjað +2,
’ Winnepeg alskýjað —6.
Gengið
I GENGISSKRÁNING NR. 237 -
■ 11. DESEMBER 1981 KL 09.15.
lEiningkl. 12.00 Kaup
Jrertim
------ mnnna
S«la gjaideyrir
Benderfltjadollar 8,180
Steriingspund 16,454
Kanadadottar
Dönek króna
Norsk króna
Saensk króna
Fkmsktmark
Franskur franki
Balg. franki
Sviesn. franki
HoHenxk florina
V.-þýzkt mark
Itötek Ifra
Austurr. Sch.
Portug. Escudo
Spánskur peseti
Japansktyen
I IrsktDund
SDR (aérstðk
dréttarréttindi)
01/08
6,896
1,1180
1,4184
1,4752
1,8693
1,4318
0,2125
4,4437
33164
3,6347
0,00678
03180
0,1264
0,0846
0,03742
12,912
2,0621
1,5791
9,5032
8,204 9,024
15,499 17,048
6,916 7,607
1,1213 1,2334
1,4226 1,564í
1,4795 1,8274
13748
1,4360
03131 0,234-
4,4669 4,902
33282 3,658
3,6454 4,009
0,00680 0,007
0,5195 0,571
0,1268 0,139
0,0849 0,093
0,03753 0,0412
12,950 143
9,5312
Sfcnsvari vagna genglsskréningar 22180.