Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1981, Page 40

Dagblaðið Vísir - DV - 11.12.1981, Page 40
íslenzkur flugmaö- ur i fangelsi íUbýu Þotuflugmaður hjá Arnarflugi situr nú í fangelsi í Líbýu. Þar hefur hann verið i um eina viku. Ástæðan mun vera sú, eftir þvi sem DV kemst næst , að hann ók ölvaður á vegg. Líbýumenn taka mjög strangt á Kosninga- aldur lækkaður um leið og þingmönnum verðurfjöígaö Í70 Stefnt er að hví að stjómarskrár- nefnd gangi frá tillögum um ýmsar veigamiklar breytingar á starfsemi Alþingis og kosningalögum, sent Al- þingi fjalli um fyrir næstu reglulegu kosningar. Eins og Vísir skýrði frá fyrir tveim mánuðum er samstaða milli stjórnmálaflokkanna um að þing- mönnum verði fjölgað í allt að 70 og jafnframt um að finna nýjar reglur um úthlutun uppbótarsæta, sem komi þétt- býlinu til góða til jöfnunar á raunveru- legum kosningarétti. Líkur hafa nú aukizt á samstöðu um að Alþingi verði breytt í eina málstofu i stað þriggja og loks um að kosninga- aldur verði lækkaður úr 20árum í 18. Þær breytingar sem Alþingi kann að samþykkja fyrir næstu kosningar verða siðan bornar undir næsta kjörið Alþingi. Nái breytingarnar enn fram, verður kosið á ný og þá samkvæmt hinum breyttu lögum. -HERB. Séra Þórhallur kosinn Talningu í prestskosningu til Akur- eyrarprestakalls lauk um klukkan 17 í gær. Kosningin var lögmæt þar sem 4020 af 6403 sem á kjörskrá voru, greiddu atkvæði. Sér Þórhallur Höskuldsson, prestur að Möðruvöllum í Hörgárdal náði kjöri með 2206 atkvæðum. Séra Jón Aðalsteinn Baldvinsson hlaut 1786 at- kvæði. Auðir seðlar voru 27 og 1 ógildur. Ekki er ákveðið hvenær hinn nýi prestur Akureyringa verður settur inn í embættið. Vonir stóðu til að í morgun tækist að hefja talningu til Glerárprestakalls. Þar hefur staðið á alkvæðum frá Grímsey, sem ekki hafa borizt sökum ófærðar. slíkum brotum. Innfæddir geta átt von á hörðum refsingum en útlendingum er hins vegar sýnd einhver miskunn. Er vonast til að hægt verði að fá flugmanninn lausan fljótlega gegn greiðslu fjársektar. Utanrikisráðuneytið hefur verið beðið um aðstoð í máli þessu. Að sögn Þorsteins Ingólfssonar sendi- ráðunautar er ekkert stjórnmálasam- band milli íslands og Líbýu. Hefur því verið farið fram á það við danska sendiráðið að það annist fyrir- greiðslu í máli flugmannsins. Fjórar áhafnir Arnarflugs eru nú úti í Líbýu. Eru tvær Boeing 707 þotur félagsins í fragtflugi frá Evrópu til Tripóli. Starfsmenn Arnarflugs úti vipna að þessu máli í samvinnu við danska sendiráðið. -KMU.i Loðnunót skipa er engin smásmíði, enda eru skipin fljót að fylla sig, komist þau í torfu. Það er þó e.t.v. betra að tala um slíktíþátíð, því loðnuveiðibann ríkir og menn eru uggandi um loðnustofninn. Myndin var tekin við Reykjavíkurhöfn í gær, þegar nótin var tekin upp ár Hákoni ÞH-250. Þeir á Hákoni náðu að fylla sinn kvóta ísíðustu veiðiferðinni, fengu alls 12.400 tonn. D V-mynd S. Eftir næturlangan f und: SAMK0MULAGI BSRB-DEILUNNI -JB. Erlend lán til skipakaupa innanlands? Tveir þingmenn Vestfirðinga, Sig- hvatur Björgvinsson og Matthías Bjarnason, Itafa lagt fram fyrirspurn á Alþingi til viðskiptaráðherra um það hvort hann hafi heimilaö erlendar lán- tökur vegna kaupa á nskiskipum inn- anlands. Samkvæmt heimildum DV er tilefnið kaup Hraðfrystihúss Patreks- fjarðar hf. á Sigurey frá Siglufirði. Hraðfrystihúsið er eign samvinnu- fyrirtækja og er raunar alveg nýtt. Var það mikil fjárfesting og skipakaup sömuleiðis. Reynis't það rétt, að erlent lán hafi fengizt vegna kaupanna á Sigurey og leyfi verið veitt til þess að taka það, ntun slíkt vera nýjung í fjár- mögnun á skipakaupum milli staða innanlands. -HERB. —3,25% kauphækkun. Gildistími til 31. júlí — leiðrétting á persónuuppbót og breytt launaf lokkaröðun Samkomulag náðist milli samninga- nefndar BSRB og fulltrúa ríkisins um aðalkjarasamning á ellefta tímanum i morgun. Höfðu deiluaðilar þá setið á fundi i alla nótt. Samkværht upplýs- ingum blaðsins var samið um 3,25% hækkun grunnlauna og gildistimi samnings er frá 1. nóvember til 31. júli. Sem fyrr sagði höfðu deiluaðilar setiö á fundi í alla nótt, að undangengn- um fundi stóru samninganefndarinnar. Þar höfðu orðið harðvitugar deilur um samningsdrög 8 manna nefndar og samninganefndar ríkisins. Samkomulagið sem fyrir lá i morgun var á grundvelli ASÍ-samningsins. Að auki var samið um leiðréttingu á persónuuppbót. Einnig var samið um breytingar á röðun í launaflokka. Sam- kvæmt þeim hækkar starfsmaður nú um einn flokk eftir 13 ár i starfi í stað 15 ára áður. Að loknum samningafundinum 1 morgttn, aulaði Ragnar Arnaids fjár- málaráðii; ,t að leggja samkomulagið fyrir rík; .stjornina til ,. ;,.þ> *ktar. Veröur geigið til ..Jirskriftar samnmgst i-...4ídag. -JSS. irjálsi, úháð dagblað FÖSTUDAGUR11. DESEMBER1981. Kærði 19 ára piltfyrir líkamsárás 45 ára gamall maður kærði í gær- kvöld 19 ára pilt fyrir líkamsárás er hann varð fyrir á Hlemmtorgi. Mennirnir tveir voru báðir nokkuð vel við skál en sá yngri mun hafa slegið þann eldri i andlit. Lögreglan kom á- vettvang og voru þó nokkrir áverkar á manninum. Hann var fluttur á slysa- deild, en vegna ölvunar hans var aðgerð látin bíða þar til í dag. Mennirnir voru því báðir fluttir í geymslu lögreglunnar en ekki reyndist unnt að yfirheyra þá í gærkvöld. Eldri maðurinn mun nokkrum sinnum áður hafa átt saman við lögregluna að sælda. Nokkur vitni urðu að slags- málunum og verða þau yfirheyrð í dag. -ELA. Akureyri: ElduríhúsiKEA Eldur kom upp á fjórðu hæð hússins nr. 95 við Hafnarstræti á Akureyri um hálffjögurleytið í gærdag. Húsið er aðalhús KEA. Á fjórðu hæðinni var geymsla þar sem allnokkurt rusl var geymt. Greiðlega gekk að slökkva eldinn og urðu ekki teljandi skemmdir áhúsnæðinu. Eldsupptök eruókunn. -ELA. Beinútsending BBCá aðfangadagskvöld „Það hefur verið ákveðið að falast eftir beinni útsendingu frá BBC á aðfangadagskvöld,” sagði Hinrik Bjarnason hjá Sjónvarpinu i samtali við DV. „Þetta er þáttur með jólaefni frá einum sjö löndum, þar á meðal Betlehem í Landinu helga. Efni þetta er ekki hægt að fá á annan hátt og kostnaður við það er tiltölulega lítill, ekki meiri en við fréttir.” Áformað er að þessi jóladagskrá verði sýnd klukkan 21 á aðfangadags- kvöld. Tekur útsendingin á bilinu 60 til 90minútur. -JB. Þaö er ekki lengur hœgt að segja um prentara og mjólk- urfrœðinga að þeir sóu eíns og svart og hvftt. hressir betur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.