Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1981, Page 16
16
DV — HELGARBLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1981.
DV á blaðamannafundi með Reagan Bandaríkjaforseta íWashington
BROSANDIOG PÍREYGUR
□NS OG ROY ROGERS
Rúmum klukkutima áður en forset-
inn var væntanlegur á staðinn var setu-
stofan i blaðamannaklúbbnum i
Washington troðfuil af fólki. Þar voru
útvarps- og sjónvarpsmenn með tæki
sin og tól, Ijósmyndarar með fjórar og
fimm vélar hangandi framan á sér og
blaða- og fréttamenn af öllum stærðum
og gerðum.
að standa undir ræðunni. Þetta hleypti
illu blóði i suma í þvögunni: þetta end-
ar með því að það verður ekkert pláss
eftir handa okkur, sagði hraustlega
vaxin kona með blátt hár, merkt
Houston Post í bak og fyrir. Aðrir tóku
undir þetta. öryggisverðirnir létu þetta
sem vind um eyru þjóta og ráku fólk
aftur. Fimm skref aftur á bak, hrópaði
ist hvað olli bungnum. Þeir horfðu
haukfránum augum yfir salinn og
sýndu engin svipbrigði. Af og til sté
skriffinnslegur maður í ræðupúltið og
taldi: 1—2—3—4—5, 5—4—3—2—1.
Það minnti mig á söguna af nýja Ijár-
málaráðherranum hér, sem átti að sitja
fyrir svörum í sjónvarpi. Útlit var fyrir
að hljóðnemi hans væri eitthvað bilað-
Reagan Bandaríkjaforseti bendir á mörk sovéskra kjarnorkufíauga í Nationa! Press Club í
Washington.
ur, svo hann var beðinn að telja upp að
25 og síðan aftur á bak niður að einum.
— Þetta kann ég, sagði hann. — Þetta
er sama prófið og ég var látinn taka áð-
ur en ég varð fjármálaráðherra!
Á slaginu klukkan tíu sló þögn á
hópinn og valdsmannsleg rödd sagði:
Herrar mínir og frúr, forseti Banda-
ríkjanna. Um leið gekk í salinn, um-
kringdur lífvörðum, Ronald Reagan,
40. forseti USA, sólbrúnn og sæliegur,
píreygður eins og Roy Rogers og gleið-
brosandi eins og Hollywoodstjarna.
Allir risu á fætur og klöppuðu hraust-
lega. Bláhærðu konurnar teygðu sig og
reigðu til að sjá höfðingjann sem best
og ég tók eftir að fjölmargir kinkuðu
kolli í viðurkenningarskyni.
Fattur og frískur
Því er ekki að neita, að Ronald lítur
vel út og ber ekki með sér að vera kom-
inn yfir sjötugt. Hvergi er að sjá grátt
hár á höfði hans (enda mun það vera
opinbert leyndarmál í Washington að
hann láti lita á sér hárið). Hann er fatt-
ur og frískur að sjá, röskur i hreyfing-
um og glaðlegur. Hann ávarpaði hópin
stuttlega og fékk aukaklapp þegar hann
gat þess að nú væri hann „einn af ykk-
ur” — samkvæmt venju er forseti
Bandaríkjanna félagi I blaðamanna-
klúbbnum, National Press Club, og
Reagan hafði fengið skírteini sitt núm-
er 2907 afhent skömmu áður um morg-
uninn.
Það kemur ekki á óvart að Ronald er
líka góður ræðumaður. Hann kann all-
ar sínar replikkur, eins og góðs leikara
er von og vísa, og aðeins örsjaldan leit
hann niður fyrir ræðupúltið, þar sem
texti ræðunnar rann eftir sjónvarps-
skjá. Efnið er nú öllum kunnugt til-
lögur Bandaríkjastjórnar um fækkun
kjarnorkuvopna í Evrópu, þar sem fólk
býr við stöðuga ógnun kjarnorkustríðs
yfir höfði sér, eins og Ronald sagði.
Myndavélahaglél
Allan tímann á meðan Bandaríkja-
forseti talaði klikkuðu myndavélarnar
stöðugt. Ljósmyndararnir hafa greini-
lega hlustað með sömu athygli og aðrir,
því um leið og forsetinn sagði eitthvað
afgerandi magnaðist „skothríðin” til
muna. Og þegar hann benti með
vísifingri á línurit yfir fjölgun sovéskra
kjarnorkuvopna í Evrópu og kort af
álfunni, þar sem sýnt var að frá kjarn-
orkustöðvum Kremlverja í Úralfjöllum
er hægt að skjóta kjarnorkubombum
langt vestur fyrir ísland, varð mynda-
vélaklikkið eins og dúndrandi haglél.i
Það kom því ekki á óvart daginn eftir,1
að öll helztu blöð voru með sömu
myndina — þá sömu og fylgir hér með.
Ronald fór mörgum orðum um frið-
arvilja Bandarikjanna og hernaðarupp-
byggingu Sovétríkjanna og lýsti þvi
samúð sinni með „óraunhæfum” hug-
myndum nýju friðarsinnanna í Evrópu.
Einhliða afvopnun Bandarikjanna og
NATO kæmi ekki til greina. Forsetinn
talaði um frelsi mannsins eins og póli-
tíkusum á íslandi er tamt að gera á 17.
júní og jólunum. Af og til varð hann
hreinlega væminn eins og löndum hans
er tamt — en trúa mín er sú, að enginn
hafi lagt þann skilning í það nema ég
sjálfur.
Ronald, Roy og
Trigger
Það var að ntinnsta kosti ekki að sjá
og heyra á sjónvarpsfréttunum um
kvöldið og blöðunum daginn eftir.
Ekki ómerkari pappír en Washington
Post kallaði ræðuna og flutning forset-
ans „meistaraverk” og hver „frétta-
skýrandinn” á fætur öðrum taldi ræð-
una sögulegan viðburð, eins og forset-
inn sagði raunar sjálfur um hana.
Ronald Reagan lauk máli sínu með
þvi að vitna í John F. Kennedy heitinn
forseta, sem talaði um friðinn á Alls-
herjarþingi Sameinuðu þjóðanna fyrir
tuttugu árum. Ég vonast til að þjóðir
heims sameinist Bandaríkjunum í að
efla friðinn, sagði Ronald. Hann veif-
aði nýja blaðamannaskírteininu sínu og
hvarf á braut, sömu leið og hann hafði
komið, vinkaði til sjónvarpsvélanna
um leið og hann gekk út, rétt eins og
Roy Rogers var vanur að veifa af baki
Triggers i lok bíómyndanna þar sem
góðu mennirnir unnu réttlátan sigur.
Omar Valdimarsson
Allt þetta fólk stóð og tvísté Iraman
við málmleitartækin, lögregluþjóna og
leyniþjónustumenn með sólgleraugu og
hlustunartæki í eyranu. Innan við
málmleitarhliðin — rétt eins og á fiug-
völlum — voru nokkrir sterklega
byggðir og vopnaðir náungar með illi-
lega úlfhunda sem haldið var frá öllum
upphlaupum með grönnum stálkeðj-
um. Sem sagt: öryggisráðstafanir í há-
marki. Þær hafa aukist til mikilla
muna síðan reynt var að skjóta forset-
ann hér i borginni í vor. Einn af stjórn-
armönnum klúbbsins, Hugo Perez frá
Guatemala, sagði síðar frá því að alla
nóttina áður hefðu leyniþjónustumenn
verið í húsinu með hunda og leitartól af
ýmsum gerðum til að tryggja að hvergi
væri að finna nokkuð — eða nokkurn
— sem gert gæti forsetanum mein.
Ströng vopnaleit
Klukkan rúmlega níu var farið að
hleypa fólki inn i salinn, þar sem for-
setinn ætlaði að flytja ræðu sina.
Mikil eftirvænting var í hópnum — það
lá í loftinu að hér væri eillhvað merki-
legt um það bil að gerast. Fyrst fóru
sjónvarps- og útvarpsmenn inn, siðan
Ijósmyndarar — allir þeir sem þurftu
einn þeirra. Fyrr verður engum hleypt
inn. Enginn hreyfði sig um tommu —
þetta var eins og að vera í Breiðholts-
strætó. Loks var þó almennum blaða-
mönnum hleypt inn í salinn. Fyrst voru
menn látnir tæma vasa sína áður en
gengið var í gegnum málmleitarhliðin
og tveir og tveir öryggisverðir með sex-
hleypur sér við mjöðm grannskoðuðu
hvert kvenveski og hverja skjalatösku.
Inni í salnum, þar sem alla jafna eru
haldnar veizlur og matarboð, hafði lið-
lega 200 stólum verið raðað upp. Á
þrjá vegu í kringum sætin höfðu sjón-
varps- og útvarpsmenn komið sér fyrir í
frumskógi myndavélá, rafmagnssnúra
og hljóðnema. Blaðamannahópurinn
var ærið mislitur — þar voru svartir,
hvítir, gulir og brúnir, bláhærðar kon-
ur í blómaskóm, virðulegir eldri menn
með pressumerki hangandi um hálsinn,
uppgjafahippar i gallabuxum, gamlir
fréttahundar og villuráfandi útlendir
blaðamenn.
Hæfileikapróf fjár-
málaráðherrans
Uppi við ræðupúltið var hópur
hraustlegra manna með hlustunartæki í
eyrum og búlgandi jakka; engum duld-
Smurbrauðstofan
BJORISJINN
Njálsgötu 49 — Simi 15105
$mu3S&?
Norskar
skíðapeysur
margar gerðir
dömu- og
herraslærðum