Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1981, Side 25

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1981, Side 25
DV — HELGARBLAÐIÐ — LAUGARDAGUR 12. DESEMBER 1981. 25 Nýjar bækur Nýjar bækur Nýjar bækur sambýlishúsi ásamt mömmu sinni og pabba. Mamma vinnur í kjólabúð, pabbi er kennari, Jóakim er hræddur, því krakkarnir í götunni eru stundum vondir og Sara segir honum frá ýmiss konar hryllilegum alburðum sem eiga að hafa gerst ihúsinu.Og svo er Jóa- kim hræddur við náttfuglana svörtu og vondu í klæðaskápnum. Náttfuglarnir er 124 blaðsíður. Prentrún prentaði. Jörvagleði eftir Guðmund Halidórsson Bókaútgáfan örn og örlygur hf. hefur gefið út skáldsöguna „Jörva- •gleði” eftir Guðmund Halldórsson frá Bergsstöðum. Guðmundur er löngu landsþekktur rithöfundur og hafa áður komiö út eftir hann bæði skáld- saga og smásagnasöfn. Siöasta skáld- saga hans á undan þessari var „Þar sem bændurnir brugga i friði”, en hún kom út árið 1978. í Jörvagleði fjallar Guðmundur um umbrotatfma i íslensku sveitalífi og þau nýju viöhorf, sem skapast þegar stóriðja og stórvirkjanir kpma til um- ræðu og álita. Þessi mál eru nú mjög ofarlega á baugi á íslandi og sýnist sitt hverjum, rétt eins og söguhetjun- um í Jörvagleði. Bókin Jörvagleði er sett og um- brotin hjá Leturvali sf., filmuunnin hjá Formi sf., prentuð hjá Prenttækni hf. og bundin hjá Arnarfelli hf. Káputeikning er eftir Pétur Haildórs- son. Flökkulff œskusaga Hannesar Sígfús- sonar Iðunn hefur gefið út bókina „Flökku- líf”, sem er æskusaga Hannesar Sig- fússonar skálds. Hann er eitt af helstu ljóöskáldum sinnar kynslóðar og hefur gefið út fimm ljóöabækur með frumortum ljóðum. Auk þess hefur hann þýtt stórt safn norrænna nú- timaljóða og eina bók í óbundnu máli hefur hann gefið út, skáldsöguna Strandið. Flökkulif greinir frá æskuárum höf- undar. Sagt er frá æsku- og uppvaxt- arárum hans í Reykjavík, fjölskyldu- högum þar sem á ýmsu gengur, enda- sleppri skólavist og fjölbreytilegri æskureynslu. Hannes varð skálda yngstur til aö lesa úr verkum sínum í útvarp, og litlu síðar hélt hann til Noregs til að læra refarækt. Um bókina segir í forlagskynningu: „Hannes varð eitt helsta skáldið í hópi þeirra, sem nefnd hafa verið atómskáld og frásögn hans er fróðleg um mótun- arár þeirra höfunda, sem báru fram nýjan ljóðstíl í bókmenntunum undir miðbik aldarinnar.” Don Kfkóti eftir Cervantes Út er komið hjá Almenna bókafélag- inu 1. bindið af Don Kikóta eftir Cervantes Saavedra i þýðingu Guö- bergs Bergssonar rithöfundar. Leiðangrar þeirra tvímenninga víðs- vegar um Spán hafa siöán haldið áfram að vera frægustu feröir heimsins og ennþá er sagan um þá Don Kikóta og Sansjó Pansa aðalrit spænskra bók- mennta. Er þvf vonum seinna aö fá þetta sigilda rit út á islensku. Don Kikóti er upphafsrit i nýjum bókaflokki sem Almenna bókafélagið er að hefja útgáfu á. Nefnist hann Úr- valsrit neimsbókmenntanna og má ráöa af nafninu hvers konar bækur forlagið' hyggst gefa út í þessum flokki. Þetta fyrsta bindi af Don Kikóta er 206 bls. aö stærð og er unnið i Vikings- prenti og Félagsbókbandinu. Sunnlenskir sagnaþættir — frósagnir frá liðinni tíð Frá Hildi er nýkomin bókin Sunnlensk- ir ‘rgnaþættir, en í henni er safn frá- sagna frá liðinni tíð, skrifað af ýmsum þekktum höfundum frá fyrri tímum. Af frásögnum í bókinni má nefna: Skipsströnd, þjóðlífsþætti, náttúru- hamfarir, sagnaþætti, einkennilegir menn, þættir af Kambsráni, þjóö- sagnaþættir o.fl. Bókin er skreytt teikningum. Áætlað er framhald af þessum bóka- þáttum, er ná muni yfir allt landið. Verða þá teknir fyrir hver landsfjórð- ungur fyrirsig. er örlaga saga tveggja einstaklinga, en hún er ekki síður þjóðlifssaga, skrifuð til að sýna, hversu ríkur þáttur ástin var í lífi þjóðarinn- ar í fábreytni og fásinni fyrri tíma eða eins og segir á einum stað í bókinni: Hvert gat fólkið flúið í þennan tíma undan tstinni? Ekki í ferðalög, skemmtanir, aðra atvinnu né hugsjónir. Það bjó með ástinni og hafði engin ráð til að sár, stundum vildi það ekki eyða henni, þó hún væri sár, hún var það eina sem það átti. Ef hún á hinn bóginn var lukkuð, þá varð hún lífsfylling í baslinu og fyllti kotið unaði. Hinn sæli morgun, er ekki hefðbundin ástar- saga, hún er annað og meira. Verð kr. 197,60 ÞJÓÐSAGA ÞINGHOLTSSTRÆTI 27 — SÍMI 13510

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.