Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1981, Page 7
DAGBLAÐIÐ &VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1981.
7
ndur Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur
i .
Stjórn verkamanna-
bústaða á ekki hægt um vik
—fjöldi umsækjenda um hverja íbúð
Sigurjón Bjarnason, 7950—8845,
hringdi:
Konan mín og ég, sem að okkar
áliti og fjölmargra annarra búum í
lélegasta húsnæði í Kópavogi, sóttum
um íbúð i Verkamannabústöðum
Kópavogs.
Umsókn okkar fylgdi vottorð
læknis um að við byggjum í
heilsuspillandi húsnæði. Það er lítið
einangraður sumarbústaður, kyntur
með oliu. Á veturna er alls ekki hægt
að kynda nóg til þess að venjulegur
herbergishiti haldist. Auk þess er ekki
einu sinni ofn á klósetti enda fraus
vatnið í klósettinu tvívegis sl. vetur.
Á umsóknareyðublöðum Verka-
mannabústaða stendur að þeir gangi
fyrir sem búa i lélegasta húsnæðinu.
Félagsmálastjóra Kópavogsbæjar,
Kristjáni Guðmundssyni, var og er
vel kunnugt um ástand núverandi
húsnæðis okkar og einnig að við
sóttum um íbúð í Verkamanna-
bústöðum Kópavogs. Ég hafði heyrt
að mikill klíkuskapur væri í
sambandi við þessar úthlutanir en
trúði því ekki, þótt ég viti betur nú.
Svo er talað um að Reykjavikurborg
láti suma íbúa sína búa í óíbúðar-
hæfu húsnæði. Ekki er Kópavogsbær
betri.
Vegna þessara upplýsinga hafði
blaðamaður samband við Gissur
Jörund Kristinsson starfsmann
Verkamannab úst?ða Kópavogs.
„Úthlutun þessara íbúða var í
höndum 7 manna stjórnar Verka-
mannabústaða sagði Jörundur
Kristinsson. ,,Til dæmis um þann
vanda, sem nefndinni var á höndum
get ég nefnt að að þessu sinni sóttu
124 aðilar um 32 íbúðir. Þar af voru
28 einstæðar mæður með eitt barn
hver; 10 með 2 börn og 7 með 3.
Síðan sóttu 27 hjón með eitt barn
hver; 17 með 2, 5 með 3 o.s.frv.”
-FG.
Sigurjón Bjarnason segir að ekki sé Kópavogur skárrí en Reykiavik i húsnæðis-
málunum. DV-mynd Hörður.
INNANDYRAWA HVERFISGOTU 6 I FJOGUR AR 0G FJORA DAGA
Þetta er fyrsta bók höfundarins. Hún er ný-
stárleg, því énginn íslenskur ráðherra hefir
áður sett saman bók um ráðuneytið sitt.
Vilhjálmur kemur víða við og ræðir m.a.
stöðuveitingar, írafár á Alþingi, námsmanna-
hasa og kalda stríðið um peningana.
Gamansemt Vilhjálms gægist vtða fram. Og
oft er seilst eftir svipmyndum utan dyra þótt
Hverfisgata 6 sé þungamiðja bókarinnar.
Frásögnin er opinská en laus við alla beiskju.
180 myndir eru í bókinni.
Verð kr. 320.00
ÞJOÐSAGA
ÞINGHOLTSSTRÆTI 27
SIMI 13510
„Næstsíðasta úthlutun var mér
mjög nátengd,” sagði Kristján
Guðmundsson, félagsmálastjóri
Kópavogs, „en síðan hefur reglunum
verið breytt á þann veg að nú er þetta
í höndum sérstaks starfsmanns
Verkamannabústaða og stjórnar
þeirra.”
ögmundur Jónasson, fréttamaður
sjónvarpsins, hlýtur þakklæti „fyrir
greinargóðan og lærdómsrikan þátt í
Fréttaspegli” um El Salvador.
DV-mynd Bj. Bj.
Þakkirtil
Ögmundar
—fyrirþáttinn
um El Salvador
Markús B. Þorgeirsson hringdi:
Mig langar til þess að koma á
framfæri þakklæti til Ögmundar
Jónassonar, fréttamanns
sjónvarpsins, fyrir greinargóðan og
lærdómsríkan þátt í Fréttaspegli
þann 12. þ.m.
Umræddur þáttur fjallaði um É1
Salvador og ætti að verða öllum
íslendingum áminning um hvað getur
komið fyrir þar sem vopnavaldið
ræður ríkjum, öll mannleg hugsjón
er lögð til hliðar og dýrseðli mannsins
tekur öll völd.
Soda Stream tækió er tilvalin jólagjöf
til allra í fjölskyldunni, þar með talin
afi og amma og Nína frænka.
Soda Stream margborgar sig, hver
gosflaska kostar aöeins 90 aura!
Þannig gefur Soda Stream góðan arð
þegar fram í sækir.
Sól hf.
Þverholti 19, sími 91-26300