Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1981, Síða 16
16
Fólk
DAGBLAÐIÐ &VÍS1R. ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1981.
Fólk
Fólk
Fólk
Krakkarnir á Austurborg að laik í undrahúsinu sínu. T.f.v.
Haukur, Gerður, IngaogJón Ingi. DV-myndEinar Ólason.
„...ogþaer
mest gaman"
— litið inn á bamadagheimili fborginni
Þau eru fjölmörg barnadag-
heimilin í Reykjavíkurborg. Hitt er
svo annað má. hvort þau anna eftir-
spurn. Víst er að framboðið er gífur-
legt af þessu fólki, sem í daglegu tali
er aðgreint frá hinum fullorðnu með
því látlausa nafni — börn.
Fólksíðan leit á dögunum inn á
eitt barnadagheimilið í borginni, sem
gengur undir nafninu Austurborg.
Spjallað var dágóða stund við smá-
fólkið á staðnum og það beðið að
gefa sínar útskýringar á lífinu.
Við hittum að máli Siggu litlu,
sem er fimm ára. Hún sagðist vera
farin að hlakka alveg gasalega til
jólanna. Þá væri alltaf svo gaman og
allir yrðu í svo góðu skapi. En hún
sagðist ekki vita hvað hún fengið i
jólagjöf. Það væri hvort eðer ekkeit
gaman að fá að vi‘.a það svona fljótt.
Þá yrði ekkert gaman að taka up;
pakkana.
Jón Ingi, sem er þriggja ára sagði
að það væri ofsalega gaman að vera á
barnadagheimili. Þar væru aíltaf svo
margir krakkar og konurnar væru
svo góðar við þau. Haukur litli, sem
er lika þriggja ára, greip fram í fyrir
Jóni og sagði að skemmtilegast væri
að hjóla. Hann hjólaði líka oft
hrikalega hratt og þá væri mest
gaman.
Inga þriggja ára sagði að það væri
ekkert svo ofsalega gaman að hjóla.
Það væri miklu skemmtilegra að
Ogsvo...
... er það visa dagsins. Þessa þarf ekki
aö úlskýra.
Borgarstjórnin býsna lin
bágt varþað að frétta,
kapalsjónvarpssamþykktin
sýnist mörgum gletta.
En ekki meira um það.
leika sér í púðunum. Þeir voru líka
svo linir að hún meiddi sig aldrei á
þeim.
Gerður litla vildi lítið segja við
blaðamanninn. Hún sagðist bara
hlakka til jólanna. Þá fengi hún að
búa til alls konar dót, sem yrði hengt
upp í stofunni heima hjá sér.
Að þessu loknu héldu blaðamaður
og ljósmyndari út í næðandi veður og
vind. En krakkarnir héldu áfram að
leika sér og una viðsitt ogsína.
-SER.
Hún Sigga litla hlakkar al-
veg gasalega tíl jólanna.
D V-mynd Einar Ólason.
Bankastjórar Verz/unarbankans, þeir Kristján Oddsson og Höskufdur Ólafsson, færðu
■ ToMa góða og vandaða gjöf. Um var að ræða ágreyptan sMfurvrtcMakassa, sem var aO vísu
tómur þegar afmælisbarnið tók við honum. Astæðuna sögðu bankastjórarnir vera þá að
Tolli væri svo mikill gikkur á vindla að ómögulegt væri annaO en að hann veldi þá sjálfur.
Hlógumenn dáttað þessum orðum bankastjóranna.
„Það fer vel á með mönnum
þar sem þeir eru fáklæddir"
— litið inn ísjötugsafmælisveizlu Þorvalds...
Þorvaldur heitir hann Guðmunds- Hann er þekktur kaupsýslumaður í
son og varð sjötugur á dögunum. borginni. En ætli hann sé ekki betur
GuOmundur á Klausturhólum gaf afrnælisbaminu hið
merka málaraspjald Jóhannesar Kjarvals. Þóttí Tolla mikið
tíl þessarar gjafar koma.
þekktur undir nafninu Tolli í Sild og
ftsk.
í afmælishófi sínu, sem hann hélt í
fyrri viku, var saman komið valið lið
athafna- og merkismanna þjóðarinn-
ar. Að sjálfsögðu sat gleðin í fyrir-
rúmi, eins og jafnan er í hófum sem
þessum. Margar og góðar ferskeytlur
voru látnar fjúka í samkvæminu, af-
mælisbarninu til virðingar og
heiðurs. Við birtum hér þrjár þeirra,
auk mynda sem ljósmyndari DV,
Gunnar V. Andrésson, tók af mann-
skapnum.
Við sundlaugar-fólagar flytjum
þábæn
að forsjónin varðiþárljúf
og væn,
svo Hfirþú, öflugi, ötuli
drengur
til aldarloka — ogjafnvel
langur.
Þá greiðirðu útsvar mað
broshýrri brá
þá blómgastþinn hagur, svo hvar
megisjá
aðþár varður akki neinn afíaitur
bagi
þótt ætii þair skattinn í r'rfara
lagil
Fræði hans ar lystar-list
lyst hann vekur öllum betur.
En hans að seðja listar-lyst
listamaður enginn getur.
Gils Guomundsson fyrrverandi forsetí sameinaðs þings fíytur drápu s'ma. Var hón skraut-
rituð gjöf frá hertapo ttsfólögum Tolla. Eftír lestur drápunnar þakkaöi afmælisbarniö fyrir
sigmeðþeim fíeygu oröum: ÞaO fer vel á með mönnum þar sem þeir eru fáklæddir.