Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1981, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1981, Qupperneq 17
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1981. 17 Afhugasemd frá Magnúsi Óskarssyni: lóhanna Birgisdóttir skrifar með skrúf- jámi um kurteisi og mannasiði Árás á menn má gera með ýmsum hasttií Hrottalegar líkamsárásir skilja allir og fordæma, og þjóðin stendur á öndinni, þegar saklaus stúlka verður fyrir fólskuárás óbótamanns. En hve- nær drepur maður mann og hvenær drepur maður ekki mann? var eitt sinn spurt. Hér mætti staldra við og ihuga, hvort ekki var óvenju rik ástæða fyrir alla aðila til aö vanda sig við umfjöll- un þess árásarmáls, sem naumasí á sinn líka hér á landi. Umfram ailt reyndi á fjölmiðla og fréttamenn að auka hvergi á sársauka þeirra, sem í hiut áttu. Fátt gat þó mikilvægara verið en að hafa kyrrt í kringum stúlkuna, sem í sárum lá, og þá, sem af öUum mannlegum mætti reyndu dag og nótt að bjarga lifi hennar og heilsu. Við þcssar aðstæður gerist það, að nýgræðingur i blaðamannsstétt (að eigin sögn), Jóhanna Birgisdóttir, gerir harkalega persónuárás á einn færasta skurðlækni landsins. Og hvert er tilefnið? Þvi lýsir Jóhanna í „opnu bréfi” sem slegið er upp með stórfyrirsögn og nafni læknisins t Dagblaðinu & Vísi sl. laugardag. Ekki gerir hún grein fyrir svo hat- römmu áhlaupi af mikilli nákvæmni, en segir tilefnið vera simtal við lækn- inn, sem hún getur þó ekki haft orð- rétt eftir, en kveður hafa verið ,,eitt- hvað á þessa ieið”, eins og hún orðar það. (Engin ástæða er til að ætla, að það sem á skortir nákvæmni Jó- hönnu sé til þess fallið að fegra hlut læknisins.) Jóhanna er sem sagt ein til frásagn- ar, en jafnvel i búningi hennar er glæpasaga læknisins ekki verri en hér fer á eftir. Jóhanna hefur orðið: „Samtal okkar mun hafa verið eitthvaðáþessaleið: „Sverrir Haraldsson?” „Já” „Góðan daginn, þetta er á Dag- blaðinu og Vísi, Jóhanna Birgisdóttir heiti ég. Mig langaði tii að fá hjá þér uppiýsingar um líðan stúlkunnar sem ráðist var á um síðustu helgi.” „Ég veit nú ekki, hvort ég gef Dag- blaðinu nokkrar upplýsingar.” ,,Það er nú reyndar Dagblaðið og Visir (leturbr. blaðam.) sent ég vinn hjá.” „ Ja, hún er almennt á batavegi.” „Mun hún þurfa að gangast undir fleiri aðgerðir?” „Þaðeralltóvíst.” „Eru líkur á að taka verði augað sem skaddaðist?” „Þaðveit égekkert um.” „Hver gæti helzt svarað til um það?” „Ja, það kom einhver augnlæknir og leitá hana.” „Gætirðu ef til vill upplýst mig um hvaða augnlæknir það var?” „Til hvers ætti ég að segja þér það?” „Ég gæti þá reynt að fá upplýsing- ar Kjá honum um þetta atriði.” Þarna léztu undan og gafzt (stafsetn- ing blaðam.) mér upp nafnið á lækn- inum og meira að stgja sjúkrahúsið sem hann starfar við. „Hefur verið rætt um að jafnvel þurfi að senda stúlkuna utan til að- gerða?” „Ég veit ekki til þess.” „Er það rétt að læknar óttist var- anlegar heilaskemmdir af völdum þeirra áverka sem stúlkan hlaut?” „Ég hef ekki heyrt það.” „Þá þakka ég þér kærlega . . .” þessari setningu náði ég ekki einu sinni að ljúka, áður en skellurinn kvað við i símanum.” ’ i Hér er engu sleppt af þvi, sem (þótt satt væri) svo mjög hefur espað árás- arhneigð Jóhönnu Birgisdóttur, aö undrun sætir. Á eftir fylgir glórulaus þvæla um skyld og ftskyld efni en inn á milli ávarpar hún lækninn, m.a. þannig: „Á ég fastlega von á því að þú hafir einnig ætlazt til þess á sinum tímum, (sic.) að fá tækifæri til að spreyta þig i þínu fagi, áður en menn lýstu þig ónothæfan.” En það eru lokaorð Jóhönnu Birg- isdóttur til læknisins sem hér skulu undirstrikuð og í minnum höfð. Þau voru þessi: „Aöcins eitt í lokin, Sverrir. Ég vona að þessi fordæming á ákveðinni stétt eða vinnustöðum hafi ekki of mikil áhrif á þitt starf. Að minnsta kosti vildi ég ógjarnan lenda undir hnifnum hjá þér ef hugsun þín nær ekki lengra.” Sá, sem slíkt högg gefur í nafni „kurteisi” og „almennra manna- siða” af jafn litlu tilefni og í jafn al- varlegu máli, þarf ekki að hrökkva í kút, þótt kinnhestur komi til baka. Með leyfi að spyrja: Þarf einhver Jóhanna að vera með heilagan rembing út af þvi þessa dagana, þótt einhver nefni Dagblaðið, án þess að eftir fyigi „& Vísir”? Þessi Jóhanna hneykslast á svona tittlingaskit og sér ástæðu síðar í greininni til að fræða lækninn hátiðlegaum „andlát” Dag- blaðsins. En fyrirgefðu nú, heilaga Jóhanna, þótt fávíslega sé spurt: Er hann Visir dáinn? Þú minnist ekkert á það. Áfram má spyrja Jóhönnuj hvort það séu einhver afglöp hjá lækni að segja í upphafi simtals, að hann viti ekki, hvort hann vilji gefn út síðdeg- isfréttir um líðan fárveiks sjúklings? Reyndari blaðamaður hefði 'ar'laust búizt við að fá hreint nei, og þjóðin öll (nema Jóhanna) þekkir hið sígilda svar lækna, að líðan sjúklings sé „eftir atvikum”. Og hví skyldi sérfræðingur á allt öðru svtði en augniækningum svara blaðamanni til um líkur á því, hvort ,,,taka verði augað, sem skaddað- ist”? Er sennilegt, að hann geti gefið heiðarlegra svar en að hann viti það ekki? Fremur mætti átelja lækninn fyrir að aðstoða blaðamanninn við að elta uppi augnlækni til yfirheyrslu um svo alvariegt efni. Ekki er sá lækniröfundsverður, sem greina þarf sjúklingi og nánustu aðstandendum frá slíkum hlutum. En háttvisi og nærgætni Jóhönnu Birgisdóttur er þannig farið, að hún móðgast yftr því að fá ekki að vera „fyrst með frétt- irnar” af því, hvort sjúklingurinn missir augað eða ekki. Til þess þarf mikinn viðvaning i blaðamennsku með undarlegt hug- myndaflug að ætlast til svars í síma við spurningu um „varanlegar heila- skemmdir” sjúklings. En einmitt þá er heilagri vandlætingu Jóhönnu nóg boðið og hún bindur endi á samtalið með því, sem hún kaliar að „þakka kærlega. . .”, en ekki er víst að kær- leikurinn hafði verið svo áberandi í rödd hennar, að læknirinn hafi þolað viðbótarskammtinn, sem hún vildi gefa honum. Jóhönnu Birgisdóttur, byrjanda i blaðamennsku, ráðlegg ég að lokum að láta lækna og sjúklinga í friði framvegis. Hún gat lika látið ósagt, að hún vildi „ógjarnan lenda undir hnífnum” hjá einum þeirra manna, sem liklegastur væri til að bjarga lifi hennar án þess að spyrja um tilgang þess eða segja frá því i síðdegisfrétt- um. Árás á menn má gera með ýms- um hætti. Skrúfjárn er óskemmtilegt vopn í hendi árásarmanns, einnig þegar það er notað sem stílvopn. Magnús Óskarsson. Jóla-helgarblöðin koma út laugardaginn 19. des. Vegna síaukins álags í prentsmiöju eru auglýsendur vinsamlegast beönir aö panta Auglýsendur! Viö aðstoðum viö gerö auglýsinga, ykkur aö kostnaðarlausu, og því fyrr sem viö fáum verkefni til aö vinna úr, því betra fyrir ykkur og okkur. auglýsingar hið allra fyrsta. BÍADIBi & ' hjálst, óháð dagblai AUGLÝSINGADEILD SÍÐUMÚLA 8 SÍMI 27022 Tilboð óskast í þessar bifreiðar Chevrofet Sport. van árg. 1977 vól V-8,350 cid. ekinn 90001 mílur, 12 manna sæti og innréttingar frá verksm. Drif á öllum hjólum, en er ekki með lágu drrfi. Sjálfskiptur — vökvastýri Int. Traveller 200 árg. 1974 vél V-8, 345 cid. ekinn 22000 mflur, 5 manna dráttarspil — sjálfskiptur, vökvastýri, læst afturdrif. Eigandi bifreiðanna: Björgunarsveitin Stakkur, Keflavík. Uppl. gefur Vilhjálmur í síma 92-2430 og 92-3189. raftnagns pannafra fjster Nýja rafmagnspannan frá Oster gerir þér möguiegtað sjóða, steikja og baka án þess að þurfa að standa yfir pönnunni allan tímann. Með forhitun og hitajafnara geturðu eldað alltfrá kjötréttum til pönnusteiktra eftirrétta - að ólgeymdum pönnukökum - á næstum því sjálfvirkan hátt. VERÐ1125KR. ARMULA1a-S: 86117 Ungur nemur gumull temur GEFIÐ BÖRNUNUM 0' OG BARNABÖRNUIMUM HLUT í STÁLFÉLAGINU Sími 16565

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.