Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1981, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1981, Síða 18
18 DAGBLAÐIÐ &VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1981. Menning Menning Merrriing Menning Menning Gils Guðmundsson Menningin í minningunni Giis Guflmundsson: MÁNASILFUR Safn endurminninga III Iflunn 1981 Iðunn sendir nú frá sér þriðja bindið af Mánasilfri — safni endur- minninga sem Gils Guðmundsson hefur valið. Samkvæmt skilgreiningu veljanda er þetta safn „sýnishorn úr íslenskum sjálfsævisögum og minn-; ingaþáttum”. Forlagið kallar safnið líka „skuggsjá íslensks mann- lífs fyrri tíðar”, og má fallast á þá lýsingu. Það mun líka vera rétt, að safn þetta hafi fengið ágætar vin- sældir og sé það mest að þakka hve smekkvis Gils sé að velja i safnið. Varla mun ofsögum sagt af því en hins ber auðvitað að minnast að hann hefur auðugan garð að gresja, hvílík firn minninga sem hafa verið látnar ganga á þrykk á liðnum áratugum og öldum, og hér er um að ræða girni- legasta frásagnarefni í samanlögðum íslenskum bókmenntunum — líf manna og ævihlaup. Þess vegna er líka engin hætta að hafa bindin þykk og þung eða allt að þrjú hundruð blaðsíðum. Mönnum vex það ekki i augum þegar um slíkan feginsfeng er að ræða. Gils og forlagið hafa sniðið sér sem allra rýmstan stakk við efnisvalið. Eiginlega þrengir þar ekkert að innan þess stóra hrings sem um það er dreg- inn með orðunum „sjálfsævisögur og minningaþættir”. Og minningaþætt- irnir mega augsýnilega vera skráðir af öðrum en sögupersónum sjálfum eftir efni þessa þriðja bindis að dæma, því að sumir segja þareinkum af feðrum sínum eða öðrum for- verum. Samt er sjálfsminningin lang- algengasta formið og hefði líklega átt að vera einráð í slíku safni. Höfundar minninga í þessu bindi Mánasilfurs losa þrjá tugi og verður sameldri þeirra bindinu ekki til skó- kreppu, því að elstu höfundarnir eru vist frá sextándu öldinni en hinir yngstu fæddir á fjórða áratugi þessarar aldar. Efni minninganna er með sömu fjölbreytni í tíma og rúmi. Þar er farið yfir allan tónstiga lífsins í þessum heimi — og öðrum. Meðal minningahöfunda i þessu bindi eru ýmsir þjóðkunnir orðlistarmenn, frá- sagnarhetjur og lífsvíkingar. Ég tíni til þessa: Ásta Sigurðardóttir, Bene- dikt Gröndal, Guðmundur Frímann, Hallgrímur Jónasson, Jóhannes úr Kötlum, Jón Ólafsson Indiafari, Jón Rafnsson, Jónas frá Hofdölum, Kristín Sigfúsdóttir, Kristmann Guðmundsson, Páll Kolka, Pétur Eggerz, Snæbjöm í Hergilsey, Stefán Jóhann, Theodóra Thoroddsen, Valtýr Stefánsson, Þorvaldur Thor- oddsen og Þórleifur Bjarnason, og er þó vandséð hvort þeir sem ónefndir eru teljast á nokkurn hátt minni verkamenn í víngarði minninganna. Þessir eru aðeins nefndir hér til að benda á að engir aukvísar eru til kvaddir að segja fólki sögur af sjálf- um sér. Það er auðvitað vonlaus dul að ætla sér að dæma um valið úr öllum þeim firnum minninga sem til boða eru, einkum þar sem valinu em engar skorður settar. Hér kemur og til mis- jafn smekkur manna og áhugaefni. Hitt veit ég að Gils Guðmundsson hefur alla burði, vilja og smekk til þess að veija vel. Mér sýnist þó að Bókmenntir Andrés Kristjánsson hann hafi það sjónarmið öðrum ofar að skemmta fólki, velja skemmtilega þætti, sérstæða og vel ritaða. Hann seilist ef til vill stundum eftir þáttum sem greina frá frægum mönnum, kynlegum og fáheyrðum atburðum eða lýsa duttlungafullum tiltektum örlaganna en annars hefur hann fjöl- breytnina mjög að leiðarljósi og yfirbragð lífsins á Iiðinni tíð. Minningabækur íslendinga eru svo margar og margvíslegar að ógern- ingur er orðinn fyrir nokkurn venju- legan mann að hugtaka þær allar fremur en sveim vetrarbrautanna, og þetta eru einnig svo misgóðar bækur að úrval er orðið tímabært og vel það. Safn eins og Mánasilfur verður því mörgum kærkomið lestrarefni til yfirsýnar um þennan mikla flokk — og skemmtunar og fróðleiks. Útgáfan er falleg og vönduð, en þegar bindin eru orðin ein tíu þarf að gera um þau handhæga og greinilega höfunda- og efnisskrá í heild. Mikil þægindi hefðu veríð að því að hafa nafnaskrá í hverju bindi. Andrés Kristjánsson. Höfundurínn er manni ákaflega ná- lægur við lesturinn a Þórarinn Þórarínsson fró Eiflum: HORFT TIL LIÐINNA STUNDA Bókaútgófan öm & öriygur 1981 Þórarinn Þórarinsson fyrrum skólastjóri á Eiðum er mjög orðhag- ur maður og vandvirkur í beitingu tungunnar. Hann er afbragðsfróður um sögu og þjóðlíf, hefur víða farið innan lands og utan og er minnugur á frásagnarefni, einkum þau sem eru með tvennu eðli —- gamni og alvöru. Allir þeir sem þekkja munnlega frá- sagnarlist Þórarins í góðu spjalli vita að hann kann vel til verka í þeim vín- garði. Hann kann flestum betur að fara með hnyttna, persónubundna sögu á þann veg að hún haldi safa sínum án þess að verða of nærgöngul. Þetta er einmitt skýrt einkenni á frá- sagnarhætti þeirrar bóka'r sem hann hefur sent frá sér og nefnir Horft til liðinna stunda. Hann verður varla sakaður um skrum í því hógværa nafni. Efni bókarinnar er ýmsar endur- minningar en ekki samfelld ævisaga. Og þessar minningar snerta hann sjálfan, líf hans og starf ekki nema að litlu leyti. Sögurnar sem hann segir eru oftast af öðrum en honum sjálfum. Ég veit að margir munu Þórarinn Þórarinsson frá Eiðum. Bókin hefst á afar fallegu og sér- kennilegu jólaævintýri frá Valþjófs- stað þegar guð var þar gestur. Þar segir frá hryssunni sem leitaði heim i sakna þess að fá ekki skýrari mynd af skólastarfi hans á Eiðum því að ég hef fyrir satt að þar hafi ýmislegt verið með þeim hætti að aðrir gætu dregið af því lærdóma sér til nytja. En það bíður ef til vill betri tíma. Ofurlítil frásögn af þeirri aðferð sem hann beitti við að endurheimta horf- inn, verðmætan hlut gefur ofurlitla vísbendingu um aðgát hans í nærveru sálar. Bókmenntir Andrés Kristjánsson Ýmislegt það sem Þórarinn setur í þessari bók hefur hann ritað fyrr á árum og birt í blöðum og tímaritum, en það varpar auðvitað ekki rýrð á efnið, enda mun meginhluti þess nýr af nálinni. Glóðvolgar lummur og gamlar Tónleikar Musica Nova á KJarvaisstöflum 7. desember. Flytjendur: Eggort Pétursson, Ingótfur Arnarson, Magnús Gufllaugsson, Háskólakórínn — stjórnandi Hjáimar Ragnars- son, Manueia Wiesler, Þorkell Sigurbjörnsson, Snorri Sigfús Bírgisson, Óskar IngóHsson, Nora Kombkieh og Michael Shelton. Verkefni: Hlé fyrir píanó (þrfhont) og Glopplop fyrir kór eftir Magnús Gufllaugsson; Interplay fyrir flautu og pianó eftir Lasse Thoresen; Variations III fyrír píanó og Varíations IV fyrir klarínettu eftir John Cage; Cantata IV-Man- söngvar eftir Jónas Tómasson. Musica Nova hefur heldur betur vaknað til lífsins á ný og gamlir og nýir spámenn fá að blakta á tónleik- um þessa mjög svo lifandi félags- skapar. Á hinn bóginn getur undirrit- aður víst tæpast talist hafa verið nógu lifandi í upphafi tónleikanna. Fyrsta verkið á efnisskránni fór alveg fram hjá mér. Það var ekki fyrr en höfundur og hjálparkokkar hans gengu frá hljóðfærinu að ég tók eftir þvi að piltarnir höfðu víst verið að spila. Holl og þörf áminning um að gamla kenningin um gildi þagnar- innar í músik hefur engu glatað af mikilvægi sínu. En hafi Hlé óvart verið áminning um fornar dyggðir þá var Glopplop gömul lumma. Raunar hlýtur það að teljast barnaskapur að bera smáhlutavarp á gólfi ásamt heldur þunnum talkór á borð sem nýlundu. Ef menn geta ekki samið músik verða þeir að koma með eitt- hvað ferskt og þar við situr. Músíkalskur svaladrykkur Eftir þennan þurra og drumbslega inngang var það því líkast að fá tær- an og hressandi svaladrykk að hlýða á Intearplay Lasse Thoresen. Inter- play lét mér í eyrum sem eins konar nútíma sveitasælumúsík, oft á tíðum fallegar stemmningar. Ein hending gat minnt á Debussy, önnur á grískt hjarðljóð og á næsta augnabliki var áheyrandinn rifinn upp úr hugrenn- ingum sínum með nýrri stemnningu. Á milli skein i ákafa tónskáldsins sem kemst í þá aðstöðu að fá að skrifa fyrir flautuleikara sem getur leikið hvaða torf sem er og látið eins og ekkert sé auðveldara. Og svo upp- tekinn sem Thoresen er af fiauturödd- inni þokar hann píanóinu heldur i skuggann en þó bregður fyrir listilega skrifuðum ryþmiskum smámyndum, sem gera píanóröddina spennandi. Lasse Thoresen þykir mér eftir þessu verki að dæma næsta eftirtektarverk tónskáld. Tónlist Eyjólfur Melsted Þar fékk Cage á baukinn Erkipáfi prakkaraskaparins í flest- um listum átti síðan næsta orð. Snorri Sigfús Birgisson og Óskar Ingólfsson léku Variations III og IV, en leika má víst allar Variations saman. Samleikur þeirra félaga fór annars fyrir ofan garð og neðan, hjá mér að minnsta kosti. Píanóþáttinn heyrði ég ágætlega og líkaði vel en klarínetturöddin, sem liggur víða á endimörkum tónsviðs hljóðfærisins og til hins ýtrasta notfært sér að veikar má leika á klarínettuna en önnur hljóðfæri, heyrðist oft á tíðum illa eða ekki. Er þar eingöngu um að kenna gerð og umbúnaði Kjarvalssal- ar. Og þar með var Cage afgreiddur. Kannski svolítið meiri musica nova? Cantata IV, eða mansöngvar fyrir blandaðan kór, klarínettu, fiðlu, knéfiðlu og píanó við ljóð eftir Hannes Pétursson, fyllti upp í síðari helming tónleikarammans. Lög Jónasar eru hvert öðru snoturlegra og sum þeirra bráðgóð, t.d. Á bláum skógum, Sumarást og Eftir brúðkaupsnóttina. En mér fundust Ijóðin standa um of stök. Jónas nýtir ekki til fulls þann möguleika að láta hljóðfæraleikarana tengja betur hin einstöku Ijóð þannig að verkið verður sundur slitið að óþörfu, því miður, því að það er svo skrambi margt gott í þessu stykki. — Kórinn stóð sig vel og virtist ekki eiga i minnstu vandræðum með töluvert erfiðar raddir. „Hljómsveitin” skilaði sín- um, of litla, hlut ljómandi vel. Hvort skyldi það nú vera af tilviljun að hún er eins skipuð og sú ágæta grúppa Tashi? Leikur þeirra kveikti að minnsta kosti hjá mér þá hugmynd að kannski ætti Sinfóníuhljómsveit íslands að spila svolítið meiri musica nova og til dæmis að leyfa svona hópi, eins og hér lék, að spreyta sig á verki eins og til að mynda Quatrain eftir Takemitsu. Víst er, að hópurinn væri vel að slíku verkefni kominn. -EM.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.