Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1981, Page 24
24
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1981
Nauðungaruppboð
annað og síöasta á hluta i Vesturvallagötu 6, þingl. eign Haraldar Páls-
sonar fer fram eftir kröfu Gjaidheimtunnar i Reykjavík, Landsbanka
íslands, Gunnars Guðmundssonar hdl., Jóns Ingólfssonar hdl., Árna G.
Finnssonar hrl., borgarverkfræðingsins, Guðjóns Steingrimssonar hrl.,
Einars Viðar hrl., Hauks Bjarnasonar hdl., Arnmundar Backman hdl. og
Ásgeirs Thoroddsen hdl. á eigninni sjálfri fimmtudag 17. desember 1981
kl. 16.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 46., 50. og 53. tbl. Lögbirtingablaðs 1981 á Lindargötu
44, þingl. eign Haraldar Pálssonar. fer fram eftir kröfu Grétars Haralds-
sonnr hrl., Baldurs Guðlaugssonar hdl., Tómasar Gunnarssonar hdl.,
IV. •• unúsav Sigurðssonar hdl., Ásgeirs Thoroddsen hdl., Einars Viðar
bri., Skúla J. Pálmasonar hrl. og Gjaldheimtunnar í Reykjavik á eigninni
sjálfri fimmtudag 17. desembcr 1981 kl. 16.30.
Borgarfógetaembættið í Reykjavik.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta uppboð á eigninni Norðurbraut 29, kjallara, Hafnar-
firði, þingl. eign Jónasar A. Símonarsonar, fer fram á eigninni sjálfri
föstudaginn 18. desember 1981 kl. 13.00.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 61., 67. og 69. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1980 á
eigninni Markarflöt 35, Garðakaupstað, þingl. eign Péturs Ó. Þor-
steinssonar, fer fram eftir kröfu Iðnaðarbanka íslands, Garðakaupstað-
ar, Sigurmars K. Albertssonar hdl., Jóns Ingólfssonar hdl., Bjarna Ás-
geirssonar hdl., Gisla Baldurs Garðarssonar hdl., Kristins Björnssonar
hdl., Jóns Þóroddssonar hdl., Veðdeildar Landsbanka íslands, Búnað-
arbanka íslands og lnnheimtu ríkissjóðs á eigninni sjálfri föstudaginn
18. desember 1981 kl. 13.30.
Bæjarfógetinn i Garðakaupstað.
Fiskeldi
Ungur maður óskar eftir starfi við fiskeldi. Hefur fimm
ára starfsreynslu þar af tvö ár í Noregi.
Áhugasamir leggi nafn og símanúmer inn á augl.deild
DV merkt ,,H—36”
ATOMIC skíðavörur í úrvali
Svigskíði — gönguskíði, skíðastafir,
bindingar, skíöaskór.
Ath. Ódýr barnaskíðasett.
Stærðir: 70 cm tii 170 cm.
Verð frá kr. 277,- til 1.080,-.
Tilvalin jólagjöf.
Hvergi betra verð á skíðavörum
CT>
czr^T-—.
PÓSTSENDUM
GRENSÁSVEGI50 108 REYKJAVÍK SÍMI: 31290
Miðvangi 41 — Hafnarfirði Sími 52004
Mannlíf Mannlíf Mannlíf
Ný plafa slær í gegn í Svíþjóð:
Agnetha syngur jólalög
ásamt dóttur sinni, Lindu
Platan átti að vera jóla
kveöja tí! vina og vanda-
manna en er nú komin efst
á vinsældalistann í Svíþjóð.
Á þessari plötu syngur Agnetha
Fáltskog sígild jólalög ásamt 8 ára
gamalli dóttur sinni og Björns
Ulvaeus, Lindu. Hefur platan þegar
selzt í rúmlega 50.000 eintökum.
— Ég er á móti barnastjörnum,
segir Agnetha. Og sízt af öllu kysi ég
Lindu slíkt hlutskipti. En Linda
skemmti sér vel við upptökuna og
platan átti aldrei að verða neitt annað
en skemmtilegt uppátæki.
Platan var tekin upp í Pólarstúdíó-
inu sem sér um allar upptökur fyrir
ABBA. Hún hefur lítið sem ekkert
verið auglýst til að trufla ekki söluna
á nýjustu plötu ABBA. Hún var held-
ur ekki ætluð fyrir erlendan markað,
enda ekki talið að áhugi væri fyrir
hendi þar sem allir textar eru á
sænsku. En nú fara Danir og Norð-
menn alls kyns krókaleiðir til að
krækja sér í sölurétt á plötunni og er
búizt við að hún verði ekki síður vin-
sæl í þessum tveimur löndum en í
heimalandi ABBA, Svíþjóð.
Agnetha og Linda: Syngja
sig inn íhjörtu Svía.
wmm
-
■■ •;
i
, i
■■■■■
■Mi
i|s|
■ - .
«lí-
m
Raquel Welch hefur nú sagt skiliö við stjörnulífið í Hollywood
og segir það bœði innantómt og leiðinlegt.
Hún hefur snúið sér að leikhúsinu í staðinn og tók nýlega við
hlutverki Laureen Bacall í leikritinu „Kona úrsins”, en það er
sýnt í Palace leikhúsinu ú Broadway. Er hún bjartsýn ú að með
þessu hlutverki takist henni að sanna að hún hafii ekki aðeins
mikla kyntöfra til að bera heldur Uka ótvírœða leikhwfileiku.
Ruquel er nú orðin fertug. Myndin er tekin í búningsherbergi
hennar í Palace leikhúsinu. Með henni ú myndinni er líku fremur
nýlegur eiginmaður, Andre Weinfeld.
Breið-
síðan
þnanar
aldrei
aftur
i
Með gamaldags breiðsíðu kvaddi
eitt af hinum fornu orrustuskipum
Breta fyrir helgi þessa tilveru. Það
hljómaði eins og bergmál frá flotaár-
um Nelsons flotaforingja.
Þetta var herskipið „London”,
sem síðast orrustuskipa Breta var út-
búið með 11 cm fallbvssum með endi-
langri síðunni. Nú á að selja það til
niðurrifs.
Fyrsta brezka orrustuskipið sem
gat sent óvininum „breiðsíðu”, eins
og það var kallað, var Mary Rose, en
hún liggur á hafsbotni út af Ports-
mouth þar sem hún sökk árið 1545.
Þegar hagur brezka heimsveldisins
stóð með sem mestum blóma byggð-
ist hann á flotayfirburðum Breta.
Aðalhornsteinn þeirra yfirburða var
„breiðsíðu” skottæknin sem þeir
náðu fyrstir valdi á. Sagt er að orrust-
an viðTrafalgar hafi einmitt ráðizt af
henni. Brezku sjóliðarnir gátu þrum-
að af öllum fallbyssum sínum í einu á
öðru borðinu og kúvent snarlega til
að senda fjandmanninum aðra breið-
siðu af hinu borðinu. Þetta gátu þeir
gert ótt og títt, eða alla vega örar en
nokkur óvinafloti. Skotfærið fór allt
niður í sex metra og afleiðiifþarnar
oft hinar hryllilegustu.
Breiðsiðan heyrir nú sögunni til en
orðið hverfur kannski aldrei úr máli
manna þótt það hafi tekið á sig óeig-
inlega merkingu.