Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1981, Page 36

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1981, Page 36
36 DAGBLAÐIÐ &VÍSIR. ÞRIÐJUDAGUR 15. DESEMBER 1981. Nýjar bækur Nýjar bækur Nýjar bækur Ævi Ingrid Berg- man Alan Burgess skráði Rauðskinna hefur gefið út bókina „Ingrid Bergman — ævi leikkonu.” Það er Alan Burgess sem skráir ævi- sögu Ingrid Bergman, en Guðni Kol- beinsson íslenzkaði. Ingrid Bergman er ein mesta leik- kona okkar tíma. Hún hefur þrivegis hlotið óskarsverðlaun á ferli sínum, auk fjölmargra annarra verðlauna og viðurkenninga. Þegar hún hefur leikið á sviði, hefur hún að jafnaði hlotið ein- róma lof gagnrýnenda. Ævi leikkonu segir sögu Ingrid Berg- man hreinskilnislega og undan- bragðalaust. Lesandinn fær að skyggn- ast inn í heim stjörnunnar og sjá kon- una, sem þar býr. Bókin er 475 blaðsíður og prýdd fjölda mynda. Prentsmiðja Hafnar- fjarðar prentaði. íslenskir nátt- úrufræðingar eftir Steindór Steindórsson frá Hlööum Bókaútgáfa Menningarsjóðs hefur _gefið út ritið íslenzka náttúrufræðinga 'eftir dr. Steindór Steindórsson frá Hlöðum, en það hefur að geyma yfirlit um lif og störf átján íslenskra náttúru- fræðinga sem allir voru brautryðjendur hver á sínu sviði allt frá 16. öld og fram á 20. öld. Inngangur bókarinnar fjallar um frumherjana Odd Einarsson biskup, Gísla Oddsson biskup, Jón Guðmundsson lærða og Þórð Þorkels- son Vidalín rektor. Síðar koma ritgerð- ir um náttúrufræðingana Eggert Ólafs- son skáld, Bjama Pálsson landlækni, Ólaf Olavius, Svein Pálsson lækni, Odd Hjaltalín lækni, Jónas Hallgrims- son skáld, Benedikt Sveinbjarnarson Gröndal skáld, Þorvald Thoroddsen, Ólaf Davíðsson fræðimann, Stefán Stefánsson skólameistara, Bjarna Sæmundsson fiskifræðing, Helga Jónsson grasafræðing, Helga Pjeturs jarðfræðing og Guðmund G. Bárðar- son jarðfræðing. Hverri ritgerð fylgir skrá um helstu heimildarrit. Bókin gefur glögga hugmynd um þróun hinna ýmsu greina náttúrufræð- anna á umræddu skeiði, auk þess sem í henni er að finna rnikinn fróðleik um líf og hagi íslendinga fyrr á tímum. Rit- ið er aðgengilegt aflestrar en veitir jafn- framt leikum sem lærðum merka inn- sýn í náttúruvísindin sjálf. íslenzkir náttúrufræðingar er 339 bls. að stærð. Bókin er sett, prentuð og bundin í prentsmiðjunni Odda. Kamelíufrúin eftir Alexander Dumas Sögusafn heimilanna hefur gefið út bókina „Kamelíufrúin” eftir Alexand- er Dumas, í þýðingu Karlsísfeld. Fyrir nokkrum árum hóf Sögusafn heimilanna útgáfu á bókaflokki undir heitinu Grænu skáldsögurnar. Þetta er sígildar skáldsögur, sem margar hverj- ar hafa komið út áður en eru nú ófáan- legar í upprunalegri útgáfu. Alls eru komnar út 12 bækur i þessum bóka- flokki. Kamelíufrúin er 180 blaðsíður að ‘ stærð. Hólar hf. prentaði. Þjóðsögur og þættir í samantekt Einars Guömundssonar Bókaútgáfan Skuggsjá, Hafnarfirði, hefur gefið út bókina Þjóðsögur og þættir, I. bindi, í samantekt Einars Guðmundssonar kennara. Einar Guðmundsson, skrásetjari þessa safns, er einn afkastamesti maður á síðari tímum við söfnun sagna og varðveizlu þjóðlegs fróðleiks hvers konar. Þjóðsögur og þættir verða tvö væn bindi, heildarútgáfa áður prent- aðra sagna Einars, sem út komu í átta misstórum heftum og hafa verið ófáan- leg um langt skeið á almennum bóka- markaði. í þessu fyrra bindi heildarút- gáfunnar eru íslenzkar þjóðsögur, sem upphaflega komu út I fimm heftum, en í siðara bindinu verða sagnaheftin Gambateinar, Nýtt sagnakver og Dul- heimar. Hér er að finna hið fjölbreytta úrval þjóðlegs fróðleiks í bundnu og óbundu máli, sagna og kveðskapar, sem lifað hefur á vörum fólksins í landinu, sumt um langan tíma, annað skemur. Margt er hér sagna af Vestfjörðum og úr Ár- nes-, Rangávalla- og Skaftafellssýslum, en minna annars staðar frá, enda þótt sögur og sagnir séu af nánast hverju Iandshorni. Þjóðsögur og þættir I var sett og prentuð í Steinholti hf. og bundin í Bókfelli hf. Kápu gerði Auglýsinga- stofa Lárusar Blöndal. Minnisverð tíöindi 1551-1600 öldin sextánda —sfðara bindi Hjá Iðunni er komið út seinna bindi „Aldarinnar sextándu—minnisverð tíðindi 1551 —1600”. Jón Helgason rit- stjóri tók saman. Jón lauk handriti bókarinnar fáum vikum áður en hann lézt á síðasta sumri, og varð það siðasta ritverk hans. Bindi í flokknum eru nú orðin alls ellefu talsins. Síðara bindi Aldarinnar sextándu fjallar um þann tíma, sem hinn lútherski siður er að festa sig í sessi í landinu, eftir að mótspyrna kaþólskra kirkjuhöfðingja hafði verið brotin á bak aftur með aftöku Jóns biskups Arasonar og sona hans. í bókinni segir margt af athöfnum frömuða þjóðarinn ar meðal siðaskiptahöfðingja. Ber þar hæst Guðbrand biskup Þorláksson, sem sat á biskupsstól síðasta aldar- þriðjung sextándu aldar og fram á þriðja tug hinnar sautjándu. Mikill fjöldi mynda er í Öldinni sextándu, ýmsar þeirra harla fáséðar. Bókin er 233 blaðsiður. Oddi hf. prent- aði. Yves frændi — íslandssjómaður eftir Jacques Dubois Út er komin á vegum Steinholts og Iðunnar bókin „Yves frændi — ís- landssjómaður”. Höfundur er Jacques Dubois, en bókina skráði hann eftir frásögn Yves le Roux, gamals sjó- manns í Paimpol á Bretagneskaga á Frakklandi. Hann stundaði forðum veiðar í íslandsmiðum. Bókina um Yves frænda þýddi Jón Óskar en Vigdís Finnbogadóttir ritar formála. Um bókina kemst hún svo að orði: „Þessu bók sem hér hefur verið þýdd af frönsku á íslensku er, auk þess að vera merk ævisaga einstaklings, drjúgt heimildarrit um siglingar Frakka á ís- landsmið og samskipti þeirra við ís- lendinga á siðasta skeiði 500 ára siglingasögu.” í bókinni er fjöldi gamalla ljós- mynda, sem tengjast efni hennar, sum- ar frá Bretagne, aðrar frá Austfjörðum þar sem frönsku duggararnir komu einkum. Yves frændi er 207 blaðsiður. Auglýsingastofa Kristínar sá um útlit og hannaði kápu en Steinholt prentaði. Hrannarek eftir Bergsvein Skúlason Víkurútgáfan hefur sent frá sér bók- ina „Hrannarek — þættir frá Breiða- firði”, eftir Bergsvein Skúlason. Berg- sveinn er löngu orðinn þjóðkunnur rit- höfundur. Hann er fæddur og uppal- inn á Breiðafirði og var bóndi þar um árabil. Bækur Bergsveins eru allar tengdar æskustöðvunum meira og minna og hafa að geyma allskonar þjóðlegan fróðleik. Hrannarek hefur að geyma ýmsa þætti frá Breiðafirði. Þar er alllangur og fróðlegur kafli um eyjar á Breiða- firði, brot úr byggðasögu, um ísár og grasleysi og ýmsar sagnir, t.d. hið eft- irminnilega slys við Skeley í október 1828. Hrannrek er 163 blaðsíður. Hólar prentaði. | INDKH>1 III I SSON Geiri „glerhaus" eftir Indrifia Úlfsson Geiri „glerhaus” er ný barna- og unglingabók eftir Indriða Úlfsson. Aðalsöguhetjan er strákurinn Geiri, sem hefur lítinn áhuga á skólanáminu en þeim mun meiri á kanínunni Sóta, sem hann tekur miklu ástfóstri við. Þeir fara saman í svéit yfir sumarið og lenda í ýmsum ævintýrum. Þaðer Skjaldborg sem gefur út. Tilkynning frá Póst- og símamálastofnuninni Talsambandið við útlönd verður lokað fyrir handvirka afgreiðslu frá kl. 18.00 á aðfangadag til kl. 08.00 á jóla- dag og frá kl. 18.00 á gamlársdag til kl. 08.00 á nýársdag. Sjálfval til útlanda verður með eðlilegum hætti og er sím- notendum bent á að upplýsingar þar að lútandi eru á bls. 10—13 í símaskránni. Jólaljósin í Hafnarfjaróar- kirkjugarði verða afgreidd frá og með miðvikudeginum 16. desember kl. 10—19 til og með 23. desember. Lokað sunnudag. Guðrún Runólfsdóttir og fjölskylda. Gjafavörur, glæsilegt úrval. Jólakort Jólaskraut, allar fáaniegar íslenskar bækur. og að sjálfsögðu allar jólabækurnar EYMUNÐSSON Austurstræti 18

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.