Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1981, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1981, Síða 3
DAGBLAÐIÐ& VISIR. MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1981. 3 í framhaldi af slysinu um borð í Úðafossi: VinnueftiHitið kannar brot á öryggisreglum — skilyrði að ailir lyftarar um borð í skipum hafi öryggisgrindur — of lítiö pláss fyrir öryggisgrindur, segir blaðafullt rúi Eimskipafélagsins „Við höfum gefið mörg fyrirmæli um að nol eigi öryggisgrindur á lyfturum. Ábyrgðin hvilir á stjórnendum á staðnum að nauðsynlegur öryggis- búnaður sé fyrir hendi og að starfs- menn noti slíkan búnað,” sagði Eyjólfur Sæmundsson hjá vinnueftir- liti ríkisins er DV hafði samband við hann í gær vegna slyss er varð um borð í Úðafossi í fyrradag. Eins og blaðið skýrði frá í gær liggur sautján ára piltur þungt haldinn eftir höfuðáverka sem hann hlaut er hann var að bakka rafmagnslyftara í lest skipsins. Pilturinn mun hafa verið óvanur akslri lyftarans og gætti ekki að stálbitum, sem stóðu niður úr loftinu, með þeim afleiðingum að höfuð hans skall í einn bitann. Menn velta nú vöngum yfir hvers vegna öryggisgrind hafi ekki verið á lyftaranum. „Rannsókn er hafin á þessu máli og við munum kanna það mjög vel. Einnig verður reynt að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða,” sagði Eyjólfur ennfremur. „Rannsóknarlögreglan og vinnueftir- litið munu gera ítarlega rannsókn á þessuslysi.” Þá sagði Eyjólfur, að það væri krafa að öryggisgrindur væru á lyfturum, nema um borð í vissum skipum, þar semöryggisgrindinkæmist ekki fyrir. „Hafa menn í þeim tilfellum fengið að taka grindina af á meðan þeir athafna sig,” sagði Eyjólfur. „Við munum rannsaka allar aðstæður í tengslum við þetta slys mjög ná- kvæmlega,” sagði hann. Blaðið hafði samband við blaða- fulltrúa Eimskipafélagins, Kjartan Jónsson, og spurðist fyrir um hvers vegna öryggisgrind hafi ekki verið á viðkomandi lyftara. Hann sagði að undanþága hafi verið veitt í neðri lestum skipsins, þar sem of lágt væri á milli botns og milliþilfars. „Við höfum keypt hjálma á alla okkar starfsmenn og það hefur verið ætlast til að þeir noti þá. Auk þess höfum við hengt upp viðvörunarspjöld um öryggi á vinnustað,” sagði Kjartan Jónsson. Kennslubók f tákn- máli heyrnardauf ra — meðl20táknum Fyrsta kennslubókin í táknmáli heyrnardaufra er komin út á Íslandi. Framan á kennslukverinu eru myndir af börnum, sem sýna ýmis tákn. Þessi drengur segir flugvél með tákni sínu. Mynd: Sigurður Þorgcinsson. Hún er ætluð byrjendum, aðstand- endum heyrnardaufra og þeim sem um- gangast þá. í bókinni eru 120 tákn, miðuð við daglegar þarfir yngri barna. Sigurlín Hermannsdóttir hefur teiknað skýring- armyndir við þau öll. Auk þess fylgja bókinni fjögur táknaspil, með sömu myndum. Mynda-Bingó, Á hvolfi, Tákna-Pétur og Tákna-veiðar. Gera þau lærdóminn að skemmtilegum leik. Heyrnardaufir á landinu eru nú 200—300. Tilgangur bókarinnar er að gefa börnum tækifæri til samskipta við heyrandi fólk frá unga aldri. í sama skyni fer nú fram kennsla í táknmáli í „Stundinni okkar” í sjónvarpinu. Það er foreldra- og styrktarfélag heyrnardaufra, sem gel'ur bókina út með stuðningi frá Barnauppeldissjóði Thorvaldsensfélagsins. Öll vinna er unnin í sjálfboðavinnu, en hugsanlegur ágóði rennur til á- framhaldandi kynningar á málefnum heyrnardaufra og ef til vill hefta með fleiri og flóknari táknum. Bókaútgáfan Bjallan sér um dreifingu bókar og spila. -IHH. Jólatilboð sem hlustandi er á Sl,—B202 Linn al' hinttm Iragu 11 ( IINK S spilurum. llállsjáll- 'irkur með hraúal'instilli og stjórnhorúi fjrir utan lokitV ST/.lll. I ttarps, 3 hvlgjur. F.M stereo, M\3 . I.W meti útsendingarnæntnisljósum. RS-M205 Kassettutaki. I ramhlaóió meö snertitokkum. fvrir allar tegundir af spólum og nteó DÖI.BV. Stió 20— 17.000. Sli-211 Stereomagnari 2x25 sinustótt tió 8 ohm á stióintt 20—20.000 (hepsta tatta tala). l oppmagnari tneó ollunt tengimóguleikum og fiúorsent Ijósunt. SB-3030 Hátalarar 5(1 sinustótt (75 músikl. 3 hátalarar. hátióni. miótóna og hassi. / —fcr SH 553 Vióarskápur á hjólum og með glerhurð. WJAPIS Verð aðeins kr. 11.674 staðgr. GREIÐSLUKJÖR BRAUTARHOLTI 2. - SÍMI 27133 SI RHÆFÐ Hl.JÓMTÆKJAVKRSHJN Ævar Ft. Kvaran: UNDUR ÓFRESKRA SKUGGSJÁ Síðan sögur hófust hafa lifað frásagnir um fólk, sem öðlaðist þekkingu án að- stoðar skynfæranna. Þessi óvenjulega bók hefur að geyma fjölda sagna af slíku fólki, dularfullar furðusögur, sem allareru hver annarri ótrúlegri, en einnig allar vottfestar og sannar. Enginn islendingur hefur kynnt sér þessi mál jafn ítarlega og Ævar R. Kvar- an. Þessar óvenjulegu sögur bera því glöggt vitni hve víða hann hefur leitað fanga og hve þekking hans á þessum málum er yfirgripsmikil. BÓKABÚD OUVERS STEINS SF MONIGOtlERY Ruth Montgomery: ÓVÆNTIR GESTIR Á JÖRÐU Ruth Montgomery er vel kunn hér á landi af fyrri bókum sínum: „Framsýni og forspár“, „i leit að sannleikanum" og „Lífið eftir dauðann". Þessi bók hennar er óvenjulegust þeirra allra. Megin hluti hennar fjallar um það, sem höfundur- inn kýs að kalla „skiptisálir“ og hlutverk þeirra. Tugþúsundir skiptisálna eru meðal okkar, háþróaðar verur, sem hafa tileinkaö sér Ijósa vitund um tilgang lífs- ins. Flestar þeirra starfa í kyrrþei mitt á meðal okkar og leitast við að hjálpa okkur. Þetta fólk leitast við að þroska með okkur lífsskoðun, sem stuðlar að kjarki og góöleika. r-. SKUGGSJÁ BÓKABÚÐ OUVERS STEINS SE

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.