Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1981, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1981.
Útlönd
Útlönd
Sendiráð íraks í
Beirút sprengt
í lrfn## linn“Ekkertvitaðum
■ "OTl Upp örlögsendiherrans
í gær var sendiráð íraka í Beirút,
líbanon, sprent f loft upp og er enn
ókunnugt um örlög sendiherrans.
Sagt er að a.m.k. 18 manns haft
farizt og 95 hafi særzt í
sprengingunni. Björgunarmenn sem
vinna að því að hreinsa svæðið hafa
bjargað rúmlega 36 manns úr
rústunum.
Ekki hefur þó sézt neitt til
sendiherrans, Abdel-Razzak
Mohammed Lafta eða tveggja
annarra æðstu manna sendiráðsins.
Fólk í Beirút telur sprenginguna
eina þá mestu sem nokkurt sendiráð
hefur orðið fyrir í borginni, en árásir
á erlend sendiráð og erlenda
sendimenn eru þar uaglegt brauð.
Enn er ekki vitað hvað spreng-
ingunni olli en fréttastofa íraka, sem
var í sendiráðsbyggingunni, segir að
bíll hafi ruðzt inn á svæðið og síðan
sprungið í loft upp.
Líbanskir öryggisverðir telja þó
að sprengiefni hafi verið komið fyrir í
burðarstoðum á bakhlið bygging-
arinnar, sem var venjulega vandlega
gætt.
íraskir og íranskir embættismenn
hafa orðið fyrir tíðum árásum f
Beirút eftir að stríðið við Persaflóa
brauzt út fyrir 15 mánuðum og hafa
margir verið drepnir.
Rannsókn á árás
Seychelles eyjar
— Skaðinn álitinn 30 milljónir dala
öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
hefur ákveðið að koma á laggirnar
þriggja manna nefnd til að rannsaka
uppruna, bakgrunn og fjármögnun
árásar sem málaliðar gerðu á Seychelles
eyjarnar í síðasta mánuði.
Nefndin á að skila áliti sínu fyrir 31.
janúar 1982. Hún á einnig að meta
þann fjárhagslega skaða sem varð af
árásinni 25. nóvember. Tóku í henni 40
vopnaðir menn. Þeir náðu einnig á sitt
vald indverskri farþegaþotu og skipuðu
áhöfninni að fljúga henni til S-Afríku.
öryggisráðið fordæmdi bæði árásina
og flugránið og staðfesti að virða ætti
sjálfstæði Seychelles eyja.
Fulltrúi Seychelles eyja, Giovinella
Gonthier, sagði að árásin hefðir kostað
mörg mannslff auk þeirra sem særðust
eða liðu á einhvern hátt fyrir árásina.
Einnig urðu miklar skemmdir á flug-
ve|linum. Er skaðinn álitinn nema 30
milljónum dala.
Lrtir: Ijósblátt, vínrautt oghvítt
Verú kr. 260,-
Litírhvítt mosagrænt
ograutt'
Verökr. 1.080,-
(sett 3 hlutír)
Litír: vinrautt, mosagrænL
Verökr. 1.190.-
(sett, 3 hlutír)
Utur.hv/tt
Verðkr.910.-
(sattí
Lrtír: rautt ogsvart
Póstsendum
Blússa verO kr. 250,-
Utír: hvitt/gylH og svart/gylH
Buxur verð kr. 370,-
Efni: rifflaö flauel.
Utír: blátt, rautt, grænt, guH og hv'rtL
Þingho/tsstræti 1 — Simi29030