Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1981, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1981, Qupperneq 16
16 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. MIÐVIKUDAGUR 16. DESEMBER 1981. Mikið annríki hjá flugféiögunum dagana fyrir jól: Aukaferðir til f lest- allra staða á landinu Mikið annríki verðui lijá flug- félögunum, Flugleiðum og Arnar- flugi í næstu viku og verð ' af þeim sökum farnar aukaferðir til flestra staða á landinu. Flugleiðir hafa ákveðið 13 auka- ferðir til Akureyrar, sjö aukaferðir til Egilsstaða og ísafjarðar, niu auka- ferðir verða farnar til Vestmanna- eyja, fimm til Sauðárkróks og þrját til Patreksfjarðar, Þingeyrar, Norð- fjarðar og Hornafjarðar. Allar auka- ferðir eru farnar i viðbót við áætlunarflug. Þar sem mikil aðsókn er í þessar ferðir er fólki bent á að panta tímanlega eða staðfesta fyrri pantanir. Hjá Arnarflugi fengum við þær upplýsingar að aukaferðir verði farnar á Flateyri, Suðureyri, Siglufjörð, Bildudal og Blönduós. Engin sérstök jólaáætlun verður sett upp hjá Arnarflugi. Verður farið í aukaferðir eftir þörfum. Eins og hjá Flugleiðum er mikið annríki hjá Arnarflugi og ber því að panta flugfar fyrir næstu viku sem fyrst. Þeir Arnarflugsmenn voru þó staðráðnir í að koma öllum heim fyrir jólin svo framarlega sem veður leyfir. -ELA. „Viðskiptavinir okkar njóta sömu kjara og Reykvikingar. Við seljum lítra llösku af Coca Cola með gleri á krónur 13,70,” sagði Ómar Kristinsson, verzlunarstjóri Hagkaups á Akureyri, er blaðamaður DV hafði samband við hann. Tilefnið var frétt í Akureyrarblaðinu Degi, fimmtudaginn 10. des. þar sem greint var frá að „gosstríð” hefði staðið yfir á Norðurlandi og þó einkum á Akureyri undanfarna mánuði. f frétt Dags et þess getið að Pepsi Cola, sem i ■ blandað og tappað á hjá Sana hf. a Akureyri hafi verið að vinna á og Co... Cola hörfað af markaðnum. Þar er vitnaðl ummæli Brjáns Guðjónssonar, yirmanns matvöruverzlana Kaupfélags Eyfirðinga, sem telur samdráttinn í sölu Coca Cola verulega. En verzlunar- stjóri Hagkaups hafði aðra sögu að segja, taldi sölu Coca Cola í Hagkaupi vera meiri en helmingi meiri en Pepsi Cola. „Frétt Dags um gosstriðið hér á Akureyri er nokkuð „einlit”. Þeir höfðu ekkert samband við okkur til að gera verðsamanburð á þessum tveimur gostegundum. Ef þeir hefðu gert það, hefðu þeir komizt að því að við seljum Coca Cola flöskuna aðeins ódýrari en Kaupfélagið selur Pepsi Cola. Við erum reyndar með gamalt verð ennþá, en Coca Cola verður við sama borð og Eff irspurn eftir tréhúsum Sigurður Guðmundsson byrjaði árið 1965 að framleiða einingahús úr tré á Selfossi. Heitir fyrirtæki hans Sigurður Guðmundsson hf., en gengur venjulega undir heitinú S.G. einingahús. Eftir- spurn hefur aukizt með ári hverju. Á hverju ári hafa verið framleidd um 70 hús bæði eins og tveggja hæða. Þetta eru mjög glæsileg hús. Tilvonandi húsbyggjendur steypa sjálfir grunninn undir eftirliti frá S.G. Hann sagði að grunnur undir hús hefði I sumar kostað 150—170 þúsund krónur þegar fólk steypti þá sjálft. Að sögn Guðmundai Sigurðssonar framkvæmdastjóra S.G. tekur það 15—20 daga að setja húsið upp þegar grunnurinn er tilbúinn. Er það þá alveg tilbúið þannig að fólk getur flutt inn með öll sín húsgögn. Fullfrágengið 100 fermetra einbýlishús kostar núna um 410 þúsund krónur. 40 menn vinna hjá fyrirtækinu, flest þrautvanir nrenn. Að sögn fram- kvæmdastjórans er byggt töluvert mikið fyrir landsbyggðina. Til dæmis er núna verið að setja upp hús bæði á Raularhöfn og á Húsavík. Regína, Selfossi. íslenzkir sælgætisf ramleiðendur: MARKAÐSHLUTDEIIDIN 50% Hlutdeild íslenzkra sælgætisfram- leiðenda á innanlandsmarkaði var rétt tæpur helmingur á öðrum árs- fjórðungi þessa árs. Á sama ársfjórð- ungi í fyrra var markaðshlutdeildin aðeins 33 prósent. Þetta kemur fram í könnun, sem Félag íslenzkra iðnrekenda og Hag- stofan gerðu vegna stóraukinnar samkeppni þessara framleiðenda við innflutt sælgæti, er varð eftir að innflutningur þessarar vöru var skyndilega gefinn frjáls 1. apríl 1980. Þegar innflutningurinn var gefinn frjáls og tollar niðurfelldir á erlenda sælgætinu, lenti sælgætisiðnaðurinn í landinu í miklum vanda, og komst markaðshlutdeild íslendinga niður í 31 prósent. 5. september 1980 var svo lagt 40 prósent innflutningsgjald á sælgæti, svo innlendir framleiðendur gætu betur búið sig undir aukna sam- keppni. „íslenzku sælgætisframleiðend- urnir fengu allt of stuttan tíma til að aðlagast breyttum aðstæðum, ekki nema þrjá eða fjóra mánuði. Skyndi- lega var allt gefið frjálst og sælgætis- fðnaðurinn var hreinlega ekki í stakk búinn til að mæta þessum breyttu að- stæðum,” sagði Þórarinn Gunnars- son, skrifstofustjóri hjá Félagi ís- lenzkra iðnrekenda. „Þess vegna var farið fram á það, að einhverjar ráðstafanir yrðu gerðar þegar salan datt niður um leið og er- lenda sælgætið beinlínis flæddi yfir markaðinn. Þetta 40 prósent inn- flutningsgjald var þá sett á sælgætið, en hámarksgildistími gjaldsins er átján mánuðir. Gildistíminn rennur því út 1. marz. Þennan tíma verða framleið-' endurnir að nota til aðlögunar, það er að bæta markaðs- og sölumálin og að þróa framleiðsluna. Slíkt verkefni hefur verið i gangi og því verður haldið áfram.” Þörarinn sagði, að margir fram- leiðendanna hefðu tekið sig verulega á og væru því betur undir samkeppn- ina búnir en þegar innflutningurinr. var gefinn frjáls. Hins vegar væru ýmsir svartsýnir og eitt gamalt og gróið fyrirtæki hefur þegar lagt upp laupana, það er Víkingur. Þess má geta, að áður en innfiutn- ingurinn á sælgæti var gefinn frjáls, það er á fyrsta ársfjórðungi 1980, var markaðshlutdeild íslenzku framleið- endanna um 63 prósent. -ATA. Pepsi hjá okkur. Viðskiptavinir okkar greiða ekki flutningskostnað á vörum frá Reykjavík,” sagði Ómar Kristins- son í Hagkaupi á Akureyri. -ÞG. Það var eftirvænting i svip barnanna i ísaksskóla, sem héldu fylktu liði i Háteigs- kirkju fyrir helgina. Þar beið þeirra sóknarpresturinn, sr. Arngrimur Jónsson og átti með þeim stutta stund. DV-mynd Bjarnleifur. Sjómannafélögin: Verkfall ekki seinna en á jóladag vilja knýja á um fiskverðsákvördun „Við viljum einfaldlega ekki missa togarana út milli jóla og nýárs. Það gæti orðið þess valdandi að þeir yrðu á veiðum allt til janúarloka, án á- kvörðunar fiskverðs. Það yrði mjög bagalegt fyrir okkur,” sagði Hafþór Rósmundsson, starfsmaður á skrif- stofu Sjómannasambands íslands, en sjómannafélögin í landinu hafa nú undanfarna daga verið að afla sér heimildar til verkfalls. Að öllu for- fallalausu myndi það hefjast ekki seinna en á jóladag. „Með þessu viljum við knýja fram viss réttindi okkur til handa, sem ekki verður náð nema með verkfalli. Stærsti pósturinn er að sjálfsögðu leiðrétting fiskverðs, en eins og málin standa þessa dagana er ekkert útlit fyrir að ákvörðun verði tekin í þeim efnum á næstunni. Auk þess eru samningar okkar lausir. Svo má telja ýmsar réttlætis- kröfur s.s. leiðréttingu á lágmarks- kaupi, auk þess sem við viljum knýja fram viss réttindi úr vinnuverndar- löggjöfinni, þ.ám. 4 daga frí fyrir okkar menn í hverjum mánuði. Eins og kunnugt er nær vinnuverndarlög- gjöfin ekki til sjómannastéttarinnar og er þaðeinsdæmi,” sagði Hafþór. Blaðið sneri sér til Kristjáns Ragnarssonar, framkvæmdastjóra L.Í.Ú, og spurði hann álits á fyrir- huguðum aðgerðum sjómanna: „Þetta eru náttúrulega eðlileg viðbrögð. Ekkert útlit er fyrir að fiskverðsákvörðun verði tekin fyrir áramót. Aðalfundur L.Í.Ú. sam- þykkti fyrir nokkru að hefja ekki veiðar eftir áramót nema fiskverð lægi fyrir. Þessi ákvörðun sjómanna beinist því ekki að samningum okkar í milli, enda má segja að okkur greini ekki mikið á við Sjómanna- sambandið í þessu máli,” sagði Kristján. -SER. Deilt um undirtök í gosstríði á Akureyrí Tollgeymsla og verðhækkun á olíu og bensíni — til þess að tryggja nægar birgðir í landinu Olíufélögin hafa óskað eflir fyrir- greiðslu viðskiptaráðuneytisins til þess að unnt verði að auka nægilega birgðir af svartoliu og bensíni í land- inu, en því fylgir verulegur fjár- magnskostnaður. I ræðu viðskipta- ráðherra, Tómasar Árnasonar, sem hann flutti á Alþingi i fyrradag, kvað hann tvö úrræði koma til greina, annars vegar tollgeymslu á olíum og bensíni og hins vegar verðhækkun. í viðtali DV við Vilhjálm Jónsson, forstjóra Olíufélagsins hf„ kvað hann hafa tekizt að auka nægilega birgðir af gasolíu og hefðu þær verið til 8—14 vikna undanfarið. Hins veg- ar hefðu svartolíu- og bensínbirgðir ekki verið nema til 6—10 vikna. Talið er að birgðir af olíum og bensíni i landinu þurfi jafnan að vera til 12 vikna eða því sem næst. Birgðastaðan hefur batnað til muna síðustu tvö ár en var þá óvið- unandi. Bæði hefur gasolíunotkun minnkað um 6 þúsund tonn á mánuði vegna aukinnar hlutdeildar hitaveitna og rafmagnsveitna í húsahitun og að byggðir hafa verið tveir oliugeymar fyrir 16 þúsund tonn. Geymarými í landinu er nú fyrir rúmlega 216 þúsund tonn af olíum og bensíni og með 60% nýtingu að jafn- aði er hægt að hafa birgðir til 13 vikna af öllum tegundum. „Við höfum náð gasolíubirgðum upp hjálparlaust en verð á svartolíu og bensíni hefur verið of lágt til þess að hægt væri að auka birgðir af þeim tegundum, auk þess sem við höfum hreinlega ekki getað fengið nógu stóra farma af svartolíu þar til nú alveg nýverið,” sagði Vilhjálmur Jónsson. „Við höfum nú samið við Sovétmenn um svartolíuna og aukum því birgðir af henni í kringum ára- mótin upp í 60 þúsund tonn á móti áætlaðri 14 þúsund tonna notkun á mánuði. En vegna þessa verður að hækka verðið eitthvað. Á sama tíma verðum við einnig með um 60 þúsund tonna birgðir af gasolíu en áætluð mánaðarnotkun er 16—17 þúsund tonn. En þá vantar okkur enn talsvert á nægar bensínbirgðir, þær verða að vísu um 20 þúsund tonn um áramótin á móti 7.500 tonna mánaðarnotkun, en það er sá árstími sem við stöndum bezt með bensínið. Til þess að hafa nóg af því verður líklega bæði að taka upp tollgeymslu og hækka verðið, en tollar á bensíni eru eins og kunnugt er mjög háir.” -HERB.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.