Dagblaðið Vísir - DV - 16.12.1981, Qupperneq 40
Hagfræðideild Seðlabankans:
Verðbólgan er nú
komin í nær 50%
Að áliti hagfræðideildar
Seðlabanka fslands er verðbólgustigð
hér á landi nú nálægt 50%, en var
fyrir þrera mánuðum metið 40.2%.
Þessar upplýsingar koma fram i
yfirliti um stöðu og horfur í peninga-
málum, frá 4. desember, sem hag-
fræðideildin lét f]árhags- og
viðskiptanefnd efri deildar AJþingis í
té í sambandi við meðferð fjárlaga-
frumvarpsins.
í þessu yfirliti er skýrt frá því, að
enda þó innlán í peningastofnunum
hafi hækkað um 73% frá nóvember-
byrjun 1980 til októberloka 1981,
hafi útlán hækkað um 72% og því
næstum étið innlánsaukninguna upp.
Útlánaaukning á síðasta ári varð
58% og segir í yfirliti hagfræðideild-
ar Seðlabankans um orsakir þessarar
miklu aukningar f ár: „Líklega stafar
þessi breyting að verulegu leyti af því,
hve rekstrar- og greiðsluafkoma
fyrirtækja er léleg, einkum i út-
flutnings- og samkeppnisgreinum. En
eftir mitt ár jókst almenn lánsfjár-
eftirspum að líkindum einnig vegna
ótta við væntanlegar gengisbreyting-
ar og verðlagshækkanir. Raunvextir
hafa verið of lágir til að viðhalda
jafnvægi á peningamarkaði, enda eru
nú horfur á að verðbólgustig sé
nálægt 50%, en fyrir þrem mánuðum
var það metið 40.2%.”
Þá er einnig gerð grein fyrir því,
að vaxandi huti af útlánaaukningu
stafi af sjálfvirkri hækkun án þess að
nýjar lánveitingar komi til, vegna
aukinnar verðtryggingar. Slíkar sjálf-
virkar hækkanir hafi numið um 20%
af hækkuninni á fyrrgreindu tíma-
bili.
-HERB.
Harður árekstur varð á milli létts bifhjóls og fólksbifreiðar á horninu á Réttarholtsvegi og Bústaðavegi um kl 23.00 í gœrkvöld.
Tvennt var á bifhjólinu og slösuðustþau nokkuð, þó ekki alvarlega aðþvíer talið var. -ELA/DV-myndS.
Jólakorf í pósf í dag
„Þetta er svipað hjá okkur núna
og verið hefur fyrir undanfarin jói.
Þó virðist bögglapósturinn vera meiri
og þyngri en oft áður,” sagði Árni
Þór Jónsson póstrekstrarstjóri í
Reykavík i viðtali viö DV í morgun.
Síðasti dagurinn til aö koma frá sér
jólapóstinum er í dag og eru öll póst-
hús opin til kl. 20.00 i kvöld. ,,Þessi
takmörk eru sett til að hægt sé að
tryggja að jólapósturinn verði borinn
út í tækatíð,” sagði Árni.
Byrjað veröur að vinna við útburö
í Reykjavik nú síðar i vikunni. Ungl-
ingarnir sem vinna að jafnaði i póst-
inum fyrir jól eru að koma til starfa í
dag og á morgun en um 200 manns fá
aukavinnu við jólapóstinn f ár. -klp-
Albert Guðmundsson lagði fil á Alþingi:
Dagblaðasfyrkur
verði afnuminn
— en biblíuúfgáfan fái aukinn ríkissfyrk
Við 2. umræöu um fjárlagafrum- 2.550.000 krónur. Hin um að styrkur
varpið fyrir 1982 lagði Albert Guð- til Hins islenzka bibliufélags yrði
mundsson fram tvær breytingartil- hækkaður um 285.000 krónur.
lögur. önnur var um að felldur yrði Báðar tillögurnar voru felldar.
niður styrkur til dagblaða að upphæð -HERB.
LUS FMNST A B0RNUM
f SKÓUIM Á AKUREYN
— Foreldrar hvaffir f il að leifa lúsa á börnum sínum
Hárlús fannst á 8 börnum i tveim
grunnskólum á Akureyri sl. þriðju-
dag. Við athugun reyndist kunnings-
skapur milli þeirra einstaklinga sem
lúsin fannst á. Hafa foreldrar barna í
skólum Akureyrar verið hvattir til að
leita lúsar á börnum sínum, því hún
berst auðveldlega á milli manna, án
þess að hún sé afleiöing óþrifnaðar.
Að sögn Hilmis Jóhannssonar,
héraðslæknis á Akureyri, er ógern-
ingur að segja til um hvaðan þessi lús
hefur borizt. Trúlegt væri að hún
hefði borizt frá öðrum löndum, en
hún gæti allt eins blundað einhvers
staöar, t.d. i híbýlum manna, á milli
þess sem hún hefur fundizt. Síðast
varð vart við lús í skólum Akureyrar í
októbersl.
Að sögn Hilmis er um höfuðlús að
ræða, sem bezt fyndist i kollvikum og
hnakkagróf. Lúsin væri gráleit, um 1
1/2—2 mm að stærð, því vel greinan-
leg með berum augum. Lúsin berst
auðveldlega á milli manna við snert-
ingu, og ekki þarf alltaf snertingu til,
þvi lúsin er gjörn á að skipta um flík
þar sem tækifæri er til, t.d. þar sem
húfur og treflar hanga saman i fata-
hengjum. SagðiHilmar því ástæðu til
að hvetja foreldra til að vera á varð-
bergi gagnvart lús, því ógerningur
væri fyrir skólahjúkrunarfólk að
leita af sér allan grun. Sérstaklega
væri ástæða til að leita lúsar, ef við-
komandi sýndi merki um óeðlilegan
kláða i hársverði. Yrði lúsar vart, þá
væri hægt að fá lyf gegn henni í apó-
tekum.
-GS/Akureyri.
m
frjálst, úháð dagblað
MIÐVIKUDAGUR 16. DES. 1981.
Lof tað úf
á Alþingi
Fjárveitinganefnd Alþingis flytur
breytingartillögu við fjárlaga-
frumvarpið fyrir 1982 um nýjan
stofnkostnaðarlið vegna sjálfs
Alþingis, að upphæð krónur
3.280.000. Við það hækkar skrifstofu-
og alþingiskostnaður í rúmlega 19,1
milljón króna.
Þessi viðbótarfjárveiting á að sjálf-
sögðu að fara til þarflegra fram-
kvæmda. í fyrsta lagi er nefnd endur-
nýjun loftræstikerfisins í Alþingis-
húsinu en einnig endurnýjun síma-
kerfisins og aðrar ótilgreindar lag-
færingar. Loks á hluti þessa fjár að
ganga til undirbúnings vegna fyrir-
hugaðrar samkeppni um húsakost
Alþingis á Tjarnarsvæðinu, sem þessi
æðsta samkunda þjóðarinnar hefur
nú eignazt að stórum hluta, við
norðurendaTjarnarinnar. -HERB.
Vonasftilað
flugmaðurinn
losniívikunni
„Við eygjum iausn í sjónmáli. Við
vonumst til að hann losni í þessari
viku,” sagði Gunnar Þorvaldsson,
framkvæmdastjóri Arnarflugs, er hann
var inntur eftir hvernig mál þotuflug-
mannsins sem setið hefur i fangelsi í
Líbýu í hálfan mánuð stæði.
Starfsmenn Arnarflugs í Líbýu, hafa,
í samráði við danska sendiráðið, unnið
að lausn málsins. Búizt er við því að
flugmaðurinn verði látinn greiða
einhverja sekt. -KMU.
Mjólkurfræðingar
samþykkfu
Mjólkurfræðingar samþykktu í gær-
kvöld kjarasamning þann sem þeir
gerðu við vinnuveitendur á mánudags-
morgun. Féllu atkvæöi þannig að 29
greiddu atkvæði með samkomulaginu,
7 voru á móti og 5 seðlar auðir.
Samkvæmt samningnum hefur
ágreiningsatriðum mjólkurfræðinga og
vinnuveitenda verið vísað til kjara-
dóms, sem skipaður verður á næstu
dögum. -JSS.
Loki
Þingmenn iótu sig ekki
muna um að taka 3,3
miiijónir úr vasa ai-
mennings tH að bœta and-
rúmsloftið 6 Alþingi.
hressir betur.