Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1981, Blaðsíða 2
2
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1981:
Út um hvippinn og hvappinn — Ut um hvippinn og hvappinn — Út um hvippinn og
Hrísgrjónabúðing
eða ekki
hrísgrjónabúðíng?
(SJltyÍM
Laugavegi 21
(LiMa Ijóta húsið)
Vesturgötu 4 —
Sími 19260
Þýzkursiður?
„Fyrstu heimildir, sem þekktar eru
um einhvers konar jólatré, eru frá
Strassborg og þar um kring á 16. öld.
Undir lok 17. aldar finnast æ fleiri
ummæli varðandi jólatré í Þýska-
landi. Hinn fyrsti sem getur um ljós-
um prýtt tré er Goethe, í sögu frá
1774. Og fyrsta mynd af jólatré er frá
Sviss árið 1799. Og til Norðurland-
anna berast þau eftir 1800.”
Hingað heim munu fyrstu trén
hafa borizt í kringum 1850 og segir í
Bók daganna að það muni hafa
breiðzt út frá dönskum heimilum,
afar hægt en þó markvisst. Samt er
þeirra enn ekki getið í neinum ævi-
minningum frá því fyrir 1900 en upp
úr aldamótum fara þau að vera
fastur þáttur í jólahaldinu. Eins og
nærri má geta var það þó ekki á allra
færi að ná sér í grenitré hér í landinu
og var á mörgum heimilum gripið til
þess ráðs að búa þau til úr viði.
Viðurinn var málaður grænn og
prýddur lyngi og eini. Þá tíðkuðust
alvörukerti og heimatilbúnir pokar
undir sælgæti eða kökur. En nú
mun sú öld önnur eins og aðrar.
-Ms.
í heimahúsum fæöist maður inn í
jólasiöi, ef svo má segja: mamma
gerði þetta alltaf svona og svona
hlýtur það að eiga aö vera svo jólin
verði söm við sig. Fjölskylduboðin
þurfa alltaf að falla á sama daginn,
maturinn verður alltaf að vera sá
sami alls staðar, og þannig fram eftir
götunum. Amma sagði alltaf þegar
spilin voru dregin fram á jóladag:
,,það á ekki að spila á jóladag.”Loft-
kökurnar hennar Maddýar, jóla-
boðið hjá Friðu og Guðmundi, sultan
með rjúpunum — ómissandi hlutar
jólanna í eina tið.
Allt í einu eru jólin svo ekki lengur
heima hjá mömmu og pabba heldur
með manni sem kemur frá heimili
meö allt aðra siði og venjur. Hann er
t.d. ekkert vanur því að jólatréð sé
alltaf skreytt á Þorláksmessukvöld.
Hann er ekkert vanur þvi að fá alltaf
hrísgrjónabúðing með möndlu og
möndlugjöf á aðfangadagskvöld.
Honum þykir ekki einu sinni góður
hrísgrjónabúðingur. Satt bezt að
segja er það eitt af þvi versta sem
hann fær. Það sem verra er, hann
hefur ekki hugmynd um að jól eru
ekki jól nema það sé hrísgrjónabúð-
ingur! Og þegar stelpurnar okkar
fara að slást vegna þess að þær vilja
báðar sitja í sama stólnum þá veit
hann ekki að amma sagði alltaf:
,,Það á ekki að rífast á jólunum” og
að það er þess vegna sem ég segi það
núna. Það minnir hann ekkert á
ömmu og afa og jólin eins og þau
eiga að vera! Hann heldur að hann
viti hvernig jól eiga að vera!
Annars er þetta verst fyrst, svo fer
maður smátt og smátt að skapa sér
sín eigin jól handa sínum krökkum
að fara með að heiman. Það sem
skiptir mestu máli er kannski það að
láta svona vangaveltur ekki verða
hefðbundinn jólasið! Gleðilegjól
-Ms.
PS. Hrísgrjónabúðingurinn? Ég þori
ekki aðsegja frá því!
Jólin koma, jólin koma. Og enn
fer um mig fiðringur við þá einustu
tilhugsun að jólin séu að koma. Jóla-
ljós og jólamúsík, jólagjafir og jóla-
boð, súkkulaði með rjóma og sætum
lummunum og jólanóttin yfir beztu
bókinni fram undir morgun með epli
og sælgæti á rúmstokknum. Og jóla-
siðirnir.
Því eitt er það við jólin sem alls
ekki má missa sig, það eru jólasið-
irnir; einhver viss dagskrá sem ska!
ekki skeika því án hennar eru engin
jól!
Hvert heimili hefur sína dagskrá.
Hjá sumum er það hefð að þeysast
rafmagnsbúðanna á milli rétt undir
hádegi á aðfangadag til að bjarga
peru i jólatréseríuna, svo dæmi sé
nefnt og eins og það getur verið
leiðinlegt, þá væru jólin varla komin
án þess. Annar algengur siður mun
vera að láta nýja tréð ekki passa í
gamla jólatrésfótinn og þá þarf að
fara að saga og jafnvel negla til þess
að hægt sé að ryksuga á síðustu
stundu. Ekki satt? Og m.a.s. það
sem ég lofaði sjálfri mér að vera nú
búin að gera í tæka tíð í fyrra kemur
án efa til með að sitja enn á hakanum
í ár og víst eins gott því annars
vantaði þessa sælutilfinningu sem
hríslast um mig þegar klukkan byrjar
að slá rétt fyrir sex og friður færist
yfir.
Ljósm. Hilmar Kartsson
Hvers vegna berum við heilt tré inn
í stofu 1 tilefni fæðingar Krists? Oftar
sem áður snýr hvippur sér til Bókar
daganna sem veit næstum því allt um
árstíða- og dagbundna siði. Þar segir
um jólatré:
,,Um uppruna þeirra er flest á
huldu. Vafalítið má rekja elstu rætur
þess til einhvers konar trjádýrkunar.
f Róm og víöar var t.d. siður allt frá
fornöld að skreyta hús um nýárið
grænum greinum eða gefa þær hver
öðrum og þótti það gæfumerki.
Sama er að segja um mistilteininn í
Englandi. Hið sigræna tré hefur
löngum vakið furðu manna og
aðdáun og þótt búa yfir leyndar-
dómum.
Kristnar hugmyndir um skilnings-
tré góðs og ills kunna og að hafa
blandast hinum eldri. Frá því um
1100 var tekið að sýna helgileiki
innan kirkju og utan, þar á meðal
söguna um sköpun mannsins, synda-
fallið og burtreksturinn úr aldingarð-
inum Eden. Stóð skilningstréð þá tíð-
ast á miðju sviðinu. Það var grænt og
héngu á því epli og borðar. Líktist
þaö talsvert jólatré, nema kertin
vantaði, en svo var einnig um þau
jólatré, sem fyrst eru spurnir um.”