Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1981, Síða 4
4
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1981.
Pétur Sigurgeirsson biskup:
Jólafríður
gleður jörð
og huggar
Fyrir tæpri öld orti Stephan
G. Stephanson gullfagurt ijóð,
sem hann kallar: Á jólanótt-
ina.
Fyrir nokkru nú er hnigin sól
nálœgð kveldsins boða aftanskuggar
nú er komin nótt og blessuð jól
náð og friður gleður jörð og huggar.
Dásamlega, drottinn faðir, þln
dýrð og tign á himnum uppi skin.
Uppfyllt lotning undrast sálin mín
ást og speki, er breytist ei né dvín.
Það er nótt og klukkur k veða við
köldum hljómar gleðirödd i málmi
þœr til lýðsins kalla: „komið þið,
Kristi fagnið glöð með jólasálmi.
Góða nótt og gleðilegustjól, ”
gjörvallt óska virðist jarðar ból.
Berst til himna brennheit eins og sól j
bten sú upp að drottins veldisstól.
Þannig hugsaði Klettafjalla-
skáldið á jólanóttina 1882.
Skýrar er vart hœgt að komast
að orði í lýsingu á þeim tilftnn-
ingum, sem í brjósti okkar bær-
ast, þegar þessi helgasta nótt
ársins gengur í garð. Eflaust er
skáldið hérna að lýsa hughrif-
um sínum, er það eignaðist í
bernsku sinni heima í Skaga-
firði. Við búum alla ævi að
þeim jólum, sem við eignuð-
umst á bernskuárum. í gegn-
um þá reynslu skiljum við
Krist, þegar hann segir, að við
verðum að vera „eins og börn ”
til þess að komast inn í guðs-
ríki. Éf, hygg að á heilögum
jólum komumst við nœr því að
uppfylta þetta skilyrði. / Ijóði
Stephans G. fmnum við þessa
tæru barnslegu jólagleði, en
um leið þann djúpa skilning
sem mannleg reynsla og mikill
þroski fmnur í eðli og tilgangi
jólanna.
Víst er um það, að jólin í húsi
skáldsins vestur við Kletta-
fjöllin hafa verið fátækleg
og fábrotin að ytra hætti, því
að Stephan G. átti „rétt til
hnífs og skeiðar,” en samt
höndlaði hann allan fögnuð
jólanna. Það leynist engum,
sem les þetta Ijóð hans. Og það
minnir okkur á, að í Ijósinu
einu býr allur sá fögnuður og
friður sem Guð gaf heiminum,
er Jesús fæddist. „ Verið
óhræddir, þvísjá, égmun boða
yður mikinn fögnuð, sem veit-
ast mun öllum lýðnum: Yður
Pótur Stgurgeirsson biskup.
DV-mynd Gunnar öm.
er í dag Frelsari fæddur. ”
(Lúkas 2.10 og 11) Þetta er
allt, sem gerir jólin að jólum.
Þetta er gjöfin til allra manna
og þjóða. Kristur vitnaði um
það sjálfur með lífi sínu, kenn-
ingum og kraftaverkum, með
dauða sínum og upprisu, að
þetta var hann. Og slíkur
Frelsari er hann enn í dag öll-
um þeim, sem á hann trúa og
honum treysta fyrir lífi sínu.
Gildi jólanna og áhrif þeirra
eru því að þakka, sem Kristur
var fólkinu í Gyðingalandi á
lífsferli sínum, hvernig hann
skrifaði ræðu sína og lífsverk í
mannleg hjörtu. Nýja testa-
mentið teyndist vera hið lifandi
orð, sem staðfesti og útbreiddi
trúna á þennan lausnara. Þar
leiðir Lúkas læknir okkar fyrir
sjónir fæðingu Jesú, að það
bar til í Betlehem að Jesúbarn-
ið fæddist. Og þá dýrðlegu frá-
sögn kunnum við hvað best af
öllu því, sem í Biblíunni stend-
ur.
Og nú „hátíð fer að höndum
ein. ” — Ég bið þess að jólin
verði tslendingum og öllum
mönnum sönn hátíð gleði og
friðar. Ef við lifum okkur inn í
jólin líkt og Klettafjallaskáldið
í jólaljóðinu, og minnumst
þess, er þau komu til okkar í
sinni hreinu, tæru gleði og
himnafriði, þá koma þau til.
okkar enn á ný. Við höfum
ríka þörf fyrir þessa andlegu
gjaftr himinsins til þess að
friða ogsætta menn ogþjóðir.
Guð gefi, að þú, kæri les-
andi, ftnnir himininn opinn,
kærleikann frá hjarta Guðs. —-
Guð gefi þér gleðilegjól.
Pétur Sigurgeirsson.
Jólahald
kaþólikka
—rætt við djáknan í Landakoti
—erþað
frábrugðið
jólahaldi
lútherskra?
Nú fer hver að verða síðastur til að
hugsa til jólanna. Þau eru innan seil-
ingar og flestir landsmenn komnir í
hátíðarskap. Undirbúningur fyrir
þessa hátíð ljóss og friðar er nú í al-
gleymingi og allskonar jólaskreyting-
ar hafa verið hengdar upp á ólíkleg-
ustu stöðum i borgum og bæjum
landsins.
Víst má telja, að jólahald lúterskra
manna í landinu verði með svipuðum
hætti í ár og verið hefur undanfarið.
En er jólahald kaþólskra manna á ís-
landi eitthvað frábrugðið jólahaldi
lútersk trúaðs fólks? Þessi spurning
var borin undir Ágúst K. Eyjólfs-
son, prest kaþólska söfnuðarins i
Landakoti.
Ósköp svipað
,,Ég held að jólahald kaþólikkaog
lúterskra sé í öllum megin atriðum
ósköp svipað”, segir hann. „Ástæð-
an er eðlilega sú að boðskapurinn er
sá sami þ.e.a.s. fæðing frelsarans.
Þetta er fyrst og fremst hátíð fjöl-
skyldunnar, hvort sem um lúterska
eða kaþólska er að ræða.”
En er þá enginn áherslumunur
milli þessara trúarbragða á þeirri for-
sendu að jólahátíðin skuli yfirleitt
vera haldin?
„Eini munurinn í jólahaldi þessar.
trúarbragða er einungis messan sjálf.
í stað þess að lúterskir haldi sínar
messur klukkan 6 á aðfangadags-
kvöld, er okkar messa á miðnætti
sama kvölds.”
Þessi tími messunnar hjá okkur
gefur að vissu leyti jólunum meiri
stemmningu.”
En nú leggja kaþólikkar meiri
áherslu á hlutdeild Maríu Guðsmóð-
ur í fæðingu frelsarans en lúterskir?
„María mey, skipar náttúrlega
veglegan sess innan kaþólskrar trúar.
Einmitt vegna þess að hún var valin
sem móðir Jesús.”
Hiutdeiid
Maríu meyjar
En nú er það vitað að lúterskir
leggja aðallega áherslu á Jesúm Krist
á jólahátiðinni. En kaþólsk trú tekur
sem sagt Maríu mey einnig inn í
dæmið og þá jafnvel Jósef líka. Og
lítur þá jafnvel á jólahátíðina sem há-
tíð þessarar fjölskyldu fremur en há-
tíðKristseins?
,, Já að vissu leyti. Innan kaþólsku
kirkjunnar er einn dagur á ári hverju
helgaður hinni heilögu fjölskyldu.
Það er 28. desember. En María mey
er tekin með í fæðingarhátíðinni. Og
jafnvel meira en nokkurntíma Jósef.
Ástæðan fyrir því er sú að Jósef var
einungis fósturfaðir Jesús. María
mey er sem sagt heiðruð verulega inn-
an kaþólsku kirkjunnar.
En nú hlýtur einmitt að vera
áherslubreyting á þessu_ atriði í
kirkjuhaldinu hjá ykkur miðað við
helgihald lúterskra á jólunum?
,,Ja, það er nú ekki eins mikill
munur og margur gæti haldið. Mess-
an hjá okkur er alltaf sú sama. En
t.d. hvað ritningarnar varðar, þá er
ekki sama röðin á þeim hjá þessum
trúarbrögðum. En við verðum að
gera okkur ljósa grein fyrir þvi, að á
jólunum þá er um sama boðskap að
ræða hjá báðum aðilum. T.d. guð-
spjallið um fæðingu frelsarans
o.s.frv.
Hvorugur
villbakka
En það eru náttúrlega nokkur
atriði sem standa í vegi fyrir fullri
sameiningu þessara trúarbragða.
T.d. eru sakramenti kaþólskra 7 að
tölu en þau eru einungis 2 hjá lútersk-
um. En aðalatriði þessa máls eru
náttúrlega það, að hvorugur aðilinn
vill bakka.”
-SER
Sóra Ágúst K. Eyjótfsson, prestur Landakotssafnaðar.