Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1981, Síða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1981, Síða 6
6 DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1981. Fréttaljós — Fréttaljós — Fréttaljós Hefur verðbólgan tekið völdin af Alþingi og ríkisstjóminni? — íslenska velferðarríkið komið að krossgötum, að dómi Geirs Gunnarssonar, formanns fjárveitinganefndar Alþingis — Talsmenn sf jórnarandsföðunnar segja ríkissfjómina hafa bmgðist og þjóðarbúskapurinn sfefni í óefni — Ráðherrar telja vandamálin minni nú en fyrir árí Það fara undarlegir straumar um gesti og gangandi, sem leið eiga í Alþingishúsið við Austurvöll nú þegar þar eru ráðin fjármál ríkisins og* þjóðarbúsins fyrir næsta ár. Á yfirborðinun er mikill órói og ekki er hlaupið að því að henda reiður á þingstörfum. Skjaladrífan er gífurleg og ræðuhöldin mikið sjónarspil. Satt að segja hljóta að hvarfla miklar efasemdir að aðkomu- mönnum um alvöruna;sem vænta mætti i þingsölum, hjá æðstu stofn- un þjóðfélagsins, þegar þar eru teknar ákvarðanir um höfuðmál þess og ákveðið eftir því sem efni standa til, hvort þjóðin gangi gæfuspor eða leiðist út á glapstigu. Þessi mál eru rædd og afgreidd í afskaplegri tímaþröng, og enda þótt málsmeð- ferð hafi nokkurn aðdraganda, er mörgum greinum ráðið til lykta loks í þessum darraðardansi. En hvort sem það er skipulagi og vinnulagi þingsins að kenna eða ekki, er það staðreynd, í ofanálag, að þegar upp verður staðið og þingmenn halda í jólaleyfi með fjárlög rikisins fyrir næsta ár og lánsfjáriög með Iánsfjár- og framkvæmdaáætlun í farieskinu, hefur ekki enn sést fyrir endann á þvi, hver hinn raunverulegi starfsgrundvöllur þjóðarbúsins verður á næstunni. Þessi lög og þessar áætlanir fela ekki í sér úr- lausnir aðsteðjandi verðbólguvanda. Þar þurfa að koma til sérstakar við- bótarráðstafanir. Um það er ekki deilt. Þannig eru Atþingi og ríkisstjórn með buxurnar á hælunum í fjármála- stjórn þjóðarbúsins, hvort sem mönnum líkar sá dómur betur eða verr. Þó eru ákvarðanir nú alls ekki seinna á ferðinni en oft áður, nema siður sé. En það skiptir ekki sköpum, hvort þær eru mikið eða lítið seint lýðum Ijósar. í þeim opinberu gögnum, sem liggja til grundvallar við afgreiðslu fjárlaga og lánsfjárlaga ríkisins að þessu sinni, kemur fram að vöxtur þjóðarframleiðslunnar hefur stöðv- ast. Því er spáð að hann verði enginn á næsta ári, sem sagt 0. Á þessu ári- mun hann vera aðeins 0,2%, en var' 1977 5,2% og hefur minnkað jafnt og þétt síðan. Þetta þýðir einfaldlega, að ekki er grundvöllur fyrir auknum fram- kvæmdum og aukinni þjónustu hins opinbera, nema með Iántökum er- lendis. Niðurstöðutölur 10 milljarðar króna í grófum dráttum verða niður- stöðutölur fjárlaganna fyrir 1982 átta milljarðar króna og lánsfjáráætlunar tveir milljarðar króna, eða 10 millj- arðar samtals, sem eru þá eitt þúsund gamlir milljarðar. Þetta svarar til unt 37% af þjóðarframleiðslunni. Ljóst er að þrátt fyrir auknar er- lendar lántökur dragast framkvæmd- ir saman að hlutfalli um leið og þjón- ustukostnaður eykst hlutfallslega enda eins og áður segir falla ekki til auknar þjóðartekjur. Greiðslubyrði vegna erlendra lána verður á næsta ári um 18% af út- flutningstekjum og erlendu skuldirn- ar munu í lok næsta árs nema 39% af þjóðarframleiðslu áárinu. Aðvörunarorð Geirs Gunnarssonar Hér er ekki ætlunin að halda lengra út í talnasálma, enda ærandi fyrir venjulegt fólk að hugsa í pró- sentubunum. Þess í stað verður vitn- að til framsöguræðu formanns fjár- veitinganefndar Alþingis, Geirs Gunnarssonar, sem hann flutti fyrir áliti nefndarinnar í upphafi annarrar umræðu um fjárlagafrumvarpið nú fyrr í vikunni. Það var samdóma álit á göngum Alþingishússins, að slík „íhaldsræða” hcfði ekki verið flutt í þinginu langa lengi. Og ef það var íhald, sem Geir boðaði, þá það. Orð hans voru i líma töluð og vöktu ekki síst athygli vegna stöðu hans á þingi og stjórnmálaskoðana. Velferðarríkið á krossgötum „Undirstaða allrar getu til að standa undir félagslegri þjónustu í landinu, hvort heldur er í skólamál- um, heilbrigðismálum eða öðrum efnum, er verðmætasköpunin í þjóð- félaginu, undirstöðu framleiðslan. Og því aðeins er unnt að auka sí- fellt við þjónustuþættina, að verð- mætaöflunin aukist að sama skapi eða í einhverju sé dregið úr þeirri sóun sem kann að eiga sér stað á ákveðnum sviðum, til dæmis í verslun hér á höfuðborgarsvæðinu: Ef við leggjum fjármagnið fyrst og fremst í þjónustustofnanir án þess að efla grundvallarframleiðsluna, þá veltur þessi sístækkandi yfirbygging fyrr eða síðar, hversu nauðsynlega og óhjákvæmilega sem menn telja hana. Hún stendur ekki ein sér.” Þannig mæltist Geir Gunnarssyni meðal annars. Siðan rakti hann mörg dæmi máli sínu til stuðnings og sagði svo: „Allt þetta sem hér hefur verið nefnt eru bætt lífskjör, en á hvern veg reiknast það þegar borinn er saman kaupmáttur launa frá einu tímabili til annars?” Og síðar: „Ef við höldum áfram að hlaða lífsgæða- pinklunum á skipið án þess að stækka það og bæta, þá gæti svo farið ef gáraði sjó að við yrðum að kasta einhverju útbyrðis, eins og þær þjóðir eru farnar að gera, sem við tókum okkur helst til eftirdæmis, þegar leitað var fyrirmynda um þær ströngustu kröfur, sem fundust um þjónustugæði.” Hörð gagnrýni stjórnarandstöðunnar Þessi hugvekja Geir Gunnarssonar hefur ekki komið mjög til umræðu í þingsölum, en fjölmiðlar hafa hins vegar gert sér nokkurn mat úr henni. Stjórnarandstæðingar á þingi gerðu hins vegar harða hríð að ríkisstjórn- inni og stuðningsflokkum hennar, bæði út af fjárlagafrumvarpinu og lánsfjárlagaf rumvarpinu. Við umræðurnar um I iárlögin flutti Lárus Jónsson mjög ílarlega ræðu fyrir hönd 1. minnihluta fjár- veitinganefndar og fyigdu henni margvísleg opinber gögn um stöðuna í fjármálum þjóðarbúsins. Sjálf- stæðismenn í stjórnarandstöðu fluttu þó engar sameiginlegar breytingartil- lögur, og töldu að engu yrði um þokað til bóta nema með því að núverandi ríkisstjórn viki. Karvel Pálmason talaði fyrir hönd 2. minnihluta, Alþýðuflokksins, sem lagði til 20% lækkun tekjuskatts og eignaskatts á einstaklinga og 1% lækkun söluskatts, svo og niðurskurð á ýmsum liðum á móti, framlögum til Bifreiðaeftirlits og Framleiðslueftir- lits sjávarafurða, útflutningsuppbót- um vegna landbúnaðarafurða, niður- greiðslum á vöruverði og framlögum samkvæmt jarðræktarlögum. Hins vegar lagði hann til hækkun vegna nýrra búgreina, hagræðingar í land- búnaði og jarðasjóðs. Vandinn minni nú en fyrirári í umræðunum töldu ráðherrar og stjórnarþingmenn þau vandamál, sem við væri að glíma nú, minni en fyrir ári síðan. Hins vegar væri Ijóst, að verðbólguvandinn væri ennþá höfuðvandamálið og við það yrði að berjast fyrst og fremst. Ekki væri að búast við miklum árangri á öðrum sviðum fyrr en tekist hefði að koma verðbólgunni það langt niður, að sæmilegt jafnvægi ríkti. Hefur verðbólgan tekið völdin ? í þessu fréttaljósi er þungamiðjan tilvitnanirnar í ræðu Alþýðubanda- lagsþingmannsins Geirs Gunnarsson- ar, formanns fjárveitinganefndar Alþingis. Þegar saman er vegin sú staða þjóðarbúsins, sem blasir við, að vöxt- ur þjóðarframleiðslu hefur stöðvast og að allt snýst um að halda verð- bólgunni í skefjum, framkvæmdir minnka en þjónustan kostar sífellt meira — og þau hógværu orð, sem Geir Gunnarsson hafði um siglingu þjóðarskútunnar, fer ekki hjá því, að þessi spurning gerist áleitin: Hefur verðbólgan tekið völdin af Alþingi og ríkisstjórninni? Framtíðarsýnin sem lýst hefur verið í þingsölum undanfarið og raunar blasir við þjóðinni speglar ekki þau gæfuspor, sem hún hlýtur að vonast eftir. Þjóðfélagsumræðan snýst öll um viðnám gegn vandamálum. Hver kennir öðrum um, og jafnvel þótt hafðir séu uppi tilburðir til þess að benda á aðrar leiðir en farnar eru, heyrist það ekki fyrir hávaðanum. Þess vegna varð þingheimur svo hlessa, þegar Geir Gunnarsson hafði lokið máli sínu, að hann var af- greiddur á stundinni sem laumu- íhaldsmaður eða eitthvað þvi likt. Eða þannig kom það þeim er þetta skrifar fyrir hugskotssjónir. Geir tókst ekki að brjóta þingheimi leið út úr vandamálamúrnum en það getur tæplega verið nema spurning um dýr- mætan tíma, hvenær að því múrbroti kemur, því vissulega er margl gegnra manna samankomið þarna við Aust- urvöll. Hcrhert Guðmundsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.