Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1981, Side 8
8
DAGBLAÐIÐ& VÍSIR. LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1981.
Björgvin Halldórsson stillti sér upp viö Isuzu Gomini, sem dregið verður um 27. janúar. Verðmæti um 102 þúsund
krónur.
DV-getrauninniýttúr vör:
Þrír bílar / vinning
Vinningarnir í DV-getrauninni eru
hver öðrum glæsilegri og ekki vafi á
að áskrifendur blaðsins fagna því
mjög að geta átt þess kost að laka
þátl i skemmtilegum getraunaleik
meðslikum vinningum í boði.
Bílarnir þrír eru að heildarverð-
maeti 319 þúsund krónur, það er að
segja þegar þetta er skrifað. En
miðað við þá uppsveiflu verðalgs sem
hér rikir má hiklaust búast við að
verðmætið hafi aukist til muna.
Fyrsli vinningurinn er notalegur
fjölskyldubíll af gerðinni Isuzu
Gemini. Fólk er eflaust farið að
ruglasl í nöfnunum á þessum
japönsku bílum, en þessi er nýr á
markaðinum. Traustur og sterk-
byggður bíll sem eyðir aðeins sjö
lítrum á hundraðið. Kostar um 102
þúsund krónur.
Næti vinningur er Suzuki jeppi,
lítill og nettur, ódýr í rekstri, en
kemst það sem þarf. Verðið á honum
nú er um 85 þúsund krónur.
Loks er það svo Opel Kadett, veg-
legasti vinningurinn. Þetta er rúm-
góður fjölskyldubíll, sparneytinn og
vandaður og kostar nú 132 þúsund
krónur. Það hefur enginn áskrifandi
efni á að sleppa þátttöku í DV-get-
rauninni og við minnum á, að nýir
áskrifendur eru að sjálfsögðu vel-
komnir i hópinn.
Getraunaseðill verður birtur I
blaðinu miðvikudaginn 30.
desember.
-SG.
Magnús Ólafsson kynnir Suzuki joppann sem dregið veröur um 28. aprfl. Verðmæti bflsins er um 85 þúsund
krónur.
Pétur knattspyrnukappi Pétursson er með Opel Kadettinn, sem er að verðmæti um 132 þúsund krónur og
verður dregið um hann 28. júlí.
Vidbrögð Pósts og síma við tékkamisferlinu:
Verður einn
banki frystur?
„Allar okkar reglur um ávísanavið-
skipti hafa verið ítrekaðar um allt land.
Afgreiðslufólk okkar á að hringja í
banka og reyna að fá upplýst, þegar um
óþekktar persónur er að ræða, hvort
innistæða sé fyrir viðkomandi
upphæð,” sagði Jón Skúlason póst- og
símamálastjóri er hann var inntur eftir
þvi hvernig brugðist yrði við misferli
því sem upp kom um síðustu helgi.
Tveir menn um tvitugt símsendu
innistæðulausar ávísanir og sviku með
þeim hætti meira en tuttugu þúsund
krónur frá Pósti og síma, eins og skýrt
hefur verið frá í DV.
Yfirmenn Póst- og síma héldu sér-
stakan fund í framhaldi af máli þessu.
Á þeim fundi var upplýst að einn banki
hefur neitað að gefa upplýsingar um
innistæður á ávísanareikningum.
„Við höfum rætt um það að taka
ekki við ávísunum frá þeim banka.
Slíkt gæti orðið einhver vörn. Við
höfum nú ekki beitt þeirri hörku ennþá
en það er til athugunar.
En þetta getur verið mat bankans að
tryggja sem best öryggi sinna viðskipta-
vina, þetta getur verið liður í þeirri
fyllstu tryggingu sem bankinn vill veita,
að það komist enginn að því hvort það
sé innistæða eða ekki. Þetta getur verið
mat og við getum alls ekki gert kröfur
til þess að þeir breyti sínu öryggiskerfi.
Það er rétt að það komi fram að
svona nokkuð kemur afskaplega sjald-
an fyrir. Við höfum ekki lent í þessu í
langan tíma, ekki í nokkur ár. Tékka-
viðskipti eru gífurlega mikil, þetta eru
háar upphæðir sem fara í gegnum
stofnunina. Við þekkjum það erlendis
frá að póstþjónustan reiknar með
vissum afföllum vegna mála af svona
tagi. Það kostar oft meira að taka ekki
vissa áhættu heldur en að hafa eitthvað
flókið kerfi með miklum mannafla,”
sagði Jón Skúlason póst- og símamála-
stjóri.
-KMU.
Fyrsta ointak bókarinnar var afhont Svavari Gestssyni heilbrigðisððherra
milli funda í jólaönnum þingmanna. Á myndinni eru frá vinstri: Stefán Frið-
bjarnarson formaður ritnefndar, Svavar Gestsson, Pétur J. Jónasson sem
hefur haft stjórn á útgáfu bókarinnar og Davíð Á. Gunnarsson forstjóri ríkis-
spítalanna.
Landsspítalabókin komin út:
Sjúkrasaga tveggja alda
Landspítalabókin er komin út, í
samantekt Gunnars M. Magnúss.
Bókin er rituð í tilefni fimmtíu ára
starfs Landspítalans. Hún er í stórum
dráttum sjúkrasaga þjóðarinnar
síðustu tvær aldirnar, eins og segir í til-
kynningu frá ríkisspítölunum. Þar er
að finna greinargóða lýsingu í máli og
myndum á þeirri fjölþættu starfsemi,
sem nú fer fram á Landspítalanum.
Jafnframt er vikið að fortiðinni og
þeim stórstígu framförum sem orðið
DV-BÍÓ
Leikhúsbraskararnir, nefnist gaman-
mynd I litum með íslenskum texta sem
sýnd verður í DV bíói á morgun
klukkan 13 í Regnboganum.
hafa I heilbrigðismáluin þjóðarinnar
undanfarna áratugi.
Bókinni er skipt í 27 kafia, sem
skreyttir eru rneð 210 myndum. Ríkis-
spítalarnir gefa bókina út en Almenna
bókafélagið annast dreifingu hennar.
JSS.
Tvö launaumslög
týndust, líklegavið
Fossvogskirkju
Tvö launaumslög töpuðust i gær. i
hvoru eru um 2.500 krónur. Umslögin
virðast hafa fokið úr vasa eigandans
eftir að hann hafði verið við jarðarför í
Fossvogskapellu. Hann gekk síðan í
kirkjugarðinn. Skilvís finnandi er vin-
sainlega beðinn að tilkynna fundinn til
lögreglunnar í Reykjavik eða í síma
44891. Fundarlaunuin er heitið.
Tómar Árnason viðskiptaráðherra:
„Araktingi villgræda á
íslendingum”
í tilefni ummæla Alberts
Guðmundssonar i DV 17. des. sl. vill
viðskiptaráðherra taka fram, að
Araktingi, sem mun vera frá Líbanon,
óskaði eftir bréfi frá honum og for-
sætisráðherra til forsætisráðherra
Saudi-Arabíu og olíumálaráðherra, þar
sem óskað væri eftir að ísland fengi
úthlutað 20 þús. tunnum af hráolíu á
dag frá Saudi-Arabíu. Þessi maður,
sein DV kallar Dr. Tingi en samkvæmt-
nafnspjaldi hans heitir hann Araklingi
með búsetu í London og Kanada, liafði
enga hráolíu á hendinni, en vildi fá
umboð íslendinga til að útvega hráolíú
eins og fjöldinn allur af kaupsýslu-
mönnum hefur óskað eftir.
Að athuguðu ináli taldi viðskipta-
ráðherra ekki koma til mála að afhenda
óþekktum erlendum manni slíkt
erindisbréf til að annst viðskipti með
jafnlífsnauðsynlega vöru og olían er.
Löngu áður hafði viðskiptaráðherra
óskað eftir því við utanríkisráðherra að
komið yrði á stjórnmálasambandi við
Saudi Arabiu og í kjölfar þess yrðu
kannaðir möguleikar til viðskipta við
þá. Stjórnmálasamband er ekki að
fullu komið á enn.
Milliliðalaus samskipti eru miklu
æskilegri en milliganga kaupahéðna.
Auk þess var Araktingi sagt í des.
1980, að þá væri búið að semja um
kaup á olíuvörum til næsta árs.
Nú er komið á daginn, að hefðum
við keypt óhreinsaða olíu á þessum
tírna hefðu slík viðskipti leitt til stór-
fellds taps.
Ekki dregur viðskiptaráðherra í efa
góðan vilja Alberts Guðmundssonar
um hagkvæm viðskipti, en veit að hann
hefir ekki fengist við olíuviðskipti og
ummæli hans bersýnilega byggð á
ókunnugleika.