Dagblaðið Vísir - DV - 19.12.1981, Síða 10
10
DAGBLAÐIÐ & VÍSIR. LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1981.
ftalskar Savanelle
reykjarpípur og
pípustatíf
í fjölbreyttu úrvali.
Heildverzlun
Eiríks Ketilssonar
Vatnsstíg 3. — Símar 23472 og 19155
A Bílbeltin
hafa bjargað tfaæER“"
vandaAar veggsamstœður úr hnotu
og bæsaðri eða sýrðri eik.
Úrval af borðstofuhúsgögnum
úr bæsaðri eða sýrðri eik.
Greiðsluskilmálar við allra hæfi.
Opið í dag til kl. 22.
Opið á morgun sunnudag kl. 14—17.
□
V F O
Reykjavíkurvegi 66 - Hafnarfirði - Sími 54100
Menning Menning Menning
Mátfrióur Einarsdóttír skrífar Steinunni. Mátfríður Einarsdóttir skrifar vinkonu sinni hug-
renningar sínar „afieitiega langar og teygðar" Ýmist er hún í bezta skapi eða hinu versta,
en œvinlega fyndin.
Ný og bráð-
skemmfileg bók
effir Málfríði
Gierhimnarnir níu,
sem varnajörðinni kulda
„Ekki er auðvelt að buga
heilbrigða konu unga . . . hún finnur
ráð út úr öllum ógöngum,” segir
Málfríður Einarsdóttir í nýrri bók,
sem út kom í þessari viku, „Bréf til
Steinunnar.”
Hún hefði eins getað sagt: ,,konu
á níræðisaldri.” Að minnsta kosti ef
hún miðaði við sjálfa sig. Hún er 82ja
ára gömul Á síðustu fimm árum
hefur hún sent frá sér fjórar bækur
og er nú með tvær nýjar í smiðum.
Ekki eru elliglöp á þessum verkum,
heldur eru fáar bækur á jóla-
markaðnum skrifaðar á betri (og
fyndnari) isienzku en „Bréf til
Steinunnar”.
Málfríður er ættuð frá Þingnesi í
Borgarfirði. Hún fluttist ung til
Reykjavíkur. Skólaganga hennar var
ekki mikil. í Kvennaskólanum hætti
hún vegna þess hvað henni leiddist að
hræra „frúmasíur”. í Kennara-
skólanum varð hún að hætta vegna
berklaveiki.
Skriftir hóf hún ekki að ráði fyrr
en á miðjum aldri, þegar Magnús
Ásgeirsson hældi henni fyrir þýðingu
á frönsku ljóði. Og þangað til fyrir
skömmu var fátt eitt prentað eftir
hana utan helzt slíkar þýðingar,
gjarnan á torskildustu skáldum eins
og Ezra Pound og T.S. Eliot.
mismunandi kenningum um lögun
veraldarinnar, þar á meðal gler-
himnunum níu og fýlunni, sem hljóp
í páfa, þegar ekki var lengur stætt á
því að halda fram, að jörðin væri
flöt.
Nauðungargiftingar,
draugar og hestastrákar
Álíka rúm i bókinni og bréfið taka
kaflarnir „Fyrrum og nú” og „Fyrsti
áratugur”. Þetta eru lýsingar á lífs-
kjörum íslendinga á seinustu öld og
fram á þessa. Þær eru hliðstæðar
samskonar köflum í fyrri bókum
Málfríðar. Þarna segir frá heilsuleysi,
moldareldhúsum, nauðungargift-
ingum, draugum, draumum, horfn-
um þjóðfélagsstéttum eins og
förumönnum og hestastrákum.
„Framsóknarflokkurinn var þá
ekki nema órar gáfaðra manna,”
segir Málfríður. En ungir menn voru
hressir, töluðu fornmál og lærðu að
synda.
Af öðru tagi er stutt ýkjusaga:
„Ferðin að Gráglettingi”. Þar segir
frá einstaklega gáfuðu skáldi, sem
lendir í svaðilför um mýrlendar
sveitir. Er mikil skemmtan að þessari
frásögn, enda fáir íslendingar, sem
ná þessum stíl, kölluðum burlesq á
útlendum málum. Varla nokkur
síðan Benedikt Gröndal var og hét.
Loks eru í bókinni minningarbrot
um föður höfundar og nokkur vinar-
bréf á dönsku. í einu þeirra segir hún
frá því, að hún sé allt í einu orðin
fræg „Naar jeg endelig i mit iivs
vandring en naaet til gravens rand,
faar jeg saadan en smuk oprejsning
. . ” ( = þegar ég er loksins komin
fram á grafarbakkann veitist mér
svona fögur viðurkenning . . .)
Mér finnst „Bréf til Steinunnar”
heillandi bók. Og hún er ómissandi
fyrir alla sem njóta þess að sjá
listilega farið með okkar kæra, en
stundum stirða, móðurmál.
-ihh
Bókin „Bréf til Steinunnar”
skiptist í nokkra kafla. Nær bréfið,
sem bókin heitir eftir, yfir næstum
heiming hennar. Steinunn sú, sem
það er stilað til, er Sigurðardóttir,
skáldkona og fréttaritari útvarpsins í-
Stokkhólmi og góð vinkona
Málfríðar.
„Hér sit ég með hugrenningar
mínar afleitlega langar og teygðar,”
yrðir Málfriður á hana í október
1980. Allan veturinn er hún svo að
bæta viðbréfið.
Stundum, já, ósjaldan, er bréfrit-
ari yfirkominn af ergelsi og emjan.
Eins og lesendur fyrri bóka Málfríðar
þekkja, þá kveinar enginn jafn
skemmtilega og hún (nema ef vera
skyldi Jón Helgason prófessor). Og
eins og hún segir sjálf: „Til þess er
kvein að það lækni volæði” — fyrr
en varir snýst ólundin upp í lifsgleði.
Sárkvalin önd skáldkonunnar flögrar
þá upp í ljósið frá Kristi, Rembrandt
og öðrum dýrðarinnar mönnum.
Hún skemmtir ungu vinkonunni
sinni með fróðleik um merkilega
hluti úr öllum áttum. Heldur betur
tekst henni upp þegar hún lýsir Steinunn Sigurðardóttir situr í Stokkhólmi og bíður brófa.